Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR PÁLL STEFÁNSSON + Halldór Páll Stefánsson frá Mörk fæddist 11. nóvember 1948 í Vestmannaeyjum. Hann lést af slys- förum hinn 1. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans eru Ása Guðrún Jónsdóttir, fædd 25. september 1922, og Stefán Kristvin Pálsson, fæddur 26. septem- ber 1921, lést af slysförum 5. janúar 1965. Systkini hans eru: 1) Margrét Steinunn Jóns- dóttir, f. 31.10.43, gift Arnari Val Ingólfssyni, eiga þau fjög- ur börn og ellefu barnabörn og búa í Vestmannaeyjum. 2) Tómas Stefánsson, f. 28.10. 1947, kvæntur Steinunni Krist- ensen, eiga þau tvo syni og eru búsett í Kópavogi. 3) Gyða Stefánsdóttir, f. 6.11. 1950, búsett í Reykjavík. 4) Halldóra Stefánsdóttir, f. 18.11. 1951, gift Hauki Gunnarssyni og eiga þau fjögur börn og eitt barna- barn. Þau búa í Hafnarfirði. 5) Jón Stefánsson, f. 11.5. 1953, maki Ásta Sigrún Gylfadóttir og eiga þau fjögur börn til saman. Þau búa í Nes- kaupstað. 6) Bryndís Stefáns- dóttir, f. 9.5. 1955, dáin 22.5. 1977. Eignaðist hún eina dóttur sem alin var upp hjá Halldóru. 7) Sveinn Stefánsson, f. 19.6. 1956, kvæntur Huldu Kristins- dóttur. Eiga þau þijú börn og eru búsett í Hafnarfirði. Hall- dór var búsettur í Vestmanna- eyjum utan fáein ár í Noregi. Stundaði hann sjómennsku lengst af en einnig vann hann við smíðar í Noregi. Halldór Páll var ókvæntur og barnlaus. Útför Halldórs fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. Því skal þér, bróðir, þessi kveðja allshugar send þó orðfá sé, því skulu þér þðkkuð, bróðir, öll hin iiðnu ár. (Guðmundur Böðvarsson) Enn hefur þungt áfall dunið yfir fjölskylduna. Haddi bróðir er látinn af slysförum. Farinn allt of fljótt. Á einu augnabliki er allt breytt og verður aldrei eins á ný. Okkur lang- ar að minnast hans með fáeinum orðum. Það var alltaf létt að biðja Hadda um greiða, hann verslaði fyr- ir alla fjölskylduna í siglingum, það var alltaf sjálfsagt. Sjómennskan heillaði Hadda strax á unga aldri enda kominn af sjómönnum. Fimmt- án ára gamall hafði hann fest kaup á trillu og hugði á útgerð með föður sínum en hann lést sviplega frá konu og bömum. Hans gæfuspor var að ráða sig sem háseta á Hugin VE-55 og líkaði honum vel vistin þar, enda hafði hann verið þar í tvo áratugi er hann lést. Þar eignaðist hann góða vini og vann undir stjóm frá- bærra skipstjóra, Guðmundar Inga og seinna sonar hans Hugins sem hann mat ávallt mikils. Viljum við þakka þeim hlýhug og velvilja í garð móður okkar. Haddi var móður okkar stoð og stytta og er hennar missir mestur. Hún sér nú á eftir öðru bami sínu og er það erfitt hlutskipti. Haddi bjó hjá móður sinni og hvert sem litið er í Mörk eru hlutir sem hann keypti og endurbætur sem hann vann. Nú hefur hann kvatt en eftir lifa minn- ingar um traustan mann sem heldur vildi gefa en þiggja. Biðjum við Guð um styrk til móð: ur okkar og aðstandenda allra á raunastund. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. Systkini. Haddi eins og ég þekkti hann, þægilegur í umgengni, duglegur til allra verka. Dulur að eðlisfari en Iét skoðanir sínar í ljós og vék ekki frá þeim ef því var að skipta. Haddi var góður móður sinni og systkinum. Færði okkur oft björg í bú og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Ég veit að sárt er þín saknað af móður, systkinum og skipsfélögum sem sjá á bak góðum félaga og vini. Hafðu þakkir fyrir allt, farðu í friði. Arnar. Við spyijum drottin særð, hvers vegna hann hafi það dularfulla verkalag að kalla svona vænan vinnumann af velli heim á bæn um miðjan dag. (Jóhann S. Hannesson) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. . Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hjördís, Jón Bragi, Sigurdís og Ingólfur. Það var kalt í veðri laugardaginn 1. apríl og enn kólnaði þegar mér bárust þær fréttir að þá um nóttina hafði orðið banaslys í Ólafsvík og mágur minn, Halldór Páll Stefáns- son, eða Haddi eins og við kölluðum hann, hefði látist. Enn eitt reiðarslagið hafði dunið yflr. Mér varð hugsað heim á Há- steinsveginn til móður hans sem áður hafði mátt þola sviplegt frá- fall eiginmanns síns, Stefáns Krist- vins Pálssonar, sem lést með sama hætti árið 1965, og síðan andlát Bryndísar dóttur sinnar árið 1977. Haddi, þessi einstaki drengur sem lífið virtist blasa við, var hrif- inn á brott. Hann hafði nýlega keypt sér íbúð í Reykjavík og innréttað hana með aðstoð systkina sinna, Gyðu og Tómasar. Hann hafði stofnað til sambands með Kolbrúnu Lilju Antonsdóttur og allt virtist bjart framundan. Haddi var aðeins 16 ára þegar hann missti föður sinn. Hann fór því ungur að vinna, draga björg í bú og aðstoða þannig móður sína því systkinahópurinn var stór. Hann réðst í skipspláss hjá Guð- mundi Inga, skipstjóra á Hugin II, og má segja að á milli þeirrá hafi strax myndast sterk vináttubönd sem aldrei rofnuðu. Um borð í Hugin eignaðist hann sína bestu vini. Á sh'kum vinnustað sem loðnu- skipi, þar sem menn eru að heiman vikum og jafnvel mánuðum saman, myndast einstök vinátta milli manna, sem líkja mætti við fjöl- skyldubönd. Það kom berlega í ljós við þetta slys að missir og sorg áhafnarinnar var mikil. í árslok 1971 hélt Haddi á vit ævintýra ásamt Siguijóni, félaga sínum, til Noregs. Hann réð sig fljótlega á stórt flutningaskip og var í siglingum milli Afríku, Evrópu og Suður-Ameríku. Hann flyst síð- an til Norður-Noregs og fer að stunda fiskveiðar við Lófóten yflr veturinn og vann við smíðar á sumr- in. Þó að sjómennska ætti hug hans allan fannst honum gaman að smíð- um, enda einkar handlaginn. Mín fyrstu kynni af Hadda voru þegar hann kom heim frá Noregi 1975. ég beið spenntur að hitta manninn sem ég hafði heyrt svo mikið talað um, bæði innan fyöl- skyldunnar og um borð í Hugin. Okkur varð strax vel til vina og MINNINGAR entist sú vinátta alla tíð, þó oft segði hann í gríni að hann hefði áhyggjur af ráðahag Halldóru syst- ur sinnar. Haddi var einstaklega mikið snyrtimenni og man ég það að hann var alltaf beðinn um að taka að sér dagvaktimar um borð, því þeirri vakt fylgdi sú skylda að ryksuga vistarverunnar og var engum betur treyst fyrir því. Fyrir um átta ámm keypti hann sér plastbát frá Noregi. Hann inn- réttaði bátinn, bjó handtækjum og gaf honum nafnið Rúna. Hann fór að róa á handfæri, en einhvem veg- inn átti það ekki við hann að róa einn svo hann seldi bátinn og fór aftur í gamla plássið sitt um borð í Hugin, enda hefur hann sjálfsagt saknúð strákanna. Haddi var harðduglegur' maður, eins og hann átti kyn til, vann öll verk bæði fljótt og vel. Til marks um það var hann iðulega síðastur inn af dekki því þegar við hinir vomm famir inn átti hann það til að þrífa dekkið aðeins betur. Mér þótti alltaf aðdáunarvert hversu vel hann reyndist móður sinni, hvort heldur var við að lag- færa húsið eða færa henni eitthvað sem gladdi hana eða létti henni líf- ið. Ég held að slíkur stuðningur sé einstakur og vandfundinn annars staðar. Sú manngerð sem hann hafði að geyma laðar að sér fólk og em böm oft góður mælikvarði á það. Margar minningar em tengd- ar því þegar Haddi kom í heímsókn og krakkamir settust alltaf í fangið á honum eða í sætið við hliðina á honum. Nú að leiðarlokum, kæri vinur, vil ég þakka þér fyrir allar samvem- stundimar og vináttuna. Ég bið góðan Guð að styrkja tengdamóður mína, hana Ásu, sem hefur þurft að þola svo mikla sorg. Einnig bið ég góðan Guð að styrkja Kolbrúnu Lilju og systkini hins látna og fjöl- skyldur þeirra. Ég bið líka fyrir styrk til handa skipsfélögum hans sem hafa reynst svo vel á sorgarstund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Haukur Gunnarsson. % Mig langar til að minnast með nokkrum orðum vinar og félaga, Halldórs Páls Stefánssonar frá Mörk í Vestmannaeyjum, sem fórst af slysförum í Ólafsvík 1. apríl sl. Ég fékk fréttina í gegnum síma snemma morguns og sló á mig óhug því þama sá ég á eftir góðum vini og félaga sem enn var í blóma lífs- ins. Hann eins og aðrir sjómenn vinna oft við mjög erfíðar óg hættu- legar aðstæður og það sannaðist þarna að hætturnar liggja víða. Oftast tengja menn slys á sjó við það þegar skip em úti á sjó en því fylgir oft hætta þegar sjómenn þurfa að fara um borð í skip sín í alls konar veðmm og við erfíð skil- yrði. Halldór stundaði sjó mestalla starfsævi sína, lengst á Huginn VE. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera til sjós með Dóra, eins og við félagarnir kölluðum hann, en jafnan var hann kenndur við húsið í Mörk í Vestmannaeyjum þar sem hann ólst upp. Ég byijaði á Hugin árið 1972 en þegar útgerðin keypti nýjan Hugin, árið 1975 sneri Dóri aftur um borð. Þama hófust kynni en hann hafði í millitíðinni stundað sjó í Noregi. Það var mjög gott að umgangast- Dóra og það var alveg s*ama hvað hann var beðinn um að gera, hann brást bæði fljótt og vel við. Það var eitt af einkennum hans, að honum fannst svo sjálfsagt að ganga í öll störf og var víkingur til vinnu. Dóri var hvers manns hugljúfi, en það var oft líflegt um borð því þegar sá gállinn var á honum átti hann það til að æsa menn upp og var laginn við að vera ósammála mönnum. Stundum hafði hann gaman af því að koma inn í eldhús og æsa kokkinn upp. Ég var kokk- urinn og ég verð að viðurkenna að honum tókst stundum ætlunarverk sitt. En það var segin saga að eftir stutta stund kom hann aftur eins og ekkert hefði ískorist og spurði hvort hann ætti ekki að vaska upp fyrir mig. Þetta er aðeins brot af því sem kemur upp í hugann þegar ég rifja upp samveruna með Dóra. Leiðir okkar skildu á sjónum og hef ég oft síðan hugsað til hans og saknað þar góðs vinar. Dóri var einstakt snyrtimenni og var alltaf reiðubúinn að hjálpa mér við tiltektir og þrifn- að og hafa fári sem ég hef verið með til sjós komist með tærnar þar sem hann hafði hælana í þeim efn- um. Þetta eru eiginleikar sem ég, kokkurinn, kunni að meta. Ég vil votta Ásu, móður hans, systkinum og öðrum ættingjum mína dýpstu samúð. Dóri var stoð og stytta móður sjnnar og er miss- ir hennar mikill. Ég vona að góður Guð veiti þeim styrk í sorginni en ég veit að minningar þeirra um góðan son, bróður og frænda munu létta þeim byrði sorgarinnar. Páll S. Grétarsson og fjölskylda. Halldór Páll Stefánsson var drengur góður. Hann var góður sjó- maður og traustur félagi og vinur. Halldór hóf störf hjá mér sem há- seti á Hugin VE árið 1968, þá tví- tugur strákur, og lengst af ævinnar var starfsvettvangur hans um borð í Hugin. Halldór varð strax góður sjómaður. Hann var varkár og traustur og hægt að treysta á að þau verk sem hann tók að sér leysti hann vel af hendi. Eftir að hafa starfað á Hugin í nokkur ár ákvað hann að víkka sjóndeildarhringinn og hélt til Nor- egs. Þar réð hann sig á flutninga- skip og sigldi í nokkur ár. Eftir að hann kom heim hóf hann fljótt aft- ur störf hjá Hugin og starfaði þar nær óslitið til dauðadags. Það er happ hveiju fyrirtæki sem hefur trygga og góða starfsmenn. Halldór var einn þeirra og skilaði öllum sínum störfum með prýði. Það fór ekki mikið fyrir honum, ekki var í honum hávaðinn, og hann vann sín verk af lipurð og samvisku- semi. Halldór var-mikið snyrtimenni í umgengni og sá um að þrifnaður- inn um borð væri í lagi. Þó Halldór væri mikið ljúfmenni I umgengni var hann ákveðinn og hafði sínar skoðanir á hlutunum. Þetta varð stundum til þess að mik- il umræða varð í borðsalnum og tekist var á, en þó alltaf á léttu nótunum enda var hann skapgóður og tryggur félagi. Það er erfítt að sætta sig við þegar slysin verða og menn í blóma lífsins eru hrifnir á braut, en hjóli tímans verður ekki snúið við og við verðum að lifa með því sem orðið er. Halldór Páll hefur nú siglt sína síðustu sjóferð í þessum heimi, en drengurinn sem ungur gerði sjó- mennskuna að lífsstarfí sínu er eflaust farinn að sigla um í nýjum heimkynnum. Kvikur og knár er hann líklega kominn á dekkið og mun þar stíga ölduna er hann sigl- ir um óravíddir á æðri tilverustig- um. Um leið og við Kristín þökkum Halldóri fyrir áratuga samstarf og vinskap sendum við móður hans, systkinum og öðrum vandamönnum okkar innilegustu samúðarkveðjur og vonum að Guð Styrki þau í sorg sinni. Blessuð sé minning Halldórs Páls Stefánssonar. Guðmundur Ingi Guðmundsson. Okkur langar með nokkrum orð- um að kveðja vin okkar og skipsfé- laga á Hugin, Halldór Pál Stefáns- son, er lést af slysförum 1. apríl sl. Dóri eins og við kölluðum hann alltaf hóf störf á Hugin II 1968. Hann starfaði þar til 1972 er hann fór til Noregs og var þar meðal annars á norskum millilandaskip- um. Árið 1975 kom Dóri til lands- ins aftur og hóf störf á núverandi Hugin sem þá var nýr. Hann fór síðan aftur til Noregs og stundaði þar sjómennsku um tveggja ára skeið en 1982 kom hann til Islands aftur og fór þá á togarann Vest- mannaey þar sem hann starfaði um hríð. 1987 hóf hann aftur störf á Hugin og hafði á orði er hann kom um borð að nú fyndist honum hann vera kominn heim. Frá þeim tíma starfaði Dóri á Hugin allt til síðasta dags. Við höfum margir lengi starfað með Dóra og sumir frá- upphafi sjómannsferilsins. Dóri var okkur góð fyrirmynd í vinnusemi, sam- viskusemi og verklagni. Hann hafði stundað veiðar með flestum þeim veiðarfærum sem notuð eru og við þekkjum í dag. Hann hafði mikla reynslu og þekkingu sem hann miðlaði til allra og sérstak- lega til þeirra sem voru að byija til sjós. Hann var hógvær, hafði ekki hátt en lét verkin tala þess í stað. í litlu samfélagi eins og um borð í bát er oft létt yfír mann- skapnum og ýmis umræðuefni og lét Dóri sitt ekki eftir liggja í þras- inu. Var hann alltaf hreinskilinn og kom það vel fram í skotum hans í borðsalnum. Hann var góð- ur félagi og samstarfsmaður sem gat hlaupið í hvaða starf sem var um borð og skilað öllu vel. Margar góðar minningar eigum við um Dóra. Þó hann hafí ekki verið kokkur þá var hann pizzu- gerðarmeistarinn um borð því hann gerði þær bestu pizzur sem völ er á og kröfðumst við þess oft að hann færi í eldhúsið og gerði pizz- ur handa okkur sem hann gerði alloft. Eins og gengur um borð í bát sem er heimili þeirra sem þar vinna þarf að þrífa íbúðir og fleira. Það verk tók Dóri að sér og vildi vera einn í því verki. Hann sá vel um að halda skipinu hreinu enda var hann snyrtimenni í allri umgengni. Dóri var einhleypur og gegnum árin var hann lítið fyrir að taka sér frí að óþarfa en nú síðasta árið hafði orðið breyting á. Er við impruðum á því við hann hvemig á því stæði kom í ljós að hann hafði kynnst konu í Reykjavík. Á síðasta sjómannadegi fengum við að kynnast þessari konu er hann kom með hana til Eyja til að taka þátt í hátíðahöldum sjómanna- dagsins með okkur. Sáum við þá hve ánægður og hamingjusamur hann var með henni. Dóri missti fóður sinn er hann var unglingur. Hann bjó alla tíð í foreldrahúsum og hélt heimili með móður sinni. Dóri var stoð og stytta móður sinnar og hugsaði vel um hana enda fór vel á með þeim. Eins bar Dóri mikla umhyggju fyr- ir systkinum sínum. Móðir Dóra, eða Hadda eins og hún og systkini hans kölluðu hana, var ánægð með að Haddi skyldi vera á Hugin og hafði haft orð á því að henni liði vel að vita af honum þar um borð. Þó Dóri hafi búið hjá móður sinni alla tíð þá átti hann eigin íbúð í Reykjavík sem hann hafði fjárfest í enda var hann vinnusamur og fór vel með það sem hann vann sér inn. Á kveðjustund leita margar minningar á hugann. Við eigum góðar minningar um Dóra sem fylgja munu okkur á lífsleiðinni. Hann var hrifínn á brott í sviplegu slysi og erfitt er að sætta sig við að hann sé ekki lengur meðal okk- ar en minningin um góðan vin og félaga mun lifa með okkur. Hann hefur nú örugglega fengið pláss á himinfleyjum og þar mun hann örugglega standa vaktina sína eins og gerði alltaf um borð í Hugin. Við skipsfélagar Dóra sendum móður hans, systkinum, Lilju vin- konu hans og dætrum hennar okk- ar dýpstu samúðarkveðjur og von- um að góður Guð styrki þau í sorg sinni. Blessuð sé minning Halldórs Páls Stefánssonar. Skipsfélagar á Hugin VE 55.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.