Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 61 BRÉF TIL BLAÐSINS Kalda stríðið við Eystrasalt Okeypis ánægja á fjögnrra ára fresti Frá Tryggva V. Líndal: KOSNINGARNAR til Alþingis nú snúast lítið um utanríkismál. Nema þá helst að Alþýðuflokkurinn setur spurninguna um fulla aðild að Evr- ópusambandinu á oddinn, til að marka sérstöðu sína í annars lit- lausri kosningatíð. Herstöðvaandstæðingar sýna þó veruleikaskyn, með öfugum for- merkjum, er þeir blása nú til fundar gegn hernáminu. Sá sem hitti þó naglann á höfuðið var Landsbergis, fyrrverandi forseti Litháens, er hann talaði hér nýlega á fundi. Hann minnti á að þrátt fyr- ir lok kalda stríðsins er Rússland enn sem fyrr helsti ógnvaldurinn við frið- inn á Vesturlöndum. Rök hans voru þessi: Tsjetsjenía og Eystrasalt Rússland er eina hernaðarlega stórveldið sem á landamæri að vest- rænum lýðræðisríkjum án þess að vera eitt af þeim. Ennfremur er Rússland að þróast óðfluga í átt til fámennisstjómar á ný. Kúgun sjálfstæðissinnaðra þjóð- arbrota virðist enn sem fyrr vera hornsteinn að þjóðernisstefnu Rússa, enda hætta á að Rússland leysis upp í mörg smáríki ella. Við þær aðstæður er mannslífíð ekki dýrt þar um slóðir og sambúðin við þennan risa verður sífellt ógnvæn- legri fyrir Eystrasaltslöndin ný- fijálsu; Eistland, Lettland og Litháen. Það eina sem kemur í veg fyrir að Rússar fara ekki með Eystrasalt- slöndin eins og Tsjetsjeníu er kannski að NATÓ myndi taka við sér í kjölfarið og ógna þeim með stríði. Stuðpúðaríki og vígvöllur? Eftir stæði þá líka að Eystrasalts- ríkin yrðu vígvöllurinn. Virðast þau í raun vera orðin stuðpúðaríki milli Rússlands og Vesturlanda, því NATÓ virðist ekki tilbúið að fóma einum einasta hermanni til að veija sjálfstæði þeirra, í reynd. Hins vegar gæti Rússland fómað þúsundum hermanna sinna við endurheimt þeirra, án þess að blikna. Skiptimynt í viðskiptastríði? Landsbergis virtist sem vestræn ríki hefðu dregið mjög úr stuðningi sínum við sjálfstæðisviðleitni Eyst- rasaltsríkjanna, til að þóknast Rússum. Þegar svo lítil mótmæli urðu við herför Rússa til að bæla niður uppreisn Tsjetsjena fyrir sjálfstæði mátti draga þá ályktun að Eystrasaltslöndin væru að verða að skiptimynt í viðskiptastríði stór- veldanna. Eystrasaltsríkin hafa erft kalda stríðið sem Finnland losnaði við með fráfalli Sovétríkjanna og með inn- göngu í Evrópubandalagið. Rússland ógnar hins vegar enn örygginu í nyrðri hluta Evrópu með hefðbundn- um vígamætti sínum og hefur ennþá næg kjarnorkuvopn til að hóta Vest- urlöndum með nýrri steinöld, ef í harðbakka slær. Vestrið í gíslingu Rússa? Þetta veit NATÓ þótt það fari sér hægt. Þetta hlýtur Sjálfstæðisflokk- urinn líka að hafa hugfast. Því væri tímaskekkja að reka vamarliðið á burt eða að örvænta yfir aðild að ESB, þegar vestrið er í rauninni enn í gíslingu bjamarins í austri. TRYGGVIV. LÍNDAL, þjóðfélagsfræðingur. Frá Gróu Linddísi Dal Haraldsd.: NÚ ER komin lausn á vandanum. Vandanum gegn leiðindum af kosn- ingabæklingum. Flestum leiðist kosningaáróðurinn sem hrúgast inn um lúgumar í formi bæklinga og kynningarita fyrir hveijar kosningar. Við vitum líka að þetta kostar offjár og eftir því sem við lesum og sjáum í fjölmiðlum hljóðar kostnaður upp á nokkra tugi milljóna - sem em mis- jafnlega fengnar - og væru betur komiiar annars staðar. Vil ég koma með tillögu um endurbætur á þessu máli. í staðinn fyrir rándýran glans- pappír í háum gæðaflokki væri hægt að prenta vitleysuna á endurunninn pappír. Nú segir e.t.v. einhver, því ekki á eldhúsrúllur? Við því er ein- falt svar. Eldhúsrúllur notum við oftast í flýti, þegar t.d. sullast niður, eða þegar þarf að þrífa í einum hvelli, o.s.frv. Það segir sig sjálft að þá höfum við ekki tíma til að lesa öll þau skilaboð sem þar standa. Það sem við hins vegar gemm á saleminu er sjaldnast gert í miklum fljótheit- um. Veit ég þess dæmi að læknar hafa ráðlegt fólki, sem er stressað og á við vandamál að stríða í þeim efnum, að lesa á salerninu. Því lestur fær fólk til að gleyma sér og slaka á. Man ég líka eftir tveimur breskum myndaflokkum þar sem baðherberg- ið er ýmist kallað „restroom" eða „readingroom", þ.e. hvíldar- eða lestrarherbergi. En þetta vom nú gamanmál. En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Nú kunna líka einhveijir að hugsa með sér að prentsverta geti ekki verið holl á svona viðkæmum stöðum sem salernispappír lendir á en við skulum þá líka muna að það era tvær hliðar á öllum málum, líka á salernispapp- ír. Ef þetta mál væri tekið til alvar- legrar athugunar, þá em margar góðar hliðar á því, t.d. notagildi og spamaður fyrir frambjóðendur og almenning, sem þyrfti ekki að kaupa salernispappír í nokkrar vikur, heldur fengju hann frían. Og síðast en ekki síst; að sumir sem leiðist salemisferð- ir, gætu nú farið að hlakka til - a.m.k. á fjögurra ára fresti. GRÓA LINDDÍS DAL HARALDSDÓTTIR, Tangagötu 7, Stykkishólmi. Einn fijáls- lyndur Frá Glúmi Jóni Björnssyni: SVO AÐ stjórnmálaflokkur teljist fijálslyndur má hann ekki nota ríkisvaldið til að hefta frumkvæði og framkvæmdagleði fólksins. Hann má ekki vera á móti frjálsum útvarpsstöðvum eins og Jón Bald- vin Hannibalsson og aðrir alþýðu- flokksmenn. Hann má ekki vera andvígur fijálsum viðskiptum við aðrar þjóðir eins og Halldór Ás- grímsson, Ólafur Grímsson og Kristín Ástgeirsdóttir vora þegar EES-samningurinn var samþykkt- ur. Hann má heldur ekki spilla fyrir samkeppni í símamálum eins og alþýðuflokksmenn gerðu á þessu kjörtímabili þegar þeir stöðvuðu breytingar á einokunar- fyrirtækinu Pósti og síma. Ef horft er á hlutina í samhengi kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem á alltaf þátt í að auka frelsi fólksins. Hann einn er fijálslyndur. GLÚMUR JÓN BJÖRNSSON, efnafræðingur og gjaldkeri Heimdallar, FUS, í Reyjavík. Mikilvægi þess að kjósa Frá Sólveigu Hákonardóttur: MIG langar til þess að vekja at- hygli kjósenda á mikilvægi þess að nota kosningarétt sinn. Það er lýðræðislegur réttur okkar fá að kjósa í alþingis- og sveitarstjórna- kosningum. Þessi réttur er einnig háður ábyrgð. Enginn getur átt rétt á einhveiju nema því fylgi einnig ábyrgð. Við verðum að standa vörð um þennan rétt okkar með því að nýta hann okkur til hags. Ef einhver einstaklingur tek- ur ekki þátt í kosningu og notar kosningarétt sinn hefír hann einn- ig fyrirgert lýðræðislegum rétti sinum til að hafa áhrif sér til hags- bóta. Það má segja að með því að kjósa ekki sértu að gefa „and- stæðingi“ þínum atkvæði þitt, því þú greiddir ekki atkvæði á móti viðkomandi. Semsagt, ó nýtt at- kvæði=ónýtt atkvæði. SÓLVEIG HÁKONARDÓTTIR, Hávallagötu 5, Reykjavík. Raunir á innheimtu- deild Ríkisútvarpsins FRÁ borgaralegri fermingu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fyrirmyndarferm- ing í Ráðhúsinu Frá Hrólfi Hraundal: FYRIR nokkm sendi ég innheimtu- deild Ríkisútvarpsins bréf varðandi afnotagjald af sjónvarpi. Bréf þetta lét ég birtast hér í þessu blaði sökum vandræða við að ná sambandi við deildina með öðmm hætti. En svo háttar til að mér hefur verið bannað að hringja þangað varð- andi afnotagjald og bréfum hefur ekki verið svarað. Útvarpsstjóri og hans hjörð Nokkmm dögum síðar var haft samband við mig um síma og kvaðst sé maður starfa hjá Ríkisútvarpinu og jafnframt að þeir ætluðu að taka mark á orðum mínum. Ekki vissi ég hveijir þeir vom en skildist að það gæti verið útvarps- stjóri og einhveijir af húskörlum hans. Ekki vissi ég og heldur hvaða orð- um mínum þessir þeir hugsuðu sér að taka mark á en skildist að það væm orð mín eins og þau stóðu í blaðinu. í framhaldi af þessum upplýsingum kom allnokkur ræða um hagi þessa * manns sem var þama á hinum endan- um á símanum og hafði hann verið á spítala. Ég varð náttúrlega afskap- 'ega hryggur útaf því, en hitt var verra að það vora svo margir þijótar sem svikust undan því að greiða af- notagjald að þeir gerðu stelpumar á innheimtudeildinni alveg kolraglaðar °g er það að vonum skelfílegt. Eitthvað var það nú fleira sem ég j frétti þarna í símanum, en það verð- ur að segjast að ég þurfti afskaplega | lítið fyrir þessu samtali að hafa. Stórkostleg innheimtudeild Eftir þessar hörmulegu fréttir af ástandinu þarna á innheimtudeildinni var ekki laust við að ég skammaðist mín fyrir ýmsar hgusanir sem ég hafði leyft mér í garð þessarar hel- sJúku deildar. I'Vá Sveini Guðmundssyni: STUÐNINGSMENN Þjóðvaka koma fram í auglýsingum og hrópa | einum kór að þeirra tfmi sé kom- inn. Þvílík firra! Tími þeirra er löngu 'iðinn. Hann var liðinn þegar fólk áttaði sig á því að velferðarríki okk- ar og nágrannaiandanna væru kom- ■n að fótum fram og þyrftu gagn- gerrar endurskoðunar við. Þegar félagshyggjufólk sér til að mynda uð sæluríki sitt, Svíþjóð, er komið í En því lengur sem ég hugsaði þetta mál varð ég æ sannfærðari um að maðurinn í símanum væri ekki sá sem hann sagðist vera, heldur væri þetta einhver háðfugl sem hefði af prakkaraskap skáldað þessa grát- legu sögu af þessari annars stórkost- legu innheimtudeild. Aðför En hvernig sem þessu víkur við, hef ég líka áhyggjur af heilsufari sumra viðskiptavina Ríkisútvarpsins, einkum þeirra sem vilja ekki borga afnotagjaldið. Sú þvermóðska gæti til dæmis stafað af því að sjónvarpið þeirra varð ónýtt, eða þá að því var stolið, nú eða einhbeijar aðrar óskilgreindar ástæður hamla því að tækið sé notað. Það er nefnilega spauglaust að lenda í vanskilum við innheimtudeild Ríkisútvarpsins. Því að 15.000 kr. skuld við innheimtudeild Ríkisút- varpisins verður 23.000 kr. þegar reikningurinn kemur frá lögfræðingi og ef þessi reikningur er ekki greidd- ur áður en 7 dagar era liðnir frá dagsetningu, þá verður gerð aðför að viðkomandi, og það þekkjum við úr sögunni að aðför er ekki spaug og gildir einu hvort sökin er öll eða engin. Enda er það svo að lýðurinn borg- ar hið snarasta af óttablandinni virð- ingu fyrir ófreskjum, jafnvel þó að sjónvarpið þeirra sé löngu farið á haugana. Til sölu Til þess að ég eigi ekki hlut að nauðung fólks af þessu tagi þá legg ég til að minn hlutur í Ríkisútvarpinu verði seldur hæstbjóðanda hið snar- asta og að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að hjörð útvarpsstjóra fái sómasamlega aðhlynningu. HRÓLFUR HRAUNDAL, Fellsheiði 1, Grundarfirði. þá stöðu að hallarekstur og skuldir ríkisins eru orðnar svo yfírgengileg- ar að ekki verður við neitt ráðið og í algert óefni stefnir, ætti það að fara að hugsa sig um. Reynslan hefur fyrir löngu afsannað lausnir Þjóðvaka og annarra svokallaðra jafnaðarmanna. Það er einfaldlega kominn tími til að þetta fólk dragi sig í hlé. SVEINN GUÐMUNDSSON, Bankastræti 14, Reykjavík. Frá Þorvaldi Emi Árnasyni: FÉLAGIÐ Siðmennt gekkst fyrir borgaralegri fermingu í 7. sinn sunnudaginn 26. mars sl. Undan- farin ár hafa athafnirnar verið í menningarmiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfírði en nú var hópurinn of stór til að rúmast.þar. Leitað var eftir stærra húsnæði og varð niður- staðan Ráðhús Reykjavíkur. Ferm- ingarbörnin vora 29 og gestimir rúmlega 300 svo Tjarnarsalurinn fylltist. Athöfnin var einstaklega falleg og virðuleg. íslenska orðið ferma er þýðing á latneska orðinu „confirmare" sem merkir að styðja og styrkja. Tilgang- ur með borgaralegri fermingu er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf ungl- inganna til lífsins og búa þau undir fullorðinsárin. Leitast er við að kenna þeim að bera virðingu fyrir manninum, menningu hans og um- hverfí. Með kirkjulegri fermingu stað- festir einstaklingurinn skírnarheit og játast kristinni trú. Mörg ung- menni eru ekki reiðubúin til að vinna trúarheit, sum ekki kristin og önnur ekki trúuð eða trúa á guð á sinn hátt. Fyrir þau er borgaraleg fenning góður kostur. f borgaralegri fermingu felst námskeið sem lýkur með hátíðlegri athöfn. Hún getur komið í staðinn fyrir kirkjulega fermingu en dæmi eru um böm sem hafa fermst bæði borgaralega og kirkjulega. Borg- araleg ferming snýst lítið um trúar- brögð og ekkert tekið fyrir sem er andstætt kristinni trú eða öðrum trúarbrögðum. Leitast er við að virða trúfrelsi allra. Fermingarathöfnin er verk barn- anna sjálfra og foreldra þeirra. Foreldraráð sér um undirbúning í samvinnu við Siðmennt. Foreldrar stjóma athöfninni og afhenda skír- teini um að hafa lokið námskeiðinu. Fengnir era utanaðkomandi ræðu- menn til að ávarpa börnin og leggja þeim lífsreglumar. í þetta sinn kom það í hlut Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra og fórst henni það vel úr hendi. Hún lýsti yfir ánægju með þetta nýja hlutverk Ráðhússins og bauð alla velkomna. Hún deildi með okkur skemmtilegum endurminn- ingum frá því er hún var sjálf ung- lingur á fermingaraldri. Fermingarbörnin flytja ávörp, lesa ljóð sem sum eru frumsamin, leika á hljóðfæri og fleira þess hátt- ar og gera það ótrúlega vel. Þeim gefst þar tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Þau koma glæsilega og frjálslega fram og hafa mikilvægan boðskap að flytja okkur eldri kyn- slóðinni. Mér finnst það mannbætandi og ánægjulegt að vera viðstaddur þess- ar athafnir, en þær eru öllum opnar meðan húsrúm leyfír. Ég vil því segja við Þórdísi Pétursdóttur, sem lét hér í blaðinu (1. apríl) í ljós áhyggjur yflr því að verið væri að afskræma kristilega athöfn og særa þá sem trúa þegar borgaraleg ferm- ing fór fram í Ráðhúsinu: Komdu á næstu athöfn að ári liðnu og sjáðu með eigin augum hvað þar fer fram. Okkur þætti vænt um það því við viljum ógjarna að fólk beri ugg í bijósti að ástæðulausu. ÞORVALDUR ÖRN ÁRNASON, formaður Siðmenntar, félags áhuga- fólks um borgaralegar athafnir, Heiðarholti 4, Keflavík. Tími ykkar er löngu liðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.