Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR PETER HALLBERG + Peter Hallberg, rithöfundur og fyrrum prófessor í bókmenntafræði við Háskólann í Gautaborg, fæddist í Gautaborg 25. jan- úar 1916. Hann lést þar í borg 4. mars síðastliðinn, 79 ára að aldri. Foreldrar hans voru Magnus Hallberg, guðfræð- ingur og mennta- skólakennari, f. 5.9. 1889, d. 24.12. 1965, og Marta Hallberg (fædd Johansson), f. 25.4. 1892, d. 2. júní 1965. Pet- er var eitt fjögra barna þeirra hjóna. Fyrri kona Peters var Rann- veig Kristjánsdóttir, f. 23.9. 1917, d. 14.9. 1952, matreiðslu- kennari. Foreldrar hennar voru Kristján Sigurðsson, bóndi á Dagverðareyri og kennari á Akureyri, f. 31.5. 1885, d. 7.4. 1950, og Sesilía Eggertsdóttir, f. 12.2. 1888, d. 19.9. 1945. Börn Peters og Rannveigar eru tvö: Kristján Magnús, f. 5.1.1946, blaðamað- ur og kennari í Gautaborg; hann á tvo syni, Christoffer og Oskar, og eina stjúpdóttur, Maríu; og María Sesilía, f. 24.10. 1948, læknir í Gauta- borg. Seinni kona Peters var Kristín Kristjánsdóttir, f. 21.1. 1919, d. 26.11. 1985, systir Rannveigar. Þau eignuðust ekki börn saman. Kristín var fyrsta íslenska konan sem út- skrifaðist verkfræðingur. Peter Hallberg -hafði ungur kynnst íslendingasögum og ís- lenskúm bókmenntum og tók að rannsaka og skrifa um ís- lenskar bókmenntir þegar hann var lektor í sænsku við Háskóla íslands frá 1943- 1947. Ásamt stílfræðirann- sóknum urðu íslenskar bók- menntir helsta viðfangsefni fræðimannsferils hans. Á sjötta áratugnum þýddi Peter Hallberg skáldsögur Halldórs Laxness á sænsku og ritaði síðan ævisögu hans í tveimur bindum.Den store va- varen. En studie i Laxness ung- domsdiktning, sem kom út árið 1954, og Skaldens hus. Lax- ness' diktning frán Salka Valka till Gerpla, sem kom út árið 1956. Lars Lönnroth, eftirmaður Hallbergs á prófessorsstóli við Gautaborgarháskóla, segir í eftirmælagrein, að með skrifum sínum um Laxness og þýðingum á skáldsögum hans hafi Peter Hallberg átt þátt í að ávinna fremsta samtímaskáldi íslend-. inga virðingu og aðdáun í Sví- þjóð og fjölmörgum löndum öðrum og með þessu hafi hann sennilega átt rikan þátt í þvi að Halldór Laxness hlaut Nó- belsverðlaunin strax árið 1955. Hallberg hélt áfram að rita um Halldór Laxness og gaf út á ensku ævisöguna Halldór Laxness, sem kom út í New York árið 1971. Ritverk Peters Hallbergs hafa verið þýdd á ýmis tungu- mál, þar á meðal íslensku. Með- al helstu ritverka Hallbergs um íslenskar bókmenntir má nefna Snorri Sturluson och Egils saga Skallagrímssonar, sem kom út 1962, Den islandska sagan (1956) og Ett försök till spráklig författarbestamning (1962). Hann ritaði einnig fjöl- margar bækur um sænskar bókmenntir og bókmennta- fræði. Útför Peters Hallbergs fer fram frá Hagakyrkan í Gauta- borg í dag. ÞEGAR íslenskir rit- höfundar gerðu Pétur Hallberg að heiðursfé- laga vorið 1993, höfðu þeir að sjálfsögðu í huga hvern hlut hann hafði átti í að ryðja verkum Halldórs Lax- ness braut erlendis. En ekki síður þátt hans í að opna íslend- ingum sjálfum heim Halldórs. Hann lauk upp fyrir okkur hinni æsispennandi þroska- sögu Laxness, leiddi okkur í smiðju skálds- ins og sýndi okkur hvernig verkin tóku hamskiptum frá einni gerð til annarrar, rakti fyrir rætur þeirra og lýsti upp samhengi og bakgrunn. Hvorki fyrr né síðar hefur íslenskur höfundur verið tekinn viðlíka tökum og víst er að Vefarinn mikli (1954) og Hús skáldsins (1956) munu lengi skipa hæsta sess í íslenskri bókmennta- sögu, gildi þeirra jafnvel fara vax- andi eftir því sem tímar líða fram og fennir yfir fleira í hinu Lax- neska landslagi. En þýðing og krufning á verkum Halldórs var aðeins hluti af starfi Hallbergs. Auk þess að leggja út fleiri samtímahöfunda íslenska (nú síðast Náttvíg Thors Vilhjálmsson- ar), gerði hann merkilegar rann- sóknir á fornsögunum. Meðal ann- ars réðst hann í viðamikla úttekt á orðfæri Heimskringlu og Egils- sögu sem renndi stoðum undir hugboð manna um að Snorri Stur- luson væri höfundur Eglu — elju- verk sem okkur núna þykir ein- kennilegt að nokkur maður skyldi ráðast í án tölvu. Við fyrstu kynni virtist lyndis- einkunn Hallbergs þeirrar gerðar að ekki lá í augum uppi að kærleik- ar tækjust með honum og íslend- ingum. Þar bar hæst hákvæmni og aga sem eru svo sjaldgæf hér. En maður hafði ekki lengi talað við þennan tengdason íslands þeg- ar ljóst var hve djúp ítök ísland átti í honum. Sjálfur sagði hann í viðtali við Árna Bergmann árið 1986: „Mér finnst reyndar að ég þekki fleira fólk hér persónulega en ég hefi kynnst í Svíþjóð, eins þótt ég væri hér ekki nema í fjög- ur ár." Hann hafði komið í stutta stúd- entaheimsókn til íslands sumarið 1936 og síðan ráðist hingað sem sendikennari sjálft lýðveldisárið 1944. Sú gerjun og gróska sem mætti honum á þessu töfraári virt- ist megna að draga upp íslands- mynd í eitt skipti fyrir öll. Hér kynntist hann konuefni sínu, Rannveigu Kristjánsdóttur, sem hafði numið hússtjórnarfræði í Svíþjóð og síðan gerst brautryðj- andi í frelsisbaráttu íslenskra kvenna. Og hér uppgötvaði hann íslandsklukku Halldórs Laxness sem var einmitt að koma út þessi misserin. í fyrstu hóf hann að þýða af rælni til að æfa sig í málinu en hætti ekki fyrr en verkið var kom- ið í sænskar bókabúðir árið 1948. Þá hafði einvörðungu Salka Valka birst á sænsku (þýdd úr dönsku). Eftirleikinn þekkja allir, hver þýð- ingin rak aðra í samvinnu þeirra hjóna og samhliða komu út skrif Hallbergs um einstök verk Hall- dórs. Ábyggilega nauðsynleg tilviljun að Halldór var staddur á heimili Hallbergs þegar honum barst til- kynning um Nóbelsverðlaunin árið 1955. Ég kynntist Pétri Hallberg fyrir sjö árum þegar unnið var að gerð sjónvarpsmyndar um Halldór Lax- ness. Af ljúfmennsku lagði hann á sig ferðalag til Lúxemborgar og undirgekkst þolinmóður allt það staglkennda hjakk sem sjónvarp útheimtir. Upptökur fóru fram í Clairvaux, klaustrinu þar sem Halldór hafði orðið Kiljan. Hallberg hafði ekki heimsótt staðinn fyrr og leið nú um í allri sinni hæð, fullur íhygli og maður fékk ekki varist þeirri hugsun að í sjálfsaf- neitun, iðni og aga stæði hann að minnsta kosti jafnfætis munkun- um. Hann var þegar hér var kom- ið tvöfaldur ekkjumaður á ævi- kvöldi og ýmislegt í fari hans minnti á mann sem er byrjaður að kveðja. En það var líka auðfundið hvert lífsloft hann sótti í umhugsun um verk Halldórs og iðulega setti að þessum alvörugefna manni frelsandi hlátur þegar hann velti vöngum yfir vini sínum og verkum hans. Peter Hallberg var eins og fyrr segir kvæntur Rannveigu Kristj- ánsdóttur, en hún lést langt fyrir aldur fram árið 1952. Árið 1955' gekk hann að eiga Kristínu Kristj- ánsdóttur, systur Rannveigar. Og Kristín líkt og Rannveig var braut- ryðjandi á sínu sviði: hún mun hafa verið fyrsta íslenska konan til að ljúka verkfræðiprófi. Börn Péturs og Rannveigar eru Kristján Magnús, blaðamaður, og María Sesilía, læknir, bæði búsett - ' -a x* ^•s?^ 'Sí -' tts ».js —• " ~ i> »-**" '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.