Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
NÝI tækjabíllinn ásamt bifvélavirkjum sem annast munu útköll.
Skagamenn fá sér-
útbúinn björgunarbíl
Akranesi - Akranesdeild Rauða
kross íslands hefur fest kaup á
sérútbúnum tækjabíl ásamt vök-
vaklippum og öðrum búnaði til
björgunar á fólki úr bílflökum
eftir umferðarslys og er mikið
öryggi af slíku ekki síst á jafn
fjölförnu svæði sem þjónustu-
svæði deildarinnar er.
Gísli Björnsson, formaður
Akranesdeildar RKÍ, segir að
lögregla og sjúkraflutninga-
menn hafi oft óskað eftir því við
deildina að hún hlutaðist til um
kaup á slíkum búnaði, enda hafa
á síðustu árum komið upp nokk-
ur tilfelli þar sem nauðsynlega
hefur þurft á slikum tækjum að
halda.
Keyptur hefur verið sérstak-
ur tækjabíll, fullbúin tækjum til
að sinna umferðarslysum og
öðrum óhöppum. Aætlaður
heildarkostnaður vegna þessa
verkefnis er um 2,7 milljónir
króna.
Sérþjálfaður
mannafli
Þá hefur mannafli sem sinna
mun slíkum útköllum verið
þjálfaður og eru það sex bifvéla-
virlqar frá bifreiðaverkstæðum
á Akranesi sem tekið hafa að
sér að annast bifreiðina og vera
i kallfæri ef áþarf að halda.
Þeir munu skipta með sér bak-
vöktum. Gísli Björnsson segir
að hann sé ánægður með hversu
vel þessum málum er komið.
„Við höfum fjárfest í fullkomn-
asta búnaði sem völ er á og
höfum yfir að ráða sérmenntuð-
um og vel þjálfuðum hópi mann
sem kalla má út ef á þarf að
halda,“ segir Gísli.
Merking sögnstaða rædd
á ferðamálaráðstefnu
Kirkjubæjarklaustri - Ferðamála-
ráðstefna, sem var á vegum Ferða-
málasambands Suðurlands og at-
vinnu- og ferðamálanefndar Skaft-
árhrepps, var haldin fyrir skömmu.
Ferðamálafujltrúi Suðurlands,
Valgeir Ingi Ólafsson, setti ráð-
stefnuna. Þann dag héldu erindi þau
Björn Björnsson, leikmyndahönnuð-
ur, Erna Hauksdóttir, frkvstj. og
Paul Richardsson frá Ferðaþjónustu
bænda.
Björn ræddi um íslenska menn-
ingu og gerði m.a. að umtalsefni
hugmyndir um Sögusafn og Sjávar-
útvegssafn. Þá kom hann með ýms-
ar hugmyndir um það hvernig Is-
lendingar geta kynnt betur menn-
ingu þjóðarinnar í sambandi við
ferðaþjónustu. Skortur á merking-
um athyglisverðra sögustaða á Is-
landi er eitt af mörgu sem þarf að
bæta.
Erna ræddi um umhverfismál
hótela og veitingahúsa og kom víða
við, kynnti meðal annars hvemig á
þeim málum er tékið hjá nágranna-
þjóðunum.
Hátt verðlag og
misjöfn umgengni
Seinni daginn flutti erindi Hall-
dór Bjarnason, framkvæmdastjóri,
Guðjón Ó. Magnússon, landfræð-
ingur, Ómar Ragnarsson, frétta-
maður, Karl Rafnsson, hótelstjóri,
og Arni Johnsen, alþingismaður, en
auk þess voru í pallborðsumræðum
María Guðmundsdóttir, forstöðu-
maður, Rögnvaldur Guðmundsson,
ferðamálafulltrúi, og Kristbjörg
Þórhallsdóttir, leiðsögumaður. Um-
ræðuefni þeirra var uppbygging
afþreyingar.
Halldór lagði áherslu á góða vegi
um þvert og endilangt landið.
Ákveðnir staðir væru heppilegri en
aðrir til dvalar en góðar samgöngur
milli þeirra staða undirstaða ferða-
mennsku á landinu. Honum varð
tíðrætt um verðlag á þjónustu svo
sem matarverð á hótelum og veit-
ingastöðum sem væri allt of hátt.
Guðjón ræddi umhverfismál og
umgengni um landið okkar. M.a.
sýndi hann myndir þar sem kom
fram að umgengnin er víða slæm
og skipulagsleysi virðist ráða ríkj-
um víða á þeim vettvangi.
Karl kynnti sérstaklega stefnu-
mótunarverkefni í ferðamálum sem
Skaftárhreppur stóð að fyrir fáum
árum og síðan er unnið eftir og tók
þar sérstaklega út þáttinn „afþrey-
ingu“. Árni ræddi um ferðaþjónustu
almennt og framtíðarsýn í þeirri
grein en erindi Ómars hét „Hvað
vil ég að sé í boði - Hvernig vil ég
að sé tekið á móti mér.“
Hagsmunasamtök
ferðaþjónustu
Var gerður góður rómur að öllum
erindum en þátttakendur á ráð-
stefnunni voru um 70 talsins. Það
kom fram í máli margra að þörf
virðist vera á að stofna einhvers
konar hagsmunasamtök ferðaþjón-
ustuaðila ekki ósvipað og aðrar
greinar, t.d. á sjávarútvegurinn sín
samtök o.s.frv. Þá voru fundarmenn
sammála um það að fjármagn til
ferðaþjónustunnar þurfi að auka,
t.d. til rannsókna á því sviði þar
sem sáralitlar upplýsingar liggja
fýrir um ferðaþjónustu, markaðs-
kannanir, áætlanir o.þ.h. nema hjá
hvetjum einstökum aðila eða fyrir-
tæki.
í tengslum við ráðstefnuna voru
síðan nokkrir sýnendur, Hraunverk-
smiðjan, Landkostir, handverkshóp-
ar af Suðurlandi og Askur, tölvu-
vædd upplýsingamiðlun.
Fyrir ÞÁ Sem Fara
Skynsamlega Með Peninga
Mercedes-Benz C lína.
Verð frá 2.935.000 kr.
Ríkulegur staðalbúnaður fylgir:
ABS hemlakerfi,
öryggispúði í stýri,
fjarstýrðar samlæsingar
með þjófavörn
og margt fleira.
Fjölbreyttur valbúnaður
fáanlegur.
Valbúnaður á mynd,
álfelgur.
0
Mercedes-Benz
ræsir hf
Skúlagötu 59, sími 561 9550