Morgunblaðið - 21.03.1995, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
PETER
HALLBERG
%
f
+ Peter Hallberg,
rithöfundur og
fyrrum prófessor í
bókmenntafræði
við Háskólann í
Gautaborg, fæddist
í Gautaborg 25. jan-
úar 1916. Hann lést
þar í borg 4. mars
síðastliðinn, 79 ára
að aldri. Foreldrar
hans voru Magnus
Hallberg, guðfræð-
ingur og mennta-
skólakennari, f. 5.9.
1889, d. 24.12.
1965, og Marta
Hallberg (fædd Johansson), f.
25.4. 1892, d. 2. júní 1965. Pet-
er var eitt fjögra barna þeirra
hjóna.
Fyrri kona Peters var Rann-
veig Kristjánsdóttir, f. 23.9.
1917, d. 14.9. 1952, matreiðslu-
kennari. Foreldrar hennar
voru Kristján Sigurðsson,
bóndi á Dagverðareyri og
kennari á Akureyri, f. 31.5.
1885, d. 7.4. 1950, og Sesilía
Eggertsdóttir, f. 12.2. 1888, d.
19.9. 1945. Börn Peters og
Rannveigar eru tvö: Kristján
Magnús, f. 5.1.1946, blaðamað-
ur og kennari í Gautaborg;
hann á tvo syni, Christoffer og
Oskar, og eina sljúpdóttur,
Maríu; og María Sesilía, f.
24.10. 1948, læknir í Gauta-
borg. Seinni kona Peters var
Kristín Krisljánsdóttir, f. 21.1.
1919, d. 26.11. 1985, systir
Rannveigar. Þau eignuðust
ekki börn saman. Kristín var
fyrsta íslenska konan sem út-
skrifaðist verkfræðingur.
Peter Hallberg hafði ungur
kynnst Islendingasögum og ís-
lenskum bókmenntum og tók
að rannsaka og skrifa um ís-
lenskar bókmenntir þegar
hann var lektor í sænsku við
Háskóla íslands frá 1943-
1947. Ásamt stílfræðirann-
sóknum urðu íslenskar bók-
menntir helsta viðfangsefni
fræðimannsferils hans.
Á sjötta áratugnum þýddi
Peter Hallberg skáldsögur
Halldórs Laxness á sænsku og
ritaði síðan ævisögu hans í
tveimur bindum.Den store vá-
varen. En studie i Laxness ung-
domsdiktning, sem kom út árið
1954, og Skaldens hus. Lax-
ness’ diktning frán Salka Valka
till Gerpla, sem kom út árið
1956.
Lars Lönnroth, eftirmaður
Hallbergs á prófessorsstóli við
Gautaborgarháskóla, segir í
eftirmælagrein, að með skrifum
sínum um Laxness og þýðingum
á skáldsögum hans hafi Peter
Hallberg átt þátt í að ávinna
fremsta samtímaskáldi íslend-
inga virðingu og aðdáun í Sví-
þjóð og fjölmörgum löndum
öðrum og með þessu háfi hann
sennilega átt ríkan þátt í þvi
að Halldór Laxness hlaut Nó-
belsverðlaunin strax árið 1955.
Hallberg hélt áfram að rita
um Halldór Laxness og gaf út
á ensku ævisöguna Halldór
Laxness, sem kom út í New
York árið 1971.
Ritverk Peters Hallbergs
hafa verið þýdd á ýmis tungu-
mál, þar á meðal íslensku. Með-
al helstu ritverka Hallbergs um
íslenskar bókmenntir má nefna
Snorri Sturluson och Egils
saga Skallagrímssonar, sem
kom út 1962, Den islándska
sagan (1956) og Ett försök till
spráklig författarbestámning
(1962). Hann ritaði einnig fjöl-
margar bækur um sænskar
bókmenntir og bókmennta-
fræði.
Útför Peters Hallbergs fer
fram frá Hagakyrkan í Gauta-
borg í dag.
ÞEGAR íslenskir rit-
höfundar gerðu Pétur
Hallberg að heiðursfé-
laga vorið 1993, höfðu
þeir að sjálfsögðu í
huga hvern hlut hann
hafði átti í að ryðja
verkum Halldórs Lax-
ness braut erlendis.
En ekki síður þátt
hans í að opna íslend-
ingum sjálfum heim
Halldórs. Hann lauk
upp fyrir okkur hinni
æsispennandi þroska-
sögu Laxness, leiddi
okkur í smiðju skálds-
ins og sýndi okkur hvernig verkin
tóku hamskiptum frá einni gerð
til annarrar, rakti fyrir rætur
þeirra og lýsti upp samhengi og
bakgrunn. Hvorki fyrr né síðar
hefur íslenskur höfundur verið
tekinn viðlíka tökum og víst er
að Vefarinn mikli (1954) og Hús
skáldsins (1956) munu lengi skipa
hæsta sess í íslenskri bókmennta-
sögu, gildi þeirra jafnvel fara vax-
andi eftir því sem tímar líða fram
og fennir yfir fleira í hinu Lax-
neska landslagi.
En þýðing og krufning á verkum
Halldórs var aðeins hluti af starfi
Hallbergs. Auk þess að leggja út
fleiri samtímahöfunda íslenska (nú
síðast Náttvíg Thors Vilhjálmsson-
ar), gerði hann merkilegar rann-
sóknir á fornsögunum. Meðal ann-
ars réðst hann í viðamikla úttekt
á orðfæri Heimskringlu og Egils-
sögu sem renndi stoðum undir
hugboð manna um að Snorri Stur-
luson væri höfundur Eglu — elju-
verk sem okkur núna þykir ein-
kennilegt að nokkur maður skyldi
ráðast í án tölvu.
Við fyrstu kynni virtist lyndis-
einkunn Hallbergs þeirrar gerðar
að ekki lá í augum uppi að kærleik-
ar tækjust með honum og íslend-
ingum. Þar bar hæst nákvæmni
og aga sem eru svo sjaldgæf hér.
En maður hafði ekki lengi talað
við þennan tengdason íslands þeg-
ar ljóst var hve djúp ítök ísland
átti í honum. Sjálfur sagði hann í
viðtali við Árna Bergmann árið
1986: „Mér finnst reyndar að ég
þekki fleira fólk hér persónulega
en ég hefi kynnst í Svíþjóð, eins
þótt ég væri hér ekki nema í fjög-
ur ár.“
Hann hafði komið í stutta stúd-
entaheimsókn til íslands sumarið
1936 og síðan ráðist hingað sem
sendikennari sjálft lýðveldisárið
1944. Sú geijun og gróska sem
mætti honum á þessu töfraári virt-
ist megna að draga upp íslands-
mynd í eitt skipti fyrir öll. Hér
kynntist hann konuefni sínu,
Rannveigu Kristjánsdóttur, sem
hafði numið hússtjómarfræði í
Svíþjóð og síðan gerst brautryðj-
andi í frelsisbaráttu íslenskra
kvenna. Og hér uppgötvaði hann
íslandsklukku Halldórs Laxness
sem var einmitt að koma út þessi
misserin. í fyrstu hóf hann að þýða
af rælni til að æfa sig í málinu en
hætti ekki fyrr en verkið var kom-
ið í sænskar bókabúðir árið 1948.
Þá hafði einvörðungu Salka Valka
birst á sænsku (þýdd úr dönsku).
Eftirleikinn þekkja allir, hver þýð-
ingin rak aðra í samvinnu þeirra
hjóna og samhliða komu út skrif
Hallbergs um einstök verk Hall-
dórs.
Ábyggilega nauðsynleg tilviljun
að Halldór var staddur á heimili
Hallbergs þegar honum barst til-
kynning um Nóbelsverðlaunin árið
1955.
Ég kynntist Pétri Hallberg fyrir
sjö árum þegar unnið var að gerð
sjónvarpsmyndar um Halldór Lax-
ness. Af ljúfmennsku lagði hann á
sig ferðalag til Lúxemborgar og
undirgekkst þolinmóður allt það
staglkennda hjakk sem sjónvarp
útheimtir. Upptökur fóm fram í
Clairvaux, klaustrinu þar sem
Halldór hafði orðið Kiljan. Hallberg
hafði ekki heimsótt staðinn fyrr
og leið nú um í allri sinni hæð,
fullur íhygli og maður fékk ekki
varist þeirri hugsun að í sjálfsaf-
neitun, iðni og aga stæði hann að
minnsta kosti jafnfætis munkun-
um. Hann var þegar hér var kom-
ið tvöfaldur ekkjumaður á ævi-
kvöldi og ýmislegt í fari hans
minnti á mann sem er byrjaður að
kveðja. En það var líka auðfundið
hvert lífsloft hann sótti í umhugsun
um verk Halldórs og iðulega setti
að þessum alvörugefna manni
frelsandi hlátur þegar hann velti
vöngum yfir vini sínum og verkum
hans.
Peter Hallberg var eins og fyrr
segir kvæntur Rannveigu Kristj-
ánsdóttur, en hún lést langt fyrir
aldur fram árið 1952. Árið 1955
gekk hann að eiga Kristínu Kristj-
ánsdóttur, systur Rannveigar. Og
Kristín líkt og Rannveig var braut-
ryðjandi á sínu sviði: hún mun
hafa verið fyrsta íslenska konan
til að ljúka verkfræðiprófi.
Börn Péturs og Rannveigar eru
Kristján Magnús, blaðamaður, og
María Sesilía, læknir, bæði búsett
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 39
MINNINGAR
í Svíþjóð.
Að leiðarlokum sendir Rithöf-
undasamband Islands þeim og öðr-
um ástvinum samúðarkveðjur.
Hollvinur er genginn, en minning
Péturs Hallbergs mun lengi uppi í
íslenskum bókmenntum.
Pétur Gunnarsson.
Látinn er í Gautaborg prófessor
Peter Hallberg, sjötíu og níu ára
að aldri. Hann varði doktorsritgerð
sína við Gautaborgarháskóla 1951
og varð dósent við skólann sama
ár. Hann var síðan kennari og
fræðimaður við bókmenntafræði-
stofnun háskólans og skipaður pró-
fessor þar 1975. Hann lætur eftir
sig tvö börn og barnabörn.
Peter Hallberg var meðal af-
kastamestu bókmenntafræðinga
af sinni kynslóð í Svíþjóð. Fræða-
svið hans var vítt en einkum gerði
hann umfangsmiklar og merkar
rannsóknir í stílfræði og á íslensk-
um bókmenntum. Þeim kynntist
hann ungur þegar hann var lektor
í sænsku við Háskóla íslands og
hélt tryggð við þær æ síðan. Marg-
vísleg þekking Hallbergs gerði
hann vel fallinn til að skrifa um
íjölda efnisatriða í sænsku alfræð-
ina sem nú er verið að gefa út.
Stílrannsóknir sínar birti Hall-
berg í fyrsta riti sínu, Studier i
Harry Martinsons sprák (1941),
doktorsritgerðinni Natursymboler
i svensk lyrik (1951) en sérstak-
lega í síðastá verki sínu, Diktens
bildsprák (1982). Það er yfirgrips-
mikil rannsókn á ljóðmáli og stíl-
brögðum og einkennist af mikilli
þekkingu á viðfangsefninu og
næmri tilfinningu fyrir því. Ein-
staka hæfileika sína á þessu sviði
sýndi hann með kennslubókinni
Litterár teori och stilistik sem er
mikið notuð.
Peter Hallberg kynnti Halldór
Laxness í Svíþjóð og víða um lönd
með ævisögu skáldsins sem kom
út í tveim hlutum, Den store vávarr
en (1954) og Skaldens hus (1956),
og er bæði ítarleg og skrifuð af
innsæi. Vandaðar þýðingar hans á
skáldsögum Laxness vöktu einnig
aðdáun á höfundinum. Hvort-
tveggja átti vafalaust sinn þátt í
því að Laxness hlaut Nóbelsverð-
launin þegar 1955. Niðurstöður
rannsókna sinna á verkum Hall-
dórs dró Hallberg síðan saman í
ævisögu Laxness á ensku sem kom
út í New York 1971.
í rannsóknum sínum á fornsög-
unum fylgdi Peter Hallberg hinum
svokallaða íslenska skóla en sú
rannsóknarstefna öðlaðist viður-
kenningu þegar hanh var lektor
við Háskóla íslands. íslenski skól-
inn hélt fram þeirri skoðun að forn-
sögurnar væru ekki reistar á
munnlegri geymd nema að tak-
mörkuðu leyti heldur væru þær
verk íslenskra þrettándualdarhöf-
unda á borð við Snorra Sturluson.
Þessar hugmyndir setti Hallberg
fram með ljósum hætti í yfirlitsrit-
inu, Den islándska sagan (1956),
sem síðan hefur verið þýtt á mörg
tungumál. Næstum eins útbreitt
er ritið Den fornislándska poesien
(1962) sem fylgdi í kjölfarið. Einn-
ig á þessu sviði jók kynningarstarf
Hallbergs þekkingu á íslenskum
bókmenntum og álit umheimsins á
menningu íslendinga.
Sagnarannsóknir Peters Hall-
bergs snerust að miklum hluta um
að leita að höfundum einstakra
forntexta út frá málfarseinkenn-
um. Fann hann sína eigin aðferð
við rannsóknir þessar. Þær ollu
raunar miklum umræðum og hafa
fræðimenn deilt um niðurstöðurn-
ar. Meðal helstu verka hans á
þessu sviði eru Snorri Sturluson
och Egils saga Skallgrímssonar
(1962), Ólafr Þórðarson hvíta-
skáld, Knýtlinga saga och Laxdæla
saga (196.3) en þó einkum Stil-
signalement och författarskap i
norrön sagalitteratur (1968).
Háskólakennsla Hallbergs ein-
kenndist af traustri þekkingu hans
og næmri tilfinningu fyrir forms-
eigindum bókmennta og fagur-
fræðilegu gildi þeirra. Hann hafði
meiri áhuga á því sem efst var á
baugi í bókmenntafræði en flestir
af hans kynslóð. Sem fræðimaður
og leiðbeinandi gat hann verið
beinskeyttur og gagnrýninn en
annars var hann fremur hlédræg-
ur, vingjarnlegur og hógvær og
hélt sér lítið fram. Framkoma hans
skapaði honum vinsældir bæði
meðal nemenda og samstarfs-
manna á bókmenntastofnuninni.
Við söknum Peters Hallbergs og
minnumst hans af einlægu þakk-
læti.
Fyrir hönd vina á bókmennta-
fræðistofnuninni við Gautaborgar-
háskóla.
Sverker Göransson, Stina
Hansson, Lars Lönnroth.
Kynni mín af Peter hófust fyrst
þegar ég kom til starfa við Gauta-
borgarháskóla fyrir allmörgum
árum. Hann var þá prófessor við
bókmenntafræðistofnun háskólans
og þó að ekki væri innangengt
milli stofnana okkar varð þó strax
talsverður samgangur okkar á
milli. Með tímanum skapaðist
kunningsskapur og vinátta milli
okkar og fjölskyldna okkar. Fyrir
það vil ég þakka. í starfi mínu sem
íslenskukennari og kynnandi ís-
lenskrar menningar erlendis var
Peter mér styrk stoð. Æði oft
hringdum við'hvor til annars eða
hittumst til að ræða íslenskar bók-
menntir, jafnt fornar sem nýjar,
og bera saman bækur okkar varð-
andi ýmis verkefni sem á okkur
voru lögð. Hafi ég ekki vitað það
áður þá skildi ég nú hversu stór-
kostlegur styrkur okkur íslending-
um það var að eiga slíkan mann
sem Peter Hallberg. Hann var
óþreytandi að vinna að kynningu
íslenskra bókmennta í Svíþjóð.
Hann var ekki aðeins einn fremsti
sérfræðingur í fornum bókmennt-
um heldur líka vel lesinn í nútíma-
bókmenntum og fylgdist ætíð náið
með því sem var nýjast í íslenskum
bókmenntaheimi. Síðustu árin
unnum við saman að skrifum um
íslenskar bókmenntir í nýju
sænsku alfræðibókina, National-
encyklopedien. Mér er það enn
ráðgáta hvernig Peter fór að því
að fá drýgstan hluta af óskalista
okkar um uppsláttarorð og ein-
staka rithöfunda staðfestan af rit-
stjórn verksins.
Frá síðustu árum er mér þó
kannski eftirminnilegust þátttaka
hans í föstudagsæfingunum okkar,
þar sem nokkrir háskólanemar og
kennarar hittast til að lesa íslensk-
ar fornbókmenntir og ræða um
þær út frá ýmsum sjónarmiðum. í
þessum hópi hafa stundum farið
fram æði ungæðislegar og frjálsar
umræður. Peter kom á þessa fundi
hvenær sem hann sá sér færi og
tók þátt í umræðunni af lífi og sál.
í þessum hópi, löngu eftir að hann
hafði lokið formlegu starfi við
kennslu, hélt hann áfram að leið-
beina yngri kynslóðinni á sinn
mjúka og vingjarnlega hátt. Ég
minnist líka langa lestarferðalags-
ins niður til Ítalíu á fornsagnaþing-
ið hérna um árið, þegar hann sýndi
að hann lagði meira upp úr samver-
unni við unga fólkið en þeim þæg-
indum sem maður á hans aldri
átti fyllsta rétt að njóta á öðrum
og betri farrýmum.
Þótt sjúkur væri vonaðist hann
til að geta komist á fornsagnaþing-
ið á Akureyri síðastliðið sumar og
halda þar erindi. Sú von brást.
Erindið er að vísu prentað í gögn-
um þingsins en Peter gat því mið-
ur ekki komið. Mér varð stundum
hugsað til hans þessa þingdaga
þegar Eyjafjörður skartaði sínu
fegursta. Nú hefði verið gaman
fyrir Peter að koma að Dagverðar-
eyri.
íslenska þjóðin getur aldrei
þakkað sem skyldi það sem Peter
gerði fyrir hana. íslenskir rithöf-
undar, og þá tala ég ekki bara um
Halldór Laxness, eiga honum mik-
ið að þakka. íslenska nýlendan í
Gautaborg sér á eftir þeim manni
sem fyrr var forvígismaður Sænsk-
íslenska félagsins. íslensk fræði
við Gautaborgarháskóla hafa misst
einn af stafnbúum sínum. Sjálfur
hef ég misst góðan vin. En sú er
bót að það er bjart yfir minning-
unni um Peter Hallberg. Hann á
sér góða heimkomu. Hafðu þökk
fyrir allt.
Kristinn Jóhannesson.
Væri ég spurður: hefurðu þekkt
vammlausan mann? Þá gæti ég
svarað af bragði: Peter Hallberg.
Um þann mann hef ég aldrei frétt
neitt misjafnt. Öll okkar kynni frá
fyrstu tíð voru á eina lund. Allt
var heilt af hans hálfu. Og hreint.
Hann var drengur góður. Og
vammlaus maður.
Ég kynntist Pétri snemma eftir
að hann kom hingað sem lektor í
sænskum bókmenntum við Há-
skóla íslands. Þessi hávaxni bjarti
maður vakti brátt athygli fyrir
prúðmennsku og vænleik. Þetta
var í styijaldarlok. Ég var að gutla
við háskólanám, og vann tvo tíma
curinn
Á ríkisstjórnarárum Alþýðuflokksins hefur verðbólgan nær horfið, innviðir
atvinnulífsins styrkst og EES-samningurinn orðið að veruleika. Alþýðuflokk
hefur barist fyrir hagstæðu umhverfi atvinnulífsins sem er forsenaa atvinnu og
bættra lífskjara í framtíðinni. Útflutningur hefur stóraukist og iðnaður skilar nú
hagnaði.
Sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær. Erlent fjármagn bíður ekki við land-
steinana til að kaupa upp landið, eins og stundum er haldið fram. Að frumkvæði
Sighvats Björgvinssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur því skipulegu
markaðsátaki verið hleypt af stokkunum til að laða erlenda fjárfestingu til landsins.
Alþýðuflokkurinn vill að minnst einum milljarði króna á ári verði varið í aðgerðir
gegn atvinnuleysi. Markmiðið er að enginn verði iðjulaus og óvirkur í okkar
samfélagi.
Alþýðuflokkurinn vill halda áfram á braut aukins frjálsræðis í atvinnumálum.
Frjáls viðskipti og samkeppni leiða til aukinnar hagkvæmni og bættra lífskjara.
Frjálst markaðskerfi og vestræn efnahagsstjórnun eru markmið sem flokkurinn mun
ekki víkja frá. Atvinnugreinar næstu aldar byggja á þekkingu, hugmyndum og
verkkunnáttu. Á tímum æ meiri alþjóðlegrar samkeppni og samvinnu þarf að opna
íslenskt samfélag þannig að þekking og hæfileikar íslendinga fái notið sín.
Til að bæta stefnumótun ríkisins og jafna starfsskilyrði atvinnuveganna ber að
afnema úrelta skiptingu stjórnarráðsins eftir atvinnugreinum, og stofna eitt
atvinnur áðuneyti.
Stofnaður verði Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins til að styðja vöruþróun,
tilraunaframleiðslu, markaðssetningu og stofnun nýrra fyrirtækja með sérstakri
áherslu á útflutning. Lykilatriði í atvinnustefnu Alþýðuflokksins er að auka
þátttöku íslendinga í viðskiptum á alþjóðavettvangi. Hér má nefna útflutning á
fullunnum sjávarafurðum, ferðaþjónustu hérlendis, heilsuþjónustu, orkufrekan
iðnað, tækniþróun, hugbúnaðargerð, þátttöku erlendra fyrirtækja hérlendis eða
íslenskra fyrirtækja erlendis. ^
Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands
Hægt er að nálgast eftirtalin upplýsingablöð hjá kosningamiðstöðvum Alþýðuflokksins um land allt: Evrópumál,
Sjávarútvegsstefna ESB, Atvinnumál, Iðnaðarmál, Matarverð og lífskjörin, Sjávarútvegsmál, Jöfnun kosningaréttar,
Fjölskyldumál, Húsnæðismál, Menntamál, Landbúnaðarmál, Umbótasteíha jafhaðarmanna, Heilbrigðismál,
Umhverfismál, Ungir jafnaðarmenn, Jafnaðarstefnan - mannúðarsteíha okkar tíma.
SJÁ NÆSTU SÍÐU