Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Óvíst um framhald samninga ÓVÍST var í gær hvort samn- ingamönnum Kanada og framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins (ESB) tækist að leysa hatramma deilu um grá- lúðuveiðar Spánverja fyrir ut- an lögsögu Kanada. Fulltrúar ESB segjast reiðubúnir til áframhaldandi viðræðna en Kanadamenn segja ekki um neitt að semja. Spænskur embættismaður kvaðst í gær búast við að málinu yrði fre- stað þar til á mánudag en þá funda utanríkisráðherrar ESB. Enn deilt um orsök Estoniu-slyss TÆKNINEFND sem rann- sakað hefur orsök Estoniu- feijuslyssins á Eystrasalti í september sl., hefur komist að þeirri niðurstöðu að slæmt veður og hönnunargallar hafi prðið til þess að feijan sökk. í þýskri skýrslu um málið er skipstjórinn hins vegar sagður hafa siglt of hratt og að skip- ið hafi ekki verið útbúið til að sigla í eins slæmu veðri og gerði í hinni örlagaríku ferð. m, * t if™. Guðinum Ram sýnd lotning SADHU, sem er heiti heilagra manna meðal hindúa á Ind- landi, hefur grafið sig í jörð á hveitiakri. Maðurinn fastar í níu daga í tilefni hátíðar er nefnist Navratri. Hátíðin er haldin í tilefni fæðingardags Ram og ein af aðferðunum til að sýna guðin- um lotningu er að grafa sig í jörð. Reuter Belgísk þingnefnd heimilar hæstarétti að yfirheyra framkvæmdastjóra NATO Brussel. Reuter. ÞINGNEFND í Belgíu hefur ákveðið að hæstarétti landsins verði heimilað að yfirheyra Willy Claes, fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), og tvo aðra fyrrver- andi ráðherra vegna mútumáls í tengslum við hergagnakaup á síð- asta áratug. Claes fagnaði í gær þessari ákvörðun og hét fullri sam- vinnu. Neðri deild þingsins átti að fjalla um niðurstöðu nefndarinnar síðdegis í gær. Claes hefur vísað því harðlega á bug að hafa brotið nokkur lög í sam- bandi við hergagnamálið og segist ekki munu verða við óskum um að segja af sér embætti. „Fram- kvæmdastjórinn ítrekaði vilja sinn til að eiga gott samstarf við dómsyf- irvöld og aðstoða þau við rannsókn- ina til þess að komist verði sem fyrst Claes fagiiar rann- sókn hæstaréttar að niðurstöðu," sagði í yfirlýsingu talsmanns Claes. Málið snýst um mútur sem ítölsku vopnaverksmiðjurnar Agusta greiddu belgíska sósíalistaflokknum til að liðka fyrir kaupum á þyrlum fyrir belgíska herinn. Claes, sem er sósíalisti, var þá efnahagsmálaráð- herra landsins og hefur orðið tvísaga um vitneskju sína um málið. Fyrst í stað sagðist hann ekkert hafa um það heyrt en síðar að sig rámaði óljóst í það. Hann hefði sagt gjaldkera flokksins _að hafna um- svifalaust mútuboði ítalanna. Fjórir ráðherrar hafa orðið að segja af sér vegna málsins undan- farna 15 mánuði en Agusta-málið er eitthvert mesta hneyksli sem kom- ið hefur upp í stjórnmálalífi Belgíu um áratuga skeið. Hershöfðingi, sem var yfirmaður flughersins er samn- ingurinn um þyrlukaupin var gerð- ur, fannst látinn á hótelherbergi í síðasta mánuði og hafði hann fyrir- farið sér. Fjölskylda hans taldi að óvægin fjölmiðlaumfjöllun hefði orð- ið honum ofraun. Sett voru sérstök lög í Belgíu til að auðveldara yrði að fá leyfi til að yfirheyra ráðherra, fyrrverandi sem núverandi. Sólarlagsákvæði er í lög- unum, þ.e. að þau falla úr gildi á þriðjudag er tilkynnt verður opinber- lega um þinglausnir. Þingkosninga verða 21. maí. Helstu dagblöð í Belgíu hafa hvatt til þess að Claes segi af sér emb- ætti framkvæmdastjóra NATO en valið á honum var mjög umdeilt á sínum tíma. Sendiherrar 16 aðild- arríkja NATO í Brussel styðja enn Claes, að minnsta kosti í orði kveðnu én heimildarmenn segja að þegar sé farið að kanna bak við tjöldin hver verði heppilegastur eftirmaður verði hann að víkja. PLÚS-VINNINGURINN I HHI95 • Albifreiðin AUDI A8 verður TIL SÝNIS HTÁ HEKLU HF. í dag kl. 10 - 17 og á morgun kl. 13 - 17. EI HEKLA -ft//c///a ói’A'f/ Á.ud* Vorsprttng durch techn* GGGO Þessi eftirsótti glæsivagn bætist við risavinningaskrá og 70% vinningshlutfall happdrættisins. Hann verður dreginn út á gamlársdag - eingöngu úr seldum miðum og gengur því örugglega út! Athugiö! Viö drögum í 4. flokki n.k. þriöjudag, 11. apríl. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.