Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR + Eymundur Sveinsson fæddist í Mið-Koti í Fljótshlíð hinn 2. apríl 1903. Hann lést á dvalarheimili aldraðra á Hvols- velli 30. mars sl. Foreldrar hans voru Guðleif Guð- mundsdóttir og Sveinn Sveinsson. Eymundur var þriðji í röð tíu systkina. Systkini hans sem upp kom- ust voru: Guðríður, f. 1900 (látin), Sveinn, f. 1901 (látinn), Ólafur, f. 1908 (látinn), Guðrún, f. 1912, Sigurður, f. 1913 (látinn), Sigfús, f. 1916, og Pálína, f. 1921. Að auki voru tvö systkini sem létust í frum- bernsku. Foreldrar Eymundar fluttu að Dalskoti undir Eyja- EYMUNDUR Sveinsson, afabróðir minn, er dáinn. Hann lifði heilsu- samlegu lífí, vel em fram til síðasta dags. Hann fylgdist vel með öllu sem var að gerast frá degi til dags og spurði reglulega frétta af krökk- unum sem höfðu verið í sveitinni hjá honum og afa og ömmu. Hirðusemi og nýtni kemur manni í huga þegar hugsað er til hans. Ég á í fórum mínum nokkur skemmtileg bréf sem hann skrifaði mér þegar ég var ung stelpa. Sendi- bréfín komu auðvitað með eggja- kassanum og voru skrifuð á bréfið sem Tíminn var vafínn í. Veðurlýs- ingar og tíðarfar skrifaði hann einn- ig á þessa ágætu bréfafganga þar til okkur systkinum datt í hug að gefa honum dagbók í jólagjöf, enda Tíminn hættur að berast innvafinn í pappír. Þessar dagbækur voru trú- lega ein af fáum hlutum sem Mundi hafði not fyrir. Iðulega þegar við komum í sveit- ina, þá fór maður upp í baðstofu að heilsa Munda. Rúmið hans var í suðausturhominu á baðstofunni, snyrtilega um það búið, og ef hann var inni að fá sér lúr, þá lá hann á bakinu með aðra höndina undir hnakka og fætuma út af rúm- stokknum. Oft var líka sælgætis- moli í gluggakistunni sem einhver hafði gefíð honum, en honum ekki þótt ástæða til að borða. Fyrir u.þ.b. ári kallaði hann á mig inn í herbergi til sín á dvalar- heimili aldraðara í Hvolsvelli. Hann bað mig að líta út um suður- gluggann og segja sér hvað ég sæi marga staura á þama úti. Ég varð hálfhissa og spurði hvort hann væri að meina staurana úti í næstu götu. Nei, hann var að tala um staurana sem vom þarna niður í Landeyjum. Ég pírði augun og gat fjöllum 1904 og síð- an að Stóru-Mörk í sömu sveit 1923. Árið 1939 tóku þeir bræður Eymundur og Ólafur við bús- forráðum úr hendi móður sinnar. Faðir þeirra dó 1930. Þar bjuggu þeir ásamt Guðrúnu konu Ólafs til ársins 1984 að þau fluttust á dval- arheimili aldraðra í Hvolsvelli. Þau Ólafur og Guðrún eru bæði látin. Síð- ustu árin í Stóru-Mörk höfðu þau sér til halds og trausts Ólaf Hauk Ólafsson dótturson þeirra Guðrúnar og Ólafs. Eymundur kvæntist aldrei og eignaðist ekki börn. Útför hans verður gerð frá Stóra-Dals kirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.00. talið sjö staura. Jahá, svaraði Mundi, sjónin er _að gefa sig, því ég sé bara sex! Agæti frændi, ég kveð þig með bestu þökk fyrir allt. Auður. Heima í Mörk er fró og friður fögur náttúrunnar mynd, hve er fjærri heimsins kliður, hrylliverk og ægisynd. Berst úr fjarska fljótsins niður „Fellið“ rís í himinlind. Rennur sól við Rauðuskriður, roðar gulli jökultind. Þessar ljóðlínur era lýsing móður minnar á því umhverfi, sem Ey- mundur frændi minn dvaldi lengst- an hluta ævi sinnar. Hann átti sinn fasta samastað í suðausturhomi baðstofunnar í Mörk, með útsýni til tveggja átta, svo vel mátti fylgj- ast með vindátt og veðurhæð. Gamla klukkan hennar ömmu tifaði á suðurveggnum, úrið hans og dagatalið héngu á panelþilinu, lampi á hillunni yfír rúminu með salúnsofnu ábreiðunni, bók í gluggakistu, veðurfréttir í útvarpi. Þetta breyttist ekki þau rúmlega 40 ár, sem ég man hann í Mörk, nema tíulínulampinn hvarf er fram liðu stundir, en í hans stað kom rafljós. - Og Eymundur var ætíð hinn sami, hógvær og hljóðlátur á hveiju sem gekk, vandvirkur og vinnusamur, kom jafnan síðastur í mat og kaffi, gekk ávallt fyrstur til starfa á ný, án þess að ætlast til hins sama af öðram, sem með honum unnu. Mesta ánægju hafði hann af að hirða féð en sinnti þó af sömu natni hænsnunum hennar mömmu, þegar hún gat það ekki lengur sjálf, vegna vanheilsu. Fjár- glöggur var hann og því oft kvadd- ur til, ef skera þurfti úr um hver ætti illa eða ómarkað lamb, þekkti það gjarnan af svipnum, sem var mér, sem fleiram alltaf jafn óskilj- anlegt. Mörg sporin mun hann hafa átt um Merkurland að huga að nýborinni á eða kú, sem komin var að burði og sjaldan var svo illviðra- samt undir Fjöllum að hann færi ekki út í fjós í vökulokin til að fylgj- ast með kúnum. Þó gamansamur væri, og gæti verið hnyttinn í orðum, sagði hann ekki hug sinn allan, var með af- brigðum orðvar, sló sjaldnast neinu föstu, aftók varla neitt og þurfti því ekki að taka orð sín aftur. - Slíkur er hygginna manna háttur. Hann var nýtinn og nægjusamur, svo okkur yngra fólkinu fannst stundum nóg um en var rausnarleg- ur við aðra þegar því var að skipta. Við börn mín og önnur sumar- böm í Mörk var hann hlýr og um- burðarlyndur og fylgdist náið með lífshlaupi þeirra, spurðist fyrir um nám þeirra, störf og önnur við- fangsefni, og gladdist er þau seinna meir lögðu lykkju á leið sína og litu inn annaðhvort í Mörk eða Kirkju- hvoli, ellegar sendu honum kveðjur sína. Hann var ellistoð ömmu og síðar mömmu, þegar kraftar þeirra vora þrotnir og þær urðu hjálparþurfí. Þegar þrekið var farið að minnka flutti hann ásamt foreldram mínum úr góðu nágrenni Merkurbæjanna að Kirkjuhvoli, tók hann þeirri breytingu af raunsæi og með jafn- aðargeði og undi sér vel á ævikvöld- inu við lestur góðra bóka, átti þægi- leg samskipti við heimilis- og starfs- fólk, sem sýndu honum skilning og nærgætni til hinstu stundar. Að leiðarlokum vil ég þakka þér, Mundi minn, fyrir þinn dijúga og eftir- minnilega þátt í uppeldi mínu og bamanna minna. Þar fengum við gott veganesti. Hvlldu í friði. Áslaug. Fyrir nær sjötíu áram hafði mér eldra fólk tiltæk spakmæli og lífs- reynslusannmæli sér til styrktar í harðri lífsbaráttu sinni. Svo sem þegar ungur maður í blóma lífs síns féll fyrir sigð dauðans sögðu menn: „ungur má en gamall skal“, en enginn sagði við ástvinamissi að þeir væra sárir og reiðir skapara sínum. Engum hefði þá dottið í hug að sá tími kæmi á landi voru að sérfræðileg þjónusta er bæri nafnið „sorg og sorgarviðbrögð“ yrði nauðsynleg vegna fjölmargra sundraðra persónuleika á öld tækni og fjölmiðlafárs. Framansagðar hugleiðingar komu upp í hug minn þegar ég frétti að ljúflingurinn og mannkostabónd- inn Eymundur hefði kvatt jarðvist sína við 92 ára aldur. Eymundur fæddist á fjórða ári núaldar og var þriðja bam foreldra sinna af átta er upp komust og bjuggu þá á út- býlisjörð Stóra-Dals undir V-Eyja- fjöllum. Þar voru tún og engjar naumt skammtaðar úr heimajörð en úthagar óskiptir. Foreldrar hans vora af aldamóta- kynslóð þjóðar vorrar og hert í eldi lífsbaráttu síns tíma. Móðir hans var þolandi þess að verða föðurlaus við fjögurra ára aldur þegar brim- öldur bratu útróðraskip við Land- eyjasand og hún þar með vistuð til uppeldis í nágrannasveit, slitin úr tengslum við móður þó í sömu ætt- grein væri. Árið 1923 áttu foreldrar Ey- mundar kost á búsetu á höfuðbólinu Stóra-Mörk. Þá varð nágranna að orði: „Nú verður Sveinn ríkur“, og hafði þá hliðsjón af búskapargengi á smábýlinu. Rösklega var gengið til verks í Stóru-Mörk með tilstyrk hinna hörkuduglegu, nær fullvöxnu barna. Stækkandi sauðfjárhjörð dreifði sér um víðlent beitiland og ERHSDRYKKJUR Glæsilegir salir, gott verb ^oggóbþjónusta. #H%VEBLUELDHl]SH) ^g^ág’ÁLFHEIMUM 74 - S. 568-6220 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EVA ÁSMUNDSSON, Langholtsvegi 148, Reykjavfk, lést í Hafnarbúðum 7. apríl. Ásmundur Þorláksson, Svana Guðbrandsdóttir, Eliane Þorláksdóttir, Yngvi Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, SVAIMHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Litlu-Sandvík, Dunhaga11, Reykjavik, er látin. Guðmundur Sæmundsson, Þorvarður Sæmundsson, Gunnar Sæmundsson. EYMUNDUR SVEINSSON kúm fjölgaði í fjósi. Útengjaflæmi undir norðurhlíðum var fullnýtt og túnrækt útvíkkuð. Eftir sjö ár í Stóra-Mörk er góðbóndinn fallinn frá og móðir bamanna þar búandi ekkja með sonum sínum hinum mikilvirku næsta áratug. Þá var þar byggt steinhús á tveimur hæðum með rislofti, hlöðurými aukið og gripahús stækkuð. Árið 1940 festa þeir bræður Eymundur og Ólafur kaup á jörð- inni og stunduðu þar sameignarbú- skap með farsæld í 44 ár. Eymund- ur var ókvæntur og bamlaus en Ólafur kvæntur elstu dóttur Auðuns í Dalseli. Með því var ég vensla- tengdur húsfreyjunni í Stóra-Mörk og naut í áratugi gestrisni og hlýrr- ar móttöku hjá húsbændum þar. Þá kynntist ég bóndanum og manninum Eymundi Sveinssyni sem varðveitti í ríkum mæli þá manngerð er var mér hugþekk frá löngu liðnum bemskudögum og ' gæti hann nú genginn verið síðast- ur meðal þeirra. Ekki var að finna Eymund í gestastofu er komið var að Stóra- Mörk. Hinn hógværi og hlédrægi maður hafði fastmótað háttemi og venjur. En það var í stórbaðstof- unni sem hann var að fínna á hvíld- arstundum dagsins og að kvöldi. Þar sat hann á sínu rúmi eða hall- aði sér á bak aftur með blað eða bók í hönd. Þar tók hann ljúflega á móti aðkomumanni sem fór fróð- ari af hans fundi um sögu höfuð- bólsins o g íslandssögu er því tengd- ist. Þar sat lengi á sínu rúmi öldrað ekkjan móðir þeirra bænda, silfur- hærð, fríð f elli sinni með pijóna í höndum og hafsjór af fróðleik í bundnu og lausu máli. Nú er komið að því að minnast á lífsmynstur góðbóndans sem skil- ar búi sínu arði og veitir honum samtímis lífsfyllingu vegna þess að hann er í þjónustuhlutverki til handa lífríki náttúrannar og hinum lifandi búpeningi. Grasið þarf að fá hin bestu skilyrði til vaxtar og tað- an vel hirt. Gripum þarf að sinna í fastmótaðri tímasetningu og um- gengni við þá verður að vera hlý og skilningsrík. Þetta merkir að góðbóndi er stöðugt að gefa af sjálf- um sér og uppsker í búarði auk þess sem hann uppfyllir hin mikil- vægustu gildi: Að maðurinn á var- anlega aðeins það sem hann gefur. Þegar þeir Merkurbændur héldu frá óðali sínu út að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli 1984 var það tengt far- sælum búskaparlokum. Þar aðlag- aði Eymundur sig vel því sem orðið var og naut ævikvöldsins við lestur góðra bóka og fékk kærleiksríka þjónustu starfsfólks vistheimilisins. í dag verður Eymundur borinn til hinstu hvíldar við rætur Eyja- fjalla í næstu nánd við þann stað er æskuheimili hans stóð og þar sem lágu smaladrengsins léttu spor. Ég kveð hinn aldna heiðursmann með þökk og virðingu. Konráð Bjarnason. Skein yfír landi sól á sumarvegi og silfurbláan EyjaQallatind gullrauðum loga glæsti seint á degi. Við austur gnæfir sú hin mikla mynd hátt yfir sveit og hðfði björtu svalar í himinblámans fagurtærri lind. Vonandi fer það ekki milli mála um hvað er ort né hver það er sem sett hefur þessar ljóðlínur á blað. Það var við þessar aðstæður sem Eymundur Sveinsson ól allan sinn aldur. Þó að ekki byggi hann á nákvæmlega sama stað allt sitt líf færði hann sig aldrei lengra en svo að þeirri fögru fjallasýn sem hlýst er. Hvarf honum aldrei úr augsýn. I Stóra-Mörk undir Eyjafjöllum liggur hans lífsstarf. Fegurri sveit er ekki til á íslandi. Föður sinn missti Eymundur vor- ið 1930. Næstu árin stóð Guðleif móðir hans fyrir búinu með dyggum stuðningi Eymundar. Hann var sennilega sá sem næstur henni stóð meðan bæði lifðu. Níu áram síðar brá hún búi en þeir Eymundur og Ólafur bróðir hans tóku við búsfor- ráðum ásamt Guðrúnu konu Ólafs. Móður sinni veittu þeir bræður elli- skjól til æviloka. Þau Ólafur og Guðrún era nú bæði látin. Ólafur lést 1986 en Guðrún nú í vetrarbyij- un. Þeir bræður vora um margt ákaflega ólíkir menn. Ólafí var trú- að fyrir ýmsum störfum í þágu sinn- ar sveitar en hlutverk Eymundar var að hlynna að skepnum og gróðri. Ef til vill hefur þetta valdið því hversu vel þeim gekk að búa saman. Þau Ólafur og Guðrún eign- uðust eina dóttur. Á ævikvöldinu reyndist hún frænda sínum ekki síður en sínum eigin foreldrum. Eymundur eða Mundi, eins og við kölluðum hann sem þekktum hann best, lifði ekki margbrotnu lífi. Hann gerði heldur aldrei miklar kröfur til lífsins. Þó ætla ég að halda því fram að ýmislegt væri öðravísi væra þeir svolítið fleiri sem væra jafn innilegar sáttir við sitt hlutskipti og Mundi var allt sitt líf. Mundi eignaðist aldrei neina óvild- armenn, allir vora vinir hans. Það vora hins vegar börn og málleys- ingjar sem vora hans bestu vinir. Hann kvæntist aldrei og eignaðist heldur ekki börn. Þrátt fyrir þetta eru þeir ekki margir sem hafa átt jafn mikinn þátt í að koma jafn- mörgum til manns. Það eru ábyggi- lega einhverjir tugir manna og kvenna sem dvöldu sumarlangt undir vemdarvæng húsráðenda í Austurbænum í Stóra-Mörk, margir sumar eftir sumar. Þetta vora bæði vandamenn og vandalausir. Það var mikið lán hveijum þeim sem það hlotnaðist að fá að dvelja í Mörk. Undirritaður er einn þeirra. „Þeir krakkar, sem komu í fyrstu og kynntust, þráðu að vera í Mörk.“ Þessar línur era úr þulunni, „Krakk- amir í Mörk“, eftir Guðrúnu, konu Ólafs bróður Munda. Þær segja allt sem segja þarf. Við útför Guðrúnar nú í vetrarbyijun var ákaflega ánægjulegt að sjá og finna hversu margir bára hlýjan hug og sterkar tilfínningar til heimilisins í Austur- bænum í Stóra-Mörk. Málleysingjarnir vora ekki síður vinir hans. Þá sjaldan það gerðist að Mundi brygði sér af bæ voru það hundarnir sem fögnuðu honum best þegar heim kom. Tengslin voru í sumum tilfellum svo sterk að við lá að þeir læsu hugsanir hans. Hann sagði mér einu sinni þá sögu að hann hefði verið að smala inn í Merkumesi. Að sjálfsögðu var hundurinn með. Allt í einu sér hann að hundurinn er kominn upp fyrir stóran kindahóp lengst uppi í fjalli án þess að gerð væri tilraun til að biðja hann um það. Mundi var ákaflega fjárglöggur maður, Flestar ærnar þekkti hann með nafni. Þegar þær vora að bera á vorin fann hann eitthvert ein- kenni á lambinu sem hann tengdi við nafnið á ánni. Þegar smalað var til rúnings á vorin var eftirleikurinn í réttinni auðveldur þegar fínna skyldi hvaða á og lamb áttu saman. Einstaka kindur urðu svo góðir vin- ir hans að þegar hann nálgaðist beitarhúsin á veturna komu þær hlaupandi á móti honum. Oftar en ekki hafði hann með sér kökubita til að gefa þeim. Þetta gekk meira að segja svo langt að hann gat kallað á þær úti í haga á sumrin og væri lambi viðkomandi kindar gefið líf erfði það eiginleikann. Eins og áður er komið fram eyddi Mundi ævikvöldinu á dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli. Það var ákaf- lega ánægjulegt fyrir okkur sem næst honum stóðu að finna hversu jákvæð tengsl honum tókst að skapa milli sín og starfsfólksins á heimilinu. Alltaf var komið með kaffí og kökur þegar ég sótti hann heim, alveg á sama hátt og í Stóru- Mörk forðum. Nú er þessi ágæti frændi minn . allur. Fyrir mig sem barn og ungl- ing var það mikið lán að fá að dvelja undir hans vemdarvæng sumar eft- ir sumar. Mér fannst alltaf að á milli okkar væru sérstaklega náin tengsl, ekki síst nú á seinni árum. Ef til vill hefur hann haft meiri áhrif á mig og átt meiri þátt í að koma mér til manns en ég geri mér grein fyrir. Með Eymundi Sveins- syni er genginn maður sem seint gleymist. Leifur Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.