Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjómenn á gráu svæði
Ákvæði kosningalaga um óleyfilegan kosn-
ingaáróður og kosningaspjöll styðjast við
sjónarmið um leynilegar kosningar, sjálf-
stæði kjósenda og friðhelgi kjördagsins, seg-
-------------------------------------3»-------
ir í umfjöllun Páls Þórhallssonar. Aður en
undirskriftasöfnunin á Vestfjörðum er lýst
ólögmæt verður þó að huga að nútíðarvið-
horfum um tjáningarfrelsi
Morgunblaðið/Helgi Ólafsson
DREGIÐ hefur verið í efa að undir-
skriftasöfnun sjómanna 4 Vest-
fjörðum til stuðnings tillögum sjálf-
stæðismanna í sjávarútvegsmálum
sé lögleg. Yfirlýsing nafngreindra
manna um stuðning við Sjálfstæðis-
flokkinn vegna afstöðu frambjóð-
enda flokksins í kjördæminu til físk-
veiðistjórnunar hefur birst í blöðum
á yestfjörðum og víðar.
Í XVII kafla kosningalaganna
eru óleyfílegur kosningaáróður og
kosningaspjöll bönnuð í 8 tölusett-
um liðum. Þar á meðal er sett þak
á fjölda undirskrifta til stuðnings
framboðum, bannað er að bera á
mann fé eða fríðindi til að hafa
áhrif á hvort eða hvernig hann
greiðir atkvæði, áróður á kjörstað
er bannaður og loks það sem nú
hefur borið á góma, ákvæði 2. tölu-
liðar um að bannað er „að safna
undirskriftum um stuðning eða and-
stöðu við ákveðin málefni, sem
heyra eða heyrt geta undir valdsvið
Alþingis, eftir að almennar alþingis-
kosningar hafa verið ákveðnar".
Tilgangur laganna
Tilgangur ákvæða þessara hlýtur
að vera að standa vörð um leynileg-
ar kosningar, sem mælt er fyrir um
í stjómarskránni, sjálfstæði kjós-
enda, þannig að þeir taki ekki
ákvarðanir í kjörklefanum af annar-
legum ástæðum, og friðhelgi kjör-
dagsins og kosninganna, sem undir-
stöðu lýðfijáls þjóðfélags. Þakið á
fjölda meðmælenda má skýra með
því að ella kynnu flokkarnir að
heyja kosningabaráttu með því að
safna sem flestum undirskriftum
og kosningar yrðu þá ekki lengur
að sama skapi leynilegar og ella.
Ákvæði þessi hafa verið að mestu
óbreytt í íslenskum lögum svo ára-
tugum skiptir. Um sumt hefur lengi
verið deilt eins og nærveru flokk-
anna á kjörstað og skráningu þeirra
á því hvort menn mæti til kosning-
ar. Minna hefur reynt á aðra þætti
eins og undirskriftasafnanir.
Það er vert að hafa sögulegan
bakgrunn þessara ákvæða í huga.
Þau eru sett þegar kjósendur voru
ósjálfstæðari en nú er, að því er
ætla má, og áhrifagjamari. Það
kann því að vera minni ástæða
nútildags en áður fyrr að fylgja
þeim fast fram. Á hinn bóginn er
mikilvægt að standa vörð um
ákveðnar formreglur í kringum
jafnmikilvæga athöfn og kosningar.
Sett á aukaþinginu 1959
Ákvæði það sem nefnt hefur ver-
ið í þessu sambandi, 2. tl. 125. gr.
kosningalaga, kom fyrst inn í lög
á aukaþingi Alþingis' 1959. Á því
sama þingi voru samþykktar kjör-
dæmabreytingar og var lagt fram
stjórnarframvarp til nýrra kosn-
ingalaga. Ákvæði þetta var þó ekki
í upphaflega framvarpinu heldur
gerðu þrír þingmenn neðri deildar,
Einar Olgeirsson Sósíalistaflokki,
Steindór Steindórsson Alþýðuflokki
og Jóhann Hafstein Sjálfstæðis-
flokki breytingartillögu að þessu
leyti sem samþykkt var án þess að
hún vekti mikla athygli í saman-
burði við aðrar breytingar á kosn-
ingalögunum og kjördæmaskipan.
Einar Olgeirsson var sá eini
þeirra sem vék að rökum fyrir
breytingunni í ræðu sinni: „í stjóm-
arskrá og kosningalögum eru gerð-
ar mjög miklar ráðstafanir til þess
að reyna að hindra, að á þeim tím-
um, sem alþingiskosningar fara
fram, sé verið að grennslast eftir
skoðunum kjósenda eða reyna að
binda kjósendur með undirskriftum,
sem vitanlegt er að menn taka mjög
hátíðlega, eins og vera ber. Og í
samræmi við það era mjög ákveðin
fyrirmæli í lögum um, að ekki megi
sáfna nema ákveðinni tölu undir-
skrifta til meðmæla með mönnum
og ekki megi skora t.d. á menn á
slíkum tímum eða annað slíkt. Þetta
er allt saman gert með það fyrir
augum, að það sé ekki hægt að fá
menn til þess að binda sig þannig
eða komast eftir skoðunum manna
þannig með því að spyija, hvort
þeir vilji skrifa undir þetta og þetta.
Nú er hægt oft að gera þetta sama,
þegar kannske eitt mál er höfuðmál
í einum kosningum, og hefur jafn-
vel sýnt sig, að slíkt hefur verið
gert í allríkum mæli og stundum
kannske allir kjósendur í heilum
hreppi verið látnir skrifa undir slíka
áskoran, sem jafngilti raunvera-
lega, að þeir segðu, hvernig þeir
ætluðu að kjósa. Það er þess vegna
ekki nema í samræmi við alla þá
stefnu, sem í stjórnarskránni er,
að það skuli dregið úr og bannað
að safna slíkum undirskriftum
þennan tíma, sem sjálfar alþingis-
kosningarnar standa yfir, allur und-
irbúningur undir þær, þ.e. upp und-
ir tveggja mánaða tíma, og er þetta
til samræmis við þær aðrar ákvarð-
anir, sem era í kosningalögum og
eiga að stuðla að því, að menn séu
ekki bundnir með undirskriftum
meira en allra nauðsynlegast gerist
vegna framboðs eða að ekki sé ver-
ið að knýja menn til þess að láta í
ljós eða neita sínum skoðunum eða
binda sig með þær, þegar búið er
að ákveða kosningar."
Forn réttur
gagnvart Dönum
Ekki minntust aðrir ræðumenn á
þessa breytingartillögu fyrr en Þór-
arinn Þórarinsson sté í ræðustól og
andmælti henni með því að visa í
gamlan rétt íslendinga: „Það er nú
kunnugt þeim, sem þekkja til okkar
sögu, að á þeim tíma, er Danir fóru
hér með vald, var það eini réttur
kjósenda eða landsmanna að mega
senda skjöl til stjómarvaldanna með
undirskriftum, þar sem þeir létu
afstöðu sína koma í ljós. Þetta var
sá eini réttur, sem landsmenn höfðu
þá. Þrátt fyrir þdð, þótt þessi réttur
væri ekki meiri en þetta, mun
reynslan samt hafa orðið sú, að
hann hafí borið verulegan árangur
og orðið til þess að þoka ýmsu áleið-
is í okkar sjálfstæðisbaráttu. Þess
vegna held ég, þó að réttur og frelsi
landsmanna sé nú orðið að ýmsu
leyti meira en áður var, að það sé
mjög vafasamt að ráðast verulega
á þennan rétt og helst afnema hann
með öllu, eins og mér virðist hér
vera stefnt að, því að enn getur það
verið þannig, að það sé heppilegt
fyrir kjósendur að hafa afstöðu til
þess, þegar aðrar leiðir kunna að
vera lokaðar, að láta sitt álit uppi
við valdhafana á þennan hátt.“
Eins og fram kemur í umræðun-
um er ákvæðið sett til að tryggja
leynilegar kosningar og sjálfstæði
kjósenda. Sigurður Líndal prófessor
hefur einnig bent á það ákvæðinu
til stuðnings að undirskriftasafnan-
ir rétt fyrir kosningar kunni að
binda hendur þingmanna með
óhæfílegum hætti, en þeir eiga ein-
göngu að vera bundnir af samvisku
sinni þegar á þing er komið en
ekki loforðum fyrirfram.
Sigður Líndal segist ekki vilja
leggja dóm á lögmæti undirskrifta-
söfnunarinnar heldur hafí hann
svarað spurningum fjölmiðla á þann
veg að hún virtist stríða gegn bók-
staf kosningalaganna. Að minnsta
kosti mætti segja að hún væri á
gráu svæði.
Nútímaviðhorf um
tjáningarfrelsi
Þórarinn Þórarinsson Framsókn-
arflokki sem andæfði, án árangurs,
á þingi þegar tillagan kom fram
vísaði til þess með sögulegum rök-
um hve það væra mikilvæg réttindi
almennings að geta komið vilja sín-
um á framfæri gagnvart valdhöf-
um. Nútíðarsjónarmið um tjáning-
arfrelsi hníga í sömu átt. Undir
tjáningarfrelsi fellur stjómmála-
starfsemi af öllu tagi, þ. á m. söfn-
un undirskrifta og birting undirrit-
aðra yfírlýsinga.
íslendingar hafa lögtekið Mann-
réttindasáttmála Evrópu þar sem í
10. gr. er mælt fyrir um vemdun
tjáningarfrelsis. Stenst ofangreint
ákvæði um bann við undirskrifta-
söfnunum andspænis mannrétt-
indasáttmálanum? Svar við því
ræðst af því hvort sú undantekning
sem veitt er í 10. gr. sáttmálans
mundi teljast eiga við. Þar segir
að takmarka megi tjáningarfrelsi
til að afstýra glundroða og ef nauð-
syn þykir í lýðræðisþjóðfélagi. Það
virðist álitamál hvort bannið við
undirskriftasöfnunum megi heim-
færa undir þessar undantekningar.
Loks má spyija hvort undir-
skriftasöfnunin á Vestfjörðum falli
endilega undir 2. tl. 125. gr. kosn-
ingalaga en ekki 1. tl. í 2. tl. er
lagt bann við söfnun undirskrifta
til stuðnings ákveðnu málefni, en í
1. tl. kemur fram að ekki megi
safna undirskriftum undir loforð
um kjörfylgi umfram þann fjölda
meðmælenda sem ráð er fyrir gert
í kosningalögunum. Semsagt, menn
mega upp að vissu marki safna
stuðningsyfírlýsingum við tiltekna
flokka, auk þess sem alvanalegt er
að slíkar yfirlýsingar birtist í fjöl-
miðlum.
Af þessu sést að þótt undir-
skriftasöfnunin fyrir vestan virðist
fljótt á litið orka tvímælis í ljósi
lagabókstafsins, þarf að hyggja að
fjölmörgum sjónarmiðum áður en
nokkur dómur verður upp kveðinn.
Yfirlýsing
AÐ GEFNU tilefni vill kosningamið-
stöð Þjóðvaka taka fram að nú á
lokaspretti kosningabáráttunnar
hafa komið fram í fréttum villandi
upplýsingar um meint fráhvarf fólks
frá Þjóðvaka. í öllum þessunj tilvik-
um hefur verið um að ræða gamlar
fréttir, umrædd upphlaup urðu tilefni
margvíslegra frétta fyrir einum til
tveimur mánuðum. Hér er því um
það að ræða að verið er að setja
gamlar fréttir í nýjan búning og það
segir sig sjálft að hér er einungis
verið að reyna að koma höggi á Þjóð-
vaka á ögurstundu, þegar of skamm-
ur tími er til að útskýra málavöxtu
enn á ný í smáatriðum.
1 gær og í dag hafa verið stans-
lausar hringingar á skrifstofu Þjóð-
vaka frá fólki sem ákveðið hefur að
kjósa J-listann meðal annars til þess
að mótmæla þessari aðför að óvenju
jákvæðri og heiðarlegri kosningabar-
áttu sem Þjóðvaki hefur rekið. Þjóð-
vaki varar við þeirri herferð andstæð-
inga Þjóðvaka sem lýsir sér með of-
angreindum hætti og skorar á kjós-
endur að halda sér á jákvæðum nót-
um og kjósa J-listann.
Hrannar B. Arnarsson,
kosningastjóri Þjóðvaka.
Morgunblaoið/Knstinn
HANNA Birna Kristjánsdóttir og Halldóra Vífilsdóttir rétta
vegfarendum upplýsingar um baráttumál Sjálfstæðra kvenna.
ASDÍS Halla Bragadóttir, framkvæmdasljóri þingflokks Sjálf
stæðisflokksins og ein Sjálfstæðra kvenna, kynnir stefnumálii
í Kringlunni.
Sjálfstæðar konur kynna málstað sinn
„Þ AÐ er greinilegt að fólk hefur tekið eftir
baráttu Sjálfstæðra kvenna og málflutning-
ur okkar á góðan hljómgrunn meðal kvenna
á öllum aldri,“ sagði Jóhanna María Eyjólfs-
dóttir, sem starfar með Sjálfstæðum konum,
hópi kvenna innan Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðar konur hafa kynnt báráttumál
sín í auglýsingum og með dreifingu bækl-
inga. Jóhanna María sagði að þrátt fyrir
að konur hafi unnið gott starf innan Sjálf-
stæðisflokksins hingað til, þá hefðu Sjálf-
stæðar konur gert ýmsar áherslubreyting-
ar, sem væru rökrétt framhald af málefna-
starfi hóps ungra kvenna innan flokksins.
„Konur á öllum aldri hafa haft samband
við okkur og lýst áhuga á að taka þátt í
starfi okkar. Þær hafa meðal annars nefnt
það sem ástæðu, að þær vildu leggja
kvennabaráttu lið, en fyndu ekki samhljóm
í boðskap Kvennalistans, “ sagði Jóhanna
María.