Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Matarkörfuhlaupið er án efa mest spennandi atriðið í X-95 leiknum. . . .
SKIÐASVÆÐIIM
Veðurhorfur: Suðaustan stinn-
ingskaldi og rigning eða slydda
fram eftir morgni en síðan
hægari suðlæg átt og þokusúld
eða dálítil rigning. Hlýnandi
veður, 2-5 stiga þegar líður á
daginn.
Skíðafæri gott og nægur snjór.
Opið: Kl. 10-18 fös., laug., sun.
og mán. Á þri., mið. og fim. er
opið kl. 10-22.
Upplýsingar í síma 91-801111.
Skíðakennsla er allar helgar
og hefst hún kl. 10.30, 12.00,
13.30, 15.00 og 16.30 og
stendur í 1 'A klst. í senn.
Ferðir: Sérleyfisferðir Guð-
mundar Jónssonar sjá um dag-
legar áætlunarferðir þegar
skíðasvæðin eru opin með við-
komustöðum víða í borginni.
Uppl. eru gefnar í síma 683277
eða hjá BSÍ í sími 22300. Teitur
Jónasson hf. sér um ferðir frá
Kópavogi, Garðabæ og Hafnar-
firði. Upplýsingar í síma
642030.
KOLVIÐARHOLSSVÆÐI
Veðurhorfur: Suðaustan stinn-
ingskaldi og rigning eða slydda
fram eftir morgni en síðan
hægari suðlæg átt og þokusúld
eða dálítil rigning. Hlýnandi
veður, 2-5 stiga þegar líður á
daginn.
Skfðafæri: Gott skíðafæri.
Opið: Kl. 10-18fös., laug., éun.
og mán. Á þri., mið. og fim. er
opið kl. 10-21.
Upplýsingar í síma 91-801111.
Skfðakennsla er allar helgar kl.
14.30 hjá Skíðadeild Víkings. í
Hamragili er skíðakennsla allar
helgar og hefst hún kl. 10.30,
12.00, 13.30, 15.00 og 16.30
og stendur í 1 'A klst. í senn.
Ferðir: Sjá Bláfjöll.
SKALAFELL
Veðurhorfur: Suðaustan stinn-
ingskaldi og rigning eða slydda
fram eftir morgni en síðan
hægari suðlæg átt og þokusúld
eða dálítil rigning. Hlýnandi
veður, 2-5 stiga þegar líður á
daginn.
Skíðafæri ágætt, nægur snjór.
Opið: Kl. 10-18 fös., laug., sun.
og mán. Á þri., mið. og fim. er
opið kl. 10-21.
Upplýsingar: í síma 91 -801111.
Skíðakennsla er allar helgar
og hefst hún kl. 10.30, 12.00,
13.30, 15.00 og 16.30 og
stendur í 1 'A klst. í senn.
Ferðir: Sjá Bláfjöll.
ISAFJORÐUR
Veðurhorfur: Hægviðri. Dálítil
rigning fram yfir hádegi en
slydda til fjalla og hiti um eða
rétt yfir frostmarki. Styttir upp
að mestu síðdegis, alit að 5
stiga hiti þegar líður á daginn.
Skíðafæri gott og nægur snjór
á báðum svæðum.
Opið: Skíðasvæðið verður opið
laugardag og sunnudag frá kl.
10-17. Opið virka daga frá kl.
13-18 og til kl. 20 þrið. og fim.
Ath. gönguskíðabrautir eru
troðnar í Tungudal.
Upplýsingar: í síma 94-3125
(símsvari).
Ferðir: Áætlunarferðir á svæð-
ið alla daga frá kl. 12.
AKUREYRI
Veðurhorfur: Suðaustan oc
síðar sunnan gola. Skýjað frarr
af degi og ef til vill dálítil snjó-
koma eða slydda, hiti um oc
rétt yfir frostmarki. Léttir held-
ur til og hlýnar þegar líður á
daginn.
Skíðafæri gott og nægur snjór
Opið: Virka daga kl. 13-18.4E
og laugar- og sunnudaga kl
10-17.
Upplýsingar í síma 96-2293C
(símsvari), 22280 og 23379.
Skíðakennsla: Um helgina frá
kl. 12 og á klst. fresti eftir þátt
töku.
Ferðir á svæðið á virkum dög
um kl. 13.30, 15.30 og 16.3C
og síðasta-ferð kl. 18.30.
bæinn er síðasta ferð kl. 19.
Framkvæmd kosninga á kjördag
Kjósendur eiga
að vanda sig vel
þegar krossað er
Ólafur Walter Stefánsson
AÐ ER ýmislegt
sem kjósendur
þurfa að hafa í
huga þegar þeir greiða
atkvæði í kosningunum í
dag. Alltaf er nokkuð um
að kjósendur ógildi at-
kvæðaseðilinn vegna þess
að þeir setja krossinn ekki
á réttan stað á kjörseðil-
inn. Þá veldur það oft erf-
iðleikum að kjósendur
gleyma að taka með sér
skilríki. Ólafur Walter
Stefánsson, skrifstofu-
stjóri í dómsmálaráðuneyt-
inu, var spurður út í fram-
kvæmd kosninganna.
Hann var fyrst spurður
hvort öruggt væri að kosn-
ingu lyki í dag.
„Kosningalög hafa að
geyma ákvæði sem varða
það ef kosning í kjördeild
ferst fyrir á kjördegi vegna óveð-
urs eða af öðrum óviðráðanlegum
orsökum. Kjörstjóm getur einnig
frestað kosningu eftir að hún er
hafin ef hún telur að óviðráðanleg-
ar ástæður eins og óveður geti
hindrað að kosning geti framhald-
ið. Ákvörðun um það er háð því
að kjörstjómarmenn séu sammála
og það þarf að koma til samþykki
yfirkjörstjórnar í viðkomandi kjör-
dæmi. Ef kosningu er einhvers
staðar frestað verður einnig að
fresta talningu."
Hvað er það sem kjósendur
þurfa einkum að varast þegar þeir
neyta atkvæðisréttar?
„Þeir þurfa að hafa það í huga
að þeir þurfa að gera grein fyrir
sér þegar þeir mæta á kjörstað
og því þurfa þeir að vera með
skilríki á sér. Í kosningalögum er
talað um að kjósandi skuli fram-
vísa nafnskírteini eða með öðmm
fullnægjandi hætti. Greiðslukort,
ökuskírteini, vegabréf eða önnur
sambærileg skírteini duga.
Síðan er mikilvægt að fólk vandi
sig þegar það greiðir atkvæði
þannig að seðill ógildist ekki. Meg-
inreglan er sú að kjósandi setur
kross fyrir framan þann listabók-
staf sem menn velja. Menn eiga
rétt á því að gera breytingar á
seðli með því að breyta nafnaröð
á þeim lista sem menn kjósa. Þetta
geta menn gert með því að setja
einn fyrir framan þann sem menn
vilja að leiði listann og tvo fyrir
þann sem þeir vilja hafa í öðm
sæti o.s.frv. Einnig geta menn
strikað yfír nafn frambjóðanda ef
þeir vilja hafna honum. Kjósandi
má hins vegar ekki setja merki
umfram þetta og ekki hagga við
listum sem hann kýs ekki því þar
með verður seðillinn
ógildur.“
Hver er algengasta
orsök fyrir því að kjör-
seðlar eru úrskurðaðir
ógildir?
„Það em ýmsar orsakir fyrir
því. Bæði getur verið um ásetning
og slys að ræða. Það kemur fyrir
að krossinn er ekki settur á réttan
stað, þ.e. að það leikur vafi á við
hvaða lista er merkt. Það er tekið
gilt ef menn krossa fyrir aftan,
en ef krossinn er settur á mörkun-
um getur seðillinn orðið ógildur.
Eins kemur fyrir að listabókstafur
er ekki skrifaður með greinilegum
hætti á seðil sem greiddur er utan
kjörfundar. Hætta á því er reyndar
minni nú því að nú er hægt að
nota stimpil þegar atkvæði er
greitt utan kjörfundar.
Það ber samkvæmt kosninga-
lögum að ógilda kjörseðil þegar
ekki verður séð við hvaða lista er
merkt, ef ekki verður séð með
vissu hvort það sem stendur á ut-
►Ólafur Walter Stefánsson er
skrifstofustjóri í dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu. Hann
er fæddur í Reykjavík 20. júní
1932 og lauk stúdentsprófi frá
Yerslunarskóla íslands 1957.
Ólafur varð lögfræðingur 1959
og héraðsdómslögmaður 1962.
Hann hefur starfað í dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu frá ár-
inu 1959 og setið í margvísleg-
um nefndum á vegum þess.
ankjörfundarseðli getur átt við
nokkum af þeim listum sem eru í
kjöri, ef merkt er við fleiri listabók-
stafí en einn, ef tölumerkt er við
á fleiri listum en einum og ef áletr-
un á kjörseðli er fram yfír það sem
fyrir er mælt eða annarleg merki
sem ætla má að sett séu af ásettu
ráði til að gera seðilinn aukenni-
legan. Þetta síðasta er atriði sem
skiptir máli. Það má ekki setja
neitt á seðillinn sem getur verið
til þess fallið að hægt sé að rekja
hvaðan hann er kominn. Þetta er
hugsað til að koma í veg fyrir að
menn geti gefíð kjósanda fyrir-
skipanir um hvemig hann á að
kjósa og beðið hann um leið að
merkja seðilinn.
Atkvæði er hins vegar ekki
metið ógilt þó að það sé gallað ef
greinilegt er hvemig það á að falla
nema það brjóti augljóslega í bága
við þau ákvæði sem ég nefndi."
Það er lögð mikil áhersla á að
það sé ekki viðhafður áróður á
kjörstað. Hvers vegna er það?
„Hugsunin er sú að á kjörstað
eigi kjósandinn að hafa athvarf
og þar sé ekki verið að róta í huga
fólks með einum eða öðrum hætti.
Þess vegna má á kjör-
stað ekki bera eða hafa
uppi merki stjómmála-
samtaka, merki lista
eða önnur slík auð-
kenni. Þá er átt við
kjörfundarstofu, kjörklefa eða
annars staðar í eða á þeim hú-
skynnum þar sem kosningin fer
fram og ekki heldur í næsta ná-
grenni. Það má heldur ekki vera
með ræðuhöld eða prentuð eða
skrifleg ávörp eða auglýsingar á
þessum stöðum.“
Getur fólk fengið aðstoð við að
kjósa?
„Já, ef kjósandi sem telur sig
ekki færan um að kjósa á fyrirskip-
aðan hátt vegna sjónleysis eða
þess að honum er hönd ónothæf
þá á hann rétt á að fá aðstoð kjör-
stjómarmanns sem hann tilnefnir
sjálfur. Hann má hins vegar ekki
koma með aðstoðarmann með sér.
í hverjum kjörkiefa á að vera blin-
draspjald til leiðbeiningar fyrir þá
sem það geta notað.“
Allur áróður á
kjörstað er
bannaður