Morgunblaðið - 08.04.1995, Page 24

Morgunblaðið - 08.04.1995, Page 24
24 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Óvíst um framhald samninga ÓVÍST var í gær hvort samn- ingamönnum Kanada og framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins (ESB) tækist að leysa hatramma deilu um grá- lúðuveiðar Spánverja fyrir ut- an lögsögu Kanada. Fulltrúar ESB segjast reiðubúnir til áframhaldandi viðræðna en Kanadamenn segja ekki um neitt að semja. Spænskur embættismaður kvaðst í gær búast við að málinu yrði fre- stað þar til á mánudag en þá funda utanríkisráðherrar ESB. Enn deilt um orsök Estoniu-slyss TÆKNINEFND sem rann- sakað hefur orsök Estoniu- feijuslyssins á Eystrasalti í september sl., hefur komist að þeirri niðurstöðu að slæmt veður og hönnunargallar hafi prðið til þess að feijan sökk. í þýskri skýrslu um málið er skipstjórinn hins vegar sagður hafa siglt of hratt og að skip- ið hafi ekki verið útbúið til að sigla í eins slæmu veðri og gerði í hinni örlagaríku ferð. m, * t if™. Guðinum Ram sýnd lotning SADHU, sem er heiti heilagra manna meðal hindúa á Ind- landi, hefur grafið sig í jörð á hveitiakri. Maðurinn fastar í níu daga í tilefni hátíðar er nefnist Navratri. Hátíðin er haldin í tilefni fæðingardags Ram og ein af aðferðunum til að sýna guðin- um lotningu er að grafa sig í jörð. Reuter Belgísk þingnefnd heimilar hæstarétti að yfirheyra framkvæmdastjóra NATO Brussel. Reuter. ÞINGNEFND í Belgíu hefur ákveðið að hæstarétti landsins verði heimilað að yfirheyra Willy Claes, fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), og tvo aðra fyrrver- andi ráðherra vegna mútumáls í tengslum við hergagnakaup á síð- asta áratug. Claes fagnaði í gær þessari ákvörðun og hét fullri sam- vinnu. Neðri deild þingsins átti að fjalla um niðurstöðu nefndarinnar síðdegis í gær. Claes hefur vísað því harðlega á bug að hafa brotið nokkur lög í sam- bandi við hergagnamálið og segist ekki munu verða við óskum um að segja af sér embætti. „Fram- kvæmdastjórinn ítrekaði vilja sinn til að eiga gott samstarf við dómsyf- irvöld og aðstoða þau við rannsókn- ina til þess að komist verði sem fyrst Claes fagiiar rann- sókn hæstaréttar að niðurstöðu," sagði í yfirlýsingu talsmanns Claes. Málið snýst um mútur sem ítölsku vopnaverksmiðjurnar Agusta greiddu belgíska sósíalistaflokknum til að liðka fyrir kaupum á þyrlum fyrir belgíska herinn. Claes, sem er sósíalisti, var þá efnahagsmálaráð- herra landsins og hefur orðið tvísaga um vitneskju sína um málið. Fyrst í stað sagðist hann ekkert hafa um það heyrt en síðar að sig rámaði óljóst í það. Hann hefði sagt gjaldkera flokksins _að hafna um- svifalaust mútuboði ítalanna. Fjórir ráðherrar hafa orðið að segja af sér vegna málsins undan- farna 15 mánuði en Agusta-málið er eitthvert mesta hneyksli sem kom- ið hefur upp í stjórnmálalífi Belgíu um áratuga skeið. Hershöfðingi, sem var yfirmaður flughersins er samn- ingurinn um þyrlukaupin var gerð- ur, fannst látinn á hótelherbergi í síðasta mánuði og hafði hann fyrir- farið sér. Fjölskylda hans taldi að óvægin fjölmiðlaumfjöllun hefði orð- ið honum ofraun. Sett voru sérstök lög í Belgíu til að auðveldara yrði að fá leyfi til að yfirheyra ráðherra, fyrrverandi sem núverandi. Sólarlagsákvæði er í lög- unum, þ.e. að þau falla úr gildi á þriðjudag er tilkynnt verður opinber- lega um þinglausnir. Þingkosninga verða 21. maí. Helstu dagblöð í Belgíu hafa hvatt til þess að Claes segi af sér emb- ætti framkvæmdastjóra NATO en valið á honum var mjög umdeilt á sínum tíma. Sendiherrar 16 aðild- arríkja NATO í Brussel styðja enn Claes, að minnsta kosti í orði kveðnu én heimildarmenn segja að þegar sé farið að kanna bak við tjöldin hver verði heppilegastur eftirmaður verði hann að víkja. PLÚS-VINNINGURINN I HHI95 • Albifreiðin AUDI A8 verður TIL SÝNIS HTÁ HEKLU HF. í dag kl. 10 - 17 og á morgun kl. 13 - 17. EI HEKLA -ft//c///a ói’A'f/ Á.ud* Vorsprttng durch techn* GGGO Þessi eftirsótti glæsivagn bætist við risavinningaskrá og 70% vinningshlutfall happdrættisins. Hann verður dreginn út á gamlársdag - eingöngu úr seldum miðum og gengur því örugglega út! Athugiö! Viö drögum í 4. flokki n.k. þriöjudag, 11. apríl. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.