Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór FRÁ vinstri: Jakob Björnsson bæjarstjóri, Hermann Sigtryggsson íþróttafulltrúi, Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra, Þröstur Guðjónsson formaður ÍBA og Reynir Karlsson íþróttafulltrúi að gæða sér á köku í tilefni opnunar vetraríþróttamiðstöðvarinnar. Vetraríþróttamiðstöð íslands stofnuð á Akureyri Skapar sóknarfæri í upp- byggingu vetraríþrótta Áhrif langvarandi vetrarveðurs og kennaraverkfalls Fólk er orðið mjög niðurdregið „VIÐ verðum varir við það að fólk er orðið mjög niðurdregið," sagði séra Birgir Snæbjörnsson, prófastur og sóknarprestur á Akureyri, um langvarandi vetr- arhörkur að viðbættu kennara- verkfalli sem víða hefði erfið- leika í för með sér á heimilum. „Þetta íþyngir fólki greini- lega,“ sagði sr. Birgir. Hann sagð að það væri orðinn ríkur þáttur í bænahaldi að biðja fyrir því að óveðurstíð linnti og að kennaraverkfall leystist og í predikun i messu í Akureyrar- kirkju á sunnudag hefði verið rætt um þessi mál. Víða erfiðleikar „Við heyrum það mjög að margir eiga í erfiðieikum," sagði sóknarpresturinn, en viða væri um tvöföld vandræði að ræða, börnin væru heima vegna kenn- araverkfallsins og ófærð og óveður gerðu að verkum að úti- vinnandi foreldrar gætu ekki í eins miklum mæli komist heim yfir daginn. „Fólk er áhyggju- fullt og mér finnst sem margir séu að missa trúna á þjóðfélagið. Börnin fá enga fræðslu þó svo það sé skylt samkvæmt lögum að sjá þeim fyrir fræðslu. Marg- ir geta ekki séð sér og sínum farborða, við heyrum af miklum vandræðum á heimilum víða í bænum. En við verðum að vona að þessu linni hvoru tveggja, kennaraverkfallið leysist og vor- ið fylgi vetri,“ sagði sr. Birgir. VETRARÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ ís- lands á Akureyri var formlega stofn- uð við hátíðlega athöfn í íþróttahöll- inni á laugardag. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra undirritaði reglugerð um Vetraríþróttamiðstöðina þar sem kveðið er á um hlutverk hennar og þá var undirritaður samstarfssamn- ingur milli ríkis,_ Akureyrarbæjar, íþróttasambands íslands og íþrótta- bandalags Akureyrar én miðstöðin er sameign þessara aðila. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir Akureyrarbæ og skapar mörg sókn- arfæri í uppbyggingu vetraríþrótta í bænum. Nú höldum við áfram af fullum krafti við undirbúning þess að koma hér upp alhliða vetraríþrótt- amiðstöð," sagði Hermann Sig- tryggsson, íþróttafulltrúi Akur- eyrarbæjar. „Við munum byija á því að sameina kraftana og huga að brýnustu rnálurn." Hermann sagði að meðal þess sem á döfinni væri yrði að koma á tengsl- um við framhaldsskóla þannig að hægt yrði að koma upp vetrar- íþróttamenntasetri í bænum og í framtíðinni yrði sett upp sérstök skíðabraut fyrir þá sem vilja stunda íþróttina af kappi með öðru námi. „Þetta myndi auka fjölbreytni í skól- um bæjarins." Þá nefndi íþróttafulltrúi að í kjöl- farið yrði unnið að því að gera Akur- eyri að fyrsta flokks alþjóðlegum keppnisskíðastað, bæði fyrir alpa- greinar og skíðagöngu. Þá yrði í samvinnu við ferðaþjónustufólk unn- ið að uppbyggingu staðarins hvað varðar ástundun bæði almennings og keppnisfólks í vetraríþróttum. Hvað skautaíþróttina varðar væri brýnasta verkefnið að byggja yfir skautasvellið og huga að annarri uppbyggingu á skautasvæðinu. „Þetta hefur verið lengi í burðar- liðnum og við munum fara rólega af stað, en að mínum dómi hefur þessi viðurkenning á Akureyri sem miðstöð vetraríþrótta á landinu mikla þýðingu," sagði Hermann. Starfsfólk í Kristnesi veðurteppt STARFSFÓLK Kristnesspítala búsett á Akureyri varð veður- teppt á spítalanum þegar óveðr- ið skall á í lok síðustu viku. Bíl- ar sem sendir voru eftir fólkinu og með mat þangað komust ekki alla leið. Halldór Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, braust fram að Kristnesi í blindbyl síðdegis á fímmtudag, hann tók matvæl- in úr matarbílnum og flutti upp á spítalann á sínum „fjallabíl". Fólksflutningabíll var einnig stopp vegna ófærðar. Tólf starfsmenn spítalans ætluðu heim eftir vinnu á fimmtudag en aðeins þrír fóru heim, þeir sem ekki áttu að mæta til vinnu daginn eftir. „Það var alveg vitlaust veður, blint og mikil ófærð,“ sagði Halldór en það tók hann tæpa tvo klukkutíma að aka frá Krist- nesspítala og í bæinn, leið sem tekur um 10 mínútur að aka að öllu jöfnu Ljóðasam- Keppni í TILEFNI af „Vorkomu í Eyja- flarðarsveit" dagana 19. til 23. apríl efnir menningarmálanefnd Eyjaijarðarsveitar til ljóðasam- keppni. Veitt verða verðlaun fyrir þijú bestu ljóðin. Skiladagur ljóða er í síðasta lagi 10. apríl næstkom- andi og skulu þau send for- manni menningarmálanefndar, Þuríði Schiöth, Hólshúsum. Ljóðunum þarf að skila undir dulnefni og nafn höfundar að fylgja með í lokuðu umslagi. Gæsluvöllum lokað vegna snjóalaga VEGNA snjóalaga á gæsluvöll- um bæjarins sér leikskólanefnd sér ekki fært að hafa vellina opna þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi barnanna, en all- ar girðingar eru á kafí í snjó. Hefur leikskólanefndin farið fram á við bæjarráð að fá fjár- veitinginu til að moka snjó af tveimur gæsluvöllum, Bugðu- velli og Lundavelli, en loka öðr- um völlum þar til ástandið batn- ar og hægt verður að tryggja öryggi þeirra bama sem þar eru. Bændafundir með landbún- aðarráðherra HALLDÓR Blöndal landbún- aðarráðherra efnir til funda með bændum á þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Fyrri fundurinn verður í Ýd- ölum í Aðaldal í kvöld, þriðju- dagskvöldið 21. mars og hefst hann kl. 20.30. Sá síðari verður annað kvöld, miðvikudags- kvöldið 22. mars kl. 20.30. Jíosið í Iþrótta- # skemmunni? KJÖRSTJÓRN Akureyrarbæjar hefur lagt til við bæjarráð að kjörstaður við alþingiskosning- amar 8. apríl næstkomandi verði í Oddeyrarskóla þar sem kosið hefur verið um árabil. Verði ekki hægt að kjósa í Oddeyrarskóla vegna kennara- verkfalls leggur kjörstjórn til að kosið verði í íþróttaskemmunni. Einnig er lagt til að kjördeildir verði átta. Bæjarráð samþykkti tillögur kjörstjórnar á fundi sínum í gær. „íslenskur sjávarútvegur á alþjóðavettvangi" Ráðstefna um sjávarútveg í Háskólabíói (sal 3) laugardaginn 25. mars. Ráðstefnustjóri: Gestur Geirsson. DAGSKRÁ: 09.30 Innritun. 10.00 Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvdeildar. HA, setur ráðstefnuna. 10.10 Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra. 10.35 Jóhann Sigurjónsson, aðstoðarforstjóri Hafró. 10.55 Jónas Haraldsson, lögmaður LÍÚ. 11.15 Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands. 11.35 Fyrirspurnir og almennar umræður. 12.00 Matarhlé. Hádegisverður á Hótel Sögu. Þátttökutilkynningar eða fyrirspurnir berist, sem fyrst, Ráðstefnugjald er 3.500 kr., innifalin eru um símbréf 96-30998 eða símsvara 96-26138. ráðstefnugögn og veglegur hádegisverður Vinsamlegast tilgreinið miðafjölda, nafn og heimilisfang á Hótel Sögu. ásamt vinnu- og heimasíma. ÍSLANDSBANKI (Sjá eínníg auglýsingu á bls. 617 í Textavarpinu). Akureyri Félag sjávarútvegsfræðinema við Háskólann SJOVAtSígTALMENNAR L Landsbanki íslands 13.00 Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra. 13.25 Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. 13.50 Grímur Valdimarsson, forstöðumaöur RF. 14.15 Steingrímur J. Sigfússon Alþýðubandalagi. Halldór Ásgrímsson Framsóknarflokki. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Kvennalista. Ágúst Einarsson Þjóðvaka. 15.45 Fyrirspurnir og almennar umræður. 17:00 Steindór Sigurgeirsson formaður Stafnbúa slítur ráðstefnunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.