Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 15 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Þjóðvaki fundar í baðhúsi KVENFRAMBJÓÐENDUR Þjóðvaka héldu spjallfund í Baðhúsi Lindu Pétursdóttur í Armúla í fyrradag. Kvenleg umræðuefni voru í fyrirrúmi og gátu gestir baðhússins nálg- ast stjórnmálin á óhefðbundinn hátt á þessum óvenjulega fund- arstað. Fylgst með kosningum í útvarpi og sjónvarpi KOSNINGAÚTVARP hefst á Rás 1 og Rás 2 Ríkisútvarpsins kl. 21 í kvöld. Fréttamenn Útvarps munu greina frá úrslitum og verða á taln- ingarstöðum í öllum kjördæmum. Auk þess að segja frá tölum um leið og þær berast verður talað við frambjóðendur sem verða á stöðun- um. Kosningasjónvarp hefst á báðum sjónvarpsstöðvunum kl. 21.30. Sjónvarpið verður í beinu sam- bandi við talningarstaði í öllum kjördæmum landsins fram eftir nóttu og verða tölur birtar jafnóðum og þær liggja fyrir. Stjórnmála- menn og fleiri gestir koma i heim- sókn í sjónvarpssal og fylgst verður með viðbrögðum við tölum, m.a. á kosningahátíðúm flokkanna. Milli talna og umræðna verður fjölbreytt skemmtidagskrá. Kosningaúrslitum verða gerð ít- arleg skil í morgunfréttum Ríkisút- varpsins kl. 8, 9 og 10 á sunnudags- morgun. Frá kl. 10-12 verður greint frá niðurstöðum Alþingis- kosninganna á Rás 2. Fyrstu talna að vænta um tíuleytið Kosningavaka Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefst kl. 21.30 en fyrstu Morgunblaðið/Halldór Bogomil Font, Bubbi Morthens og Egill Ólafsson verða meðal þeirra sem koma fram í sjónvarpinu í kvöld og nótt. talna er að vænta um tíuleytið. Fréttamenn Stöðvar 2 og Bylgjunn- ar fylgjast náið með talningu at- kvæða um allt land og skýra stöð- una jafnóðum á. myndrænan hátt með hjálp fullkomins tölvubúnaðar. Inn á milli verður rætt við fram- bjóðendur um gengi þeirra og kosn- ingavökur flokkanna í höfuðborg- inni heimsóttar. Formenn flokk- anna hittast í sjónvarpssal til að ræða málin þegar fyrstu tölur liggja fyrir og aftur þegar línurnar eru farnar að skýrast verulega. Morgunblaðið/Kristinn Ilmbjarkir í Sunnuhlíð ÓLAFUR Ragnar Grímsson, efsti maður á lista Alþýðubanda- lagsins og óháðra í Reykjanes- kjördæmi, og Kristín A. Guð- mundsdóttir, sem skipar 3. sæti listans, heimsóttu siðastliðinn fimmtudag Sunnuhlíð, hjúkrun- arheimili aldraðra í Kópavogi, og heilsuðu þar upp á vistmenn, starfsfólk og gestkomandi og færðu hverjum um sig íslenska ilmbjörk. Höfðu frambjóðend- urnir á orði að ilmbjörkin væri tákn um „vinstra vorið“ og þann gróanda sem framundan væri í íslensku þjóðlífi. Frambjóðend- ur Alþýðubandalagsins og óháðra afhenda kjósendum í nánast öllum kjördæmum lands- ins ilmbjarkir og í Reykjanes- kjördæmi hafa verið afhentar um 15 þúsund plöntur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Á „herráðsfundi“ MIKLAR annir hafa verið á skrif- stofum stjórnmálaflokkanna nú síðustu daga fyrir kosningarnar. Á skrifstofu Framsóknarflokks- ins í Reykjavík hafa starfsmenn og trúnaðarmenn flokksins hald- ið daglega fundi með Halldóri Ásgrímssyni formanni flokksins og farið yfir kosningamálin. Myndin er af einum slikum fundi en þar eru, auk Halldórs, Egill Heiðar Gíslason framkvæmda- sljóri, Jón Sveinsson formaður kosninganefndar og Anna Krist- jánsdóttir og Sigurður Eyþórs- son starfsmenn flokksins. Frambjóðendur allra stj órnmálaflokkanna á fundi hjá Marel um atvinnumál Ágreiningur um áhættulánasi óð FULLTRÚAR stjórnarflokkanna gagnrýndu á almennum fundi starfsfólks hjá Marel hf. hugmyndir stjórnarandstöðuflokkanna um stofnun áhættulánasjóða tii að efla atvinnulífið. Fulltrúar stjórnarand- stöðunnar lögðu áherslu á þörf á auknu áhættufé og gildi þess að efla og styrkja menntakerfið, sem þeir sögðu að ríkisstjórnin hefði dregið mátt úr á kjörtímabilinu. „Það hafa verið uppi tvenns kon- ar sjónarmið hjá stjórnmálamönn- um á Islandi um atvinnustefnu," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. „Annars vegar er ríkjandi hugsunarháttur framsóknarmanna allra flokka, sem er eitthvað á þessa leið: „Tökum lán, setjum upp sjóð, úthlutum pen- ingum og búum þannig með póli- tískum ákvörðunum til eitthvað sem heitir störf." Minnisvarðar um þessa stefnu eru upp á 60 milljarða í fjár- festingamistökum. Þið eruð að borga fyrir þessi mistök bæði í of háum vöxtum og í störfum. Hin stefnan er þessi: „Við sköp- um atvinnulífinu samkeppnishæf skilyrði". Atvinnustefna núverandi ríkisstjórnar hefur verið keyrð í gegn í fjögur ár og hver er árangur- inn? Það getum við metið á einfald- an kvarða. Það hefur tekist að lækka verðbólgu. Gengið er nokk- urn veginn rétt skráð og tiltölulega traust. Það er stöðugleiki í verð- iagi. Samkeppnisstaða íslensks iðn- aðar og íslenskra þjónustugreina, hvort heldur er á heimamarkaði eða í útlöndum, hefur ekki í annan tíma verið betri,“ sagði Jón Baldvin. Efla þarf menntakerfið „Við þurfum að fjárfesta^ í menntakerfinu og þar standa Is- lendingar afskaplega illa að vígi. Jón Baldvin nefndi minnisvarða. Hann gengur nú senn frá minnis- varða um menntakerfi sem hefur verið skorið niður. Það er mennta- kerfi sem hefur ríkt alger stöðnun í. Við sjáum ekki atvinnulíf íslend- inga í þessu menntakerfi. Þrátt fyr- ir að OECD hafi bent íslendingum á að ef við ætluðum að drífa okkur upp úr því fari sem við höfum verið í um áratugaskeið þá verðum við að fjárfesta í menntun. Það hefur ekki verið gert heldur þvert á móti hefur verið skorið niður,“ sagði Hjálmar Árnason, frambjóðandi Framsóknarflokks á Reykjanesi. Hjálmar sagði að Islendingar stæðu að vissu leyti á tímamótum í atvinnumálum. Þjóðin stæði frammi fyrir því að vera breytast úr veiðimannaþjóð I tæknivædda þjóð. Veiðimannahugsunarháttur- inn væri enn sterkur. Hann sagði að við gætum lært mikið af Dönum sem hefðu verið mjög duglegir við að tengja saman auðlindir og hug- vit. Hlutafé frekar en lánsfé Pétur Blöndal, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik, sagði lausnina ekki liggja í því að búa til nýja og nýja sjóði. Hann benti á að fyrirtæki og einstakling- ar ættu miklu meiri möguleika nú en áður að fá lánsfé á hagstæðum kjörum. Þökk væri breytingum á fjármagnsmarkaði sem ríkisstjórnin hefði stuðlað að. „Bankakerfið sem við höfum í dag er staðnað, stein-gelt og því þarf að breyta því. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur haft það á stefnuskrá sinni að einkavæða bankana og það verður eitt af veigamestu verkefn- um næstu ríkisstjórnar ef Sjálf- stæðisflokkurinn fær að ráða. Menn eiga hins vegar ekki að einblína á lánsféð og þessa áhættusjóði sem búnir hafa verið til eins og Atvinnu- tryggingarsjóður og Hlutafjársjóð- ur, sem Framsóknarflokkurinn stofnaði í tíð síðustu ríkisstjórnar og við þurfum nú að borga 18 millj- arða til. Nei, það þarf að auka vilja einstaklinga og fyrirtækja til að fjárfesta í fýrirtækjum vegna þess að þau græði.“ Ágúst Einarsson, frambjóðandi Þjóðvaka á Reykjanesi, sagði að það væri holur tónn í orðum Péturs um að Sjálfstæðisflokkurinn vildi end- urskipuleggja bankakerfið. Ekkert hefði gerst í þessu á síðasta kjör- tímabili. „Þegar Ólafur Ragnar talar um útflutningsleið er það ótrúverðugt. Þetta er maðurinn sem greiddi at- kvæði gegn EES-samningnum. Þetta er maður einangrunarhyggj- unnar í viðskiptum," sagði Ágúst. Ágúst sagði að hlutverk ríkis- valdsins væri að skapa almenn skil- yrði til að auka hér hagvöxt. Þetta bæri að gera með lágri verðbólgu og stöðugleika í gengismálum. Hann sagði að Þjóðvaki vildi að sjávarútvegsráðuneytið og iðnaðar- ráðuneytið yrðu sameinuð í eitt ráðuneyti. Núverandi hólfaskipting virkaði sem dragbítur á iðnaðinn. Skortir skilning Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, sagði að efnahagsstefna ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar hefði skilað óskaplega litlum árangri í atvinnu- málum. Þess vegna boðaði Alþýðu- bandalagið nýja stefnu, útflutnings- leiðina, þar sem byggt væri á nýjum hugmyndum. Þar væri árangurs- leysi í atvinnumálum ekki afsakað með því að vísa í þorsk og loðnu. Stefnan byggði á því að virkja hug- vit með svipuðum hætti og Marel hefði gert með svo góðum árangri. Ummæli Ólafs Ragnars um veiði- leyfagjald vöktu athygli. „Við erum tilbúnir til að skoða veiðileyfagjald í samhengi við breytingar á fisk- veiðistjórnkerfinu. Veiðileyfagjald sem einfaldur skattur finnst okkur ekki vera skynsamlegt, en það má hins vegar gera það í samhengi við víðtækar breytingar á kvótakerf- inu.“ Kristín Ástgeirsdóttir, frambjóð- andi Kvennalistans í Reykjavík, lagði áherslu á að það þyrfti að marka hér skýra stefnu í atvinnu- málum. Það lægi ekki fyrir á hverju íslendingar ætluðu að byggja, nú þegar fiskstofnanir væru í lægð. Hún sagði að fólk sem væri með nýjar hugmyndir um atvinnusköpun mætti alls staðar skilningsleysi, Það þyrfti að vera til staðar sjóður sem lánaði ungu athafnasömu fólki sem væri með góðar hugmyndir. Kristín nefndi sem dæmi um skilningsleys- ið að ung kona hefði nýlega leitað eftir stuðningi við útflutning á fatn- aði, sem var hannaður eftir nýrri og snjallri hugmynd. Henni hefði vinsamlega verið bent á að á ís- landi væru föt flutt inn en ekki út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.