Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Reykjaneskjördæmi
Þjónusta
á kjördag
Kosningaskrifstofur í Reykjaneskjördæmi
verða opnar á kjördag frá kl. 10:00 - 22:00.
Boðið verður upp á kosningakaffi og akstur á kjörstað.
Aðalskrifstofa kjördæmisráðs S: 5651077/ 565 5753
Staður: Kosningaskrifstofa:
Kjós Á Felli
S: 566 7010
Kjalarnes - ÁGili S: 566 6034/566 6715
Mosfellsbær Hlégarði S: 566 7455 / 566 7452
Seltjarnarnes Austurströnd 3 S: 561 1220 / 552 1432
Kópavogur Hamraborg 1 S: 564 1250 Bílar: 4 40 19, 4 40 93 og 4 41 13
Garðabær Kirkjuhvoli
S: : 565 9220, 565 9244 og 565 9225
Bessastaðahreppur Lambhaga 10 S: 565 1224
Hafnarfjörður Strandgötu 29 S: 565 1055, bílar: 565 5762
Kjördæmisráð ungra Miðbæ Hafnarfirði
sjálfstæðismanna S: 565 5771/2/3/4
Grindavík Víkurbraut 12 S: 92 6 79 13
Vogar Iðndal 1 S: 92 4 67 50
FUS Heimir Hringbraut 99, Keflavík S: 92 1 59 54 og 92 1 59 64
Keflavík/Njarðvík/Hafnir Hólagötu 15, Njarðvík S: 92 1 30 21 og 92 1 20 21
Sandgerði Tjarnargötu 12 S: 92 3 77 57
Garður Ásnum S: 92 2 74 77
BETRA
ÍSLAND
AÐSENDAR GREINAR
Sjálfstæðar konur leggja ríka áherslu á
— "hVPrft VP(mQ? það.segjaÁsdísHalla
IlVCIö Bragadóttir, Hanna
í SAMRÆMI við meginstefnu
Sjálfstæðisflokksins er sjálfstæði og
frelsi allra einstaklinga, kvenna sem
karla, grundvallaratriði. Á þessum
grunni vilja Sjálfstæðar konur að
baráttan fyrir jöfnum tækifærum
kynjanna sé háð.
Vinstribarátta —
kvennabarátta í öngstræti
Kvennabarátta undanfarinna ára
hefur einkennst af vinstrisinnuðum
hugmyndum. Áhersla hefur verið
lögð á að konur séu einsleitur, undir-
okaður hópur. Sjálfstæðar konur
telja að slík viðhorf séu að hluta til
skýringin á því að við höfum aðeins
þokast á veg í jafnréttisbaráttunni,
en ekki náð settu marki. Segja má
að jafnréttisbaráttan hafi undan-
farna áratugi verið stödd í öng-
stræti vinstrisinnaðrar hugsunar.
Sjálfstæðar konur hafna þeim
stjórnmálalegu áherslum sem skil-
greina konur út frá hópum, eins og
fjölskyldu eða stétt. Við gerum þá
kröfu að konur séu fyrst og fremst
metnar og virtar sem frjálsir og
ábyrgir einstaklingar en hlutverk
þeirra ekki ákvarðað út frá líffræði-
legum eiginleikum.
Höfnum — hefðbundinni
verkaskiptingu
Ríkjandi viðhorf um verkaskipt-
ingu kynjanna hafa beint konum og
körlum inn á ákveðnar brautir og
skert þannig valfrelsi þeirra. Sömu
viðhorf hafa jafnframt gert það að
verkum að konur eru síður taldar
samkeppnishæfar um störf á vinnu-
markaði, þar sem framboð og eftir-
spurn ræður.
Það er grundvallaratriði að konur
og karlar hafí raunverulegt val um
hvort þau kjósi að vinna innan eða
utan heimilis. Aðeins með því móti
er hægt að koma til móts við kröfur
fjölskyldunnar í nútímasamfélagi.
Sjálfstæðar konur vilja leggja grunn
að farsælu heimilislífi með því að
veita körlum sömu tækifæri og kon-
um til að vera með bömum sínum.
Frjálsir einstaklingar með raunveru-
legt val eru sterkari þjóðfélagsþegn-
ar, makar og einstaklingar.
Samherjar — ekki
andstæðingar
Sjálfstæðar konur leggja ríka
áherslu á að hagsmunir karla og
kvenna fari saman. Konur eru ekki
kúgaður minnihlutahópur og karlar
ekki andstæðingar þeirra, líkt og
vinstrisinnuð kvennapólitík hefur í
of ríkum mæli gengið út frá.
Sjálfstæðar konur viðurkenna
félagslegan mun á körlum og kon-
um en telja að innan'hvors kynja-
hóps sé jafnmikil breidd í hæfileik-
um og getu. Sjálfstæði einstakling-
anna er allra hagur og einungis
með því að vinna sameiginlega að
settu marki náum við raunveruleg-
um árangri sem byggja má á til
framtíðar.
Sjálfstæði — í raun
Efnahagslegt sjálfstæði er mikil-
vægasta forsenda þess að konur
geti ákvarðað eigin stöðu og stefnu.
Launamunur karla og kvenna er
staðreynd og aðferðir vinstrisinnaðr-
ar kvennabaráttu til að breyta hon-
um hafa ekki skilað árangri.
Birna Kristjánsdóttir
og Jóhanna Vilhjálms-
dóttir, að hagsmunir
karla og kvenna farí
saman.
Þrátt fyrir að íslensk löggjöf banni
kynbundna mismunun hefur hún
ekki náð að tryggja rétt kvenna á
vinnumarkaði. Áðrir þættir, svo sem
venjur og viðhorf í þjóðfélaginu,
hafa verkað hamlandi á tækifæri
kvenna. Hin hefðbundna verkaskipt-
ing innan veggja heimilisins er bæði
orsök og afleiðing þessa misréttis.
Þennan vítahring verður að ijúfa
með því að jafna ábyrgð og skyldur
kynjanna inni á heimilunum. Einn
iiður í því er að veita körlum sömu
réttindi og konum til fæðingarorlofs.
Sjálfstæðar konur leggja áherslu
á að allir hafi jöfn tækifæri. Við
viljum ekki foréttindi kvenna, en þær
verða að fá að taka þátt í samkeppn-
inni á sömu efnahagslegu, lagalegu
og félagslegu forsendum og karlar.
Til þess þarf viðhorfsbreytingu.
Höfundar starfa með Sjálfstæðum
konum.
Ur myrkrinu í ljósið
HVERNIG eigum við að standa vörð
um að vinstri flokkarnir komist ekki að?
Er það sjálfgefíð að kjósa hægri flokk-
ana, þá á ég við D-listann. Hver man
ekki 1978 þegar vinstri stjórn ríkti hér í
Reykjavík og skattar hækkuðu um
18-20%. Ég er ekki búinn að gleyma
því. Hvers á Sjálfstæðisflokkurinn að
gjalda? Hér í Reykjavík hefur ríkt blóm-
leg byggð sem íslendingar geta verði
stoltir af.
Það sem ég óttast mest er Þjóðvaki.
Jóhanna kemst inn en umframatkvæðin
í Reykjavík hefur ríkt blóm-
feg byggð, segir Marín Guð-
veigsdóttir, sem íslending-
ar geta verið stoltir af.
fara fyrir bí, Jóhanna mín. Litlu flokk-
arnir eyðileggja fyrir stóru flokkunum.
Stöndum saman um atkvæðin okkar.
Höfundur er kjósandi.
Marín
Guðveigsdóttir
rnason
ijaimar
á erindi a
'jalmar Arnason
Skólamcista ri
5
Kosningavaka aðalskrifstofu Framsóknarmanna í Reykjanesskjördæmi verður að Hraunholti, Dalshrauni 15, Hafnarfirði, S-565 47 40