Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.04.1995, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sérverslun meb stök teppi og mottur NÝJAR SENDINGAR STÆRÐ: VERÐ FRÁ: 67 x 130 kr. 2.259.- st.gr. 80 x 150 kr. 3.484,- st.gr. 135 x 200 kr. 7.840.- st.gr. 160x230 kr. 10.686.- st.gr. 200 x 290 kr. 16.842,- st.gr. Einnig yf' rstæröir af teppum. OPIÐ: LAUGARDAG kl.10 - 16 SUNNUDAG kl.13 -17 Persía Faxafeni v/Suðurlandsbraut rmingartilboð 486 DX2 66 MHz. Expression MC borðtölva 4 MB innra minni 420 MB harður diskur 14" lággeisla SVGA litaskjár Lykilborð og mús íslensk bók um Windows. eða 6.968 á mán.* i V Hewlett Packard DeskJet 320 bleksprautuprentari 600 X 300 punkta upplausn 3 bls. á mín. Arkarmatari Með möguleika á litaprentun i ‘Meóalgreiðslubyrði á staðgreiðsluláni Glitnis í 24 mánuði i Sound Blaster discovery CD16 2 hraða geisladrif innbyggt 16 bita víðóma hljóðkort l naiaiarar Hljóðnemi 7 geisladiskar 7Q 300 i Lu.uUU TÆKNI- OG TOLVUDEILD ® Heimilistækl hf. PÓLLINNhf RáDIONAUST AÐALSTRÆTI 9-11» 400 ÍSAFJÖRÐUH • SÍMI462 3092 GEISLAGÖTU 14 • 600 AKUREYRI • SÍMI 462 1300 ERLENT Styijaldarloka senn minnst í Evrópu Walesa gagnrýn- ir Vesturveldin Varsjá. Reuter. LECH Walesa, forseti Póllands, sak- ar þjóðir heims og einkum Vestur- veldin um hræsni í tengslum við minningarathafnir í maí í tilefni þess að 50 verða liðin frá lokum síðari heimsstyijaldar. Hann hyggst ekki taka þátt í neinum slíkum athöfnum á erlendri grund. Walesa mun hafa reynt að fá að taka þátt í athöfn í Berlín en >jóð- veijar sögðu Pólveijum að þar yrðu auk þýskra frammámanna eingöngu helstu ráðamenn frá fjórum öflug- ustu sigurvegurunum í Evrópustyij- öldinni; Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Rússlandi. í yfirlýs- ingu forsetans segir að undirbúning- ur athafna til að minnast stríðslok- anna beri þess merki að pólitísk hrossakaup eigi sér stað þar sem einkum sé tekið tillit til stöðu varn- ar- og öryggismála eins og hún sé nú. Walesa sagði ljóst að enn væri Evrópa klofin þótt nokkur ár væru liðin frá hruni kommúnismans, gert væri upp á milli þjóða. I viðtali við breska útvarpið BBC fýrr í vikunni hvatti forsetinn til þess að Pólland fengi sem fyrst aðild að Atlantshafs- bandalaginu, NATO, sagðist óttast að á Vesturlöndum gerðu menn of lítið úr áhyggjum Pólveija vegna utanríkisstefnu Rússa. Vestrænir ráðamenn myndu ef til vill draga að taka slíka ákvörðun af hræðslu við að styggja Rússa er hafa andmælt fyrirhugaðri stækkun NATO til aust- urs. Walesa minnti á að Vesturveldin hefðu ekki komið Pólveijum til hjálp- ar þegar Rússar og Þjóðveijar skiptu Póllandi á milli sín 1939. Einnig hefðu Rússar komist upp með að myrða 21.000 Pólveija í Katyn-skógi 1940. „I nafni eiginhagsmuna var tryggð hræsnisfull þögn“, sagði forsetinn. DANIEL Meron Morgunblaðið/Sverrir Fyrsti sendiráðsritari ísraela í Ósló Brýnt að efna- hagnr Palestínu- manna batni HELSTU erfíðleikamir, sem við er að stríða í friðarumleitunum ísraela og Palestínumanna um þessar mundir, eru annars vegar hryðjuverk öfgafullra andstæðinga Óslóarsamninganna gegn ísraelskum borgumm, hins vegar efnahagsvandinn á hemumdu svæðunum, að sögn Daniels Merons, fyrsta sendiráðsritara við sendiráð ísraels í Ósló. Hann er hér í stuttri heimsókn og segir erindið m.a. að ræða viðskipti ísraels og íslands en einnig að kynna sér möguleika á fjárfestingum íslenskra fyrirtækja á sjálfstjómarsvæðunum. Meron segir að ísraelar vilji að áfram verði haldið á friðarbrautinni en óttist að láti þeir of mikið undan of hratt geti þeir grafíð undan eigin öryggi. Friðarþróunin eigi erfítt uppdrátt- ar núna, samningamir við Frelsis- samtök Palestínu, PLO, njóti æ minni stuðnings hjá almenningi í ísrael, m.a. vegna sjálfsmorðsárása hryðju- verkamanna. Takist ekki að bæta efnahag fólks á sjálfstjómarsvæðun- um muni reynast erfítt fyrir Yasser Arafat og menn hans að spoma við uppgangi öfgasamtaka á borð við Hamas sem þrífíst best þar sem neyð og örvænting ríki. Baráttan við hermdarverkamenn „Ríki sem hafa heitið aðstoð, í Evrópu og víðar, em sum hver ekki enn búin að láta fé af hendi rakna [við Palestínumenn]... Það kann að virðast fáránlegt, að ég, ísraelinn, skuli koma og hvetja menn til að veita Palestínumönnum fjárhagsað- stoð en takist þeim vel upp er það okkur í hag.“ Meron sagði ísraela saka Arafat um að gera ekki nóg til að stemma stigu við hryðjuverkum, handtaka liðsmenn samtaka þeira og draga þá fyrir dómara. Er hann var spurður hvort ísra- elskum yfirvöldum hefði gengið bet- ur að kveða niður hermdarverk með- an þau stjómuðu sjálfstjórnarsvæð- unum svaraði Meron að vissulega hefði það heldur ekki gengið of vel. Á hinn bóginn yrði að gæta þess að ráðamenn PLO væm að fást við sam- landa sína, Palestínumenn litu ekki á samtökin eins og erlent hemá- msveldi. PLO ætti þess vegna að eiga auð- veldara með að beijast gegn hryðju- verkum, þetta hefðu m.a. verið rök Arafats og manna hans fyrir því að þeim bæri að stjóma svæðum Palest- ínumanna. Meron benti á að samskiptin við Jórdaníu, sem nýlega samdi einnig frið við ísraela, gengju afar vel núna þótt um 50% íbúa Jórdaníu væm af palestínskum ættum. Aðspurður um friðarsamninga við Sýrlendinga sagði Meron að síðustu fregnir bentu til þess að skriður væri að komast á viðræður um Gólanhæðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.