Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 15 Söluverð var rúmur milljarður Fréttaskýring Olíufélagíð hf. og Texaco greiddu ríflega þrefalt nafnverð iyrír 45% hlut Sunda hf. í Olíuverslun íslands, að því er fram kemur í frásögn Péturs Gunnarssonar af baksviði og aðdraganda viðskiptanna. SALA Gunnþórunnar Jóns- dóttur, ekkju Óla Kr. Sig- urðssonar, á 45% hlutafjár í Olís fyrir um það bil 1 milljarð króna, sem kunngerð var sl. laugardag, markar endapunkt ákveðinnar togstreitu sem staðið hefur innan félagsins síðan Óli Kr. Sigurðsson féll frá í júlí 1992. Sú togsteita er þó ekki eiginlegt tilefni viðskiptanna heldur hugmyndin um samstarf olíufélagnna tveggja, Olís og Olíufélagsins, í því skyni að sjá hagsmunum þeirra sem best borgið í nýju rekstrarumhverfi, þar sem afskipti ríkisins af olíuviðskiptum eru hverfandi miðað við það sem áður var og samkeppni við öflugt erlent fyrirtæki er liklega á næsta leiti. Gunnþórunn Jónsdóttir hefur ekki fallist á að ræða sölu hlutafjár- ins við blaðamenn og Steingrímur Eiríksson, lögmaður hennar, sem setið hefur í varastjórn Olís, and- mælir í samtali við Morgunblaðið staðhæfingum annarra viðmælenda Morgunblaðsins úr stjórn félagsins um að þess hafi greinilega orðið vart að Gunnþórunn hafí, allt frá því að hún tók sæti eiginmanns síns í stjórn félagsins, ekki talið sig hafa nægileg völd miðað við eignar- hlutdeild sína í Olís. Allt frá því að Texaco eignaðist fjórðungshlut í Olís og félaginu var borgið frá gjaldþroti árið 1989 hef- ur verið samkomulag um að ákvarð- anir um stærri mál þessa almenn- ingshlutafélags skyldu teknar í samráði stærstu hluthafa en þeim ekki ráðið til lykta með atkvæða- greiðslum í krafti eignaraðildar. Breytt umhverfi Frá 1. september sl. varð veruleg breyting á rekstrarumhverfi olíufé- laganna í landinu með afnámi flutn- ingsjöfnunar og slökun á opinberum afskiptum, jafnframt því sem í raun var opnað fyrir samkeppni í olíuvið- skiptum. Sú staðreynd ----------- kom fram í haust þegar Olíufélagið hf. lækkaði útsöluverð sitt á olíu verulega og fór þá að bjóða viðskiptavinum olíu á lægra verði en fyrir- tækið hafði t.d. skömmu áður treyst sér til að bjóða ÚA í sérstöku útboði þar sem Ölís hreppti hnossið. Frammi fyrir hinu nýja umhverfi hafa olíufélögin farið að huga að möguleikum sínum í harðari sam- keppni og hafa litið til möguleika á að lækka kostnað við innkaup, dreifingu og birgðahald. Innan Olíu- verslunar íslands hf. hefur um skeið verið litið til nánara samstarfs við annan hvorn helstu keppinautanna á markaðinum. Fregnir af fyrirhug- aðri innrás kanadíska olíufélagsins Irving Oil hafa orðið til að hraða Deilur Gunn- þórunnar og Óskars komu Skeljungi illa þessari þróun og ýta á íslensku olíu- félögin að gera það sem í þeirra valdi stendur til að mæta aukinni samkeppni. Þessar aðstæður lágu fyrir í febr- úar þegar Gunnþórunn Jónsdóttir gerði, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, tilraun til að ná fram breytingum á skipun stjórnar Olíuverslunar íslands til að styrkja þar stöðu sína í samræmi við eign- arhlutdeild sína á kostnað Texaco. Þau áform náðu ekki fram og sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins voru það ekki síst smærri hlut- hafar og menn á borð við Þorstein Má Baldvinsson í Samherja, sem situr í stjórn félagsins og er jafn- framt fulltrúi stórs viðskiptaaðila, sem réðu úrslitum um að Gunnþór- unn varð undir í þeim slag. Nú sex vikum síðar hefur Gunn- þórunn selt öll hlutabréf sín í félag- inu. Menn í hópi viðmælenda Morg- unblaðsins innan félagsins telja að ákvörðun hennar um sölu bréfanna tengist vonbrigðum hennar með þessa niðurstöðu en Steingrímur Eiríksson, lögmaður Gunnþórunn- ar, leggur þó áherslu á að salan sé á engan hátt tengd hugsanlegum misklíðarefnum innan stjórnarinn- ar. Þrír mögulegir kaupendur Frá því að það tók að spyrjast út að 45% hlutabréfa í Olíuverslun íslands kynnu að vera til sölu þótti ljóst að einkum kæmu þrír aðilar til greina sem kaupendur: Irving Oil, Skeljungur og Olíufélagíð hf.. Irving Oil sýndi málinu verulegan áhuga en Steingrímur Eiríksson segir þó að til samningaviðræðna við Kanadamennina hafi aldrei komið. Skeljungur hf. sýndi einnig bréf- unum mikinn áhuga og allt fram á laugardag taldi það félag sig hafa vilyrði fyrir því að hlutabréfin yrðu ekki seld nema fyrst yrði haft sam- --------- band við Skeljung og mönnum þar gefinn kost- ur á að bjóða. Síðustu 2-3 vikur voru úrslit málsins í raun fyrir- séð, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins, því að strax í upphafi marsmánuðar komust viðræður 01- íufélagsins og Gunnþórunnar á það stig að líklegt þótti að samningar tækjust. Steingrímur Eiríksson segir að engin ákvörðun verið tekin um sölu hlutabréfa Sunda hf., fyrr en í marsmánuði og hann tekur fram að eftir að viðræður við Olíufélagið hófust hafi ekki verið rætt við aðra um kaup á hlutabréfunum. Viðmælendur Morgunblaðsins telja að deilur þær sem urðu milli Óskars Magnússonar og Gunnþór- unnar um forstjórastól í félaginu FULLTRÚAR olíufélaganna bera saman bækur sínar fyrir blaða- mannafund á laugardag, þar sem kaupin voru gerð opinber. Markaðshlutdeild olíufélaganna 1994 Samkvæmt ársskýrslum Oiíufélagið Olís Skeljungur Bensín 40,08% 27,80% 32,12% Gasolía 44,18% 28,80% 27,02% Svartolía 45,21% 29,60% 25,19% Þotueldsneyti 60,18% 21,90% 17,92% Samtals 44,66% 28,21% 27,13% Markaðs- hlutdeild samt. 1994 ^-Skeljungur Hl Olísif ^OIíufélagið £7) g ^sso) p Skel jungur oo/ rt— Olís og Olíufélagið Lykiltölur úr rekstri olíufélaganna Milljónir kr., 1994 rtölur frá 1993) Olíufélagið Olís Skeljungur Velta 8.525,6* 5.751,8 6.013,6 Hagnaður 198,4* 101,9 124,9 Markaðsvirði 3.700,2 1.842,5 2.229,9 í hópi auðugustu íslendinga GUNNÞÓRUNN Jónsdóttir, 49 ára ekkja Óla Kr. Sigurðssonar, er óumdeilanlega í hópi auðug- ustu íslendinga og er talið að hún geti með dreifðum fjárfest- ingum öðlast mikil áhrif í við- skiptalífi landsins og náð völd- um í fyrirtækjum sem hafa mik- ið umleikis nú eftir að hlutabréf einkafyrirtækis hennar, Sunda hf, í Olíuverslun íslands hafa verið seld fyrir um það bil 1 miHjarð króna Gunnþórunn Jónsdóttir er ekki allra og hefur verið um- deild meðal samstarfsmanna sinna í Olíuverslun Islands und- anfarin ár. Þar hefur hún látið flest til sín taka og jafnvel beitt sér af hörku í smæstu málum, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. í þeim slag sem oft hefur ver- ið háður um völd innan félagsins eftir að Óli Kr. Sigurðsson féll frá þykir hún oft hafa sýnt af sér umtalsverða kænsku og þeir sem tekist hafa á við hana bera m.a. lof á það hvernig hún hefur skipulagt sína vinnu og á þá ráðgjafa sem hún hefur leitað til. Nánustu samstarfsmenn hennar innan fyrirtækisins hafa verið þeir Sveinlaugur Krist- jánsson, framkvæmdastjóri fjár- reiðudeildar Olís og náinn sam- starfsmaður Óla Kr. Sigurðsson- ar til margra ára, Tryggvi Geirsson, löggiltur endurskoð- andi og formaður Þróttar og Steingrímur Eiríksson lögmað- ur. Einnig hefur sonur Gunnþór- unnar, Jón Kristjánsson, for- stöðumaður Innkaupa- og sölu- deildar Olís, hefur einnig verið í innsta hring samstarfsmanna hennar. eftir fráfall Óla Kr. Sigurðssonar hafi haft veruleg áhrif á að Skelj- ungi gafst ekki kostur á að bjóða í hlutabréfin. Þetta er skýrt með því að Skelj- ungur stofnaði í lok janúar sl. fyrir- tækið Orkuna hf. í samstarfi við Bónus og Hagkaup, þar sem Óskar Magnússon er nú forstjóri, í því skyni að reisa og reka bensínstöðv- ar í tengslum við stórmarkaði Hag- kaups og Bónuss og deilur Óskars og Gunnþórunnar hafi skilið eftir sig þau spor að þetta hafi unnið gegn því að hún gengi til viðræðna við Skeljung. Breytingar á stjórn Búist er við talsverðum breyting- um í stjórn Olíuverslunar íslands nú þegar kaup Olíufélagsins og Texaco á 45% hlut Gunnþórunnar eru frágengin. Stjórn Olíuverslunar íslands er nú skipuð Gísla Baldri Garðarssyni, lögmanni Texaco, formanni, Gunn- þórunni Jónsdóttur, Birni Halldórs- syni í Neptúnus, Þorsteini Má Bald- vinssyni í Samheija, Ágústi Einars- syni, og Karsten M. Olesen og Uffe Bjerring Petersen, fulltrúum Texaco í Danmörku. í varastjórn sitja Steingrímur Eiríksson, lög- maður Gunnþórunnar, Gunnar Sig- valdason útgerðarmaður á Ólafs- firði og Finnbogi Jónsson á Nes- kaupstað. Gunnþórunn mun nú væntanlega ganga úr stjórninni ásamt Birni Halldórssyni og Steingrími Eiríks- syni. Morgunblaðið hefur ekki upplýs- ingar um hveija nýju eignaraðilarn- ir muni tilnefna. Ekki er, sam- kvæmt heimildum blaðsins, talið líklegt að fulltrúar Olíufélagsins taki þar sæti. Olíufélagið — jafnt og aðrir hluthafar — muni leggja áherslu á að standa vörð um sjálf- stæði Olís og reyna þannig m.a. að vernda eftir megni þau verðmæti sem felast í viðskiptavild félagsins og orðspori þess sem almennings- hlutafélags sem standi utan við stríðandi blokkir í viðskiptalífinu. Menn óttast að verði Olís og Esso spyrt saman í vitund almennings geti slíkt valdið því að Olís missi viðskipti yfir til Skeljungs. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins keyptu Olíufélagið og Texaco hlutabréf Gunnþórunnar Jónsdóttur á gengi sem nam ríflega þreföldu nafnverði en skráð gengi hlutabréfanna við síðustu sölu á verðbréfaþingi þann 16. þessa mánaðar nam 2,75. Vitneskja um áhuga Irving Oii á bréfunum er talin hafa ráðið allmiklu um hið háa söluverð. Eignarhlutur Gunn- þórunnar var samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins um 305 milljónir króna að nafnvirði. Á aðalfundi Olís sl. fimmtudag kom ekki fram að samningar um þessa breyttu eignaraðild væru á loka- stigi. Þar var ákveðið að greiða hluthöfum 10% arð en Morgunblað- inu er ekki ljóst hvort arðurinn rennur til kaupanda eða seljanda. Óvíst er talið að endanlega fáist staðfestar upplýsingar um það hvaða verð Olíufélagið hf. og Texaco gáfu fyrir hlut Gunnþórunn- ar Jónsdóttur í Olís fyrr en ársreikn- ingur Olíufélagsins fyrir árið 1995 liggur fyrir. Miðað við að hlutabréfin hafi verið keypt á ríflega þreföldu nafn- verði hefur söluverðið verið um það bil 1 milljarður króna en söluhagn- aður verður aðeins skattlagður að svo miklu leyti sem söluverðið er umfram gengið 2,6-2,7. Yfirverð Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins mun Gunnþórunn hafa náð samningum um yfirverð fyrir hlutabréf Sunda hf., yfir því gengi sem í raun var samið um og er hugsunin sú að það yfirverð nægi til að greiða þann skatt sem henni ber að greiða af söluhagnaði. Heimildarmenn Morgunblaðsins telja líklegt að u.þ.b. 100 millj. króna af söluverði hlutabréfanna muni renna til sona Óla Kr. Sigurðs- sonar, Janusar og Sigurðar Ola, en á undanförnum mánuðum keypti Gunnþórann hlut þeirra fyrir 150-170 milljónir króna. Hömlur voru á við- skiptum með hlutabréf eigenda Sunda hf. og hafði félagið sjálft for- kaupsrétt að fölum hluta- bréfum og hluthafar sjálfir að því frágengnu. Félagið neytti þess for- kaupsréttar gagnvart bræðrunum og komust Olísbréf Sunda þannig í einkaeign Gunnþórunnar. Miðað við markaðsgengi bréfa í Olís, 2,75, var verðmæti hlutabréfa bræðr- anna, í gegnum aðild þeirra að Sundum, um 275 milljón króna virði. Steingrímur Eiríksson vildi ekki tjá sig um þetta atriði að öðru leyti en því að hann benti á að rétt væri að hafa í liuga að sala á hlutabréf- unum í Olís þýðl ekki að hluthafar í Sund hf. hafi rétt til að láta gi-eiða sér út úr félaginu andvirði bréfanna. Olís hefur um skeið horft til samstarfs við keppi- nauta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.