Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/LESBOK/D/E/F 82. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. APRÍL1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Stefnu Perú- stjómar mótmælt ALBERTO Fujimori, forseti Perú, sagðist í gær þurfa meiri- hluta á þingi til að geta haldið áfram efnahagsumbótum sínum og skapað fleiri störf. Fujimori sækist eftir endurkjöri í for- setakosningum og sigri í þing- kosningum sem fram fara í Perú á morgun, sunnudag. Að sögn blaðamanna hefur forset- inn forskot á helsta keppinaut- inn, Javier Perez de Cuellar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Ekki hef- ur hins vegar verið gefin upp niðurstaða skoðanakannana síð- ustu tvær vikur, þar sem það er bannað samkvæmt kosninga- lögum og varðar brot á þeim háum fjársektum. Að sögn stjórnmálaskýrenda er ólíklegt að flokkur Fujimoris fái meiri- hluta á þingi. Ekki eru allir á eitt sáttir um stefnu Fujimoris, á myndinni losar lögregla mann sem hafði fest sig með keðjum við kross til að mótmæla stefnu stjórnarinnar í bankamálum. ■ Til atlögu við forsetann/ 25 Verkfallið heldur áfram í Færeyjum Læknar hindra kjara- samning Þórshöfn. Morgunblaðið. UNGIR læknar í Færeyjum komu í gær í veg fyrir að samn- ingar næðust í kjaradeilu opin- berra starfsmanna skömmu áður en fulltrúar landstjómar- innar og samninganefnd 21 stéttarfélags hugðust undirrita nýjan kjarasamning. Ungir læknar höfnuðu kja- rasamningnum á síðustu stundu og sáttasemjaramir tveir slitu viðræðunum. Verk- fallið, sem staðið hefur í tæpar þijár vikur, heldur því áfram. 4,25% launahækkun hafnað Landstjórnin og hin stétt- arfélögin 20 höfðu náð sam- komulagi um nýjan samning. Gert var ráð fyrir að laun myndu hækka um 4,25%, eða helmingi minna en opinberir starfsmenn höfðu krafist. Helmingur launahækkun- arinnar átti að taka gildi 1. febrúar á næsta ári, hinn 1. janúar 1997. Auk þess áttu að bætast við tveir frídagar á þessu og næsta ári. Landstjórnin neitar að und- irrita nýjan kjarasamning nema öll stéttarfélögin sam- þykki hann. Ákvörðun lækn- anna olli miklu uppnámi meðal hinna stéttarfélaganna og því sér ekki enn fyrir endann á verkfallinu. Vegna verkfallsins hefur aðeins neyðartilvikum verið sinnt á sjúkrahúsum og biðlist- ar vegna aðgerða hafa lengst mjög. Hugsanlegt er að færeyskir sjómenn fari einnig í verkfall á næstunni. Reuter Deilt um dauðadóm í Bandaríkjunum Aftökunní ekki frestað Atlanta. Reuter. ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Banda- ríkjunum úrskurðaði seint í gær- kvöldi að ekki bæri að fresta aftöku Nicholas Ingrams, sem var dæmdur fyrir morð. Dómstóllinn hafnaði beiðni sakbomingsins um að málið yrði tekið upp að nýju á þeirri for- sendu að það hefði ekki fengið rétt- láta meðferð. Nokkrum klukkustundum áður hafði umdæmisdómari í Georgíu úr- skurðað að fresta bæri aftökunni um þijá sóiarhringa, en áfrýjunar- dómstóllinn hnekkti þeim úrskurði. Að sögn fjölmiðla í Georgíu átti að taka Ingram af lífi í rafmagnsstól í nótt. Veijendur Ingrams höfðu sagt að embættismenn hefðu gefið sakbom- ingnum geðlyfið thorazine eftir að hann var handtekinn og hann hefði verið lítt fær um að veija sig vegna áhrifa lyfjanna. Mál Ingrams, sem er breskur í móðurætt, hefur vakið mikla athygli víða um heim. Andstæðingar dauða- refsingar, m.a. í Evrópu og Ástralíu, höfðu krafist þess að dómnum yrði breytt í fangelsisdóm. Engin miskunn Ingram er nú 31 árs gamall en morðið umrædda var framið árið 1983 og var Ingram fljótlega hand- tekinn. Að sögn lögreglu réðst hann inn í hús hjóna að nafni Sawyer, batt þau við tré í garðinum og skaut þau í höfuðið. Síðan hirti hann 60 dollara, um 4.000 krónur og hvarf á braut í pallbíl hjónanna. Sawyer lést en konan, sem hafði aðeins særst, lét sem hún væri látin og gat síðan náð í hjálp. „Við grátbáðum um miskunn en fengum hana ekki,“ sagði Mary Eunice Sawyer, sem var aðalvitni ákæruvaldsins. „Hann var dómari, kviðdómur og böðull, allt í senn á fáeinum mínútum. Hann ætlaðist svo sannarlega ekki til þess að ég lifði þetta af.“ Þrátt fyrir þetta kvaðst Sawyer, sem á unga dóttur, ekki bera hefndarhug í bijósti en biðja fyrir Ingram og fjölskyldu hans. Ráðstefna um hækkandi hita í heimínum Umdeild mála- miðlun í Berlín Berlín. Reuter. FULLTRÚAR á ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Berlín náðu í gær samkomulagi um hvemig haga bæri samningaviðræðum um að draga úr mengun til að afstýra stórkostlegum hamförum vegna gróðurhúsaáhrif- anna svokölluðu. Fulltrúar frá 170 löndum sátu ráðstefnuna og henni lauk í gær. Samkomulagið felur í sér að skip- Fómarlamb- anna minnst UM 25.000 Rúandamenn söfnuð- ust saman í höfuðborginni Kig- ali í gær og minntust þess að ár var liðið frá því að forseti landsins, Juvenal Habyarimana, var ráðinn af dögum ásamt for- seta Búrundi. Jarðneskar leifar Agathe Uwilingiyimana forsæt- isráðherra og fleiri fórnarlamba átakanna í landinu voru grafnar upp ogjarðsettar á ný. Réttarhöld eru hafin yfir sjö af alls 30.000 Rúandamönnum sem hafa verið sakaðir um aðild að drápum á allt að milljón manna í skálmöldinni í landinu fyrir ári. Einn þeirra er sakaður um að hafa drepið 900 manns. Myndin er af nokkrum sakborn- inganna. uð verður nefnd sem á að semja á næstu tveim árum um aðgerðir til að draga úr mengun vegna efna eins og koltvísýrings sem valda gróður- húsaáhrifunum. Nefndin á að setja „magntakmarkanir og markmið um að draga úr menguninni innan ákveðinna tímamarka". í samkomulaginu er ekki tilgreint hversu miklar takmarkanirnar eiga að verða eða hvenær markmiðin eiga að nást. Nefndin á að ljúka starfi sínu sem fyrst árið 1997 og gert er ráð fyrir því að tillögur hennar um mengunartakmarkanir verði sam- þykktar á annarri ráðstefnu. Hagsmunatogstreita Samkomulagið er málamiðlun milli Evrópusambandsins og þróun- arríkja - sem vildu að skýr mark- mið yrðu sett - og iðnríkja eins og Bandaríkjanna, Japans og Ástralíu, sem vildu ekki ganga eins langt. Svend Auken, umhverfismálaráð- herra Danmerkur, sagði samkomu- lagið „betra en menn máttu búast við“. Áðildarríki Bandalags smáey- ríkja voru hins vegar afar óánægð með niðurstöðuna, enda er hætta á að þau hverfi undir sjó rætist svart- sýnustu spár vísindamanna um auk- inn hita í heiminum og hærra sjávar- borð. Aðildarríki Samtaka olíuútflutn- ingsríkja höfðu efasemdir um sam- komulagið þar sem þau óttast tekju- tap verði mengunartakmarkanir til þess að draga úr notkun olíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.