Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Miklll fjöldi fólks mætti á fundinn á Hvolsvelli, sem haldinn var af búnaðarfélögunum í Rangárvallasýslu.
Þorsteinn Pálsson á bændafundi á Hvolsvelli
Grundvallarágreiningur
milli stj órnar flokkanna
Sagði Alþýðuflokkinn fjærst Sjálf-
stæðisflokknum af öllum flokkum
Selfossi. Morgunblaðið.
ÞORSTEINN Pálsson ráðherra
sagði á fundi- á Hvolsvelli á mið-
vikudagskvöld að grundvallará-
greiningur væri milli Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks í landbún-
aðarmálum og að formaður Al-
þýðuflokksins hefði unnið óheiðar-
lega að málum við gerð GATT
samningsins. Hann gagnrýndi
einnig stefnu Alþýðuflokksins í
Evrópumálum og sagði flokkinn
fara með blekkingar í þeim málum.
Alþýðuflokkurinn væri fjærst
Sjálfstæðisflokknum af öllum
flokkum sem í framboði væru.
Fundurinn var haldinn af búnað-
arfélögunum í Rangárvallasýslu til
þess að varpa ljósi á stefnu flokk-
anna í landbúnaðarmálum. “Við
sem búum hér eigum allt undir því
að landbúnaðurinn þrífist," sagði
Kristján Ágústsson sem setti fund-
inn.
Frambjóðendur lögðu allir
áherslu á að leysa þyrfti úr málefn-
um bænda og þá sérstaklega
sauðfjárbænda sem ættu í veruleg-
um erfiðleikum. Eggert Haukdal á
Suðurlandslista sagði nauðsynlegt
að taka upp gamla kerfið, útflutn-
ingsuppbætur, varðandi stuðning
við landbúnaðinn og sauðfjár-
bændur og segja þyrfti upp garð-
yrkuhluta EES samningsins.
Örlagaríkar kosningar
Guðni Ágústsson Framsóknar-
flokki sagði örlagaríkustu kosning-
ar aldarinnar fara í hönd. Hann
gagnrýndi frelsi til innflutnings
samkvæmt GATT samningnum og
sagði stærsta málið að leggja
hæstu mögulega tolla á innflutning
landbúnaðarvara. Tollana ætti síð-
an að nota til að styðja landbúnað-
inn innanlands og til sóknar á er-
lenda markaði.
Drífa Kristjánsdóttir kvenna-
lista sagði að bregðast þyrfti við
vanda landbúnaðarins með sókn á
erlenda markaði, uppsetningu kjöt-
markaða innanlands og finna
þyrfti leiðir til að draga úr fram-
leiðslukostnaði. Styðja þyrfti hlið-
argreinar í landbúnaði, ferðaþjón-
ustu, skógrækt og landgræðslu.
Hún gagnrýndi innflutning land-
búnaðarvara og sagði hann auka
atvinnuleysi. Stjórnmálamenn
þyrftu að standa við hlið bænda.
Þorsteinn Hjartarson Þjóðvaka
sagði lífræna ræktun í stórum stíl
geta breytt ímynd landbúnaðarins.
Hann sagði að beita þyrfti
greiðsluaðlögun eftir úttekt á stöðu
sauðfjárbænda. Framtak bænda
þyrfti að fá að njóta sín og skipu-
leggja þyrfti stoðkerfi bænda og
fækka milliliðum. Hagsmunir
bænda og neytenda færu saman
og þeir ættu að taka ákvarðanir í
málefnum bænda en ekki stjórn-
málamenn.
Breyta verður búvörusamningi
Þorsteinn Pálsson ráðherra sem
talaði fyrir Sjálfstæðisflokk sagði
enga þjóð reka landbúnað án ríkis-
styrkja. Hann sagði framlag
bænda drýgsta skerfinn að árangri
ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál-
um. Tekjumissir bænda væri nú
orðinn það mikill að ekki yrði við
það búið. Einsýnt væri að taka
þyrfti upp gildandi búvörusamning
og finna lausnir fyrir sauðfjár-
bændur og inni í því ætti að vera
form fyrir beingreiðslur. Styðja
þyrfti öfluga markaðssókn inn á
dýra markaði fyrir kindakjöt.
Þorsteinn sagði að Sjálfstæðis-
flokkurinn myndi standa vörð um
að farið yrði eftir GATT samningn-
um um jöfnunartolla og að það
væri komið á hreint að landbúnað-
arráðherra hefði með innflutnings-
mál á landbúnaðarvörum að gera.
Það hefði tekist að koma í veg
fyrir skemmdarstarfsemi Alþýðu-
flokksins í þeim efnum.
Guðmundur Lárusson Alþýðu-
bandalagi sagði að búvörusamn-
ingurinn hefði varið bændur fyrir
árásum Alþýðuflokksins. Hann
sagði að beingreiðslur til bænda
yrðu að tengjast framleiðslu þeirra
Lífræn og vistvæn framleiðsla
væru engar töfralausnir fyrir land-
búnaðinn heldur áhugaverð viðbót.
Guðmundur sagði búvörusamning-
inn ekki hafa gengið eftir, í honum
væru til dæmis bókanir um fé til
skógræktar sem ekki hefði skilað
sér. Sókn inn á nýja markaði væri
nauðsynleg og hann benti á að
fyrstu skrefin í þá átt hefðu verið
stigin.
Skipulögð fátækt
Hrafn Jökulsson Alþýðuflokki
lagði áherslu á að EES samningur-
innhefði verið vítamínsprauta fyrir
íslenskt atvinnulíf. Hann sagði
menn ráðast um of á Alþýðuflokk-
inn í landbúnaðarmálum því flokk-
urinn hefði aldrei farið með þann
málaflokk í ríkisstjórn. Hann sagði
flokkinn vilja afnmema ríkisstyrki
til landbúnaðar og að kvótakerfið
þyrfti að hverfa. Það væri alvar-
legt að ungt fólk gæti ekki hafið
búskap við núverandi aðstæður.
Kvótakerfið væri skipulögð fátækt
fyrir sauðfjárbændur. Alþýðu-
flokkurinn vildi gefa bændum kost
á að hætta búskap með reisn.
Fjöldi fyrirspurna kom fram á
fundinum sem var vel sóttur af
bændum í Rangárvallasýslu. Berg-
ur Pálsson í Hólmahjáleigu sagði
frá því að Landsbanki íslands tæki
12%-í afföll af skuldbreytingalán-
um. Búnaðarbankinn hefði hins
vegar ákveðið að skuldabréf vegna
þessara lána skiluðu sér að fullu
til bænda. Hann sagði þetta óþol-
andi mismunun og að þess væru
dæmi að bændur hættu við að taka
slík skuldbreytingalán vegna
þessa. Frambjóðendur tóku undir
gagnrýnihans á þetta verklag
Landsbankans. Bergur spurði
frambjóðendur um afstöðu til tolla
á innnfluttar landbúnaðarvörur.
Allir frambjóðendur sögðust vilja
hafa tolla sem hæsta samkvæmt
GATT samningnum nema fulltrúi
Alþúðuflokks sem vildi hafa þá
eftir aðstæðum.
Þorkell Steinar Ellertsson spurði
um álit frambjóðenda á framlögum
samkvæmt jarðræktarlögum og
sagði ríkissjóð skulda stórar upp-
hæðir til bænda samkvæmt þeim.
Frambjóðendur tóku undir gagn-
rýni hans. Þorsteinn Pálsson benti
á að jarðræktarlögin væru úrelt lög
og þeim þyrfti að breyta. Nú þyrfti
að styðja bændur á annan hátt
menn mættu ekki vera of íhaldss-
amir í þeim éfnum.
Fundurinn sem stóð fram á nótt
var hinn líflegasti á köflum. í loka-
orðum sínum ítrekuðu frambjóð-
endur áherslur flokka sinna og þá
biðlaði Eggert Haukdal til þeirra
atkvæða sem hinir flokkarnir ættu
afgangs. Varð eftirfarandi vísa þá
tíl hjá einum fundarmanna:
Ýmislegt um atkvæðin
eru menn að þrefa.
Eggert bað um afganginn
ef einhver vildi gefa.
Jóhanna Sigurðardóttir á fundi
á Landspítalanum
Þjóðvaki stundar
engin yfirboð
JÖHANNA Sigurðardóttir, for-
maður Þjóðvaka, sótti starfsmenn
Landsspítalans heim í hádeginu í
fyrradag, ásamt Guðrúnu Arna-
dóttur, sem skipar 4. sæti á lista
flokksins í Reykjavík og Páli Hall-
dórssyni, sem er í 8. sæti.
Jóhanna hélt stutta tölu í mat-
sal sjúkrahússins og lagði mikla
áherslu á nauðsyn þess að félags-
hyggjufólk sameinaðist, enda
hefði það verið tilgangurinn með
stofnun Þjóðvaka. Taka þyrfti á
launamisrétti og tryggja jafnari
lífeyrisréttindi. Jóhanna sagði að
Þjóðvaki stundaði engin yfirboið í
kosningabaráttunni, heldur kynnti
aðeins þau baráttumál sem flokk-
urinn treysti sér til að hrinda í
framkjvæmd.
Flokkurinn hefði boðað aukin
útgjöld upp á 5 milljarða, en jafn-
framt bent á hvernig auka mætti
tekjur um 5'A milljarð. Þetta væri
mögulegt með breyttum vinnu-
brögðum, en ekki handahófs-
kenndum aðgerðum, eins og niður-
skurður á sjúkrahúsum væri dæmi
um.
Jóhanna sagði nauðsynlegt að
koma á fjármagnstekjuskatti.
„Viðkvæðið hefur verið að slíkur
skattur sé flókinn og erfiður í
framkvæmd, en það hefur alltaf
verið nógu auðvelt að auka skatt-
byrði láglaunafólks,“ sagði Jó-
hanna Sigurðardóttir á hádegis-
verðarfundi með starfsfólki Land-
spítalans.
, , Morgunblaðið/Sverrir
KRISTIN Ástgeirsdóttir gerir grein fyrir helstu stefnumálum
Kvennalistans á fundi með bílstjórum hjá Þrótti.
Kristín Ástgeirsdóttir, oddviti Kvenna-
lista, á fundi með vörubílstjórum
Sameina þarf lífeyris-
sjóði og fækka þeim
KRISTIN Ástgeirsdóttir, sem
skipar 1. sæti á framboðslista
Samtaka um kvennalista í Reykja-
vík, heimsótti' starfsmenn Vöru-
bílastöðvarinnar Þróttar í fyrradag
og kynnti fyrir þeim helstu stefnu-
mál Kvennalistans í kosningabar-
áttunni. Þar væri áherslan lögð á
launamál, atvinnumál, mennta-
mál, heilbrigðismál og varnir gegn
ofbeldi í samfélaginu.
Bílstjórum hjá Þrótti lék forvitni
á að vita afstöðu Kristínar til líf-
eyrissjóðakerfisins sem þeir sögðu
stuðla að misræmi og misrétti.
Kristín sagði að fyrsta skrefið
væri að reyna að sameina sjóðina
og fækka þeim að minnsta kosti
um helming, þannig að þeir yrðu
öflugri og gætu jafnað lífeyris-
greiðslur. Aðspurð um hvort hún
teldi æskilegt að einn lífeyrissjóður
væri fyrir alla valdsmenn dró hún
það í efa þar sem óæskilegt væri
að safna svo miklu valdi á hendur
slíks sjóðs sem gæti ráðið svo
miklu varðandi allar fjárfestingar.
„Þetta er hins vegar mál sem
verður að taka á og þá ekki síst
hjá ríkinu þar sem þetta er tifandi
tímasprengja,“ sagði Kristín.
Þegar Kristín var spurð um af-
stöðu Kvennalistans til Evrópu-
sambandsins sagði hún að stefna
samtakanna væri sú að ísland
ætti að standa utan Evrópusam-
bandsins en reyndar væru skiptar
skoðanir í þeirra röðum um það.
„Hins vegar höfum við sem til-
heyrum meirihlutanum bent á hve
skipulag, hugmyndafræði og
stefna Evrópusambandsins, og
hvernig það er upp byggt, er langt
frá fólkinu og erfitt að hafa áhrif
á ákvarðanir. Síðan er það þetta
stóra atriði með eignarhaldið á
fiskimiðunum sem yrðu sameigin-
leg auðlínd Evrópusambandsins,"
sagði Kristín, sem sagðist telja að
ef Island gerðist aðili að ESB yrðu
íslendingar ekki lengur ráðandi
um þróun eigin samfélags.