Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 29

Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 13. APRÍL1995 29 í tímaleysi andartaksins EITT verka Ragn- heiðar frá sýning- unni í Strassburg. Leirlistí Strasbourg NÝVERIÐ lauk sýningu Ragn- heiðar í. Ágústsdóttur á leirlist- munum í sýningarsal ADEAS í Strasbourg í Frakklandi. Þetta er fyrsta einkasýning Ragnheiðar, en hún hefur tekið þátt í íjölmörgum samsýning- um á meginlandi Evrópu. Um þessar mundir tekur Ragnheið- ur þátt í samsýningu í listamið- stöðinni „Maison de la Cher- amique“ í Mulhouse, Frakk- landi. Ragnheiður sýndi hér á landi sumarið 1991 ásamt systur sinni, Þórdísi Erlu, sem sýndi ljósmyndir. Ragnheiður er fædd 1965. Hún hélt til náms við listaháskólann í Strasbourg árið 1986 og lauk námi þaðan 1991 með leirlist sem aðalfag. Ragnheiður fékk lofsamlega dóma í frönskum blöðum þegar sýning hennar stóð í Stras- bourg, m.a. í Hebdoscope og Demier Nouvelle d ’Alsace. I öðru blaðinu er minnst á upp- runa listamannsins qg þau áhrif, sem óbyggðir Islands, birta, rökkur, skýjafar og öldu- rót hafi haft á verkin. Málverkasýn- ing Gunnars I. GUNNAR í. Guðjónsson opnar málverkasýningu í Nesbúð á Nesjavöllum. Gunnar er fæddur í Reykjavík 1941. Hann hélt til náms í teikningu og málara- list við skólann Excuela Marss- ana á Spáni 1972. Árið 1974 flutti Gunnar aft- ur heim til íslands og sama ár hélt hann stóra sýningu á verk- um sínum á Kjarvalsstöðum. Árið 1981 hélt Gunnar aðra sýningu í boði Menningarstofn- unar Bandaríkjanna og hefur síðan haldið margar sýningar á verkum sínum. Helstu viðfangsefni Gunnars em landslags- og sjávarmyndir. Flestar myndir hans em unnar með olíulitum á striga. Sýning- in stendur fram á sumar. „VERKIÐ gerist í tímaleysi andar- taksins. Það fjallar um tvær konur sem lifðu einu sinni glæsta daga en em orðnar gamlar fyrir aldur fram. Þær hafa eiginlega orðið eftir í tím- anum og passa ekki lengur inn í þjóðfélagið," segir Sigrún Sól Ólafs- dóttir leikkona sem fer ásamt stöllu sinni Höllu Margréti Jóhannesdóttur með aðalhlutverk í tvfleiknum Hlæðu, Magdalena, hlæðu eftir Jök- ul Jakobsson. Verkið verður fmm- sýnt í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpan- um á annan í páskum. „Þær em eiginlega samgrónar," bætir Halla Margrét við. „Ingiríður er alltaf að bæta fleiri dropum í glas- ið þótt löngu sé farið að flæða út úr. Líf hennar snýst eiginlega alfar- ið um að fá Magdalenu til að hlæja. Með því að fá hana til að hlæja kemst hún kannski á ný í snertingu við það glæsta líf sem þær einu sinni lifðu. Þær ganga hins vegar skrefinu of langt inn í minningamar og óhugn- anlegir hlutir fara að gerast." Leikkonurnar segja að sýningin sé í senn hnyttin, ógnvekjandi og kátbrosleg. „Þetta er sýning þar sem alvaran er grín og grínið alvara.“ Þá fléttast mikið af tónlist sem flest- ir kannast við inn í sýninguna. Tón- listarstjóri er Jóhanna Þórhallsdóttir. SKÓLAKÓR Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kórsljóra syngur hátíðarsöngva Bjarna Þorsteinssonar í hátíðar- messu í Kópavogskirkju kl. 11 á páskadag og mun þetta vera í fyrsta sinn sem barnakór syngur heila hátíðarmessu hér á landi. . Rík áhcrsla verður lögð á fagra tónlist í Kópavogskirkju á páska- Vinna á eigin forsendum Halla Margrét og Sigrún Sól út- skrifuðust báðar frá Leiklistarskóla íslands vorið 1994. Síðastliðið sumar störfuðu þær hjá samevrópska leik- húsinu Theatrale í Þýskalandi en í vetur hafa þær haft margvísleg verkefni á sinni könnu. Halla Mar- grét segir að margir séu um hituna í leiklistinni og því sé mikilvægt að skapa sér tækifæri upp á eigin spýt- ur. Kaffileikhúsið komi í góðar þarf- ir í því samhengi og sé kærkomin viðbót við leiklistarlíf borgarinnar. „Það er frábært að fá að vinna á eigin forsendum í eigin leikhúsi," bætir Sigrún Sól við. Leikstjóri sýningarinnar er Ásdís Þórhallsdóttir. Hún lærði leikstjóm í Rússlandi og hefur starfað sem aðstoðarleikstjóri í Þjóðleikhúsinu auk þess að sinna ýmsum öðram verkefnum .iér heima frá 1991. Hún segir að Hlæðu, Magdalena, hlæðu sé mjög fallega skrifað verk og henti einkar vel til flutnings í kaffileik- húsi. „Það á vel við anda verksins að vera í nálægð við áhorfendur en okkar markmið er að framlengja stemninguna sem er fyrir í húsinu. Ég vil að fólk komi í leikhús til að láta sér líða vel.“ dag. Auk hátíðarsöngva Bjarna leikur Öm Falkner organisti, Guðrún Birgisdóttir leikur á flautu og Matthildur Matthías- dóttir syngur stólvers. Séra Ægir Fr. Sigurgeirsson sóknarprestur messar. Skólakór Kársness hefur í vet- ur sungið mánaðarlega við guðs- þjónustur í Kópavogskirkju. SKÓLAKÓR Kársness. Bamakór í hátíðarmessu Bágt er heimskum að breyta rétt KVIKMYNPIR Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri HEIMSKUR HEIMSKARI (“DUMB AND DUMBER“) •k A ir Leiksljóri Charles Russell. Aðaileik- endur Jim Carrey, Jeff Daniels, Teri Garr. Bandarísk. New Line Cinema 1994. ÞAÐ fer ekki á milli mála að ný stjarna í gamanleik er fædd. Jim Carrey hefur sannað það í örfáum myndum að hann er kominn til að vera. Ferillinn byrjaði ekkert sérlega glæsilega hjá Fox sjónvarpsstöðvun- um þar sem hann fór með aðalhlut- verkið í þáttunum In Living Color. Þeir þóttu fyndnir og vel skrifaðir en fengu ekki nægilegt áhorf. Eng- inn bjóst við miklu af Ace Ventura, fyrstu kvikmynd Carreys, en hún sendi hann uppá stjörnuhimininn. Gríman og nú síðast Heimskur heimskari hafa svo tryggt þennan ærslabelg í sessi. Leikstíll hans er á sömu nótum og Jerry Lewis, yfir- gengilegur fíflagangur með tilheyr- andi fettum og brettum. Þær rista ekki djúpt myndimar hans, en þær ættu að koma flestum öðram en örgustu fýlupokum í gott skap, það er fyrir öllu. Jim Carrey og Jeff Daniels leika vinina Lloyd Christmas og Harry Dunne. Christmas er límúsínubfl- stjóri sem í upphafi myndar verður ástfanginn af glæsilegum kvenkyns viðskiptavini sem hann ekur útá flugvöll. Farþeginn skilur eftir sig tösku og sér Christmas í henni gull- ið tækifæri til að hitta hana aftur. Dunne er afar seinheppinn gælu- dýrahirðir sem einnig fær pokann sinn á fyrstu mínútunum og heldur því með Christmas vini sínum í makalaust ferðalag til að hitta draumadísina og skila töskunni - sem reynist innihalda hluti sem gætu verið heilsu þeirra hættulegir. Myndir sem byggja á aulafyndni hafa verið heldur fátíðar síðan Jerry Lewis, Norman Wisdom og þeir grín- arar allir fóra úr tísku hjá kvik- myndahúsagestum á sjöunda ára- tugnum. Með Carrey hafa þær hlotið braut- argengi á nýjan leik, ein vinsælasta myndin í Bandaríkjunum í dag er einmitt Tommy Boy, en hún siglir í kjölfar Heimskur heimskari. Synd væri að segja að hér glitruðu gull- molar eða ferskir vindar svifu yfir vötnunum. Brandaramir byggja furðu margir á þeim líkamspörtum sem skila af oss úrgangsefnum og yfirgengilegri heimsku tvímenning- anna. Þetta er fyrst og fremst mynd þeirra Carreys og Daniels, þeir skapa báðir frábæra grautarhausa, fá mann til að gráta úr hlátri því þeir fara létt með að láta flónshátt- inn virka og gera viðkunnanlegar persónur úr bjálfunum. Þetta er ekki ýkja merkileg skemmtun, en hún virkar. Sæbjörn Valdimarsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson HALLA Margrét Jóhannesdóttir og Sigrún Sól Ólafsdóttir í hlut- verkum sínum í tvíleiknum Hlæðu, Magdalena, hlæðu sem frum- sýndur verður í Kaffileikhúsinu á annan í páskum. Hrærigrautur MYNDLIST Gerðuberg INNSETNING Pétur Óm Friðriksson. Opið mánud.-fimmtud. kl. 13-19 ogföstud.-sunnud. kl 13-16 til 23. apríl. Aðgangur ókeypis. ÁHUGI listamanna á vísindum er sjálfsagt jafngamall listinni. Leonardo da Vinci var vissulega hvoru tveggja í senn, listamaður og vísindamaður, eins og vel er þekkt af fjölmörgum skissubókum hans. Fræðimenn á ýmsum sviðum hafa ávallt metið listina mikils, og notað hana jafnvel sem umgjörð um fræðin; nægir að benda á hið fræga verk Rembrandts, „Lif- fræðifyrirlestur dr. Tulp“ sem eru sjaldgæf hylling læknavísindanna { myndlist. Eðlisfræðin kann að virðast flóknari vísindi til að kynna í myndlist, en það hefur þó verið gert með eftirminnilegum hætti. Má þar nefna þekkt verk 18. aldar málarans Josephs Wrights, „Til- raun með loftdælu," sem sameinar á eftirminnilegan hátt vísindi, tæknikunnáttu listamannsins við beitingu ijóssins í málverkinu og bamslega rómantík tilfinning- anna. Þessi tengsl hafa haldist vel inn á þessa öld, og má benda á fróð- leg og um leið ólík dæmi um sam- þættingu eðlisfræði og myndlistar. I verkum Marcel Duchamp, sem með eigin tilraun með metra lang- ar snúrur og þyngdarafl bjó til nýtt einingakeríTi. I verkinu ,,Sól- vagninn" eftir Jón Gunnar Árna- son skal birtugjafi jarðarinnar vera virkur þáttur verksins hveiju sinni. Loks má benda á suma hljóð- skúlptúra Finnboga Péturssonar, t.d. „Hringur" sem var settur upp í gryfju Nýlistasafnsins 1991, þar sem mynduð var afar sérstæð heild með samþættum hljóðbylgjum, vatni og ljósi. Friðrik Örn Friðriksson er að vinna einhvers staðar á þessum slóðum í verkum sínum. Hann hefur átt gripi á nokkrum samsýn- ingum síðustu ár, þar sem hann hefur m.a. látið litlar rafmótóra framkvæma í sífellu einfaldar at- hafnir. Margt af þessum hlutum hefur verið tilfyndið ásýndar, en þó lítt eftirminnilegt fyrir annað en það; hinn myndræni hluti hefur ekki verið rismikill. Þessu heldur áfram á þessari sýningu, sem að mestu byggist á ■ innsetningu, sem áhorfendur geta fylgst með í gegnum glugga. Af nokkuð ruglingslegum texta í sýn- ingarskrá má ráða að það er eink- um ljósið og vísindaleg eigindi þess sem Friðrik vill kynna með þessu framtaki. Innan glersins má sjá borð með tækjum og tólum, tölvum, blaðamöppum o.s.frv. Um þetta segir í minnipunktum í sýn- ingarskrá: „Uppsetning sú sem hér hefur verið sett upp er fengin að hluta til að láni úr mannkynssögunni, hrærigrautur úr Newton og tæp- legum og rúmlegum samtíma- mönnum hans innan sögu vísinda, sú geijun sem þá atti sér stað en framkvæmd í dag og með vísvit- andi tillitsleysi til stórra hluta þeirrar þróunar sem í millitíðinni hefur orðið.“ Hér er lykilorðið hrærigrautur sem réttnefni þess sem fyrir augu ber. Minnispunktar í textaformi, sem er eins konar innangur í sýn- ingarskrá, eru aðeins sundur- lausar vangaveltur um einfalda hluti, og bregða engu ljósi á fyrir- ætlun listamannsins með þessari framkvæmd. Eðlisfræðilegar skýr- ingar á eðli ljósbylgu síðar í skránni eru ef til vill hráefhi til listrænnar úrvinnslu, en hún er ekki áhugaverð hér, hvort sem lit- ið er aftur til Jóns Gunnars Áma- sonar eða Josephs Wrights til sam- anburðar. Gerðuberg fylgir öllum sýning- um sem þar eru settar upp úr hlaði með sýningarskrám í góðri kápu, og er það vel; á stundum hafa þær reynst ágætar heimildir um at- hyglisverða listamenn. Að þessu sinni er hins vegar fátt áhugavert á milli kápublað- anna, sem og í sýningarrýminu. Eiríkur Þorláksson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.