Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 21 Slysavamafélag' Islands kynnir stöðluð prófunartæki Miklar úrbætur í öryggismálum á leiksvæðum Morgunblaðið/Þorkell REYKJAVÍKURBORG gerði nýverið þá kröfu í útboði á leiktækja- kaupum að tækin stæðust staðlapróf. Fjórir nýir pastaréttir frá Knorr HEILDSALA Ásbjöms Ólafs- sonar hf. setti nýverið á mark- aðinn pastarétti frá Knorr. í pökkunum er pasta og hráefni í pastasósu fyrir tvo. Hægt er að fá fjórar mismunandi tegundir: Pasta með ostasósu, pasta með karbonarasósu (bei- konsósa), pasta með tómat- og basilikumsósu og pasta með pestósósu (kryddsósa). Réttirnir era tilbúnir á örfá- um mínútum með lítilli fyrir- höfn. Það eina sem þarf að gera er að sjóða vatn og bæta síðan örlitlu smjöri ásamt inni- haldi pakkans saman við. Til- valið þykir að bera Knorr pastaréttina fram með fersku salati og brauði, einnig sem meðlæti með kjöti eða fersku grænmeti. Morgunblaðið/Júlíus Begoníur og páskaliljur í Ikea FRÁ því um síðustu mánaða- mót hafa pottaplöntur verið til sölu hjá Ikea eins og drekatré, gúmmítré og burknar. Núna fást þar einnig páskaliljur og begoníur. Þijár páskaliljur í potti kosta 195 krónur og síðan er hægt að fá begoníur í þremur litum og kostar stykkið 325 krón- ur. Plönturnar eru ræktaðar í gróðurhúsum í Borgarfirði og Hveragerði. Húsráð Frystið fersku kryddjurtirnar ÞEGAR fólk kaupir ferskar krydc(jurtir eins og til dæm- is steinseyu er ágætt að frysta það sem ekki er strax notað. Deilið krydd- jurtinni í mátulega skanunta, setjið í poka og frystið síðan. Bragðið kann að verða aðeins daufara þegar búið er að frysta kryddið. í VOR mun Slysavarnafélag ís- lands kynna stöðluð prófunartæki, sem notuð verða til að mæla hvort öryggi ýmissa leiktækja á gæslu- völlum, leikskóla- og skólalóðum, sé fullnægjandi. Prófunartækin eiga að auðvelda starfsmönnum tæknideilda sveitarfélaga eftirlit með öryggis- atriðum, t.d. mælingar á opum og bilum tækja, grindverka og stiga. Hönnuðir og framleiðendur leik- tækja þurfa ennfremur að nota tækin sem viðmiðun. Um er að ræða tvö einföld tæki úr plasti, sem eru svipuð keilu í lögun. Stærra tækið er að ummáli jafn stórt og stærsta höfuðmál 12 ára barns og minna tækið er að ummáli eins og minnsta bijóst- mál eins árs barns. Hin tvö tækin era öllu smærri, annars vegar nokkrir hringir í kippu til að mæla stærðir á skrúfum, rám og stólpum sem ekki mega ná út fyrir ákveðin mörk og hins vegar tæki til að gera svokallað reimapróf. Það er ein- faldlega snæri með hnúð á endan- um, sem á að mæla hæfilega stærð raufa, en reimar á úlpum bama hafa oft fest í leiktækjum og vald- ið alvarlegum slysum. Fyrir um það bil ári fluttu undir sama þak þýsku listarnir Quelle og Ottó. Um sitthvort fyr- irtækið er þó að ræða. I nýja húsnæðinu, sem er í Samstarfsverkefni Að sögn Herdísar Storgaard hjá Slysavamafélagi íslands er ísland skuldbundið til að samþykkja alla staðla frá evrópska staðlaráðinu (CEN). Ilérlendis var tækninefnd sett á laggirnar fyrir þremur áram. í henni eiga 11 manns sæti, þ. á m. hönnuðir, framleiðendur leiktækja, fulltrúar ráðuneyta og borgarinnar. Nefndin hóf störf eftir að Slysavamafélag íslands hóf vinnu að úrbótum í öryggis- málum á leiksvæðum. Staðlaráð kynna sér nýja vor- og sumarlistann. Að sögn fram- kvæmdastjórans, Ólafs Sveins- sonar, er fyrirtækið beintengt við Þýskaland og afgreiðslutími 2-3 vikur. íslands gekk fljótlega til liðs við félagið og verkefnið varð sam- starfsverkefni. Herdís er formaður nefndarinn- ar, en hún segir nefndina fylgjast vel með vinnunni í evrópska staðlaráðinu. Hlutverk nefndar- innar sé m.a. að fylgja eftir að öryggi íslenskra barna sé tryggt vegna þess að hér séu hættur á leiksvæðum öðravísi en tíðkist víða erlendis og taka þurfí tillit til þess í gerð samræmdra staðla. „Hér er náttúrulegt umhverfí látið halda sér sem mest þegar leiksvæði eru hönnuð. Því eru þau oft ekki eins kaldranaleg og hrá og erlendis, en kalla á að hugað sé að annars konar öryggisbún- aði. íslenska nefndin hefur haft áhrif innan evrópska staðlaráðsins og komið með tillögur um ýmsar úrbætur í gerð leiksvæða með til- liti til öryggismála," segir Herdís. Mikið af úreltum tækjum Herdís hefur undanfarið ferðast um állt land með prófunartækin til að kynna sér öryggi á leiksvæð- um. Hún segir að margt þurfí að laga, töluvert af úreltum tækjum séu í notkun, en ástandið víðast ekki ýkja alvarlegt. Menn hafí bragðist vel við tillögum um úr- bætur og prófunartækin komi áreiðanlega í góðar þarfír. Nefndin ætlar að beita sér fyrir því að tillögurnar, þ.e. leiktækja- staðallinn, verði samþykktar, en umhverfísráðherra hefur málið nú til meðferðar. Leiktækjastaðallinn gengur í stuttu máli út á að fram- leiðendur leiktækja þurfa að fram- fylgja ákveðnum reglum varðandi hæfílega stærð á raufum og bilum og taka ýmis stærðarhlutföll með reikninginn. Einnig eru gerðar þær kröfur til eigenda tækjanna að þeir viðhaldi þeim samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðendum. Aðrar reglur fjalla um útbúnað einstakra tækja. Herdís segir að þegar sé farið að vinna samkvæmt viðmiðun prófunartækjanna og Reykjavík- urborg hafí nýverið gert þá kröfu í útboði á leiktækjakaupum að þau stæðust tæmandi staðla. Hún seg- ir staðlana byltingu í öryggismál- um og býst við að kosið verði um þá í Evrópuráði seinni hluta árs 1996. Enn sem komið er nái stað- alinn aðeins yfír opinber leiksvæði en íslenska nefndin hafí komið með tillögu um að hann gildi einn- ig fyrir fjölbýlishúslóðir o.fl. staði. Athugasemd um páskaegg Síðustu daga hefur verið fjallað um verð og gæði á páskaeggj- um hér í blaðinu á þann veg, að ekki samræmist þeim kröf- um, sem Morgunblaðið gerir. Sl. laugardag birtist í blað- inu frétt um könnun á gæðum páskaeggja, sem hafði farið fram á meðal nítján starfs- manna Morgunblaðsins. Það er auðvitað fráleitt að láta slíka gæðakönnun fara fram meðal starfsmanna Morgunblaðsins til birtingar í blaðinu, enda getur það ekki talizt fagleg könnun og niðurstöður hennar því ekki marktækar um vöru- gæði einstakra framleiðenda. I þeim tilvikum, sem Morgun- blaðið hefur staðið að gæða- könnun á t.d. matvöram hefur verið leitað til hlutlausra aðila utan blaðsins um slíka könnun. í þessu sambandi var einnig fjallað á mjög óviðeigandi hátt um framleiðsluvörur einnar sælgætisgerðar. Á föstudag í síðustu viku birtist frétt í Morgunblaðinu, þar sem samanburður var gerður á verði á páskaeggjum, sem Bónus lætur framleiða og á verði páskaeggja frá Nóa- Siríus í Hagkaup. Þessi sam- anburður var auðvitað ekki við hæfí, þar sem verðlag er al- mennt lægra í Bónus en í Hagkaup. Enda birtist frétt hér í blaðinu daginn eftir, sl. laugardag, þar sem upplýst var að verð á umræddri stærð og tegund af páskaeggjum frá Nóa-Siríus var mun lægra í Bónus en í Hagkaup. Þar láð- ist hins vegar að geta þess, að hið sama gilti um verð á páskaeggjum frá Mónu. Þessi vinnubrögð og frétta- flutningur eru ekki samboðin Morgunblaðinu og era lesend- ur og þeir, sem hlut eiga að máli beðnir afsökunar á þess- um mistökum. Ritstj. Sjábu hlutina í víhara samhengi! JBflrgira&Iutitti Morgunblaðið/Ámi Sæberg STÖÐLUÐ prófunartæki. T.v. er tæki, sem mælir stærsta höfuðummál 12 ára barns og við hliðina annað, sem sýnir minnsta brjóstummál eins árs barns. Fyrir framan er reimaprófunartæki og ýmsar stærðir af hringjum til að mæla hve skrúf- ur og rær mega ná langt út fyrir eða upp úr grindverkum o.fl. Nýir sérlistar hjá póstverslun Quelle SERLISTAR frá póstverslun Quelle eru á þriðja tug og nú hafa bæst við þrír nýir. Ber þar fyrst að nefna Image sem er tískulisti fyrir kon- ur og karla, sér- stakan lista fyrir miðaldra fólk og loks búsáhaldalista. Ottó og Quelle á sama stað Fossvogsdal, er nú einnig tvískipt versl- un þar sem hægt er að kaupa fatnað frá Quelle og ýmsar aðr- ar vörur, s.s. sauma- vélar, raftæki og búsáhöld. í hinum hlutanum er Madeleine-versl- un þar sem hægt er að kaupa tískufatn- að frá Madeleine og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.