Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 39 Öryggi Athugasemdir við greinaskrif for- manns vélstjóra- félagsins LAUGARDAGINN 1. apríl sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Helga Laxdal, formann Vélstjór- afélags íslands, vegna orða minna á Alþingi 8. febrúar sl. um atvinnu- réttindi vélstjóra. Um þrem vikum eftir fyrrnefnd- ar umræður á Alþingi hringdi for- maður vélstjórafélagsins í mig og sagði mér að Jónas Haraldsson, lögfræðingur LÍÚ, hefði sent hon- um ljósrit úr þingtíðindum hvar umræður um fyrrnefnt mál komu fram og kvaðst hann vera ósáttur Öryggið er fyrir öllu, segir Guðmundur Hallvarðsson í umfjöll- um um mál sjómanna - og svari til Helga Laxdal. við minn málflutning og ætlaði þá þegar að skrifa grein í Mbl. og mótmæla ummælum sem ég við- hafði á Alþingi um breytingar á lögum nr. 113/1984 um atvinnu- réttindi vélfræðinga og vélavarða. Tilskrif formanns Vélstjórafé- lags íslands drógust í nokkrar vik- ur en birtast nú af einstakri tilvilj- un rétt fyrir kosningar. Hann fell- ur í þá gryfju að hagræða sannleik- anum með tvennum hætti. í fyrsta lagi með því að birta hluta og í engu samhengi það sem eftir mér er haft í þingtíðindum. — Eða voru þetta kannski valdir kaflar af hálfu lögfræðings LÍÚ sem hann fékk í pósti? í annan stað hefði hann átt að geta frekar um þau tvö önnur laga- frumvörp sem fylgdu frumvarpinu um atvinnuréttindi vélfræðinga og vélavarða, þ.e. breytingar á lögum um atvinnuréttindi skipstjómar- manna á íslenskum skipum nr. 112/1984 svo og frumvarp til laga um áhafnir íslenskra kaupskipa sem ég mun sérstaklega koma að hér á eftir: Öryggið fyrir öllu í umræðunni á Alþingi, sem for- maðurinn birtir úr þingtíðindum sleppir hann eftirfarandi ummæl- um mínum: „Ég verð að segja það, virðulegi forseti, að mér fínnst, þó ég hafí auðvitað og sé manna sístur til þess að draga úr öryggisþætti sjó- manna og vil þann yeg sem mest- an, þá megum við passa okkur að AÐSENDAR GREINAR á minni bátum ganga ekki svo langt að það sé nánast verið að setja svo ströng og stíf lög gagnvart þess- um einyrkjum sem enn stunda sjó og eru enn að reyna að bjarga sér með sjávarfangi að það séu settar slíkar reglugerðir að það sé nánast óviðunandi fyr- ir þá að sækja sjó.“ Formaður sam- göngunefndar Alþing- is og framsögumaður, Pálmi Jónsson, hafði eftirfarandi um málið að segja: „Hæstv. forseti. Hv. 16. þm. Reykv. talaði hér og var- aði við því að gengið væri of langt með lagasetningu um fyrirmæli og menntunarkröfur og öryggiskröf- ur, enda þótt hann viðurkenndi jafnframt að slíkar kröfur yrðu að vera a.m.k. nokkrar til þess að sem allra bests öryggis væri gætt. Ég get í sjálfu sér tekið undir þessi sjónarmið, að Alþingi þarf að gæta sín á því að ganga ekki of langt og stjórnvöld þurfa að gæta sín á því að ganga ekki of langt í kröfum á hendur borgurunum til þess að þeir geti stundað tiltekinn atvinnu- rekstur. En þau ákvæði frumvarps- ins sem að þessu lúta eru samin með samkomulagi aðila sem ég taldi hér upp, þar á meðal með aðild fulltrúa frá smábátaeigend- um og það var skoðun manna, bæði í samgn. og eins skoðun þeirra aðila sem nefndin átti tal við og sendi málið til umsagnar til, að það væri mjög mikils virði að afgreiða þetta mál. Það var jafnframt skoðun okkar að það væri ekki rétt, úr því að engar athugasemdir komu fram varðandi þetta atriði, að Alþingi færi að breyta út af þeim texta sem hér hefur orðið samkomulag um. Því er það tillaga okkar samgn., að málið fari að þessu leyti óbreytt til afgreiðslu við 2. umr. og verði afgreitt þannig frá Alþingi." Það fer ekkert á milli mála að öryggi sæfarenda verður aldrei útrætt og menn þurfa sífellt að hafa vakandi auga þar á. Það fer heldur ekkert á milli mála og ég dreg enga dul þar á, að ég er að velta fyrir mér kröf- unni um aukna vélstjóramenntun í sífellt minna umleikis vélbúnaði hvar í öfugu hlutfalli verða til fleiri hestöfl (kílówatt) en áður þekktist og sú þróun heldur enn áfram. Tímarnir breytast og mennirnir með. Til skamms tíma voru nánast öll lög sett þannig að maðurinn þurfti að aðlaga sig þar að, en nú mörg hver aðlöguð að manninum. Þau lög sem hér hefur sérstaklega verið getið eiga einmitt að vera aðlæg manninum. Hásetar verði vélaverðir og þá félagar í Vélstjórafélagi íslands. í nefnd sem bjó til frumvarp til laga um áhafnir íslenskra kaupskipa var enginn fulltrúi frá Sjómanna- félagi Reykjavíkur. Formaður vélstjórafé- lagsins átti hins vegar sæti í nefndinni og lagði ofurkapp á að fá eftirfarandi grein inn í lögin, sem var 6. grein: „Undirmenn sem starfa bæði á þilfari og í vél skulu til við- bótar ákvæðum 5. gr. hafa vélvarðaréttindi eða sveinsréttindi af málmiðnaðarbraut eða hafa lokið viðurkenndu námi og þjálfun í rafs- uðu. Ráðherra getur með reglu- gerð kveðið nánar á um menntun þeirra manna sem ákvæði þetta tekur til.“ Það er undarlegt, svo ekki sé meira sagt, að formaður Vélstjóra- félags íslands skyldi stuðla að framlagningu þessa frumvarps án þess að stjómarmönnum Sjómann- afélags Reykjavíkur væri áður sýnt frumvarpið hvað þá heldur að við þá væri rætt um tiltekna 6. gr. Þegar haft er í huga ofangreint og að formanni vélstjórafélagsins var það fullvel ljóst að á annan áratug hefur sjómannafélagið og útgerðir kaupskipa deilt um þá ósk útgerðar að stafsvettvangur há- seta væri jafnt á þilfari sem í vél, dettur manni í hug að framtíðarsýn formanns vélstjórafélagsins sé vélaverðir í hásetastörfum og þá félagar í Vélstjórafélagi íslands. Við afgreiðslu frumvarpsins var 6. greinin felld út úr lögunum og skýrt tekið fram að mönnnunar- ákvæði kjarasamnings sjómann- afélagsins væri í fullu gildi. Að lokum Ég tek grein þína, formaður Vélstjórafélags Islands, Helgi Laxdal, frá 1. apríl sem birtist í Morgunblaðinu, alvarlega. í grein þinni er ég titlaður „16. þingmaður Reykvíkinga, talsmaður sjómanna á Alþingi" og „þingmaður okkar sjómanna“. Það hefur ekki staðið á mér að styðja öll góð mál á Al- þingi sem mega vera landi og þjóð til heilla og þá ekki undanskilin málefni sjómanna. En ekki man ég eftir formanni vélstjórafélagsins oft við málaleit- an sérstaks þingmanns sjómanna á Alþingi. Jú, það voru tvö mál sem snertu hann persónulega og vél- stjórafélagið eitthvað. Sjálfsagt hafa málin verið fleiri en þá hefur hann eflaust leitað til flokksbræðra sinna í Framsóknarflokknum. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi. Guðmundur Hallvarðsson Hjálmar fer með rangt mál Á FRAMBOÐS- FUNDI útvarps Bross í Stapa sl. mánudags- kvöld komu fram fáein atriði í máli Hjálmars Árnasonar sem ástæða er til að gera að umtals- efni. Hann hafði uppi stór orð um núverandi þingmenn Reykjanes- kjördæmis, svo helst líktist gífuryrðum póli- tísks guðföður hans í Framsóknarflokknum þegar sá flúði hingað frá Vestfjörðum. Eftir orðum Hjálmars að dæma er hann afskap- lega ófróður um störf þingmanna kjördæmisins, þ.m.t. þau sem hægt er að lesa sig til um í opinberum upplýsingum um störf Alþingis. Hjálmar var líkari Svav- ari Gestssyni, segir Arni Ragnar Arnason, en talsmönnum Fram- sóknarflokksins. Alvara málsins er sú, að þeir sem vilja framgang framkvæmda og framfaramála Suðurnesja þurfa heil- indi hinna sem þeir starfa með. í stjómmálastarfí er mikilvægt og mjög viðkvæmt að heilindi ríki milli manna, þingmanna sem annarra er að þurfa að koma, um þau mál sem ekki er pólitískur ágreiningur um heldur aðeins áherslumunur. Það á við um úrbætur á Reykjanesbraut. Hjálmar fór enn með gamalkunn- ar ósannindarullur um störf mennta- málaráðherra og um að námsmönn- um hafi fækkað eftir að breytt var lánareglum LÍN. Hið sanna er, að lánþegum LÍN hefur fækkað, en námsmönnum fjölgað. Hvers vegna Hjálmar heldur hinu ranga fram er hans mál, en ekki er það trúverð- ugt. Það var hins vegar athyglisvert hve hann var í þessu miklu líkari Svavari Gestssyni en talsmönnum Framsóknar. Menntun er undirstaða bættra lífskjara Menntamálaráðherra hefur lagt fram viðamikla skýrslu fjölmennrar nefndar um nýja menntastefnu. í kjölfar þess lagði hann á síðasta þingi fram frumvörp að nýrri löggjöf um framhaldsskóla og um grunn- skóla. Hann hefur einnig greint frá störfum nefndar um háskóla, um breytingar á lögum um Háskóla ís- lands, nýja löggjöf um íslenska há- skóla almennt og um háskóla í upp- eldisfræðum, sem sameinar nokkra sérskóla á háskólastigi. í nýrri menntastefnu kemur skýrt fram, að starfsnám og verkmennt skuli njóta meiri virðingar og fá miklu stærri hlut en hingað til, að menntun og skólastarf skuli í framtíðinni njóta nokk- urs forgangs í fjárveit- ingum og að aukinn skuli hlutur sveitarfé- laga í stjómun, áhersl- um og stefnumótun gmnnskólanna. Við af- greiðslu grannskóla- laganna gerðu stjómarandstæðingar engar breytingatillög- ur, en Svavar Gestsson sagðist ekki treysta kjörnum sveitarstjórn- um fyrir skólastarfí. Skyldi Hjálmar vera honum sam- mála? Hjálmar Árnason hefur allt á homum sér, talar digurbarkalega og gerir lítið úr verkum annarra. En flokkur hans hefur ekki sett fram heildarstefnu í menntamálum sem sýni hvaða veg hann vill beina upp- vaxandi íslendingum til að búast undir störf og kröfur framtíðarinn- ar. Það hefur aðeins Sjálfstæðis- flokkurinn gert því hann álítur að menntun barna okkar muni ráða úrslitum um lífskjör þeirra og vel- ferð í framtíðinni. Aðeins tveir valkostir Af öðram umræðum mátti greina, að kosningabaráttan hefur snúist upp í val um tvo kosti: - Áframhaldandi tveggja flokka stjómarsamstarf undir forystu Sjálf- stæðisflokksins, sem þrátt fyrir ein-*-. hver mestu áföll um áratugi hefur komið á stöðugleika í verðlagsmál- um, tryggt aðgang að erlendum mörkuðum og tollalækkanir, og þannig skapað efnahagsstyrk og sóknarfæri sem þegar eru byrjuð að nýtast atvinnulífinu og bæta at- vinnuástandið, það er stjórn sem stefnir að lækkun skatta á grand- velli betri samkeppnishæfni og af- komu atvinnulífsins, aukinnar at- vinnu, betri launa og lífskjara. - Éða margra flokka stjóm sund- urþykkra og ósamtaka vinstri flokka, sem lofa allir öllu fyrir alla, sem hefur alltaf áður endað með því að sólunda því sem áunnist hefur án þess að nokkur fái neitt betra, r rétt eins og fyrri vinstri stjórnir. ' Fjármálaráðuneytið hefur metið kostnað af loforðum þeirra og sýnist hann ekki undir 50 milljörðum. Það samsvarar um 50% aukningu allra tekna ríkissjóðs á einu ári. En falla peningarnir af himnum ofan, eða hver á að borga? Jú, skattahækkan- ir. Ég er þess fullviss, að þegar þess- ir valkostir era athugaðir gaumgæfi- lega, þá er valið auðvelt. X-D á kjör- dag fyrir Betra ísland. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi. Árni Ragnar Árnason Til liðs við fatlaða ALÞÝÐUFLOKK- URINN hefur einn flokka sett málefni fatlaðra á oddinn í sinni kosningabar- áttu. Á loforðalistum annarra stjórnmála- flokka hafa málefni fatlaðra í mesta lagi verið afgreidd í einni setningu, ef þeirra hefur þá að nokkru verið getið. Sú setning hefst gjarnan á „stuðla skal að bætt- um hag“ o.s.frv. Mér gafst kostur á því fyrir nokkrum dögum að heimsækja Kristjana Geirsdóttir Lyngás við Safamýri, sem er dagvistun fyr- ir fatlaða. Var ég mjög snortin af því góða starfí sem þar er unnið. Hrefna Har- aldsdóttir forstöðu- maður og fleira starfsfólk tók á móti mér og sýndi mér starfsemina. Þarna er unnið mikið mannúð- arstarf af áhugasömu starfsfólki og því var nöturlegt að heyra hvaða launakjör þessu fólki eru búin. Hrefna upplýsti mig um að hún væri búin að vinna þama í 25 ár. Hún er með 46 fötluð börn á heimilinu og yfir 30 manns í vinnu og ber ábyrgð á öllu sem að þessu fólki snýr. Og hvað haldið þið, lesendur góðir, að Hrefna hafi í laun fyrir þessa miklu vinnu í ábyrgðarmiklu starfi? Jú, hún er með 89 þúsund krónur í laun á mánuði fyrir 40 tíma vinnuviku! Hún er í 8. þrepi sem er hæsta þrep sem hægt er að komast í. Þá var upplýst í leið- inni að þroskaþjálfi, sem lokið hefur þriggja ára námi eftir stúd- entspróf, hefur 62.500 krónur í laun á mánuði. Ekkert af þessu góða fólki sem þarna vinnur getur stundað þessa vinnu eingöngu, flestöll ef ekki öll verða að vinna Það er ekki fyrr en f atl- aðir eignast öflugan talsmann inni áþjóðar- þingum, segir Krist- jana Geirsdóttir, sem mál þeirra komast í virka umræðu. aðra vinnu til þess að geta fram- fleytt sér. Starfsfólkið gat þess sérstak- lega að þessi vinna væri ákaflega þroskandi, gefandi, krefjandi og skemmtileg, sem það vildi alls ekki sleppa, þrátt fyrir þessi smán- arlegu laun. Hver ætti að hugsa um þessi fötluðu börn ef þessa yndislega starfsfólks nyti ekki við? Reynsla annarra þjóða sýnir að það er ekki fyrr en fatlaðir eign- ast öfluga talsmenn inni á þjóðar- þingum, sem mál þeirra komast í virka umræðu og öðlast það vægi sem þeim ber. Skipan framboðs- lista Alþýðuflokksins í Reykjavík, með því að setja Ástu Þorsteins- dóttur formann Þroskahjálpar í baráttusætið, staðfestir að Al- þýðuflokknum er alvara með að vinna áfram og enn betur að bætt- um hag fatlaðra. Með því að greiða Alþýðuflokknum atkvæði, getið þið unnið að bættum launakjörum þeirra sem vinna að umönnum fatlaðs fólks og þar með bættri líðan hinna fötluðu. Höfundur er veitingamaður og skipar 13. sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.