Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 41
MINNINGAR
Pétur Hallberg leysti af höndum
verða aldrei framar unnar með
sömu aðferðum. Ég hef stundum
líkt eljuverkum hans við vinnu-
brögð gömlu bændanna sem slétt-
uðu túnin sín með torfljá og spaða,
ellegar fiskimanna sem reru á opn-
um árabátum og drógu einn og
einn þyrskling í skelina sína. Nú
eru komnar tröllauknar jarðýtur
og flugvélar sem breyta órækt-
armóum og foksandi í rennslétt
tún, og skuttogarar sópa fiskinum
úr sjónum með botnvörpum í
tonnatali. Og í stað þess að stíl-
fræðingar fiki sig gegnum ritin
eins og Peter Hallberg og telji
dæmin í huganum eru textarnir
nú settir inn í tölvu sem síðan leys-
ir á augabragði úr þeim spurning-
um sem áður tók mánuði og ár
að svara. Hin gömlu vinnubrögð
voru mikilvæg og nauðsynleg á
sínum tíma, og á sama hátt gigum
við Pétri Hallberg þakkir að gjalda
fyrir stílrannsóknir hans. Þær voru
afreksverk á sínum tíma og vörp-
uðu ljósi á ýmsar torráðnar gátur
í sambandi við íslenskar fornbók-
menntir.
Mesta stílfræðirit Hallbergs að
blaðsíðutali - alls 628 síður -
varðar þó íslenskar bókmenntir
aðeins að litlu leyti, en það er
bókin Diktens bildsprák sem kom
út árið 1982, árangur víðtækrar
ævilangrar athugunar. Þarna
fjallar hann á ljósan hátt og með
mörgum dæmum um líkingar í
skáldskap allt frá Biblíunni og
Hómerskviðum til vorra daga.
Sem vænta má sitja sænskar bók-
menntir í fyrirrúmi, en fulltrúar
íslands eru frá fornöldinni eddu-
kvæði og dróttkvæði og frá nútím-
anum skáldsagan Fljótt fljótt,
sagði fuglinn eftir Thor Vilhjálms-
son - sem Pétur hafði einmitt
sjálfur þýtt á sænsku.
í ritgerðum sínum um bók-
menntir, sem eru bæði margar og
margvíslegar, hélt Pétur skoðun-
um sínum fast fram og lenti stund-
um í snörpum ritdeilum við menn
af þeim sökum. En í persónulegum
skiptum var hann allra manna ljúf-
astur, næstum því auðmjúkur, og
feimnislegt brosið vermdi mann inn
að hjartarótum. Ég naut þeirrar
gæfu að eignast Pétur Hallberg
að einkavini, og sú vinátta náði
einnig til eiginkvenna okkar.
Rannveigu kynntist ég ekki, hún
dó svo ung, en með þeim Pétri og
Kristínu áttum við Sigríður margar
ógleymanlegar stundir. Kristín
Hallberg lauk fyrst allra íslenskra
kvenna háskólaprófi í verkfræði,
en hún tók próf í efnaverkfræði
við Tækniháskólann í Kaupmanna-
höfn árið 1945. í virðingar skyni
var henni veittur sérstakur heiður-
speningur Verkfræðingafélags ís-
lands með svofelldri áletrun:
„Kristín Kristjánsdóttir Hallberg.
F. 21. jan. 1919. D. 26. nóv. 1985.
Lauk árið 1945 prófi í verkfræði,
fyrst íslenskra kvenna.“
Pétur lifði nær áratug eftir and-
lát Kristínar. Hann bar missi sinn
með því æðruleysi sem honum var
lagið, og sá enginn að honum
væri brugðið; en í trúnaði tjáði
hann mér að nú væri hugur sinn
gagntekinn af tómleika. Nú er
hann sjálfur horfinn úr jarðneskum
heimi. En lærdómsverk hans og
hinar snjöllu þýðingar munu lifa,
og íslendingar munu um ókomnar
tíðir nefna nafn hans með skyld-
ugri þökk.
Jónas Kristjánsson.
ÞORARINN
GUÐNASON
+ Þórarinn
Guðnason
fæddist á Raufar-
höfn 18. janúar
1957. Hann lést af
slysförum í Köln 6.
mars síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Háteigs-
kirkju 20. mars.
Okkur setti hljóða
samstarfsmenn í Járn
& skip er við fengum
fréttir um að Þórar-
inn, yfirmaður okkar,
hefði látist úti í Þýska-
landi. Ekki óraði okkur fyrir því
er við kvöddum hann að hann
kæmi ekki til baka. Lífið er hverf-
ult og enginn veit hvenær kallið
kemur eða hver verður næstur.
Okkur finnst sorglegt þegar
hraustur maður í blóma lífsins er
hrifinn á brott á svo hræðilegan
hátt. En við vinir hans í Jám &
skip huggum okkur við að Þórarinn
hafi verið kallaður til annarra
verka á æðri stöðum. Á stöðum
sem við hérna megin móðunhar
þekkjum ekki til.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Við sendum eiginkonu Þórarins,
bömum og öðrum aðstandendum
hugheilar samúðarkveðjur. Far þú
í friði, Þórarinn Guðnason.
Starfsfélagar í Járn & skip.
Það var mikið áfall
þegar ég fékk þær
hörmulegu fréttir að
hann Þórarinn Guðna-
son hefði látið lífið í
umferðarslysi í Þýska-
landi. Röddin í síman-
um sagði að hann Tóti,
svili minn og vinur,
væri dáinn en orðin
hljómuðu óraunveru-
lega, þetta gat ekki
verið satt. Sem lög-
regluþjónn hef ég svo
oft þurft að horfa upp
á hörmungar annarra
og skynjað sorgarvið
brögð eftir sáran missi. Lögreglu-
búningurinn hefur þá verið sem
brynja á eigin tilfinningar en núna
var það mín fjölskylda sem stóð
frammi fyrir alvöru lífsins og ég
stóð berskjaldaður og ráðvilltur.
Ég hef oft spurt sjálfan mig,
hvers vegna, hvers vegna allar þess-
ar hörmungar, en ég fæ engin svör,
því þau eru vandfundin í heimi þess-
um.
Tóti er dáinn, því fær víst enginn
breytt, en eftir stendur minning um
góðan dreng, glaðværan vin í raun,
sem svo oft sýndi það í verki hvern
mann hann hafði að geyma. Við
Unnur og Axel fáum seint þakkað
alla hjálpina sem Tóti veitti okkur
þegar við vorum að berjast við að
koma þaki yfir okkur. Þá var Tóti
alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd.
Við gleymum aldrei öllum góðu
samverustundunum sem við höfum
átt með Tóta og fjölskyldu hans
Við munum gráta fráfall hans, en
undir niðri í sorginni bærast gleðitil-
finningar um góðan mann.
Ásmundur og Unnur.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu
kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á
heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa
örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög,
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum
KRISTIN
EGGERTS-
DÓTTIR
+ Kristín Eggertsdóttir fædd-
ist á Sauðadalsá á Vatns-
nesi í Kirkjuhvammshreppi í
Vestur-Húnavatnssýslu 20. júlí
1908. Hún lést á Borgarspítal-
anum 5. mars siðastliðinn og
fór útför hennar fram frá Hall-
grímskirkju 13. mars.
STÍNA frænka var alltaf að. Á
hverjum Morgunblaðsmorgni vakn-
aði hún fyrir allar aldir og skund-
aði af stað með Moggann í kerru
til áskrifenda' og það var einmitt
iað síðasta sem hún gerði, áður en
hún lagðist inn á sjúkrahús um
miðjan nóvember síðastliðinn.
í hvert skipti sem ég kom til
Stínu, var uppdúkað borð og alls
konar góðgæti töfrað fram af Stínu
og Emmu sem hendi væri veifað.
Stína hélt mikið upp á systkini sín
og afkomendur þeirra, en hún átti
sjálf engin böm. Ég held að allir
sem kynntust henni hafi fundið fyr-
ir þeirri sömu tilfinningu og ég fann
alltaf; að maður væri sérstakur í
augum hennar. Hún hafði alveg á
hreinu hvað hver væri að gera,
hvaða böm hver ætti o.s.frv., allt
fram á síðasta dag.
Árviss heimsókn til Stínu og
Emmu á aðfangadag, þar sem
skipst var á gjöfum, var fastur
punktur í tilverunni og hvílíkar veit-
ingar sem bornar vom á borð! Nú
síðustu árin voru þessar jólaheim-
sóknir því miður nær eina skiptið
á árinu sem ég hitti Stínu og síð-
ustu jólunum eyddi hún á sjúkra-
húsinu, þar sem ég hitti hana á
aðfangadag. Þá var mjög dregið
af henni og sú Stína sem ég þekkti
hafði þegar skilið við. Allir vissu
af þeim eldmóði sem hún bjó yfir,
og því kom það ekki á óvart hve
lengi hún þraukaði.
Eg kem til með að sakna Stínu
frænku en ég veit líka að hún er
komin á góðan stað þar sem hún
getur fylgst með ættmennum sín-
um.
Mínar hugheilustu samúðar-
kveðjur sendi ég öllum þeim sem
Stínu þekktu og unnu, en þó sér-
staklega Emmu.
Karl Óskar Þráinsson.
PAVIGRES
Sterkar og
ódýrar flísar
ÁLFABORG ?
KNARRARVOGI4 • »686755
FJÖLDÍ UPPHÆÐ Á HVERN
VINNINGAR VINNINGSHAFA VINNINGSHAFA
1.5 af 5
3.4015
10
272
4.3at5 8.714
7.508.460
105.970
6.720
480
Heildarvinnlngsupphæö:
22.087.180
ÍTALSKI BOLTINN
11. leikvika, 19.mars 1995
Nr. Leikur: Röðin:
1. Sampdoria - Milan - - 2
2. Cagliari - Roma - - 2
3. Inter - Foggia 1 - -
4. Bari - Napoli - X -
5. Lazio - Genoa 1 - -
6. Rcggiana - Parma - X -
7. Brescia - Torino - - 2
8. Juventus - Cremonesc 1 - -
9. Atalanta - Ancona - X -
10. Acireale - Cesena - X -
11. Venezia - Pescara 1 - -
12. Cosenza - Como 1 - -
13. Fid.Andria - Perugia - X -
Heildarvinningsupphæðin:
17 milljón krónur
13 réttir: | 109.44~
12 réttir:
11 réttir:
10 rcttir:
3.970
370
kr.
kr.
kr.
kr.
11. leikvika, 18. mars 1995 “1
Nr. Leikur: Röðin:
1. Blackburn - Chclsea 1 - -
2. Notth For. - Southamptn 1
3. Tottenham - Leiccster 1
4. Leeds - Coventry 1
5. Aston V. - West Ham - - 2
6. Man. City - Sheff. Wed 1
7. QPR - Everton - - 2
8. Wimbledon - C. Palace 1
9. Luton - Tranmere 1
10. Wolves - Watford - X -
11. Middlesbro - Dcrby - - 2
12. Stoke - Reading - - 2
13. Sheff. Utd - Charlton 1
Heildarvinningsupphæðin:
108 milljón krónur
13 réttir: 1 934.690 kr.
12 réttir: 1 13.960 kr.
11 réttir: 1 1.160 kr.
10 réttir: | 340 kr.
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
NYJIR KÆLIMIÐLAR
NÝJAR KRÖFUR NÝ EFNI -► NÝJAR LAUSNIR
Ráðstefna um nýjungar í kælitækni
Dagur: Miðvikudagurinn 22. mars1995. j I Staður: Scandic Hótel Loftleiðir, Þingsalir 1 og 2. Tími: 09:00-16:30.
j Ráðstefnustjóri: &gurðurBergsson,_^ i
| 08:30-09:00 Innritun/afhending fundargagna.
09:00-09:15 Setning: Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í Umhverfisráðuneytinu.
09:15-09:30 Kynning dagskrár og fyririesara: Sigurður Bergsson, formaður Kælitæknifélags íslands.
09:30-16:15 Kynning á nýrri reglugerð um kælimiðla: (Tilgangur, kvaðir, kröfur, viðuriög).1 Hollustuvemd rikisins.
10:15-10:30 Kafflhlé.
10:30-11:15 Breytingar í evrópsku samhengi: Morten Amvig, forseti AREA; Samtaka evrópskra kæli- og f rystitækjaf ram leiðenda og framkvæmda- stjóri AKB; Samtaka löggiltra frysti- og kælifyrirtækja í Danmörku.
11:15-12:00 Nýir kælimiðlar í stað ósóneyðandi efna: John R. Moriey, tæknistjóri, Du Pont Chemicals.
| 12:00-13:00 Léttur hádegisverður.
I 13:00-13:45 Ammoníak sem kælimiðill/kælilausnir: Bo Stubkier, tramkvæmdastjóri Retech a/s, dótturfýrirtækis Sabroe+Soby.
13:45-14:30 Öryggi ammoníakskælikeifa og evrópskar reglugerðarkröfur um ammoníakskælikerfi: Le'if Soby, framkvæmdastjóri Sabroe+Soby.
| 14:30-14:45 Kaffihlé.
8 14:45-15:30 Framtíðaisýn í kæliiðnaði: Knud Andersen, framkvæmdastjóri Sabroe framleiðslufyriitækisins og aðstoðarforstjóri Sabro-samsteypunnar.
15:30-16:15 Pallborðsumræður: Þátttakendur verðaframsögumenn.
16:30-17:30 Móttaka í boði umhverfisráðherra. .. . nnn /l » . . ; .11 . _ '
ler
i SIMASKRANING: (91) 23344
; Hægt er að senda skráningar í fax: (91) 23342
HF. KÆL1SMI0JAN
IFROST
UMHVERFISRAÐUNEYTIÐ
KÆLITÆKNIFÉLAG ÍSLANDS