Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
4-
i
FRÉTTIR
Ný bifreiða-
skoðun
opnuð
NY bifreiðskoðun fyrir allar
gerðir ökutækja, Athugun hf.
skoðunarstofa, var opnuð í
gær. Fyrsti bíllinn sem skoðað-
ur var í hinu nýja fyrirtæki var
bíll Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðherra sem jafnframt opnaði
stöðina formlega.
Fyrirtækið er til húsa í
Klettagörðum 11 í Reykjavík.
Stærstu hluthafar hins nýja
fyrirtækis eru innlend trygg-
inga- og olíufélög. Athugun
hf. er þriðja bifreiðskoðunar-
stöðin sem tekur til starfa hér
á landi.
Jóhannes Jóhannesson
framkvæmdastjóri segir að
verðskrá Athugunar hf. verði
10% lægri en verðskrá sem
samgönguráðuneytið gefur út.
Aðalskoðun fólksbila mun
þannig kosta 2.232 kr. i stað
2.480 kr. Auk þess verður
veittur 5% afsláttur af álagi
sem leggst á aðalskoðanir bíla
sem komnir eru þrjá mánuði
eða lengur yfir tilskilinn skoð-
unartíma.
Jóhannes segir að fyrirtæk-
Morgunblaðið/Þorkell
ið geri sér vonir um að ná
18-22% allra skoðana á höfuð-
borgarsvæðinu en heildaraf-
kastageta stöðvarinnar er
32%. Atta starfsmenn vinna
við skoðunina á tveimur braut-
um.
Athugun hf. hefur fengið
úthlutað lóð við hlið núverandi
húsnæðis að Klettagörðum.
Samkeppnisútboð Mannvirkiasjóðs Atlantshafsbandalagsins
Búist við stærri verk-
efnum síðar á árinu
VMSI höfðar mál fyrir Félagsdómi
Deilt um út-
reikning hækk-
ana í samningi
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hef-
ur auglýst eftir fyrirtækjum, sem
áhuga hafa á að taka þátt í út-
boði á vegum Mannvirkjasjóðs
Atlantshafsbandalagsins. Einka-
réttur íslenskra aðalverktaka til
framkvæmda fyrir vamarliðið var
afnuminn 1. apríl síðastliðinn og
er þetta í fyrsta sinn sem boðið
er út verk hér innanlands sem fjár-
magnað er af Mannvirkjasjóðnum.
Um er að ræða lítið reynslu-
verkefni í fyrstu sem felst í við-
haldi á ratsjárstöðinni á Stokks-
nesi og er kostnaðaráætlun verks-
ins á bilinu 6,5-16,2 milljónir
króna.
Verktaka fijáls frá 1. apríl
Framkvæmdir á vegum Mann-
virkjasjóðs NATO á Islandi voru
lengi til endurskoðunar innan
bandalagsins vegna krafna um að
verk yrðu boðin út í samræmi við
reglur sjóðsins. íslenskir aðalverk-
takar sf. var stofnað árið 1954 til
að annast allar framkvæmdir fyrir
vamarliðið og tók fyrirtækið við
þessum verkefnum af bandaríska
verktakafyrirtækinu Hamilton.
Hafa Aðalverktakar því haft
einkarétt á' verktöku fyrir varn-
arliðið síðastliðin 40 ár. Ýmsar
aðildarþjóðir höfðu gagnrýnt það
fyrirkomulag sem hér ríkti og á
árinu 1992 samþykkti fjárveit-
inganefnd Mannvirkjasjóðsins að
veita fé til framkvæmda á íslandi,
gegn því að einkaréttur Aðalverk-
taka yrði afnuminn og verk yrðu
boðin út í samræmi við reglur
sjóðsins.
Ríkisstjómin ákvað í febrúar
1992 að verktaka fyrir Mann-
virkjasjóð Atlantshafsbandalags-
ins yrði opnuð fyrir samkeppni
fyrir lok kjörtímabilsins og náðist
samkomulag við Mannvirkjasjóðs-
nefnd NATO í júní sama ár um
að breytingin tæki gildi 1. apríl
árið 1995 eftir ákveðinn aðlögun-
artíma en Aðalverktökum var gert
að bjóða út á innanlandsmarkaði
þau verk, sem áður voru _falin
undirverktökum.
Eftir viðræður við bandarísk
stjórnvöld í nóvember á síðasta
ári samþykkti ríkisstjómin svo að
verktaka vegna framkvæmda á
vegum Mannvirkjasjóðs NATO
verði frjáls frá og með 1. apríl
1995 og einkaréttur íslenskra að-
alverktaka til framkvæmda fyrir
vamarliðið þar með afnuminn.
Bandaríkin hafa umsjón með
framkvæmdum á vegum Mann-
virkjasjóðsins hér á landi, en ís-
land á ekki aðild að sjóðnum. Hér
eftir verða öll verk, sem kostuð
em af Mannvirkjasjóðnum, aug-
lýst opinberlega og öllum verktök-
um gefinn kostur á að taka þátt
í forvali.
Samkvæmt upplýsingum utan-
ríkisráðuneytisins standa vonir til
að góður árangur af þessu fyrsta
samkeppnisútboði verði til þess
að Mannvirkjasjóðurinn heimili
frekari framkvæmdir, sem nauð-
synlegar eru fyrir varnir landsins,
á næstu árum. Samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins eru
taldar líkur á að boðin verði út
ýmis stærri verkefni síðar á þessu
ári.
Fyrirtækin sem taka þátt í út-
boðinu þurfa að skila viljayfirlýs-
ingu fyrir 14. apríl og hyggst
ráðuneytið ljúka útboðinu fyrir
1. maí.
VERKAMANNASAMBAND ís-
lands hefur stefnt Vinnuveitenda-
sambandi íslands fýrir Félagsdómi
vegna ágreinings um túlkun á 2.
grein kjarasamnings VMSÍ og VSÍ,
sem gerður var í febrúar sl., þar
sem fram hefur komið mismunandi
skilningur aðila á útreikningsreglu
greinarinnar um launahækkanir.
Ástráður Har-
aldsson lögmaður
flytur málið fyrir
VMSÍ og í dóm-
kröfu stefnanda er
_þess krafist að
umrædd grein kja-
rasamningsins
verði skilin svo að
umsamdar launa-
hækkanir skuli
reiknast á grund-
velli launataxta án
námskeiðsálaga og
að engin breyting
hafi orðið á um-
sömdu námskeið-
sálagi fiskvinnslu-
fólks og starfsfólks
í mötuneytum.
í kjarasamning-
um ASÍ og við-
semjenda var samið um sérstakar
krónutöluhækkanir launa sem færu
stighækkandi á laun undir 84 þús.
kr. á mánuði. Urðu samningsaðilar
sammála um að útbúa reiknireglu
sem nota átti á allar launatöflur
en ágreiningur hefur verið um hvort
hækkanirnar eiga að reiknast ofan
á taxta eingöngu eða hvort ýmsar
álags- og yfírgreiðslur legðust við
launataxtana áður en launa-
hækkunin er reiknuð sem hefði í
för með sér að þessar greiðslur
yrðu lægra hlutfall en áður.
I stefnu Verkamannasambands-
ins segir að með reiknireglunni og
krónutöluhækkun hafí ætlunin ver-
ið sú að umsamin starfsaldursbil
riðluðust í þeim launatöflum sem
samningurinn náði til og bil milli
launataxta ætti að minnka.
„Engin ákvæði samningsins
fjalla hins vegar um skerðingu á
álögum eða beina lækkun sérstakra
álaga enda eru slík álög ekki hluti
launataxta. Engin slík álög áttu að
lækka að krónutölu þó að reikni-
reglan feli að sjálfsögðu í sér hlut-
fallslega lækkun slíkra álaga í sam-
anburði við heildarlaun þar sem slík
álög eru ákveðin sem krónutala.
Dæmi um þetta eru ákvæði aðalkj-
arasamnings um orlofsuppbót.
Ágreiningurinn í þessu máli er
aðeins um útreikning launatöflu
skv. kjarasamn-
ingi. Af hálfu
stefnanda er full-
yrt og á því byggt
að með mánaðar-
launatöxtum hefur
aldrei verið átt við
neitt annað en blá-
berar launatöfl-
urnar. Hefði hugur
samningsaðila
staðið til þess að
lækka sérstaklega
umsamin nám-
skeiðsálög skv. að-
alkjarasamningi
hefði átt að orða
það skýrt og
greinilega. Það var
ekki gert, enda
stóð aldrei til að
þau lækkuðu.
Námskeiðsálögin eru föst krónutala
og kjarasamningur aðila gengur
útfrá að sú krónutála sé óbreytt,"
segir í stefnu VMSÍ.
Vinnuveitendur fagna úrlausn
deilunnar fyrir dómstólum
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, segist vera
ánægður með að þetta mál komi
til úrlausnar Félagsdóms því mikil-
vægt sé að fá niðurstöðu í þessum
ágreiningi sem hann segir að snúist
ekki um stórar fjárhæðir heldur
grundvallaratriði. „Þetta snýst um
túlkun á samningunum, þannig að
niðurstaða málsins getur haft tals-
vert fordæmisgildi um túlkun gagn-
vart hærra launuðum hópum. Það
snýst um á hvaða stærð kauphækk-
unin sem samið var um, á að koma,
endanlegt kaup eða afmarkaðan
hluta launanna," sagði hann.
Vinnuveitendur munu leggja
fram sína greinargerð og gögn í
málinu fyrir Félagsdóm eftir páska.
ÁSTRÁÐUR Haraldsson
lögmaður lætur þingfesta
stefnu VMSÍ.
Síðustu skoðanakannanir birtar í gær
Sjálfstæðisflokkur
með 31,6% hjá DV
en 36,8% hjá Gallup
MIKILL munur var á fylgi flokk-
anna í síðustu skoðanakönnunum,
sem gerðar hafa verið á veguni
fjölmiðla og birtar voru í gær. í
kosningaspá, sem gerð er eftir
könnun DV, sem birt var í fyrra-
kvöld, fær Sjálfstæðisflokkurinn
til dæmis 31,6%, en í könnun Gall-
ups fýrir Ríkisútvarpið, sem gerð
var 5.-6. apríl, fær flokkurinn
36,8% fylgi.
Ríkisútvarpið birti í gær könnun
ÍM Gallups, sem byggð var á 1.600
manna tilviljunarúrtaki úr þjóð-
skrá. Svarhlutfall var 73%, en af
þeim sem svöruðu, neituðu 15,5%
að gefa upp afstöðu sína eða voru
óákveðnir.
Samkvæmt könnun Gallups fær
Alþýðuflokkur 11,5%, Fram-
sóknarflokkur 24,1%, Sálfstæðis-
flokkur 36,8%, Alþýðubandalag
12,3%, Þjóðvaki 8,2% óg Kvenna-
listinn 5,3%.
DV gerir kosningaspá
í könnun DV var hringt í 1.200
manns eftir símaskránni. Af þeim
tóku alls 34,1% ekki afstöðu eða
neituðu að svara. Af þeim, sem
afstöðu tóku, sögðust 11% styðja
Alþýðuflokk, 23,3% Framsóknar-
flokk, 37,7% Sjálfstæðisflokk,
14,8% Alþýðubandalag, 4,6%
Kvennalista og 7,2% Þjóðvaka.
DV umreiknar þessar niðurstöð-
Síðustu skoðanakannanir fjölmiðlanna
Heildarhlutfall atkvæða
íkosningunum 1991
og í síðustu
könnunum nú
Kosningar 1991
M.bl., Fél.vís.st., 2.-4. apríl
RÚV, Gallup, 5.-6. apríl
Stöð 2 og Bylgjan, 5.-6. apríl
DV, kosningaspá, 6. apríl
Alþýðuflokkur Framsóknarfl. Sjálfstæðisfl. Alþýðubandalag Þjóðvaki
Kvennalisti
ur, samkvæmt reikniformúlu er
byggir á fyrri skekkju í könnunum
blaðsins miðað við kosningaúrslit.
Þannig verður til kosningaspá, en
í henni er Alþýðuflokki spáð 11,8%,
Framsóknarflokki 25,5%, Sjálf-
stæðisflokki 31,6%, Alþýðubanda-
lagi 17,7%, Kvennalista 4,9% og
Þjóðvaka 7,1%.
Stöð 2 birti síðustu könnun sína
á fylgi flokkanna í fyrrakvöld og
Morgunblaðið birti seinustu könn-
un Félagsvísindastofnunar Háskól-
ans á miðvikudag. í þeim báðum
er fylgi Sjálfstæðisflokksins á svip-
uðu reiki og í könnun Gallups, eða
á milli 36 og 37%. Mestu munar á
milli þeirra kannana á fylgi Al-
þýðubandalags, sem mælist nokk-
uð hærra hjá Stöð 2, og Þjóðvaka,
sem hefur meira fylgi samvæmt
könnun Félagsvísindastofnunar.
Vilja Sjálfstæðisflokk í stjórn
í gærkvöldi birti Stöð 2 niður-
stöður könnunar, þar sem spurt
var hvort menn vildu heldur ríkis-
stjóm með þátttöku Sjálfstæðis-
flokks eða án aðildar flokksins.
Alls sögðust 52% svarendanna vilja
stjómaraðild sjálfstæðismanna,
33% sögðust ekki vilja flokkinn í
stjórn og 14% voru óákveðnir.
fi
i
i
i
>
i
i
i
i
i
i
i
&
i
i
i
i
-
i