Morgunblaðið - 08.04.1995, Side 1

Morgunblaðið - 08.04.1995, Side 1
112 SIÐUR B/LESBOK/D/E/F 82. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. APRÍL1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Stefnu Perú- stjómar mótmælt ALBERTO Fujimori, forseti Perú, sagðist í gær þurfa meiri- hluta á þingi til að geta haldið áfram efnahagsumbótum sínum og skapað fleiri störf. Fujimori sækist eftir endurkjöri í for- setakosningum og sigri í þing- kosningum sem fram fara í Perú á morgun, sunnudag. Að sögn blaðamanna hefur forset- inn forskot á helsta keppinaut- inn, Javier Perez de Cuellar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Ekki hef- ur hins vegar verið gefin upp niðurstaða skoðanakannana síð- ustu tvær vikur, þar sem það er bannað samkvæmt kosninga- lögum og varðar brot á þeim háum fjársektum. Að sögn stjórnmálaskýrenda er ólíklegt að flokkur Fujimoris fái meiri- hluta á þingi. Ekki eru allir á eitt sáttir um stefnu Fujimoris, á myndinni losar lögregla mann sem hafði fest sig með keðjum við kross til að mótmæla stefnu stjórnarinnar í bankamálum. ■ Til atlögu við forsetann/ 25 Verkfallið heldur áfram í Færeyjum Læknar hindra kjara- samning Þórshöfn. Morgunblaðið. UNGIR læknar í Færeyjum komu í gær í veg fyrir að samn- ingar næðust í kjaradeilu opin- berra starfsmanna skömmu áður en fulltrúar landstjómar- innar og samninganefnd 21 stéttarfélags hugðust undirrita nýjan kjarasamning. Ungir læknar höfnuðu kja- rasamningnum á síðustu stundu og sáttasemjaramir tveir slitu viðræðunum. Verk- fallið, sem staðið hefur í tæpar þijár vikur, heldur því áfram. 4,25% launahækkun hafnað Landstjórnin og hin stétt- arfélögin 20 höfðu náð sam- komulagi um nýjan samning. Gert var ráð fyrir að laun myndu hækka um 4,25%, eða helmingi minna en opinberir starfsmenn höfðu krafist. Helmingur launahækkun- arinnar átti að taka gildi 1. febrúar á næsta ári, hinn 1. janúar 1997. Auk þess áttu að bætast við tveir frídagar á þessu og næsta ári. Landstjórnin neitar að und- irrita nýjan kjarasamning nema öll stéttarfélögin sam- þykki hann. Ákvörðun lækn- anna olli miklu uppnámi meðal hinna stéttarfélaganna og því sér ekki enn fyrir endann á verkfallinu. Vegna verkfallsins hefur aðeins neyðartilvikum verið sinnt á sjúkrahúsum og biðlist- ar vegna aðgerða hafa lengst mjög. Hugsanlegt er að færeyskir sjómenn fari einnig í verkfall á næstunni. Reuter Deilt um dauðadóm í Bandaríkjunum Aftökunní ekki frestað Atlanta. Reuter. ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Banda- ríkjunum úrskurðaði seint í gær- kvöldi að ekki bæri að fresta aftöku Nicholas Ingrams, sem var dæmdur fyrir morð. Dómstóllinn hafnaði beiðni sakbomingsins um að málið yrði tekið upp að nýju á þeirri for- sendu að það hefði ekki fengið rétt- láta meðferð. Nokkrum klukkustundum áður hafði umdæmisdómari í Georgíu úr- skurðað að fresta bæri aftökunni um þijá sóiarhringa, en áfrýjunar- dómstóllinn hnekkti þeim úrskurði. Að sögn fjölmiðla í Georgíu átti að taka Ingram af lífi í rafmagnsstól í nótt. Veijendur Ingrams höfðu sagt að embættismenn hefðu gefið sakbom- ingnum geðlyfið thorazine eftir að hann var handtekinn og hann hefði verið lítt fær um að veija sig vegna áhrifa lyfjanna. Mál Ingrams, sem er breskur í móðurætt, hefur vakið mikla athygli víða um heim. Andstæðingar dauða- refsingar, m.a. í Evrópu og Ástralíu, höfðu krafist þess að dómnum yrði breytt í fangelsisdóm. Engin miskunn Ingram er nú 31 árs gamall en morðið umrædda var framið árið 1983 og var Ingram fljótlega hand- tekinn. Að sögn lögreglu réðst hann inn í hús hjóna að nafni Sawyer, batt þau við tré í garðinum og skaut þau í höfuðið. Síðan hirti hann 60 dollara, um 4.000 krónur og hvarf á braut í pallbíl hjónanna. Sawyer lést en konan, sem hafði aðeins særst, lét sem hún væri látin og gat síðan náð í hjálp. „Við grátbáðum um miskunn en fengum hana ekki,“ sagði Mary Eunice Sawyer, sem var aðalvitni ákæruvaldsins. „Hann var dómari, kviðdómur og böðull, allt í senn á fáeinum mínútum. Hann ætlaðist svo sannarlega ekki til þess að ég lifði þetta af.“ Þrátt fyrir þetta kvaðst Sawyer, sem á unga dóttur, ekki bera hefndarhug í bijósti en biðja fyrir Ingram og fjölskyldu hans. Ráðstefna um hækkandi hita í heimínum Umdeild mála- miðlun í Berlín Berlín. Reuter. FULLTRÚAR á ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Berlín náðu í gær samkomulagi um hvemig haga bæri samningaviðræðum um að draga úr mengun til að afstýra stórkostlegum hamförum vegna gróðurhúsaáhrif- anna svokölluðu. Fulltrúar frá 170 löndum sátu ráðstefnuna og henni lauk í gær. Samkomulagið felur í sér að skip- Fómarlamb- anna minnst UM 25.000 Rúandamenn söfnuð- ust saman í höfuðborginni Kig- ali í gær og minntust þess að ár var liðið frá því að forseti landsins, Juvenal Habyarimana, var ráðinn af dögum ásamt for- seta Búrundi. Jarðneskar leifar Agathe Uwilingiyimana forsæt- isráðherra og fleiri fórnarlamba átakanna í landinu voru grafnar upp ogjarðsettar á ný. Réttarhöld eru hafin yfir sjö af alls 30.000 Rúandamönnum sem hafa verið sakaðir um aðild að drápum á allt að milljón manna í skálmöldinni í landinu fyrir ári. Einn þeirra er sakaður um að hafa drepið 900 manns. Myndin er af nokkrum sakborn- inganna. uð verður nefnd sem á að semja á næstu tveim árum um aðgerðir til að draga úr mengun vegna efna eins og koltvísýrings sem valda gróður- húsaáhrifunum. Nefndin á að setja „magntakmarkanir og markmið um að draga úr menguninni innan ákveðinna tímamarka". í samkomulaginu er ekki tilgreint hversu miklar takmarkanirnar eiga að verða eða hvenær markmiðin eiga að nást. Nefndin á að ljúka starfi sínu sem fyrst árið 1997 og gert er ráð fyrir því að tillögur hennar um mengunartakmarkanir verði sam- þykktar á annarri ráðstefnu. Hagsmunatogstreita Samkomulagið er málamiðlun milli Evrópusambandsins og þróun- arríkja - sem vildu að skýr mark- mið yrðu sett - og iðnríkja eins og Bandaríkjanna, Japans og Ástralíu, sem vildu ekki ganga eins langt. Svend Auken, umhverfismálaráð- herra Danmerkur, sagði samkomu- lagið „betra en menn máttu búast við“. Áðildarríki Bandalags smáey- ríkja voru hins vegar afar óánægð með niðurstöðuna, enda er hætta á að þau hverfi undir sjó rætist svart- sýnustu spár vísindamanna um auk- inn hita í heiminum og hærra sjávar- borð. Aðildarríki Samtaka olíuútflutn- ingsríkja höfðu efasemdir um sam- komulagið þar sem þau óttast tekju- tap verði mengunartakmarkanir til þess að draga úr notkun olíu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.