Morgunblaðið - 05.05.1995, Side 2

Morgunblaðið - 05.05.1995, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 -4 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Samtök fiskvinnslustööva boða vinnslustöðvun vegna boðaðs sj ómannaverkfalls ÚTLIT er fyrir að nálægt 5 þúsund starfsmenn í fiskvinnslu um allt land nema á Vestfjörðum fari á atvinnu- leysisskrá 2. júní vegna vinnslustöðv- unar í fískvinnsluhúsum ef boðað verkfall sjómanna skellur á og ekki hefur samist fyrir þann tíma. í gær sendu Samtök fískvinnslustöðva bréf til fískvinnslufyrirtækja innan sam- takanna þar sem þeim tilmælum er beint til þeirra að gera nú þegar ráðstafanir til að mæta áföllum vegna hugsanlegs verkfalls sjó- manna í fiskiskipaflotanum frá og með 25. maí. Fyrirtækin eiga tvo kosti Er fyrirtækjunum bent á að þau hafí tvo kosti. Annars vegar að til- kynna nú þegar vinnslustöðvun vegna hráefnisskorts með fjögurra vikna fyrirvara, þannig að tilkynning sem send væri í dag, 5. maí, tæki gildi frá og með 2. júní. „Þann dag gæti fyrirtækið fellt starfsfólkið af launaskrá vegna hráefnisleysis," segir í bréfínu. Hins vegar er bent á að fyrirtæk- in geti tilkynnt hráefnisleysi með Fiskvinnslufólk hugsanlega fellt af launaskrá 2. júní þriggja daga fyrirvara. Slík tilkynn- ing gildi í 30 daga og komi til vinnslustöðvunar innan þess tíma geti fyrirtækin sent starfsfólk á kauptryggingu heim og greiði fyrir- tækin þá dagvinnukaup en fá bætur frá Atvinnuleysistryggingasjóði á meðan vinnslustöðvun varir. „Við bendum félagsmönnum á að sjálfsagt er að gera hvort tveggja, þar sem komið gæti til hráefnisleysis áður en fjögurra vikna fyrirvari væri liðinn,“ segir í bréfinu og er tekið fram að báðir þessir möguleikar séu í fullu samræmi við kjarasamninga fiskvinnslufólks. Karítas Pálsdóttir, formaður físk- vinnsludeildar Verkamannasam- bandsins, sagði að þetta sýndi þann veruleika sem fískvinnslufólk stæði frammi fyrir og sagði að kauptrygg- ingarákvæði kjarasamninganna í febrúar, sem áttu að tryggja aukið atvinnuöryggi fískvinnslufólks, virt- ust engu hafa breytt þegar á reyndi. Atvinnurekendur ætluðu að notfæra sér glufu í samningnum. Hún sagði of snemmt að segja til um hvort öll fiskvinnsluhús myndu grípa til uppsagnar því töluverður hluti þeirra ynni fryst hráefni og ætti því talsverðar birgðir á lager. Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, gagnrýndi samtök vinnuveit- enda harðlega fyrir að ætla að grípa til þessa ráðs og sagðist álíta að þama væri verið að reyna að draga fiskvinnslufólk inn í sjómannadeil- una. Sagði hann að Verkamanna- sambandið myndi skoða þessi mál rækilega á næstu dögum. Samkvæmt samningnum sem gerður var í febrúar fékk fískvinnslu- fólk rétt til að gera kauptryggingar- samninga eftir níu mánuði í starfí og skuldbundu vinnuveitendur sig til að greiða starfsmönnum á kaup- tryggingarsamningi föst laun fyrir . dagvinnu þótt hráefnisbrestur valdi vinnslustöðvun. Jafnframt segir í samningnum að fyrirtæki sé heimilt ef horfur eru á langvinnri rekstrar- stöðvun vegna hráefnisskorts að boða vinnslustöðvun með fjögurra vikna fyrirvara og ef vinnslustöðvun stafí af ófyrirséðum áföllum sé við- komandi fyrirtæki heimilt að fella niður launagreiðslur. Karítas sagði umdeilanlegt hvað teldist ófyrirséð áföll og tæplega væri hægt að halda því fram að vinnustöðvun vegna sjómannaverk- falls félli undir það. Tveir nýir menní stjórn SH STJÓRN Sölumiðstöðvar hraðfiysti- húsanna var endurkjörin á aðalfundi SH_í gær, utan tveggja manna. . Úr stjórn gengu Sighvatur Bjamason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum, og Pétur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Tálknafjarðar. Nýir menn í stjóm SH eru Auðunn Karlsson, stjómar- formaður Frosta í Súðavík, og Gunn- ar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjörns í Grindavík. Aðalfundur SH/18 ♦ ♦ ♦ Verkfalli frestað RÍKISSÁTTASEMJARI lagði í gær- kvöldi fram miðlunartillögu í kjara- deilu Sjómannafélags Reykjavíkur og viðsemjenda og hefur boðaðri vinnustöðvun 7. maí verið frestað. Miðlunartillagan byggir á samn- ingum ASÍ, VSI og Vinnumálasam- bandsins frá 21. febrúar sl. auk þess sem hún tekur til nokkurra atriða sem leiða munu til aukinnar hagræð- ingar og skipulagsbreytinga, sem greitt er sérstaklega fyrir, segir í frétt frá ríkissáttasemjara. Atkvæðagreiðsla um tillöguna meðal félaga Sjómannafélags Reykjavíkúr fer fram á næstu þrem- ur 'vikum. Að henni lokinni verða atkvæði talin hjá ríkissáttasemjara. Morgunblaðið/Sig. Jóns. STARFSMENN Límtrés hf. á nýju brúnni að afhendingu lokinni. Fyrsta mannvirkið unnið hjá Límtré hf. úr íslenskum skógi Selfossi. Morgunblaðið. GÖNGUBRÚ úr íslensku lerki var afhent Skógrækt ríkisins í verk- smiðju Límtrés hf. á Flúðum 4. maí síðastliðinn. Það voru Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra og Böðvar Guðmundsson. fram- kvæmdastjóri Skógræktar ríkis- ins á Suðurlandi, sem tóku form- lega við brúnni. Brúin er fyrsta mannvirkið sem smíðað er úr ís- lenskum skógi. Efnið í brúnni er úr tijám sem gróðursett voru 1959 og er því aðeins 36 ára gamalt. Brúin mun fara á viðarsýningu í Perlunni 20. maí og gert er ráð fyrir að Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur muni kaupa brúna og staðsetja hana í Elliðaárdalnum til frambúðar. í erindi Jóns Loftssonar skóg- ræktarstjóra kom fram að vax- andi áhugi er fyrir iðnaðarskóg- rækt eða viðarskógrækt. Hann Göngu- brú úr lerki benti á að mælingar á vexti trjáa gæfu skógarbændum góðar vonir um arðbæra skógrækt. Hann benti á að vinnsla á viði lofaði góðu ekki síst vegna þess að stutt- ar lengdir nýttust vel til límtrés- gerðar. Nú lægi fyrir að grisja þyrfti skógarlundi á 500 hektur- um lands og að stórum hluta væri um nýtanlegan við að ræða. Guðmundur Ósvaldsson, fram- kvæmdastjóri Límtrés hf., sagði að lerki hefði lítið verið notað í límtrésframleiðslu. Göngubrúin hefði verið tekin fyrir eins og um hefðbundna framleiðslu væri að ræða og ýmsar prófanir gerð- ar í leiðinni. Efnið kom frá Hall- ormsstað í lok siðasta árs og brú- in síðan hönnuð og framleidd af starfsmönnum fyrirtækisins. Hann sagði að lerkið hefði ýmsa kosti fram yfir furu og greni svo sem meiri styrk og veðrunarþol. Ekkert benti til annars en lerkið uppfyllti tæknilegar kröfur til margs konar notkunar og gæti orðið samkeppnishæft í verði, sérstaklega þar sem gerðar verða kröfur um langa endingu utanhúss. Mólótoff- kokteil hent inn í Alþingis- húsið FLÖSKU með bensíni, svo- nefndum mólótoff-kokteil, var varpað inn um glugga í Alþing- ishúsinu á fjórða tímanum í fyrrinótt. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins virðist eldur hafa verið borinn að kveik sem stóð upp úr flöskunni en eldurinn slokknaði þegar skeyt- inu var kastað. Flaskan hafnaði inni í þing- flokksherbergi Sjálfstæðis- flokksins og braut þar rúðu en olli ekki öðru tjóni, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Næturvörður í þinghúsinu heyrði brothljóð þegar rúða í þingflokksherberginu brotnaði en varð ekki var mannaferða. Lögregla var kvödd á staðinn sem og menn frá Rannsóknar- lögreglu ríkisins sem hefur málið til rannsóknar. Óljóst var í gær hver þarna hafði verið að verki. Borgarleikhúsið 30 milljón- ir í auka- fjárveitingu og styrk VIÐRÆÐUNEFND fulltrúa borgarinnar og Leikfélags Reykjavíkur hefur lagt til að leikfélagið fái 15 milljóna króna aukatjárveitingu á þessu ári vegna erfiðrar íjárhagsstöðu. Einnig er lagt til að LR fái sér- stakan 15 milljóna króna styrk árlega til annarrar starfsemi í Borgarleikhúsi en leiklistar- starfs og að styrkur borgarinnar til leiklistarstarfsemi verði 135 milljónir á næsta fjárhagsári. Skýrsla nefndarinnar, sem skipuð var 10. janúar til að skoða málefni Borgarleikhúss- ins, hefur verið lögð fram í borgarráði og segir í henni að álit nefndarmanna hafí verið samhljóða. Auk framangreinds er lagt til í niðurstöðu að sam- komulag um rekstur Borgar- leikhúss verði endurskoðað; að skipan, starfsvettvangur og hlutverk leikhúsráðs verði skil- greint, leikhúsráð ráði leikhús- stjóra, ákvæði um fastan styrk borgarinnar til leiklistarstarf- semi verði sett inn og að sam- ráðsnefnd verði rekstrar- og byggingamefnd. Umsóknir um leyfi til bjórsölu á HM ’95 afgreiddar í Reykjavík, Hafnarfirði o g á Akureyri í gær BORGARSTJÓRN Reykjavíkur, bæjarráð Hafnarfjarðar og Akur- eyrar tóku í gær til afgreiðslu um- sóknir um leyfí til áfengissölu í íþróttahúsum sem hýsa leiki heims- meistarakeppninnar í handbolta þá daga sem hún stendur. Samþykkt var að mæla með leyfísveitingu í Reykjavík og Hafnarfírði en á Ak- ureyri var meirihluti bæjarráðs and- vígur því. Bæjarráð Kópavogs sam- þykkti í síðustu viku að mæla með leyfisveitingu. Lögreglustjórar á viðkomandi stöðum gefa út leyfín. Ekki pólitískt mál Nokkrar umræður urðu unj,málið í borgarstjóm í gær. Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagði m.a. að málið væri ekki pólitískt og borgarfulltrúar yrðu að gera upp við samvisku sína hvernig þeir greiddu atkvæði. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, sagðist treysta mati Bjórínn seldur syðra en ekki fyrir norðan aðstandenda keppninnar og hæfni þeirra til að sjá um áfengissölu. Atkvæði féllu þánnig að allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins greiddu atkvæði með því að mælt yrði með leyfísveitingu auk Péturs Jónssonar, borgarfulltrúa R-listans. Aðrir borgarfulltrúar R- listans voru á móti leyfísveitingu nema Steinunn V. Óskarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstunda- ráðs, sem sat hjá við atkvæða- greiðsluna, en hún sagðist ekki geta gert upp hug sinn í málinu. Samhljóða með í Hafnarfirði og Kópavogi Bæjarráð Hafnarfjarðar sam- þykkti samhljóða að mæla með leyf- isveitingu og einnig bæjarráð Kópa- vogs í síðustu viku. Gunnar Birgis- son, formaður bæjarráðs Kópavogs, sagði rök bæjarráðsmanna vera þau að á heimsmeistarakeppnum annars staðar ættu áhorfendur þetta val og ef íslendingar ætluðu sér að geta sér orð sem íbúar ferðamanna- lands yrði sami kostur að vera fyr- ir hendi hér. En það væri líka skoð- un þeirra að bjór ætti ekki að vera á boðstólum ella, aðeins í undan- tekningartilfellum eins og þessu. Sammála áfengisvarnaráði Fyrir fundi bæjarráðs Akureyrar í gær lá umsögn áfengisvarna- nefndar þar sem fram kemur að nefndin getur ekki mælt með að leyfi fyrir bjórsölu verði veitt. Meirihluti bæjarráðs, Sigfríður Þorsteinsdóttir, Framsóknarflokki, Sieríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, og Sigurður J. Sigurðs- son, Sjálfstæðisflokki, var sammála afstöðu áfengisvarnanefndar, en Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðu- flokki, og Þórarinn E. Sveinsson lýstu á fundinum vilja til að sam- þykkja umsókn Greifans sem sér um veitingasölu í höllinni. Warsteiner eina tegundin Hákon Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri HM-nefndar, sagði að ef til bjórsölu kæmi þá yrði Warsteiner-bjór sú tegund sem seld yrði. Hann sagði að allur auglýs- inga- og sjónvarpsréttur væri í höndum Alþjóðahandknattleiks- sambandsins, IHF, sem heldur keppnina. IHF hefði gert auglýs- ingasamning við framleiðendur Warsteiner og því hefði alltaf verið ljóst að ef sótt yrði um leyfi til bjór- sölu kæmi engin önnur tegund til greina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.