Morgunblaðið - 13.04.1995, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL1995 29
í tímaleysi
andartaksins
EITT verka Ragn-
heiðar frá sýning-
unni í Strassburg.
Leirlistí
Strasbourg
NÝVERIÐ lauk sýningu Ragn-
heiðar í. Ágústsdóttur á leirlist-
munum í sýningarsal ADEAS
í Strasbourg í Frakklandi.
Þetta er fyrsta einkasýning
Ragnheiðar, en hún hefur tekið
þátt í íjölmörgum samsýning-
um á meginlandi Evrópu. Um
þessar mundir tekur Ragnheið-
ur þátt í samsýningu í listamið-
stöðinni „Maison de la Cher-
amique“ í Mulhouse, Frakk-
landi.
Ragnheiður sýndi hér á landi
sumarið 1991 ásamt systur
sinni, Þórdísi Erlu, sem sýndi
ljósmyndir. Ragnheiður er
fædd 1965. Hún hélt til náms
við listaháskólann í Strasbourg
árið 1986 og lauk námi þaðan
1991 með leirlist sem aðalfag.
Ragnheiður fékk lofsamlega
dóma í frönskum blöðum þegar
sýning hennar stóð í Stras-
bourg, m.a. í Hebdoscope og
Demier Nouvelle d ’Alsace. I
öðru blaðinu er minnst á upp-
runa listamannsins qg þau
áhrif, sem óbyggðir Islands,
birta, rökkur, skýjafar og öldu-
rót hafi haft á verkin.
Málverkasýn-
ing Gunnars I.
GUNNAR í. Guðjónsson opnar
málverkasýningu í Nesbúð á
Nesjavöllum. Gunnar er fæddur
í Reykjavík 1941. Hann hélt
til náms í teikningu og málara-
list við skólann Excuela Marss-
ana á Spáni 1972.
Árið 1974 flutti Gunnar aft-
ur heim til íslands og sama ár
hélt hann stóra sýningu á verk-
um sínum á Kjarvalsstöðum.
Árið 1981 hélt Gunnar aðra
sýningu í boði Menningarstofn-
unar Bandaríkjanna og hefur
síðan haldið margar sýningar
á verkum sínum.
Helstu viðfangsefni Gunnars
em landslags- og sjávarmyndir.
Flestar myndir hans em unnar
með olíulitum á striga. Sýning-
in stendur fram á sumar.
„VERKIÐ gerist í tímaleysi andar-
taksins. Það fjallar um tvær konur
sem lifðu einu sinni glæsta daga en
em orðnar gamlar fyrir aldur fram.
Þær hafa eiginlega orðið eftir í tím-
anum og passa ekki lengur inn í
þjóðfélagið," segir Sigrún Sól Ólafs-
dóttir leikkona sem fer ásamt stöllu
sinni Höllu Margréti Jóhannesdóttur
með aðalhlutverk í tvfleiknum
Hlæðu, Magdalena, hlæðu eftir Jök-
ul Jakobsson. Verkið verður fmm-
sýnt í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpan-
um á annan í páskum.
„Þær em eiginlega samgrónar,"
bætir Halla Margrét við. „Ingiríður
er alltaf að bæta fleiri dropum í glas-
ið þótt löngu sé farið að flæða út
úr. Líf hennar snýst eiginlega alfar-
ið um að fá Magdalenu til að hlæja.
Með því að fá hana til að hlæja kemst
hún kannski á ný í snertingu við það
glæsta líf sem þær einu sinni lifðu.
Þær ganga hins vegar skrefinu of
langt inn í minningamar og óhugn-
anlegir hlutir fara að gerast."
Leikkonurnar segja að sýningin
sé í senn hnyttin, ógnvekjandi og
kátbrosleg. „Þetta er sýning þar sem
alvaran er grín og grínið alvara.“
Þá fléttast mikið af tónlist sem flest-
ir kannast við inn í sýninguna. Tón-
listarstjóri er Jóhanna Þórhallsdóttir.
SKÓLAKÓR Kársness undir
stjórn Þórunnar Björnsdóttur
kórsljóra syngur hátíðarsöngva
Bjarna Þorsteinssonar í hátíðar-
messu í Kópavogskirkju kl. 11 á
páskadag og mun þetta vera í
fyrsta sinn sem barnakór syngur
heila hátíðarmessu hér á landi. .
Rík áhcrsla verður lögð á fagra
tónlist í Kópavogskirkju á páska-
Vinna á eigin forsendum
Halla Margrét og Sigrún Sól út-
skrifuðust báðar frá Leiklistarskóla
íslands vorið 1994. Síðastliðið sumar
störfuðu þær hjá samevrópska leik-
húsinu Theatrale í Þýskalandi en í
vetur hafa þær haft margvísleg
verkefni á sinni könnu. Halla Mar-
grét segir að margir séu um hituna
í leiklistinni og því sé mikilvægt að
skapa sér tækifæri upp á eigin spýt-
ur. Kaffileikhúsið komi í góðar þarf-
ir í því samhengi og sé kærkomin
viðbót við leiklistarlíf borgarinnar.
„Það er frábært að fá að vinna á
eigin forsendum í eigin leikhúsi,"
bætir Sigrún Sól við.
Leikstjóri sýningarinnar er Ásdís
Þórhallsdóttir. Hún lærði leikstjóm
í Rússlandi og hefur starfað sem
aðstoðarleikstjóri í Þjóðleikhúsinu
auk þess að sinna ýmsum öðram
verkefnum .iér heima frá 1991. Hún
segir að Hlæðu, Magdalena, hlæðu
sé mjög fallega skrifað verk og henti
einkar vel til flutnings í kaffileik-
húsi. „Það á vel við anda verksins
að vera í nálægð við áhorfendur en
okkar markmið er að framlengja
stemninguna sem er fyrir í húsinu.
Ég vil að fólk komi í leikhús til að
láta sér líða vel.“
dag. Auk hátíðarsöngva Bjarna
leikur Öm Falkner organisti,
Guðrún Birgisdóttir leikur á
flautu og Matthildur Matthías-
dóttir syngur stólvers. Séra Ægir
Fr. Sigurgeirsson sóknarprestur
messar.
Skólakór Kársness hefur í vet-
ur sungið mánaðarlega við guðs-
þjónustur í Kópavogskirkju.
SKÓLAKÓR Kársness.
Bamakór í hátíðarmessu
Bágt er heimskum að breyta rétt
KVIKMYNPIR
Laugarásbíó,
Borgarbíó Akureyri
HEIMSKUR HEIMSKARI
(“DUMB AND DUMBER“)
•k A ir
Leiksljóri Charles Russell. Aðaileik-
endur Jim Carrey, Jeff Daniels, Teri
Garr. Bandarísk. New Line Cinema
1994.
ÞAÐ fer ekki á milli mála að ný
stjarna í gamanleik er fædd. Jim
Carrey hefur sannað það í örfáum
myndum að hann er kominn til að
vera. Ferillinn byrjaði ekkert sérlega
glæsilega hjá Fox sjónvarpsstöðvun-
um þar sem hann fór með aðalhlut-
verkið í þáttunum In Living Color.
Þeir þóttu fyndnir og vel skrifaðir
en fengu ekki nægilegt áhorf. Eng-
inn bjóst við miklu af Ace Ventura,
fyrstu kvikmynd Carreys, en hún
sendi hann uppá stjörnuhimininn.
Gríman og nú síðast Heimskur
heimskari hafa svo tryggt þennan
ærslabelg í sessi. Leikstíll hans er á
sömu nótum og Jerry Lewis, yfir-
gengilegur fíflagangur með tilheyr-
andi fettum og brettum. Þær rista
ekki djúpt myndimar hans, en þær
ættu að koma flestum öðram en
örgustu fýlupokum í gott skap, það
er fyrir öllu.
Jim Carrey og Jeff Daniels leika
vinina Lloyd Christmas og Harry
Dunne. Christmas er límúsínubfl-
stjóri sem í upphafi myndar verður
ástfanginn af glæsilegum kvenkyns
viðskiptavini sem hann ekur útá
flugvöll. Farþeginn skilur eftir sig
tösku og sér Christmas í henni gull-
ið tækifæri til að hitta hana aftur.
Dunne er afar seinheppinn gælu-
dýrahirðir sem einnig fær pokann
sinn á fyrstu mínútunum og heldur
því með Christmas vini sínum í
makalaust ferðalag til að hitta
draumadísina og skila töskunni -
sem reynist innihalda hluti sem
gætu verið heilsu þeirra hættulegir.
Myndir sem byggja á aulafyndni
hafa verið heldur fátíðar síðan Jerry
Lewis, Norman Wisdom og þeir grín-
arar allir fóra úr tísku hjá kvik-
myndahúsagestum á sjöunda ára-
tugnum.
Með Carrey hafa þær hlotið braut-
argengi á nýjan leik, ein vinsælasta
myndin í Bandaríkjunum í dag er
einmitt Tommy Boy, en hún siglir í
kjölfar Heimskur heimskari. Synd
væri að segja að hér glitruðu gull-
molar eða ferskir vindar svifu yfir
vötnunum. Brandaramir byggja
furðu margir á þeim líkamspörtum
sem skila af oss úrgangsefnum og
yfirgengilegri heimsku tvímenning-
anna. Þetta er fyrst og fremst mynd
þeirra Carreys og Daniels, þeir
skapa báðir frábæra grautarhausa,
fá mann til að gráta úr hlátri því
þeir fara létt með að láta flónshátt-
inn virka og gera viðkunnanlegar
persónur úr bjálfunum. Þetta er ekki
ýkja merkileg skemmtun, en hún
virkar.
Sæbjörn Valdimarsson
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
HALLA Margrét Jóhannesdóttir og Sigrún Sól Ólafsdóttir í hlut-
verkum sínum í tvíleiknum Hlæðu, Magdalena, hlæðu sem frum-
sýndur verður í Kaffileikhúsinu á annan í páskum.
Hrærigrautur
MYNDLIST
Gerðuberg
INNSETNING
Pétur Óm Friðriksson.
Opið mánud.-fimmtud.
kl. 13-19 ogföstud.-sunnud.
kl 13-16 til 23. apríl.
Aðgangur ókeypis.
ÁHUGI listamanna á vísindum
er sjálfsagt jafngamall listinni.
Leonardo da Vinci var vissulega
hvoru tveggja í senn, listamaður
og vísindamaður, eins og vel er
þekkt af fjölmörgum skissubókum
hans. Fræðimenn á ýmsum sviðum
hafa ávallt metið listina mikils, og
notað hana jafnvel sem umgjörð
um fræðin; nægir að benda á hið
fræga verk Rembrandts, „Lif-
fræðifyrirlestur dr. Tulp“ sem eru
sjaldgæf hylling læknavísindanna
{ myndlist.
Eðlisfræðin kann að virðast
flóknari vísindi til að kynna í
myndlist, en það hefur þó verið
gert með eftirminnilegum hætti.
Má þar nefna þekkt verk 18. aldar
málarans Josephs Wrights, „Til-
raun með loftdælu," sem sameinar
á eftirminnilegan hátt vísindi,
tæknikunnáttu listamannsins við
beitingu ijóssins í málverkinu og
bamslega rómantík tilfinning-
anna.
Þessi tengsl hafa haldist vel inn
á þessa öld, og má benda á fróð-
leg og um leið ólík dæmi um sam-
þættingu eðlisfræði og myndlistar.
I verkum Marcel Duchamp, sem
með eigin tilraun með metra lang-
ar snúrur og þyngdarafl bjó til
nýtt einingakeríTi. I verkinu ,,Sól-
vagninn" eftir Jón Gunnar Árna-
son skal birtugjafi jarðarinnar
vera virkur þáttur verksins hveiju
sinni. Loks má benda á suma hljóð-
skúlptúra Finnboga Péturssonar,
t.d. „Hringur" sem var settur upp
í gryfju Nýlistasafnsins 1991, þar
sem mynduð var afar sérstæð heild
með samþættum hljóðbylgjum,
vatni og ljósi.
Friðrik Örn Friðriksson er að
vinna einhvers staðar á þessum
slóðum í verkum sínum. Hann
hefur átt gripi á nokkrum samsýn-
ingum síðustu ár, þar sem hann
hefur m.a. látið litlar rafmótóra
framkvæma í sífellu einfaldar at-
hafnir. Margt af þessum hlutum
hefur verið tilfyndið ásýndar, en
þó lítt eftirminnilegt fyrir annað
en það; hinn myndræni hluti hefur
ekki verið rismikill.
Þessu heldur áfram á þessari
sýningu, sem að mestu byggist á ■
innsetningu, sem áhorfendur geta
fylgst með í gegnum glugga. Af
nokkuð ruglingslegum texta í sýn-
ingarskrá má ráða að það er eink-
um ljósið og vísindaleg eigindi
þess sem Friðrik vill kynna með
þessu framtaki. Innan glersins má
sjá borð með tækjum og tólum,
tölvum, blaðamöppum o.s.frv. Um
þetta segir í minnipunktum í sýn-
ingarskrá:
„Uppsetning sú sem hér hefur
verið sett upp er fengin að hluta
til að láni úr mannkynssögunni,
hrærigrautur úr Newton og tæp-
legum og rúmlegum samtíma-
mönnum hans innan sögu vísinda,
sú geijun sem þá atti sér stað en
framkvæmd í dag og með vísvit-
andi tillitsleysi til stórra hluta
þeirrar þróunar sem í millitíðinni
hefur orðið.“
Hér er lykilorðið hrærigrautur
sem réttnefni þess sem fyrir augu
ber. Minnispunktar í textaformi,
sem er eins konar innangur í sýn-
ingarskrá, eru aðeins sundur-
lausar vangaveltur um einfalda
hluti, og bregða engu ljósi á fyrir-
ætlun listamannsins með þessari
framkvæmd. Eðlisfræðilegar skýr-
ingar á eðli ljósbylgu síðar í
skránni eru ef til vill hráefhi til
listrænnar úrvinnslu, en hún er
ekki áhugaverð hér, hvort sem lit-
ið er aftur til Jóns Gunnars Áma-
sonar eða Josephs Wrights til sam-
anburðar.
Gerðuberg fylgir öllum sýning-
um sem þar eru settar upp úr hlaði
með sýningarskrám í góðri kápu,
og er það vel; á stundum hafa þær
reynst ágætar heimildir um at-
hyglisverða listamenn.
Að þessu sinni er hins vegar
fátt áhugavert á milli kápublað-
anna, sem og í sýningarrýminu.
Eiríkur Þorláksson