Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 8. APRÍL1995
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
KJÖRDAGUR
ER HÆGT AÐ LEYSA
FÉLAGSLEGT
VANDAMÁL MEÐ
SKURÐAÐGERÐ?
SJÓNVARPSUMRÆÐUR formanna og talsmanna flokk-
anna í gærkvöldi bættu litlu við kosningabaráttuna. Það
sem kannski stendur upp úr, þegar horft er til baka, er að
forystumenn stjórnmálaflokkanna hafa verið tregir til að
ræða stóru málin í kosningabaráttunni. Þótt fólkið í landinu
hafi sett breytingar á fiskveiðistefnu á dagskrá á framboðs-
fundum um land allt hefur forystusveit stjórnmálaflokkanna
haft lítinn áhuga á að ræða þau málefni að nokkru marki.
Það er líka eftirtektarvert, að nokkur önnur mál, sem liggja
þungt á ríkissjóði, svo sem heilbrigðismál og landbúnaðar-
mál hafa lítið verið til umræðu. Heilbrigðismálin og útgjöld
til þeirra eru augljóslega að verða eitt helzta átakamálið í
íslenzkum stjórnmálum. Þau hafa lítið verið rædd af hálfu
frambjóðenda og talsmanna flokkanna.
Hið sama má segja um landbúnaðarmálin. Þótt ekki verði
lengur undan því vikizt að taka á vanda sauðíjárbænda og
á allt annan hátt en hagsmunasamtök bænda krefjast hafa
þau mál lítið verið rædd í kosningabaráttunni. Sú stað-
reynd, að þessi grundvallarmál voru nánast ekkert til um-
ræðu í viðræðum formanna og talsmanna flokkanna í sjón-
varpssal í gærkvöldi er kannski að einhverju leyti sök stjórn-
enda þáttarins, sem höfðu að sjálfsögðu mikil áhrif á um-
ræðuefnið.
En það má líka spyija, hvort forystusveitir stjórnmála-
flokkanna hafi einfaldlega leitt hjá sér að ræða þessi mál-
efni, sem öllum er ljóst, að verulega skiptar skoðanir eru um
í flestum flokkum og valda almennt miklum deilum í land-
inu. Ef frambjóðendur og talsmenn flokkanna hafa beinlínis
reynt að komast hjá því að ræða þessi mikilsverðu mál til
þess að fæla ekki frá sér ákveðna kjósendahópa er það auð-
vitað ámælisvert. Til þess eru kosningar og kosningabar-
átta, að lýðræðislegar umræður fari fram um þau málefni,
sem mestu skipta þá stundina. Slíkum málum á ekki að
sópa undir teppið heldur taka þau til upplýsandi umræðu.
Einn athyglisverðasti kafli umræðnanna í gærkvöldi kom
til vegna ummæla Kristínar Halldórsdóttur, talsmanns
Kvennalista, þess efnis, að aukin fullvinnsla færi nú fram í
fiskvinnsluhúsum landsmanna. Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, benti á, að þrátt fyrir að þorskafli hefði verið skorinn
niður um 60% hefði hagvöxtur aukizt á síðasta ári um 3%
og vöxtur almenns iðnaðar numið 23%. Forsætisráðherra
sagði, að þessi árangur hefði náðst vegna þess, að jarðvegur-
inn hefði verið skapaður með gengisstigi, lægri sköttum,
lægri vöxtum, minni verðbólgu og vinnufriði. Jón Baldvin
Hannibalsson, utanríkisráðherra, benti á, að aukin full-
'vinnsla væri möguleg vegna aðildar okkar að EES, sem
Alþýðubandalag, Kvennalisti og hluti Framsóknarflokks
hefðu verið á móti.
Að öðru leyti eru línurnar skýrar nú þegar kjördagur er
runninn upp. Allir flokkar ganga með óbundnar hendur til
stjórnarmyndunarviðræðna að kosningum loknum nema
Þjóðvaki, sem útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Við
upphaf kosningabaráttunnar túlkuðu margir ummæli for-
manna Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á þann veg, að
áframhaldandi samstarf þessara flokka kæmi vel til greina
að kosningum loknum, héldu þeir meirihluta á Alþingi. Hvor-
ugur hefur andmælt því en ef nokkuð er hafa ummæli þeirra
um hugsanlegt áframhald ekki verið eins ákveðin og áður.
Reynslan frá fyrri kosningum og stjórnarmyndunum sýn-
ir, að fái Sjálfstæðisflokkur ekki sterkt fylgi í kosningum
verður það andstöðuflokkum hans hvatning til þess að taka
höndum saman. Þetta kom t.d. glöggt í ljós sumarið 1971,
þegar forsvarsmenn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna
höfðu lítinn áhuga á að starfa í vinstri stjórn. í kosningunum
þá um sumarið fór Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar í fyrsta
sinn niður fyrir 37% í kjörfylgi. Það var talið umtalsvert
áfall fyrir flokkinn og andstæðingar hans notuðu þau úrslit
til þess að skapa þrýsting innan allra flokka á vinstri kantin-
um um að þeir hlytu að starfa saman.
Hið sama gæti gerzt nú. Skoðanakannanir benda til þess,
að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé veikara en oft áður. Ef sú
verður raunin í kosningunum verður það vafalítið notað til
þess að sameina andstöðuflokka Sjálfstæðismanna í ein-
hvers konar stjórnarsamstarfi, þótt efasemdir séu áreiðan-
lega um það innan sumra þeirra flokka, að nokkurt vit sé í
að setja hér á stofn fjögurra flokka vinstri stjórn.
Þess vegna er alveg Ijóst, að vilji kjósendur koma í veg
fyrir slíka ríkisstjórn hljóta þeir að stuðla að því að Sjálfstæð-
isflokkurinn komi nægilega sterkur út úr kosningunum til
þess að tryggt verði, að flokkurinn verði aðili að nýrri ríkis-
stjórn. Það er öruggasta tryggingin fyrir því að jafnvægi
og stöðugleiki ríki áfram í íslenzku efnahags- og atvinnulífi.
Á Skurðlæknaþingi, sem
lýkur í dag, verða flutt 62
erindi um nýjungar og
rannsóknir í skurðlækning-
um. Gréta Ingþórsdóttir
hitti nokkra þá lækna, sem
flytja erindi á þinginu, og
fræddist um efni
erindanna.
SKURÐLÆKNAÞING er hald-
ið árlega og stendur jafnan
tvo daga. Aðalfundur félags-
ins er haldinn samhliða þing-
inu og auk þess er sett upp sýning á
ýmiss konar tækjum, tólum, lyfjum
og tækninýjungum. Erindi á þinginu
eru ekki öll læknisfræðilegs eðlis. í
gær flutti t.d. Dögg Pálsdóttir, lög-
fræðingur í dómsmálaráðuneytinu,
erindi um bótaábyrgð lækna og
Guðný Bjömsdóttir, lögfræðingur hjá
Sjóvá-Almennum, erindi um ábyrgð-
artryggingu lækna. í dag flytur Sig-
urður E. Þorvaldsson, formaður
Skurðlæknafélags íslands, erindi um
Matthias Einarsson (1879-1948) og
lýtalækningar hans á Landakoti og
Magnús E. Kolbeinsson flytur erindið
„Fjölgreinasjúkrahús í dreifbýli með
Reykjavík í sjónmáli". Önnur erindi
fjalla um læknisfræðileg viðfangsefni
og birtast útdrættir úr öllum þeirra
í nýjasta tölublaði Læknablaðsins.
Hendurnar stöðugt blautar
Fyrst er að svara spurningunni sem
velt er upp í fyrirsögn áður en lengra
er haldið. Þar verður Theodór G. Sig-
urðsson, læknir á Borgarspítala, fyrir
svörum. Hann segir að eitt til tvö
hundruð íslendingar líði fyrir of mik-
inn handarsvita. „Þetta getur verið
svo mikið að það veldur fólki félags-
legum vandræðum. Það forðast hand-
tök og dans, á í vandræðum með að
pijóna og skrifa, hlutir detta úr hönd-
undum á þeim því þær eru stöðugt
blautar," segir Theodór.
Taugarnar stjóma svitanum og
segir Theodór að í þeim séu einhvern
veginn of mikil boð og þau valdi svita-
mynduninni. Til þess að koma í veg
fyrir þetta er hægt að taka í sundur
taug inni í brjóstkassanum.
Aukin svitamyndun
annars staðar
„Áður fyrr var þetta geysilega stór
og mikil aðgerð - þurfti holskurð til
- en með nútímatækni, holsjá og
videotækni, hefur gjörbreyting orðið
á,“ segir Theodór. Hann segir að til
séu lyf sem hægt sé að reyna og
ekki sé ástæða til að fara út í skurðað-
gerð nema lyf eða önnur meðferð
dugi ekki til því öllum aðgerðum fylgi
einhver áhætta.
Aðgerðin er gerð þannig að tækj-
unum er stungið inn í bijóstholið um
smágöt og taugin klippt í sundur.
Fólk fær að fara heim daginn eftir
og segir Theodór að þetta gangi nær
undantekningarlaust fyrir sig án
nokkurra alvarlegra fylgikvilla. „Eini
fylgikvillinn sem menn verða að vera
vissir um að þeir séu tilbúnir til að
taka á sig er aukin svitamyndun ann-
ars staðar. Hún kemur á bak og vissa
aðra staði. Einhvern veginn virðist
taugakerfíð í þessum einstaklingum
hafa hærri spennu. Annars er þetta
ósköp lítil og einföld aðgerð við hvim-
leiðu vandamáli tiltölulega fárra,"
sagði Theodór.
MYNDIN vinstra megin sýnir hvar vélindað kemur niður þindarop-
ið sem verið er að sauma saman. Búið er að toga (vefja) efsta
hluta magans kringum neðsta hluta vélindans (efra magaopið).
Myndin hægra megin sýnir hvemig vafningurinn er saumaður
saman og þannig komið í veg fyrir bakflæði úr maga í vélinda.
Líffærabrottnám til ígræðslu —
fyrstu tvö árin
Með lögum frá 1991 var_ heila-
dauðahugtakið viðurkennt á íslandi.
Þetta skapaði forsendu fyrir brott-
námi á íslenskum nálíffærum, þ.e.
líffærum úr látnum einstaklingum, til
ígræðslu. Árið 1992 var gerður samn-
ingur milli íslenskra heilbrigðisyfir-
valda og Swede-Health um að það
fyrirtæki skyldi annast bæði brott-
náms- og ígræðsluaðgerðir á nálíf-
færum og var fyrsta brottnámsað-
gerðin gerð í apríl 1993. ígræðslurnar
eru gerðar á Sahlgrenska sjúkrahús-
inu í Gautaborg.
Meiri vilji fyrir líffæra-
gjöf hér en erlendis
Þorvaldur Jónsson, læknir á Borg-
arspítala, segir að á tveimur fyrstu
árunum hafí ígræðslulíffæri verið
fjarlægð úr níu einstaklingum, 12-57
ára. Þrisvar sinnum hefur beiðni um
brottnám verið hafnað og þrisvar
sinnum hafa aðstandendur snúið sér
til læknis að fyrra bragði með líf-
færagjöf í huga. Þorvaldur segir að
þetta séu betri viðtökur en erlendis,
þar sem hlutfallið sé víðast hvar um
helmings höfnun.
Sjö aðgerðir hafa verið gerðar á
Borgarspítala og tvær á Landspítala.
Fjórir líffæragjafar létust úr heila-
æðasjúkdómi, þrír af slysförum, einn
eftir hjartastopp og einn eftir sjálfs-
víg. Alls hafa verið tekin 18 nýru,
sjö lifrar, tvö lungu og eitt hjarta.
011 líffærin nema eitt nýra hafa verið
notuð til ígræðslu.
Eftirspurn alltaf
meiri en framboð
Þorvaldur segir að með samningn-
um sitji íslendingar við sama borð
og aðrir Norðurlandabúar og hann
hafí tryggt að við höfum öruggan
aðgang að líffæraígræðsluþjónustu
með öll þau líffæri sem um er að
ræða. Úr einum manni er hægt að
fá sjö líffæri og segir Þorvaldur að
það sé aldrei svo að þau fari öll á
sama stað. Eftirspum er ávallt meiri
en framboð og segir Þorvaldur að við
verðum aldrei sjálfbjarga með þessa
hluti. Því sé nauðsynlegt að hafa að-
gang að stærri heild og stað sem
getur annast allar ígræðslur. Eftir
því sem bankinn er stærri því meiri
líkur eru til þess að hægt sé að fínna
heppilegan líffæraþega.
„Eftirspurnin er líka meiri en fram-
boðið vegna þess að árangurinn er
alltaf að batna. 80-85% af þessum
líffærum starfa fullkomlega eðlilega
5 árum eftir ígræðslu. Fólk er í vinnu
og konur hafa orðið ófrískar og geng-
ið með börn með ígrædd líffæri. Fólk
hefur farið úr því að vera öryrkjar
yfír í að lifa þokkalega eðlilegu lífí.
Menn eru líka tilbúnari til að taka
frískari sjúklinga og græða í þá en
ekki að gera eins og of oft hefur
verið gert; að bíða þangað til sjúkling-
ur er kominn á heljarþröm. Þá verður
árangurinn líka lakari," segir Þor-
valdur.
Ákvörðun tekin í sorg
Þorvaldur segir engin vandkvæði
hafa komið upp á þeim tveimur árum
sem líffærabrottnám hafa verið gerð
hérlendis. „Þetta hefur gengið af-
skaplega vel og líka samskiptin við
aðstandendur. Manneskja deyr
skyndidauða og aðstandandi þarf á
þeirri stundu að taka afstöðu til þess
hvort gefa eigi líffæri hennar. Hafí
það ekki verið rætt áður er það enn
meira álag á aðstandenda sem nán-
asta syrgjanda. Þess vegna er nauð-
synlegt að fá umræðu um þessi mál
í þjóðfélaginu. Þetta er komið til að
vera, a.m.k. þangað til við höfum
endalausan aðgang að dýralíffærum
eða annarri framtíðarsýn."
Þorvaldur segir að kort, sem segi
til um afstöðu fólks til Iíffæragjafar,
séu í sjónmáli. Þau verði gefín út af
landlæknisembættinu og að hluta til
ljármögnuð af Slysavarnafélaginu.
NEÐSTI hluti ristilsins. Hér
sjást greinilega sepamyndanir
í slímhúð hans.
Sex greinar í doktorsritgerð
Tryggvi Stefánsson, læknir á Borg-
arspítalanum, varði doktorsritgerð um
sepamyndun og sýkta sepa í neðsta
hluta ristilsins við háskólann í Uppsöl-
um í nóvember sl. Um 40% fólks yfír
sjötugu eru með svona sepamyndanir,
um 20-30% af þeim fá sýkingar í þær
og þar af fer stór hópur í aðgerð.
Tryggvi segir talsvert gert af slíkum
aðgerðum hérlendis en ritgerðin, sem
samanstendur af sex greinum, byggir
á rannsóknum og upplýsingum frá
Svíþjóð.
Sjúkra- og krabbameins-
skrár bornar saman
Fyrstu þijár rannsóknirnar voru
gerðar á sjúklingum sem útskrifuðust
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. APRÍL1995 37
SKURÐLÆKNAÞING
Morgunblaðið/Þorkell
INGEMAR Fogdestam og Guðmundur Geirsson að gera smásjáraðgerð á ófijóum manni. Ingemar
hefur mikla reynslu af slíkum aðgerðum og flytur hann fyrirlestur um þær á Skurðlæknaþingi í dag.
Maðurinn framleiðir sæði en vegna stíflu í sæðisgöngum er ekkert sæði í sæðisvökva. í aðgerðinni
er smár sæðisgangur tengdur við aðalsæðisgang framhjá stíflunni. Ingemar segir að árangur af slík-
um aðgerðum sé mjög góður. Um 85% þeirra sem fara í aðgerð hafa sæði í sæðisvökva eftir aðgerð
og rúmlega 40% verða feður. í 15% tilfella myndast örvefur og stíflast aftur.
í Uppsala-héraði þar sem íbúaQöldinn
er um 1,3 milljónir. I sjúklingaskrá
sést að á árunum 1965-1983 útskrif-
uðust 7.600 einstaklingar frá sjúkra-
húsum með sjúkdómsgreininguna
sepamyndun með sýkingu. Þegar þær
upplýsingar voru bomar saman við
sænsku krabbameinsskrána kom
fram hversu margir með þessa sjúk-
dómsgreiningu fengu krabbamein.
Öll krabbameinstilfelli, sem komu
fram á fyrstu tveimur árunum, voru
skoðuð til að athuga hvort einhveijir,
sem voru greindir með sepamyndun
og sýkingu, hefðu getað verið með
krabbamein. „Ástæðan er sú að ein-
kenni þessa sjúkdóms eru mjög svipuð
og einkenni ýmissa krabbameinssjúk-
dóma; verkur og eymsli í kvið og
breyttar hægðavenjur,“ segir
Tryggvi.
Fjórum sinnum hærri
krabbameinstíðni hjá þeim sem
höfðu fengið sýkingu
í rannsókninni kom fram aukin
tíðni krabbameina hjá þessu fólki
fyrstu tvö árin og mest fyrsta árið.
„Þegar maður fylgir þessu fólki eftir
til lengri tíma og sleppir tveimur
fyrstu árunum kemur í ljós aukin tíðni
á krabbameinum í ristli, nánar tiltek-
ið vinstra megin, einmitt þar sem
sjúkdómurinn er. Þá fer maður að
tengja aukninguna á ristilkrabba-
meini við sjúkdóminn," segir Tryggvi.
í þriðju rannsókninni var athugað
hvort samband væri á milli sýkingar-
innar, sem myndast í sepunum, og
myndunar á krabbameini. Þá kom í
ljós að þeir sem höfðu fengið sýkingu
í sepana höfðu fjórum sinnum hærri
tíðni krabbameins, heldur en hinir
sem höfðu ekki fengið sýkingu. Álykt-
unin var sú að það væri samband á
milli sýkingarinnar og myndun kraba-
meins. „Það var mjög mikilvægt því
við endurtekna sýkingu getur maður
aldrei verið viss um að það sé bara
sýking, það getur líka verið krabba-
mein,“ segir Tryggvi.
Gamlir og veikir
dóu eftir aðgerð
Í fjórðu rannsókninni var litið til
812 sjúklinga sem útskrifaðir voru
frá háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum
greindir með sýkingu í sepamyndun-
um. Af þessum 812 fóru 130 sjúkling-
ar í bráðaaðgerð vegna sýkingar í
sepa. „Það sem okkur langaði til að
vita var hveijir það væru sem deyja
í þessum aðgerðum því í ljós hefur
komið að 10-20% þeirra sem fara í
svona bráðaaðgerðir deyja eftir að-
gerð. Það sýndi sig vera fólk yfir sjö-
tugt eða með aðra sjúkdóma. Það er
ekkeit merkileg niðurstaða í sjálfu
sér en segir okkur að við þurfum að
fara varlega með slíkt fólk,“ sagði
Tryggvi.
Fimmta og sjötta rannsóknin flöll-
uðu um að greina bæði bólguna í
þarminum og greina krabbamein og
sepa í ristlinum. Niðurstaðan úr
•HÖGGBYLGJUMEÐFERÐ var
beitt á 156 sjúklinga og 242 til-
felli með höggbylgjutækinu
Mjölni á síðasta ári. Að sögn Guð-
jóns Haraldssonar, læknis á Land-
spítalanum, hafa 80% sjúklinga
verið meðhöndluð án innlagna.
„Þetta þýðir að legudögum fækk-
ar og sjúklingar eru minna frá
vegna veikinda. Við höfum prófað
að nota nokkur mismunandi ver-
kjalyf og fundum fljótt út að
blanda Petidins og Dormicums
hefur reynst vel. Það hafa verið
ýmis áhöld um að það þyrfti
kannski að hafa langan eftirlits-
tíma með sjúklingum eftir að þessi
lyf hafa verið gefin en við höfum
fylgt þeim eftir að meðaltali í tvo
klukkutíma. Við teljum að það sé
ekki nein meiriháttar hætta af
þessu og sjúklingar séu alveg ör-
uggir.“
Fjárfestingin fljót að borga sig
Guðjón segir að áður en byijað
var á þessum meðferðum hérlend-
is árið 1993 hafi þjónustan verið
keypt af Norðmönnum og Dönum.
„I Noregi voru sjúklingar lagðir
inn í þrjá daga og þeir tóku rúm-
lega 167 þúsund krónur fyrir
meðferðina. Svo bættist ferða-
kostnaður við. Þegar þetta fluttist
til Danmerkur var verðið lækkað.
Danir tóku 100 þúsund fyrir með-
fímmtu greininni er sú að tölvusneið-
myndartæki reyndist betur sem grein-
ingartæki en kviðsjá en allir sem
greindust á tölvusneiðmyndartæki
voru rétt greindir.
„í sjöttu greininni berum við saman
notkun á tvíkontraströntgen og spegl-
ferðina, svo komu ferðakostnaður
og dagpeningar til viðbótar. Þar
sem meðhöndlanir á göngudeild-
arformi eru orðnar um 192 þá
hefur tækið sparað gífurlega fjár-
muni. Við höfum líka séð að það
hefur verið ákveðin dulin þörf
fyrir þessa þjónustu þar sem ekki
nándar nærri allir sjúklingar voru
sendir utan; aðeins þeir sem voru
með verstu einkenni. Okkur finnst
að spítalinn ætti að fá einhvern
hluta af þvi fjármagni sem áður
fór úr landi, við höfum bara út-
gjöldin af þessum aðgerðum og
fáum ekkert til baka,“ segir Guð-
jón.
Brýtur líka gallvegasteina
Fyrir utan nýrnasteina hefur
Guðjón gert tilraunir til að með-
höndla gallvegasteina. „Þetta tel
ég ekki sérstaklega gott á gall-
blöðrusteina en þetta er með-
ferðarmöguleiki á steina sem eru
eftir í gallgöngum og valda stí-
flugulu, jafnframt því sem notuð
er gallgangaspeglun. Við höfum
meðhöndlað þrjá sjúklinga og tek-
ist að bijóta steina í þeim öllum.
Þetta er ekki stór hópur en sú
takmarkaða reynsla sem við höf-
um af þessu gefur alla vega mjög
góða von um það að þetta sé við-
bót við þá meðferð sem við getum
gefið,“ .sagði Guðjón að lokum.
un upp í ristilinn á 106 sjúklingum
sem allir höfðu svona sepamyndun í
neðsta hluta ristilsins. Þar kom í ljós
að hjá þessum sjúklingum reyndist
röntgentæknin illa til að greina sepa-
myndun, speglunin var betri,“ sagði
Tryggvi.
Tryggvi segir að í kjölfar niður-
staðnanna hefði hefðbundnum rann-
sóknaraðferðum verið breytt á há-
skólasjúkrahúsinu í Uppsölum. Á
Borgarspítala væri tölvusneiðmynd-
artæki notað mjög mikið til að greina
sepamyndun í ristli. „Röntgendeildin
hefur tekið það upp, ekki endilega
vegna minna niðurstaðna, heldur er
þetta þróun sem er að verða almennt
í greiningu á sjúkdómum," sagði
Tryggvi.
Nýjar aðferðir til
brottnáms æxla
Hulda Brá Magnadóttir og Gunnar
Auðólfsson, læknar á -Borgarspítala,
hafa beitt nýjum aðferðum við að
nema brott æxli í mænu og heila-
stofni barna. Hulda segir að nú sé
að ryðja sér til rúms greiningar- og
skurðtækni sem hafí leitt til þess að
sum æxli, bæði í mænu og heilastofni
bama, séu nú orðin skurðtæk með
mjög góðum árangri. Sum þeirra hafí
áður ekki verið skurðtæk eða hafi
þurft geislameðferð sem hafði slæmar
afleiðingar og jafnvel ekki góðan
árangur. Nú séu komin til segulóm-
tæki á Landspítala, hljóðbylgjuhnífur
og sneiðmyndatæki.
Gunnar segir að með þessum tækj-
um sé hægt að staðsetja æxlin betur,
hægt að sjá betur hvernig þau eru í
laginu og hvar þau liggja. „Skurð-
tækni með smásjá gefur möguleika á
því að þegar einu sinni er hægt að
skera í æxlin er hægt að beita nett-
ari vinnubrögðum. Með hljóðbylgju-
hnífí er hægt að skræla út æxli án
þess að skaða vefína í kring vegna
þess að æxlið er meyrara í sér,“ seg-
ir Gunnar.
Hröð tækniþróun
síðustu ár
Hulda segir að tæknin hafí þróast
hratt undanfarin ár. Einn sjúklinga
hennar var sendur til Kaupmanna-
hafnar árið 1979 í sneiðmyndatöku
en þá var slíkt tæki ekki til hér. Þar
var hann dæmdur óskurðtækur.
Skurðtækni sem fram er komin síðan
þá gerir mögulegt að gera á honum
aðgerð og hann var skorinn fyrir
tveimur árum.
Gunnar segir vægi skurðlæknihga
vera að aukast meðan vægi annarra
leiða, sem eru ekki beinlínis inngrip,
eins og geislar, sé að minnka. Hulda
tekur undir það og segir að tölfræði-
Iega hafí þessar aðgerðir ekki mikið
vægi en fýrir hvem einstakling skipti
þetta öllu. „Ef tveggja ára barn er
sent í geislameðferð en ekki skorið,
þá verður það kannski heyrnarskert,
fær hugsanlega heilaskemmdir, verð-
ur kannski andlega skert, vaxtarskert
eða jafnvel lamað. í staðinn fyrir að
leggja þetta á lítið barn þá er það
skorið og það vex og dafnar á eðlileg-
an hátt.“
Geislum beitt markvisst
Gunnar segir að góðkynja vöxtur
í barni á þessum slóðum, þ.e. heila
og mænu, geti verið illkynja í þeim
skilningi að ekki sé hægt að skera
hann í burtu. „Geislameðferð hefur
bara þýðingu í illkynja vexti. Hann
er miklu hraðari og geislarnir
skemma frumuskiptinguna. Það hefur
enga þýðingu að geisla góðkynja
æxli og það eina sem það gerir er
ógagn. Og þegar ekki er hægt að
skera inn að æxli þá er ekki hægt
að komast að því hvort það er góð-
kynja eða illkynja. Menn hafa því
verið að geisla upp á von og óvon.
Núna er semsagt hægt að skera, fá
greiningu, jafnvel hreinsa þennan
vöxt alveg út, þannig að geislarnir
þurfa aldrei að koma til. Hins vegar
ef skorið er og vefjasýni næst þá er
hægt að beita geislunum markvisst
og þeir fá þá ekki geislun sem munu
skaðast af því,“ sagði Gunnar.
Aðgerð við bakflæði og
vélindalenging í einni aðgerð
um kviðsjá
Margrét Oddsdóttir, læknir á Land-
spítala, hefur ásamt fleiri læknum við
Emory-háskólasjúkrahúsið í Atlanta
í Bandaríkjunum þróað aðferð sem
Höggbylgjutækið Mjölnir
gerir kleift að gera vélindalengingu
um leið og gerð er aðgerð við bak-
flæði. Bakflæði lýsir sér t.d. í bijóst-
sviða og nábít og verður þegar maga-
sýrur ganga upp í vélindað.
„Mikið af þessum vélindaaðgerðum *
er farið að gera um kviðsjá og fólki
sem er með slæmt bakflæði og þarf
að vera stöðugt á lyfjum, er nú gef-
inn kostur á að fara í aðgerð sem
hægt er að gera um kviðsjá. Milli 5
og 10% af þessum sjúklingum hafa
haft svo svæsið bakflæði og miklar
bólgur að það er komið með örmynd-
anir og vélindað er farið að styttast.
Þá þarf að gera svokallaða vélinda-
lengingu og hefur hingað til þurft að
gera hana í opinni aðgerð," segir
Margrét.
Aðferðin hefur *
vakið athygli
Margrét segir að oft sjáist ekki
fyrr en bakflæðisaðgerð sé gerð hvort
sjúklingur sé með stytt vélinda eða
ekki. Nú séu hún og félagar hennar
búnir að þróa leið til þess að gera
vélindalengingu í sömu aðgerð og
allt gert með kviðsjárspeglun.
Margrét segir aðferðina hafa vakið
athygli og hafí hún t.d. verið fengin
á læknaþing í Orlando í síðasta mán-
uði til að kynna hana. Hún segist
hafa gert margar aðgerðir við bak-
flæði hér á landi en ekki enn gert
vélindalengingu.
Krabbamein í blöðru-
hálskirtli
Algengasta krabbamein hjá ís-
lenskum körlum er í blöðruhálskirtli
og greinast nú um 100 karlar árlega.
Eiríkur Jónsson, læknir á Landakoti,
hefur kannað hvemig körlum, sem
greindust með krabbameinið árið
1983, hefur reitt af. Það voru 87
menn og meðalaldur þeirra var 74 ár.
Eiríkur segir að sjúkdómurinn hafí
þijú andlit. Hann getur greinst við
krufningu hjá manni sem hefur ekki
haft nein einkenni og sem deyr afr”,
öðmm orsökum. Hann getur greinst
hjá manni sem er kominn á efri ár
en hefur aldrei fundið fyrir neinum
einkennum og í þriðja lagi getur hann
greinst og valdið dauða. Af þeim 87
sem greindust árið 1983 voru 77 á
lífi. 40% þeirra voru komin með sjúk-
dóminn útbreiddan við greiningu.
Helmingur þeirra hefur látist af sjúk-
dómnum. Þegar sjúkdómurinn grein-
ist getur hann verið staðbundinn og
er þá möguleiki á að fjarlægja kir-
tilinn og/eða beita geislum eða hann
getur verið útbreiddur. Þá er ekki
hægt að lækna hann.
Eiríkur segir lækna standa frammi
fyrir þeim vanda að velja úr þá menn
sem eigi að fá meðferð. „Okkar
vandamál er að reyna að vinsa þá
úr sem hafa sjúkdóm sem kemur til
með að halda áfram og valda dauða.
Margir eru orðnir fullorðnir þegar
sjúkdómurinn greinist og þeir geta
dáið úr einhveiju öðru. Þetta er al-
gengur sjúkdómur og verður algeng-
ari með hækkandi aldri. Við myndum
vilja fínna þá sem eru með sjúkdóm-
inn staðbundinn og eiga lengra líf
fyrir höndum til að geta hugsanlega
læknað þá. Þegar sjúkdómurinn er
orðinn útbreiddur þá er ekki lengur
von til þess að geta læknað hann
þótt hægt sé að líkna.“
Eiríkur segir að til tals hafi komið
að leita skipulega að krabbameini í
blöðruhálskirtli, líkt og gert er með
bijósta- og leghálskrabbamein í kon-
um. Hann segir það þó umdeilt. „Með-
an við höfum ekki nægjanlega góða
aðferð til að greina á milli hverjir
koma til með að hafa vandræði af
sjúkdómnum og hveijir ekki þá getur
maður lent í þeirri aðstöðu að hafa
hóp af mönnum sem hugsanlega
þurfa ekki á meðferð að halda og
fengju þá yfírmeðhöndlun. Það er
hins vegar sjálfsagt að menn leiti
læknis hafi þeir einkenni frá þvagfær-
um en það eru aðrir sjúkdómar í
blöðruhálskirtli, t.d. góðkynja stækk-
un, sem oftar valda einkennum en v
krabbamein. Það verður að segjast
að um leið og krabbamein fer að valda
einkennum þá er það yfirleitt lengra
gengið,“ sagði Eiríkur.
Hann sagði mikilvægt að menn
gerðu sér grein fyrir því að þótt
krabbamein greindist þá þyrfti það
ekki endilega að þýða að viðkomandi
þyrfti meðferð við því eða kæmi til
með að hafa nein vandræði af því.