Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Tannréttingar ÞORGRÍMUR Jóns- son tryggingayfirtann- læknir hefur nýlega rit- að tvær greinar í Morg- unblaðið til þess að vekja athygli á óviðun- andi reglum um endur- greiðslur vegna tann- réttinga, og er það vel. Hann telur upp helstu galla núgildandi kerfis og því liggur beint við að halda umræðunni áfram og benda á leiðir til úrbóta. Meginreglan verður að vera sú að stjórn- völd ákveði þá heildar- upphæð sem varið er til þessa mála- flokks, en endurgreiðslumar skiptist siðan sem jafnast á milli þeirra sem þurfa á meðferð að halda. Frá þess- ari meginreglu er eðlilegt að gera tvær undantekningar. í fyrsta lagi er eðlilegt að tannrétting vegna klofíns góms, mikillar tannvöntunar og annarra slíkra sjaldgæfra galla endurgreiðist nánast að öllu leyti. í öðru lagi er eðlilegt að Trygginga- stofnun geti hafnað endurgreiðslu vegna svokallaðra fegrunaraðgerða, ef til þess er pólitískur vilji. Þess skal getið að Tannrétt- ingafélag íslands bar fram tillögu þessa efnis fyrir fimm árum, en náði ekki að hafa nein áhrif á þær ákvarðanir sem síðan hafa verið teknar með lagasetn- ingum og reglugerðum. Útgjöld Trygginga- stofnunar Eftir umræðu síð- ustu missera er öllum ljóst að gæta verður aðhalds í útgjöldum ríkisins og eðlilegt að tannréttingar séu skoðaðar eins og annað. Fram til ársins 1989 gilti almenn 50% end- urgreiðsluregla og þá námu greiðsl- ur Tryggingastofnunar vegna tannréttinga rúmlega eitt hundrað milljónum króna á ári. í árslok 1989 voru sett ný lög og rúmu ári síðar reglugerð um flokkun tilvika sem varð til þess að á árunum 1991 til 1993 héldust árlegar greiðslur TR vegna vinnu tannréttingasér- fræðinga á bilinu 104 til 108 millj- ónir. Á árinu 1994 fórþessi upphæð niður í 52 milljónir eftir að flokkun- arreglur voru felldar úr gildi og skilyrði fyrir endurgreiðslu voru enn hert frá því sem áður var. Sér- staklega skal vakin athygli á því að með nýju reglunum dæmist meirihluti þeirra sem fara í tann- réttingu réttlaus, en hinir fáu út- völdu fá hærra endurgreiðsluhlut- fall en áður, eða oftast 70%-85% kostnaðar. Fyrir liggur að um 1.500 ungmenni þurfa að fara í tannrétt- ingu á ári hverju þannig að reikn- ingsdæmið er auðleyst. Þegar ákvörðun um heildarfjárveitingu liggur fyrir er hægt að setja eina fasta upphæð sem þak á alla styrki til venjulegrar og nauðsynlegrar tannréttingar hjá þorra umsækj- enda. Hópurinn sem fær synjun og hinn sem fær allt að fullri endur- greiðslu valda skekkju hvor í sína átt, en geta hugsanlega jafnast út í ofangreindu dæmi. Ónnur útgjöld Tryggingastofnunar vegna tann- réttinga eru til komin vegna ferða- kostnaðar sem hjá mörgum bætist við sjálfan meðferðarkostnaðinn. Spanaðaraðgerðir á því sviði hafa bitnað um of á hinum dreifðu byggðum og verða að mildast ef jafnrétti eftir búsetu á að verða annað en orðin tóm. Teitur Jónsson Þörf fyrir tannréttingar í upphafi byggðu yfirvöld sparn- aðaraðgerðir sínar á þeirri firru að hér á landi væri annarhver ungling- ur í tannréttingu og að kostnaður Tryggingastofnunar hlypi á hundr- uðum milljóna króna árlega þess vegna. Staðreyndin er hinsvegar sú að tíðni tannréttinga hefur verið svipuð því sem gerist hjá nágranna- þjóðunum. Norðmenn með sitt flokkunarkerfi rétta tennur í um 30% unglinga og Danir gerðu til skamms tíma ráð fyrir að veita 25% unglinga tannréttingaþjónustu án endurgjalds. Að ofan er nefndur Tíðni rannréttinga, seg- ir Teitur Jónsson, hef- ur verið svipuð og hjá nágrannaþjóðunum. sá sparnaðarkostur að endurgreiða ekki fyrir svokallaðar fegruparað- gerðir, þær séu einkamál þess sem í hlut á, en eigi ekki að greiðast úr sameiginlegum sjóðum. Þetta sjónarmið er auðskilið og hefur haft áhrif í heilbrigðiskerfinu hér á landi, en þess skal þó getið að rannsóknir á Norðurlöndunum draga í efa að vefræn eða læknis- fræðileg þörf vegi þyngra en hug- læg eða félagsleg þörf fyrir tann- réttingu. Skipulag tannréttingaþjónustu á íslandi Vegna gagnrýni tryggingayfír- tannlæknis á skipulag tannréttinga- þjónustunnar er nauðsynlegt að lýsa henni í örstuttu máli. Þrettán sér- menntaðir tannlæknar stunda nú tannréttingar hér á landi og reka stofur sínar sjálfír með aðstoð rúm- lega þrjátíu starfsmanna. Tann- skekkja er ekki skoðuð skipulega af sérfræðingum, en almennir tann- læknar og skólatannlæknar benda foreldrum á að ieita álits hjá sér- fræðingum þegar þeim þykir ástæða til. Almenn tannlæknaþjónusta hef- ur verið í góðu lagi hér á landi og flest ungmenni skoðuð a.m.k. ár- lega. Þar sem íslenskir tannlæknar eru vel menntaðir m.a. í greiningu tannskekkju, hefur verið lítil hætta á að vandamál af þessu tagi uppgöt- vist of seint eða séu ekki rædd. Tannréttingar á Islandi eru með öðrum orðum dæmi um einarekstur sem byggist á því að veita þeim þjónustu sem kjósa að notfæra sér hana. Þetta er svipað fyrirkomulag og tíðkast t.d. í Noregi svo nærtækt dæmi sé tekið. Skipulag tannrétt- inga er því ekki vandamál, hinsveg- ar verður að nýta betur þá fjármuni sem samfélagið vill verja til þessar- ar heilbrigðisþjónustu, til þess að sem fæstir dæmist af fjárhagsá- stæðum til þess að vera án hennar. Höfundur er formaður Tannréttingafélags íslands. í dag er mikið í húfi ÞAÐ er mikið í húfí í alþingiskosningun- um í dag. Meira en margan grunar. Und- anfarið kjörtímabil hefur tekist að gjör- breyta efnahagsum- hverfínu hér á landi og skapa grundvöll fyrir stórfellda lífskja- rasókn á næstu árum. Á þessum grunni þarf nú að byggja til þess að skapa þau verð- mæti sem munu gera þjóðinni kleift að efla velferðarþjónustuna, menningarlífið og gera ísland að fyrirmyndarsamfé- lagi meðal þjóða heims. En þessum árangri er líka auðvelt að spilla ef rangt er á málum haldið. Aðeins sterkur og öflugur Sjálfstæðis- flokkur getur komið í veg fyrir að þannig fari. Skýrir kostir — einfalt val Valið er einfalt. Annars vegar er boðið upp á ríkisstjórn tveggja flokka undir forystu Davíðs Odds- sonar formanns Sjálfstæðisflokks- ins en hins vegar fjögurra eða fimm flokka vinstri stjóm sem reynslan sýnir að er ávísun á glundroða og pólitíska ringulreið. Auðvitað er ekki hægt að útiloka að ágreiningur rísi um einstök málefni í tveggja flokka stjórn. En það er einfaldlega margfalt auðveldara að leysa ágreining þeg- ar samningsaðilar eru tveir en ekki fjórir eða fimm. Þannig eru tveggja flokka stjórnir stöðugri í eðli sínu og meiri festa í stjómarfari þegar þær sitja við völd. Miðað við fyrri reynslu eru allar líkur á því að ný vinstri stjóm myndi á skömmum tíma spilla þeim ár- angri sem hér hefur náðst. Það gerðist 1971 en aðstæður nú eru að mörgu Ieyti svipaðar því sem þá var. Það gerðist einnig 1974 og 1988. Þjóðin hefur ekki efni á slíku nú. Vinstri slysin era víti til varnaðar. Við viljum ekki nýtt tíma- ,bil óðaverðbólgu, óstöðugleika og minnkandi kaupmátt- ar. Kvennalistinn og „hagvaxtardýrkun" Framsóknar Vinstri flokkamir hafa allir sagt að þeirra fyrsti valkostur eftir kosningar sé vinstri stjórn. For- maður Framsóknarflokksins hefur lagt áherslu á að leiðin til að fá slíka stjóm sé að kjósa hans flokk. Framsóknarmenn leggja áherslu á hagvöxt en vilja hins vegar vinna með Kvennalistanum í nýrri ríkis- stjórn. Sá flokkur er ekki mjög áhugasamur um hagvöxt og kvennalistakonur tala af fyrirlitn- ingu um „hagvaxtardýrkun". Hvemig halda menn að samstarf þessara ólíku stjórnmálaafla um aukinn hagvöxt gengi? „Vinstra vor“ í utanríkismálum? Frambjóðandi Kvennalistans í Reykjavík gaf þá ótrúlegu yfirlýs- ingu í sjónvarpsþætti í fyrrakvöld að íslendingar ættu að segja sig úr NATO. Með þessum málflutn- ingi hefur enn opinberast að Kvennalistinn staðsetur sig í raun Framtíðarhagsmunir landsmanna eru í húfi, segir Geir H. Haarde. Ekki sízt hagsmunir uppvaxandi kynslóða. vinstra megin við sjálfan formann Alþýðubandalagsins í utanríkis- málum og á samleið með gamla afturhaldsliðinu i þeim flokki. Samt ætlar Kvennalistinn, að því er fram kom í sama þætti, ekki að segja upp EES-samningnum þótt þingmenn flokksins hafi á sín- um tíma barist gegn honum með kjafti og klóm. Raunar ætlar eng- inn stjómarandstöðuflokkanna að segja samningnum upp að því er best er vitað. Hvar er samræmið hjá þessu fólki? Einhver stærstu hagsmunamál þjóðarinnar á næstu árum lúta að samskiptum við önnur lönd. Ósam- stæðum vinstri flokkum er ekki treystandi til að koma nálægt þeim málum. Þar dugar ekki að hafa asklok fyrir himin. „Vinstra vor“ Alþýðubandalagsins á ekki erindi á þeim vettvangi frekar en annars staðar í þjóðmálunum. Tökum ekki áhættu í kosningunum í dag eru fram- tíðarhagsmunir í húfí, hagsmunir uppvaxandi kynslóða ekki síst. Þeim er best borgið ef við völd í landinu era menn sem hægt er að treysta og sem hafa heildarhags- • muni að leiðarljósi. Sjálfstæðis- flokkurinn býður fram slíka menn til forystu í landsmálum. Samein- umst um að tryggja áfram tveggja flokka ríkisstjóm í landinu undir forystu formanns Sjálfstæðis- flokksins. Tökum ekki áhættuna af margra flokka vinstri stjóm í landinu. Það er of mikið í húfi. Höfundur er formaður þingflokks sjálfstæðismanna og skipar 4. sæti & lista Sjálfstæðisflokksins í Rejkjayík.______ * * XWREVF/H/ Þitt atkvæði ræður úrslitum! SUMUM fínnst kosningabaráttan ekki hafa verið nógu snörp. Þátttakendur í henni geta tæplega um það dæmt. Þeim er málið of skylt. Hitt er víst, að línur hafa skýrst. Kjósendur geta valið festu í landsstjórninni með því að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn eða tekið veralega áhættu með því að kjósa ein- hvern hinna flokk- anna. Til marks um tóma- rúmið á vinstri hlið stjórnmálanna, nægir að nefna þá staðreynd, að Alþýðubandalagið, sem hefur ekki lengur afl til að standa eitt að framboði, hefur hrifs- að þar málefnalega forystu. Flótti hefur brostið í'lið Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Sannast í hennar flokki eins og annars staðar, að samstarfs- menn eiga erfitt með að sætta sig við hrokafull vinnubrögð forystu- mannsins. Halldór Ásgrímsson hef- ur látið eins og framsóknarmönnum sé frekar óljúft að starfa eftir for- skrift Ólafs Ragnars. Með þessari tregðu er Halldór aðeins að skapa sér samningsaðstöðu um stól for- sætisráðherra í margflokka stjórn að kosningum loknum. Kvennalist- inn vill komast í ríkisstjórn, hvað sem það kostar. Kosningabaráttan hefur einnig leitt í ljós, að allt tal Alþýðuflokks- ins um sérstöðu þeirra í Evrópumál- um og landbúnaðarmálum er kosn- ingaryk. Eins og sást á grein Jóns Baldvins Hannibalssonar í Morgun- blaðinu í gær þykir alþýðuflokks- mönnum miður, þegar minnt er á staðreyndir við afgreiðslu mikil- vægra utanríkismála á kjörtímabil- inu. Hvernig sem kratar láta, breyta þeir því ekki, að samstaða náðist milli þeirra og okkar sjálfstæðis- manna um breytingu á búvörulög- unum eftir aðildina að Evrópska efnahagssvæðinu og hið sama er að segja um aðildina að Alþjóðavið- skiptastofnuninni, sem byggist á GATT-samkomulaginu. Þegar á hólminn kemur og völd eða há embætti eru í húfi, víkja kosninga- mál kratanna. Á undanförnum dögum hefur einnig verið rifjað upp, að fari þessir vinstri flokkar með völd, gengur bylgja eyðslu og óráðs- íu yfir þjóðina. Með margflokka ríkisstjórn er tekin mikil áhætta á viðkvæmum tímum. Staðfesta Sjálfstæðisflokksins Á kjörtímabilinu hefur Sjálfstæðisflokk- urinn undir forystu Davíðs Oddssonar ver- ið kjölfesta í íslensku stjórnmálalífi. í kosningabaráttunni hefur flokkurinn ekki fallið í sömu gryfju og andstæðingar hans að lofa einhveiju, sem hann getur ekki efnt eða ætlar í raun aldrei að efna. Sjálfstæðisflokkurinn vísar stolt- ur til verka sinna á kjörtímabilinu. Á þeim tíma hefur verið tekist á í dag hafa kjósendur valdið, segir Björn Bjarnason, og hvetur þá til að nota það í eig- in þágu og þjóðarinnar með því að kjósa Sj álfstæðisflokkinn. við mikinn vanda með góðum ár- angri. Festa í stjórnarháttum og framför í efnahagslífi eiga samleið. Stöðugleiki er einnig forsenda þess, að erlendir fjárfestar, sem keppt er um á alþjóðamarkaði, hafi yfir- leitt áhuga á því að ræða við íslend- inga. Vald kjósenda Skoðanakannanir sýna verulega hættu á margflokka vinstri stjórn. Kjósendur hafa vald til að afstýra þeirri hættu. Þeir gera það með því að leggja Sjálfstæðisflokknum lið í kosningum í dag og setja X við D í kjörklefanum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Björn Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.