Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 19
Kaupfélag Skagfirðinga og íslenskar sjávarafurðir
leita nýrra útflutningsmarkaða fyrir lambakjöt
Stefnt að 2-3 þúsund
tonna kjötútflutningi
KAUPFÉLAG Skagfirðinga og ís-
lenskar sjávarafurðir hafa ákveðið
að ráðast í viðamikið átak til að
finna nýja markaði erlendis fyrir
allt að 2-3 þúsund tonn af lamba-
kjöti.
Ráðinn verður sérstakur starfs-
maður til að sinna þessu verkefni
en auk þess munu íslenskar sjávar-
afurðir nýta sölukerfi sitt um allan
heim í markaðsleit. Ætlunin er að
kanna fyrst markaði í þýskumæl-
andi löndum t.d. í Austurríki, hluta
af Þýskalandi, Sviss og Norður-ítal-
íu. I framhaldi af því er ætlunin
að kanna markaði í Bandaríkjunum.
„Neysla á dilkakjöti hér innanlands
hefur farið minnkandi og kannanir
sýna það að neyslan hjá unga fólk-
inu er að breytast," segir Einar
Baldursson, framkvæmdastjóri
landbúnaðarsviðs KS. „ Hér innan-
lands hefur markaðsstarf ekki náð
að breyta þessu þannig vandi
sauðfjárframleiðslunnar hefur vax-
ið mjög og birgðir hlaðast upp. Sá
hluti framleiðslunnar sem ríkið tek-
ur verðábyrgð á fer minnkandi og
þar með minnkar framleiðslan á
hveiju búi. Það má segja að fram-
leiðslan sé komin niður fyrir þau
mörk að hægt sé að lifa af henni.
Við ákváðum það að hafa forgöngu
um það að gera alvöru tilraun er-
lendis á markaðssetningu dilkakjöts
í samstarfi við íslenskar sjávaraf-
urðir sem hefur yfir að ráða sölu-
kerfi um allan heim.
Markmið okkar er að finna mark-
aði fyrir 2-3 þúsund tonn. Ef það
tækist og við héldum þeim mörkuð-
um sem eru fyrir hendi núna þá
erum við að gera okkur vonir um
að vinna upp sölusamdráttinn frá
því búvörusamningurinn var gerð-
ur. Það hefur orðið nokkur hundruð
tonna minnkun á hveiju ári. Við
erum að gera okkur vonir um að
gera aukið framleiðsluna úr um 7-8
þúsund tonnum í um 10 þúsund
tonn.“
Nota aðferð
Irving
Einar sagði að ákveðið hefði ver-
ið að hefja átakið í þýskumælandi
löndum þar sem hefð væri fyrir
neyslu á lambakjöti. „Þarna er
lambakjöt á borðum fínni veitinga-
húsa og álitið herramannsmatur.
Við höfum áhuga á svona stöðum
því auðvitað verður leitað að aðilum
sem eru reiðubúnir að greiða hátt
verð fyrir kjötið."
Hugmyndin að samstarfinu
kviknaði þegar einn af viðskiptavin-
um ÍS, sem hafði stillt upp miklu
af íslenskum fiski í sinni verslun,
hafði á orði að nú vantaði ekkert
nema íslenskt kjöt. „Það var úr að
honum voru send 10 tonn af unnu
kjöti í tilraunaskyni en núna er
hann að ræða um að kaupa 60-70
tonn í ár. Það kunna víða að leyn-
ast tækifæri og ætlunin er að nota
aðferð Irving-fjölskyldunnar, þ.e.
að vinna einn markað í einu og
gera það vel. íslenskur fiskur hefur
unnið sér ákveðinn sess sem hrein
gæðavara og það er spuming hvort
hægt sé að láta dilkakjötið fylgja á
eftir og 'nýta þessa ímynd.“
Einar lagði áherslu á að þetta
verkefni væri hugsað fyrir landið í
heild og kostnaður væri áætlaður á
bilinu 15-20 milljónir króna. Gert
væri ráð fyrir því að verkefnið
myndi hefjast um mitt ár og að því
lyki undir lok árs 1996.
Afkoma Hraðfrystihúss Grundarfjarðar batnar um 102 milljónir
Velta jókst um tæp-
lega 40% á milli ára
REKSTUR Hraðfrystihúss Grund-
aríjarðar skilaði 24,8 milljónum
króna í hagnað í fyrra, en árið áður
var tap af rekstrinum upp á 77,5
milljónir, þannig að afkomubatinn
er um 102 milljónir. Velta fyrirtæk-
isins jókst um nær 40%, úr 573
milljónum 1993 í 797 milljónir í
fyrra. Verulegar breytingar verða
á rekstri Hraðfrystihússins á þessu
ári, en það hyggst gera út fimm
skip á úthafskarfaveiðar.
Helsta ástæðan fyrir bættri af-
komu Hraðfrystihússins í fyrra er
lægri fjármagnskostnaður, að sögn
Atla Viðars Jónssonar fram-
kvæmdastjóra. Mesta breytingin
hefði o^ðið á útgerðarhliðinni, en
togararnir Klakkur og Drangur
hefðu aflað fyrir um 213 milljónir
og 204 milljónir. Að auki væri Hrað-
frystihúsið með leiguskip, Sæfara,
sem hefði aflað fyrir um 42 milljón-
ir.
Atli sagði mikið talað um stöðug-
leika í efnahagslífinu og ekkert
nema gott um það að segja, en hins
vegar hefðu miklar breytingar átt
sér stað á skömmum tíma í kvóta-
stöðu fyrirtækja og þar þyrfti meiri
stöðugleika. Félagið hefði tekið upp
á því að leigja kvóta á bolfíski og
rækju í fyrra, fyrir um 17-18 millj-
ónir króna. Félagið hefði lagt tölu-
verða áherslu á rækjuvinnslu í
fyrra, en hún jókst úr 90 tonnum
1993 í 252 tonn í fyrra, en á sama
tíma dróst freðfiskframleiðsla sam-
an úr 1.607 tonnum í 1.292 tonn.
Einnig vann félagið 93 tonn af
hörpudiski og 22 tonn af saltfiski.
Tveir nýir menn voru kjörnir. í
stjórn Hraðfrystihússins á aðalfundi
þess í fyrri viku: þeir Jón E. Frið-
riksson og Þórólfur Gíslason. Áfram
í stjórn eru Einar Svansson formað-
ur, Ingimar Jónsson og Magnús
Stefánsson sveitarstjóri á Grundar-
fírði. Töluverðar breytingar urðu á
eignaraðild í fyrirtækinu í fyrra,
þegar Fiskiðjan Skagfirðingur
keypti hlutabréf Þróunarsjóðs og
hluta bréfa Olíufélagsins hf., þann-
ig að fiskiðnjan er nú stærsti hlut-
hafínn með 68,8% í félaginu. Olíufé-
lagið er næst stærsti eigandinn með
14,6% hlut.
Vantar fólk í úthafskarfann
Hraðfrystihúsið hefur fjárfest
verulega í vélbúnaði og vinnslurás
nýverið og horfir mjög til vinnslu á
karfa, einkum úthafskarfa, á þessu
ári. Atli sagðist meta markaðshorf-
ur góðar, einkum í Bandaríkjunum.
„Þetta er þá bara spuming um
hvernig hráefnisöflunin gengur, en
Boston. Morgunblaðið.
VÖRUFLUTNINGAR Flugleiða frá
flugvellinum í Baltimore hafa rúm-
lega tvöfaldast frá því á sama tíma
fyrir ári. Ástæðan er að sögn frétta-
stofunnar PR Newswire samstarf
íslendinga við Matvælamarkað
Maryland-ríkis.
Flugleiðir eru eina norræna flug-
félagið, sem flýgur til Baltimore,
og hefur flutt þangað físk frá því
að flugfélagið byrjaði að nota flug-
völlinn árið 1981. Flugleiðir hafa
flutt bandarísk matvæli til íslands
frá því í desember.
Ted Mathiesen, framkvæmda-
stjóri Flugumferðarstjórnar Mary-
land, sagði í viðtali við PR News-
wire að flutningarnir væru mikil
búbót fyrir efnahag ríkisins „og
sæju íslendingum fyrir hágæða
ávöxtum og grænmeti".
ef hún gengur eftir erum við að
tala um feikimikla aukningu í þessu
hjá okkur.“
Hraðfrystihúsið ætlar að vinna
að úthafskarfaveiðunum með Guð-
mundi Runólfssyni hf. og Skagfírð-
ing og alls verða fímm skip gerð
út til veiðanna, þar á meðal eitt
bandarískt og eitt þýskt skip.
„í heildina erum við að tala um
feikimikla breytingu á rekstrinum
hjá okkur," sagði Atli. „Það er hug-
ur í okkur og helsta vandamálið er
að okkur vantar fólk. í öllu þessu
atvinnuleysistali fyndist mér ekki
óeðlilegt að fólk gæfi því auga að
það er fallegt hér á Grundarfírði
og gott mannlíf."
Það tekur fímmtán mínútur að
aka frá Matvælamarkaðnum á al-
þjóðlega flugvöllinn í Baltimore.
„Varningnum er hlaðið um borð
í vélina sama dag og pantað er,“
sagði Sigurður Guðmundsson,
starfsmaður flugfraktar hjá Flug-
leiðum í Bandaríkjunum, í samtali
við PR Newswire. „Sendingin kem-
ur til Keflavíkurflugvallar morgun-
inn eftir og bandarísk framleiðsla
getur verið komin á hádegisborðið
hjá íslendingum."
Flugleiðir flugu með um 40 tonn
af matvælum fyrstu þrjá mánuði
samstarfsins og er þess vænst að
flutningarnir aukist í vor og sumar.
Sigurður gerir sér jafnvel vonir um
að hefja flutninga til Norðurlanda
og meginlands Evrópu.
Vöruflutningar frá
Baltimore tvöfaldast
Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir
STJÓRN Þormóðs ramma á Siglufirði, sem endurkjörin
var á aðalfundinum.
Þormóður rammi
með 10% arð
Siglufírði. Morgunblaðið.
Á AÐALFUNDI Þormóðs ramma á
Siglufirði á fímmtudag var sam-
þykkt að greiða hluthöfum 10% af
nafnverði hlutafjár og auka hlutafé
um 20% með útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa. Stjórn félagsins var endur-
kjörin, en hana skipa Marteinn
Haraldsson, sem er formaður,
Gunnar Svavarsson og Friðrik Arn-
grímsson.
Hagnaður af rekstri Þormóðs
ramma á síðasta ári nam rúmum
127 milljónum króna. Heildarvelta
fyrirtækisins var um 1.576 milljónir
króna og var unnið úr 8.436 þorskí-
gildistonnum á árinu. Um 65% af
veltu fyrirtækisins er vegna rækju-
vinnslu og veiða. Þormóður rammi
gerir út tvo ísfisktogara og tvo
frystitogara, rekur frysthús, rækju-
Hrávara
verksmiðju, saltfiskverksmiðju og
reykhús. Um 200 manns starfa að
jafnaði hjá fyrirtækinu og námu
heildarlaunagreiðslur á síðasta ári
424 milljónum.
Stærstu hluthafar félagsins voru
Marteinn Haraldsson hf. með rúm
29% og Grandi hf. með rúm 20%
eignarhluta, en aðrir hluthafar, 251
talsins, áttu minna en 10% hver.
Að sögn Ólafs Marteinssonar,
framkvæmdastjóra Þormóðs
ramma, er kvótastaða fyrirtækisins
góð. „Nú er unnið á þrískiptum
vöktum í rækjuvinnslunni og mun
svo verða áfram en í frystihúsinu
verður tekið mánaðarsumarfrí, þ.e.
frá miðjum júlí fram í miðjan ágúst
og mun því vinnsla liggja niðri þann
tíma.“
Olía og gull hækka,
en dollar ekki
London. Reuter.
VERÐ á olíu og gulli virðist skyndi-
lega á uppleið, en það hefur dregizt
aftur úr verði á öðrum hráefnum
síðan uppsveifla hófst á hrávöru-
markaði heims. __
Mikil eftirspurn er eftir benzíni
í Bandaríkjunum. Olía hefur ekki
staðið eins vel að vígi síðan í ágúst
og hefur hækkað um 10% í verði
síðan um miðjan marz. í gær var
staðgreiðsluverð á Norðursjávarolíu
tæplega 18 dollarar tunnan.
Hagfræðingar segja að enn sé
ekki kominn tími til að vara við
verðbólgu í heiminum með hækk-
uðu hrávöruverði. Olía er verðlögð
í dollurum eins og gull og dollarinn
er veikur.
Geoff Pyne, hinn kunni banda-
ríski hagfræðingur, segir að olía sé
7% ódýrari í jenum en um síðustu
áramót og 2% ódýrari í mörkum.
GULL seldist á 393,75 dollara
únsan í London á fimmtudag, hæsta
verði það sem af er árinu. Verð-
hækkunum kann að linna í bili, en
sumir spá meiri hækkunum. Ýmsir
fjárfestar kunna að telja gull góða
tryggingu gegn veikri stöðu dollars
og skuldabyrði Mexíkós.
Þessa dagana er vegur PLAT-
INU meiri en annarra góðmálma.
Hún hækkaði í 459,00 dollara úns-
an í London á miðvikudag, hæsta
verð síðan í september 1990. Áður
hafði bandaríska fyrirtækið Engel-
hard Corp sagt að það hefði fundið
upp aðferð til þess að nota platínu
til að flýta fyrir hreinsun eiturefna
frá bifreiðum.
Verð á KOPAR er enn á bilinu
2.900-2.950 dollarar tonnið og
verð á ÁLI var nánast óbreytt í lok
vikunnar, eða um 1.890 dollarar.
Lawrence Eagles, kunnur hrá-
vörusérfræðingur, telur kopar á
uppleið og spáir því að hann hækki
í um 3.600 dollara tonnið um mitt
ár.
Verð á KAFFI er nánast
óbreytt, rúmlega 3.999 dollarar
tonnið. Líkur eru á að samband
kaffiframleiðenda hrindi í fram-
kvæmd áætlun um að draga úr
framboði eftir helgina, en framleið-
endur í Brasilíu virðast ekki geta
ekki komið sér saman um kvóta.
Þar sem líkur eru á meiri birgðum
af KAKÓ en spáð var hefur fram-
reiknað verð í London hækkað lítið
miðað við lægsta verð það sem af
er þessu ári, 932 pund tonnið.
Framreiknað verð á SYKRI
lækkaði
Flug
Sumaráætl-
un SAS hafin
SAS hefur sumaráætlunarflug sitt
milli Kaupmannahafnar og Kefla-
víkur 11. apríl nk. Fram til sepem-
ber verður flogið á þriðjudögum og
föstudögum og á tímabilinu 3. júní
til 19. ágúst verður einnig flogið á
laugardögum. Flogið er með vélum
af gerðinni MD-80.
Þjónustunet SAS nær til meira
en 100 borga í Evrópu, Norður og
Suður-Ameríku og Asíu, í samvinnu
við samstarfsflugfélög félagsins.
Samstarfsflugfélögin eru Air New
Zealand, Austrian Airlines, British
Midland, Continental Airlines,
Flugleiðir, Qantas, Spainair,
Swissair, Thai Áirlines Internation-
al og Varig, en SAS heldur uppi
þjónustu við um 350 áætlunarstaði
um allan heim.