Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. APRÍL1995 25
Ihaldsflokkurinn geldur afhroð
í kosningum í Skotlandi
Major kennir
óeiningn um
London, Edinborg. Reuter.
ÍHALDSFLOKKUR-
INN breski galt afhroð
í sveitarstjórnakosn-
ingum í Skotlandi á
fimmtudag, hlaut að-
eins 79 af 1.100 sæt-
um og um 11% at-
kvæða. John Major,
leiðtogi flokksins og
forsætisráðherra,
sagði að óeining í
flokknum væri helsta
orsök ófaranna.
Verkamannaflokk-
urinn, sem lengi hefur
verið öflugri en íhalds-
flokkurinn í Skotlandi,
fékk 47% atkvæða,
flokkur skoskra þjóð-
ernissinna 27% og
fijálslyndir demókratar 8%.
íhaldsmönnum hafði verið spáð
lélegum árangri og voru niðurstöð-
urnar í nokkru samræmi við kann-
anir.
Styrkir Tony Blair
Úrslitin þykja styrkja Tony Bla-
ir, hinn unga leiðtoga Verka-
mannaflokksins, í sessi. „íbúar
Skotlands eru að snúast á sveif
með hinum nýja Verkamanna-
flokki og æ fleiri þeirra vísa á bug
íhaldsflokknum sem hefur svikið
þá og er ekki tengslum við raun-
veruleikann," sagði Blair í gær.
Rætt hefur verið
um að efnt verði til
mótframboðs gegn
Major í íhaldsflokkn-
um en honum er
kennt um lélegt gengi
flokksins. Major vildi
í gær ekkert tjá sig
um eigin stöðu í
flokknum en sagði
Ijóst að missætti í röð-
um flokksmanna
gerði róðurinn erfið-
an. Landsmenn væru
því óvanir að íhalds-
menn höguðu sér með
þessum hætti.
íhaldsflokkurinn
með 23% fylgi
Forsætisráðherrannn hefur
þurft að kljást við erfið spillingar-
mál í flokki sínum og einkalíf ein-
stakra ráðherra og þingmanna
hefur verið mjög til umijöllunar í
fjölmiðlum. Klofningur er í Evr-
ópumálum og ágreiningur á fleiri
sviðum. Kannanir sýna að Major
nýtur afar lítillar hylli meðal kjós-
enda.
Ný landskönnun gefur til kynna
að Verkamannaflokkurinn njóti
hylli 58% kjósenda en íhaldsflokk-
urinn aðeins 23%. Sveitarstjóma-
kosningar verða í Englandi í maí.
JOHN Major,
forsætisráðherra
Bretlands.
ERLENT
Jospin með
LIONEL Jospin (fyrir miðju),
frambjóðandi sósíalista í forseta-
kosningunum í Frakklandi, sést
hér á fundi með stuðningsmönn-
um, t.v. er borgarstjórinn í
Montpellier, Georges Freche.
Reuter
aðdaendum
Samkvæmt síðustu könnunum
er munurinn á forsetaframbjóð-
endunum ekki mikill, í einni
þeirra fær Jacques Chirac 23%,
Edouard Balladur 21% og Jospin
19%.
Dagens Næringsliv um Smugudeiluna
Lausnin fólgin
í málamiðlun
LAUSNIN á fiskveiðideilu • Norð-
manna og íslendinga hlýtur að fel-
ast í málamiðlun, segir í grein er
birtist í gær í norska blaðinu Dag-
ens Næringsliv.
í greininni sem nefnist „Friður
með frændum" segir að úrslit þing-
kosningana á Islandi í dag, laugar-
dag, skipti Norðmenn engu. Mikil-
vægast sé að ljúka þeim þannig að
næsta lota í baráttunni um auðlegð-
ir hafsins geti hafist.
Greinarhöfundur er þeirrar
hyggju að samningsstaða Islend-
inga og núverandi utanríkisráð-
herra, Jóns Baldvins Hannibalsson-
ar, gagnvart Norðmönnum og Rúss-
um styrkist eftir þvi sem íslenskir
sjómenn sæki meira sjávarfang í
Smuguna svonefndu. Þetta muni
koma á daginn þegar sest verði nið-
ur og samið um skiptingu kvóta.
Vakin er athygli á að íslendingar
hafí ekki ögrað Norðmönnum á
vemdarsvæðinu svonefnda við Sval-
barða. Með þessu hafi íslendingum
tekist að komast hjá því að fá á sig
svipað óorð og Spánverjar. Vikið er
að hagsmunum þjóðanna í Síldar-
smugunni svonefndu og hugsanlegri
baráttu um „silfur hafsins".
„Lausnin hlýtur að felast í mála-
miðlun," segir í grein norska blaðs-
ins og höfundur bætir við að vonast
sé til þess að samningaviðræður
geti hafíst skömmu eftir að kosning-
arnar hér á landi í dag eru afstaðn-
ar.
Saman dí-egur með Perez de Cuellar og Fujimori fyrir forsetakosningar í Perú
Sáttasemjarinn
leggur til atlögu
við forsetann
Lima. Reuter.
DREGIÐ hefur úr forystu Albertos
Fujimori, forseta Perú, á lokaspretti
kosningabaráttunnar fyrir forseta-
kosningar sem fram fara í landinu á
morgun, sunnudag. Vonast aðal-
keppinautur hans, Javier Perez de
Cuellar til þess að honum takist að
knýja fram aðra umferð. Kosninga-
lög banna birtingu skoðanakannana
15 daga fyrir kosningar en ekkert
kemur hins vegar í veg fyrir að þær
verði gerðar. Hafa blaðamenn beðið
spenntir eftir niðurstöðum en freist-
ist þeir til að birta þær, eiga þeir
yfír höfði sér um 30 milljón kr. fjár-
sekt.
Kosningabaráttan hefur harðnað
á síðustu dögum en hún var lengi
vel háð í skugga landamæradeilu
Perú og Ekvador. Perez de Cuellar,
fyrrverandi framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna, hefur kastað af sér
ham sáttasemjarans og ráðist af
hörku á Fujimori, sem hefur verið
óhræddur við að nýta sér þau tæki-
færi sem gefast, svo sem við opinber-
ar athafnir, til að ráðast á andstæð-
ingana, þrátt fyrir að það bijóti í
bága við kosningalög.
Klókur sáttasemjari
Perez de Cuellar gegndi embætti
framkvæmdastjóra SÞ í tíu ár. Hann
er innfæddur Perúmaður en hefur
búið síðustu tuttugu árin fjarri hei-
malandinu. Er hann var kjörinn
framkvæmdastjóri var það málamiðl-
un eftir að gengið hafði verið 17 sinn-
um til kosninga innan SÞ árið 1982.
Perez de Cuellar gerir sér nú vonir
um að þvinga fram aðra umferð í
forsetakosningunum, sem yrði í júní,
og að honum takist að sameina and-
stæðinga Fujimoris að baki sér. Hann
er óháður frambjóðandi.
Perez de Cuellar er 75 ára og
þykir klókur sáttasemjari. Seta hans
á stóli framkvæmdastjóra var mun
átakaminni en eftirmanns hans, Bo-
utros-Boutros Ghali. Hann þótti bera
gott skynbragð á hversu langt hann
gæti gengið í embætti. Hann var
framkvæmdastjóri er kalda stríðinu
lauk en það beið eftirmannsins að
takast á við afleiðingar þess. Meðal
þess sem hann fékk áorkað í emb-
ætti var að koma á friði í stríði ír-
aka og írana, og styðja Namibíu-
menn á braut til sjálfstæðis.
Höfðað til lýðræðisástar
í kosningabaráttu sinni hefur
Perez de Cuellar höfðað óspart til
lýðræðisástar og þjóðemiskenndar
Perúmanna. „Er það ekki niðurlægj-
andi fyrir Perú að vera eina ólýðræð-
islega ríkið í Mið- og Suður-Amer-
íku?“ sagði hann á 15.000 manna
kosningafundi í vikunni. Síðar viður-
kenndi hann í sjónvarpsþætti að lýð-
ræði væri heldur ekki í hávegum
haft á Kúbu.
„Hinn 9. apríl getið þið kosið á
miíli lýðræðis og einræðis, með þessu
atkvæði getið þið frelsað Perú,“ sagði
Perez de Cuellar á fundinum. Með
því vísar hann til þess er Fujimori
leysti þingið upp og lýsti yfír neyðar-
lögum árið 1992, til þess að geta
geta ráðist af fullri hörku gegn
hryðjuverkamönnum og komið í gegn
róttækum efnahagsumbótum.
Fujimori er sonur japanskra inn-
flytjenda og sigraði i forsetakosning-
Reuter
PEREZ de Cuellar og eigin-
kona hans Marcela, veifa til
stuðningsmanna. Hann hefur
saxað á forskot Fujimoris en
ekki má gefa upp tölur úr kosn-
ingaspá 15 siðustu dagana fyr-
ir kjördag. Alberto Fujimori,
forseti Perú, (á minni mynd-
inni), hefur verið sakaður um
einræðistilhneigingar. Honum
til hægri handar er eiginkonan
fyrrverandi, Susana Higuchi,
en þetta er síðasta myndin sem
tekin var af þeim saman.
unum árið 1990 öllum að óvörum en
búist hafði verið við sigri rithöfund-
arins Marios Vargas Llosa. Fujimori
segir ekki vera stjómmálamaður í
venjulegum skilningi þess orðs en
andstæðingar hans saka hann um
að vera lýðskrumara með einræðistil-
hneigingar. Hefur hann átt í sér-
kennilegu stríði við fyrrverandi eigin-
konu sína, Susana Higuchi, sem sótti
um skilnað til þess að geta farið í
framboð gegn eiginmanninum. Ekk-
ert varð úr framboði hennar þar sem
hún hafði ekki tilskilinn fjölda undir-
skrifta stuðningsmanna.
Stjóm Fujimoris hefur ráðist gegn
verðbólgudraugnum og komið fijálsu
markaðshagkerfí á. Einkavæðing
hefur skilað 3,2 milljörðum dala í
ríkiskassann og erlendar fjárfesting-
ar um fjórum milljörðum dala.
Á síðasta ári var mesti hagvöxtur
heims í Perú, 12,9% á ári. Mestur
vöxturinn var í byggingariðnaði,
fískveiðum og framleiðslu. Hagfræð-
ingar eru flestir sammála um að
stjórn Fujimoris hafí tekist best upp
í þvi að draga úr verðbólgu, sem var
7.650% árið 1990 en er komin niður
í um 10%. Þá hefur traust erlendra
fjárfesta aukist vegna góðs árangurs
baráttunnar gegn hryðjuverkum.
Perez de Cuellar hefur hins vegar
bent á viðskipahalli Perú við útlönd
sé of mikill. Hann var 1,1 milljarður
dala á síðasta ári og hefur verið eitt
helsta bitbein andstæðinga Fujimor-
is. Efnahagsráðherra í stjórú hans,
Jorge Camet, svarar því hins vegar
til að tveir þriðjuhlutar erlendrar
fjárfestingar Perú á síðasta ári hafi
verið vegna stofnkostnaðar ýmissa
fyrirtækja og að sú fjárfesting muni
með tímanum leiða til enn meiri hag-
vaxtar.
Sönnun
fyrir sar-
in-eign
JAPANSKA lögreglan fann í
gær efni í húsum sértrúar-
safnaðar sem grunaður er um
að hafa gert gasárás í Tókýó,
sem sannar að taugagasið
sarin var geymt þar. Efnið
myndast aðeins þegar sarin
sundrast. Ekki er að fullu ljóst
hvort að sarin hefur verið
framleitt á staðnum.
Hætt við van-
trauststillögu
RÚSSNESKA þingið hætti í
gær við að ganga til atkvæðis
um vantrauststillögu á ríkis-
stjómina eftir að þjóðemis-
sinninn Vladimír Zhír-
ínovkskíj, dró til baka stuðn-
ing sinn við tillöguna. Reiddist
hann yfír því að tillagan hlaut
ekki stuðning flokka sem hann
kvaðst hafa stutt í einu og
öllu.
Dollarinn
fellur enn
DOLLARINN stóð í stað í gær
eftir að hafa fallið enn meira
gagnvart japönsku jeni en
nokkra sinni. Fór dollarinn í
83,65 jen í fyrrinótt en gengi
hans hefur ekki verið svo lágt
frá stríðslokum.
Dauðalisti
áHaítí
BANDARÍSK yfírvöld hafa
hvatt stjórnina á Haítí til að
koma í veg fyrir pólitískir
andstæðingar Jean-Bertrand
Aristide, forseta Haítí, verði
myrtir en Bandaríkjamenn
telja líf 27 manna í mikilli
hættu. Dagblaðið The New
York Times hafði eftir banda-
rískum embættismanni að
ráðuneytið hefði sett saman
„dauðalista" yfír þá sem væra
í mestri hættu.
Ráðist gegn
mafíunni
ÍTALSKA lögreglan gerði
áhlaup á heimili granaðra
meðlima mafíunnar víðs vegar
um Sikiley í dögun í gær. 14
menn vora handteknir, gran-
aðir um morð og önnur ofbeld-
isverk á síðustu 20 áram. 22
komust undan réttvísinni.
Vilja ekki
vernda málið
FLESTIR Frakkar eru and-
vígir lögum sem sett vora á
síðasta ári til að vernda
franska tungu fyrir erlendum
áhrifum, sér í lagi enskum. í
könnun sem birt var á fimmtu-
dag kom í ljós að 71% FYakka
telja „að tungumálið verði að
vera opið fyrir erlendum orð-
um til að auðgast og þróast".
Jaruzelski
fyrir rétt
SAKSÓKNARI í Póllandi höf-
aði í gær mál á hendur Wojc-
hech Jarazelski herhöfðingja
og ellefu öðram fyrram emb-
ættismönnum kommúnista en
þeir eru sakaðir um að bera
ábyrgð á morðum á 44 verka-
mönnum árið 1970.