Morgunblaðið - 05.05.1995, Side 28

Morgunblaðið - 05.05.1995, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Jafnrétti í stjórnmálum FRÁ því að ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var mynduð þann 23. apríl síðastliðinn hafa farið fram líflegar um- ræður um stöðu kvenna í íslenskri pólitík en þó aðallega um stöðu kvenna innan Sjálf- stæðisflokksins. Hefur afstaða hóps Sjálf- stæðra kvenna þess efnis að fylgi einstakra frambjóðenda í próf- kjörum og röðun á framboðslistum sé eðli- legur útgangspunktur við val í trúnaðarstöður verið gagmýnd á óvæginn hátt bæði utan og innan Sjálfstæðisflokksins. Þessi umræða hlýtur að vekja spurn- ingar um það hvernig þessum málum er háttað hjá öðrum stjórnmáia- flokkum en Sjálfstæðisflokknum og hvort að þrátt fyrir gagnrýni þá sem Sjálfstæðar konur hafa orðið fyrir sé ekki samhljómur á milli þess sem þær hafa haldið fram og þess sem tíðkast hjá hinum flokkunum. Við skulum skoða þetta nánar. Alþýðubandalagið hefur aldrei skipað konu ráðherra Þingflokkur Alþýðubandalagsins samanstendur af 2 konum og 7 körl- um, þ.e. 22% konur sem er sama hlutfall og fyrir kosningar. í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins eru hins vegar 4 konur sem er sama tala og fyrir kosningar og gerir 16% af þing- flokknum. Enginn hinna þingflokk- anna hefur eins margar konur og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins enda stærsti þingflokkurinn. Alþýðubandalagið hefur aldrei skipað konu sem ráðherra gagn- stætt Sjálfstæðisflokknum sem tvisvar sinnum hefur skipað konur í ráðherraembætti, þær Auði Auðuns og Ragnhildi Helgadóttur, og var reyndar fýrstur flokka til þess. Al- þýðubandalagið hefur hins vegar einu sinni skipað konu í embætti forseta Sameinaðs þings en Sjálf- stæðisflokkurinn hefur einu sinni skipað konu forseta Sameinaðs þings og einu sinni skipað konu for- seta Alþingis, Salome Þorkelsdóttur í bæði skiptin. Alþýðubandalagið hefur hins vegar einu sinni kjörið konu formann þing- flokks en Margrét Frí- mannsdóttir gegndi því embætti í tvö ár en vék þá fyrir Ragnari Arn- alds sem keppti um sætið við Svavar Gests- son sem frægt varð. Svavar Gestsson var svo kjörinn formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins fyrir nokkrum dögum. Allir þingmenn Al- þýðubandalagsins sem hér hafa verið nefndir hafa skipað efstu sætin á listum síns flokks í sínu kjördæmi nema Guðrún Helgadóttir sem skipaði annað sætið í Reykjavík þegar hún var forseti Sameinaðs þings en Sva- var Gestsson sem skipaði efsta sæt- ið var þá ráðherra. Því er fróðlegt að velta fyrir sér hvernig Alþýðu- bandalagið hefði valið sína 3 ráð- herra ef þjóðin hefði verið svo óhepp- in að fá yfir sig vinstri stjórn. Hefði formaður flokksins, Olafur Ragnar Grimsson, efsti maður í Reykjanes- kjördæmi, orðið ráðherra? Hefði Steingrímur J. Sigfússon, varafor- maður flokksins og líkiegur eftir- maður Ólafs Ragnars, efsti maður í Norðurlandi eystra, orðið ráðherra? Hefði Svavar Gestsson, efsti maður í Reykjavík, þar sem flokkurinn á 3 þingmenn, orðið ráðherra? Eða hefði einhver þeirra ekki gert kröfu um ráðherrasæti svo að Margrét Frí- mannsdóttir, fyrrverandi þingflokks- formaður og efsti maður á Suður- landi, fengi ráðherraembætti? Ég leyfí mér að efast um það. Framsóknarflokkurinn skipar konu í fyrsta sinn Framsóknarflokkurinn skipar nú konu ráðherra í fyrsta sinn, 25 árum eftir að Sjálfstæðisflokkurinn skip- aði konu ráðherra í fyrsta skipti. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra skipar enda efsta sætið á lista flokksins í Vesturlandskjör- dæmi. Valgerður Sverrisdóttir var kjörin þingflokksformaður fyrir nokkrum dögum síðan en hún skipar annað sætið í einu sterkasta kjör- dæmi flokksins, Norðurlandskjör- dæmi eystra, en efsti maðurinn, Guðmundur Bjarnason, er ráðherra. Það er augljóst hvaða regla gildir hjá Framsóknarflokknum. Alþýðuflokkurinn og Rannveig Hjá Alþýðuflokknum eins og hjá Sjálfstæðisflokknum hafa konur tvisvar orðið ráðherrar. Annars veg- ar Jóhanna Sigurðardóttur, þáver- andi varaformaður flokksins sem skipaðí annað sætið í Reykjavík, en efsti maður, Jón Sigurðsson, var líka ráðherra sem og þriðji maður sem var þá formaður flokksins, Jón Bald- vin Hannibalsson. Hins vegar skip- aði flokkurinn Rannveigu Guð- mundsdóttur, efsta mann flokksins í Reykjanesi, ráðherra eftir að Guð- mundur Ámi Stefánsson hafði sagt af sér. Rúmu ári áður hafði flokkur- inn hins vegar gengið framhjá Rann- veigu og skipað Guðmund Árna ráð- Alþýðubandalagið hefur aldrei skipað konu sem ráðherra, segir Ami M. Mathiesen, og Framsóknarflokkurinn í fyrsta sinn nú. herra. Rannveig vann hins vegar efsta sætið i miklum prófkjörsslag við Guðmund Árna síðastliðinn vetur og var kjörin formaður þingflokks fyrir nokkrum dögum. Lokaorð Það fer því ekkert á milli mála að þeir flokkar sem mest hafa gagn- rýnt Sjálfstæðar konur vinna eftir sömu „reglum“ og þær hafa lagt til grundvallar því að gagnrýna ekki hlut kvenna við ráðherraval Sjálf- stæðisflokksins. Þegar litið er til afhroðs Kvennalistans í síðustu kosningum þá ættu allir þeir sem virkilega vilja vinna að jafnrétti kynjanna að fagna starfi því sem Sjálfstæðar konur hafa unnið. Sjálf- stæðar konur eru auðvitað ekki hafnar yfir gagnrýni en þær eiga ekki skilið þá ódrengilega gagnrýni vinstri flokkanna sem þær hafa orð- ið fyrir að undanförnu. Höfundur er alþingismaður. Árni M. Mathiesen Heimaþj ónusta í sængurlegu UNDANFARIÐ hefur verið töluverð umræða í þjóðfélaginu um niðurskurð í heil- brigðiskerfinu. Þessi umræða einkennist eins og svo oft áður af hugmyndum sem varpað er fram, oft að vanhugsuðu máli, og eru lítt til þess fallnar að draga úr kostnaði þegar til lengri tíma er litið. Nauðsyn er á áætlun- um til lengri tíma, sem sátt ríkir um meðal heilbrigðisstétta og stjómmálamanna, áætlunum sem ekki breytast þó að nýir menn taki við stjórnartau- munum. Nú hefur verið ákveðið að á fæðingadeild Landsspítalans og Fæðingarheimili Reykjavíkur, skuli sængurlega eftir eðlilega fæðingu vera 4 sólarhringar og er gripið til þessa ráðs vegna nið- urskurðar. Hugmyndir hafa komið fram um að stytta sængurleguna enn frekar á komandi misserum. Ljósmæður hafa árum saman unnið sem sjálfstæðir fagaðilar við að sinna konum í meðgöngu, fæð- ingu og sængurlegu. Nýlega var breytt samningi þeim sem Ljós- mæðrafélagið hefur við Tiygg- ingastofnun ríkisins um heima- fæðingar. Opnaðist þá sá mögu- leiki að konur geti fætt á fæðing- arstofnun en legið sængurlegu heima. Konur geta því farið heim innan 36 klst. frá fæðingu og feng- ið heimaþjónustu ljósmóður í 7 daga. Með því að hafa 36 klst. viðdvöl á fæðingarstofnun gefst konum kostur á að sofa fyrstu nóttina á stofnuninni. Hverjar eiga kost á þessari þjónustu? Þær konur sem eiga að baki áfallalausa meðgöngu og fæðingu eiga kost á að liggja sængurlegu heima. Æskileg skilyrði þess að sængurlega í heimahúsi sé raun- hæfur valkostur eru: • aðúim eðlilega meðgöngulengd sé að ræða, 37 vikur • að fæðingin sé eðlileg • að barnið sé full- burða 2800 gr • að bamið sé heil- brigt • að konan hafi möguleika á aðstoð í sængurlegunni • að aðstæður á heimili séu ákjós- anlegar. Fæðingarstofnun á hveijum stað kann þó að setja önnur viðmið en hér hafa verið talin. Heimaþjónusta ljósmæðra er liður í að veita samfellda eða heildræna þjónustu (þ.e. sömu fagaðilar fylgja konu eftir í meðgöngu fæð- ingu og sængurlegu) en reynslan sýnir að þar sem samfelld þjón- Konur sem eiga að baki áfallalausa meðgöngu og fæðingu eiga kost á að liggja sængurlegu heima, segir Helga Gottfreðsdóttir, sem hér fjallar um heima- þjónustu í sængurlegu. usta er veitt hefur heilbrigðis- starfsfólk betri yfirsýn yfir heil- brigðisferil og líðan móður og barns. Þeim konum sem hafa áhuga á að kynna sér þessa þjónustu frek- ar er bent á að ræða þennan val- möguleika við Ijósmóður í mæðra- skoðun. Allar ljósmæður með ljós- mæðraleyfi hér á landi mega ann- ast vitjanir til kvenna eftir fæð- ingu. Einnig á að liggja frammi á göngudeildum og heilsugæslu- stöðvum, þar sem mæðravernd fer fram, bæklingur um þessa þjón- ustu sem Ljósmæðrafélag íslands gaf út í lok síðasta árs. Höfundur er Ijósmóðir & Fæðingarheimili Reykjavíkur. Helga Gottfreðsdóttir í SÍÐASTA tölublaði VR-blaðs- ins er grein um blómafijókom eft- ir Ólaf G. Sæmundsson næringar- fræðing sem ég finn mig knúinn til að svara. Olafur byijar grein sína svo glæsilega á að vitna í við- tal við Gissur Guðmundsson hér í Morgunblaðinu að því er virðist í þeim einum tilgangi að hæða orð hans. Ég þekki Gissur og er þess fullviss að hann léti ekki hafa eft- ir sér staðlausa stafi. Alltaf er leitt þegar ungt fólk, líkt og stúdentinn í leikriti Holbergs, þykist yfir upp- runa sinn hafið eftir að hafa aflað sér réttinda til að skrifa nokkrar skammstafanir aftan við nöfn sín. Ætli flestum sé ekki hollt að minn- ast að því hærra sem haninn hreyk- ir sér á haugnum því verri verða afleiðingamar þegar undirstaðan brestur. Ólafur er langorður um heimsku þeirra sem trúa á lækningamátt blómafijókorna og segir þau alls ekki innihalda nein undraefni. í hugum okkar sem dáumst að nátt- umnni og því á hversu undursam- legan hátt hún hefur séð fyrir öll- um þörfum okkar teljum það töfra og undur að hægt sé að ganga svo að segja út fyrir húsdyr sínar og fá þar öll þau næring- arefni sem líkaminn þarfnast án þess að gleypa verksmiðju- framleidd efni. Ólafur er að því er virðist einn af fáum sem enn þijóskast við að viður- kenna að því náttúra- legri og minna unnin sem varan er því holl- ari verður hún að telj- ast. Heimsfrægur loddari? Ólafur kannast ekki við Dr. Paavo Airola né heldur kollegar hans í Banda- ríkjunum þó hann leggi áherslu á að þar hafi hann numið sín fræði. Árið 1986 kom út hjá bókaforlag- inu Iðunni bók Dr. Airola, Heil- brigði og vellíðan á kápubaki henn- ar má finna eftirfarandi: „Höfundurinn, dr. Paavo Airola, er heimsþekktur næringarfræðing- ur og sérfræðingur í lífrænum lækningum. Hann var fyrstur til að kynna þessa nýju fræðigrein í Bandaríkjunum og er í fremstu röð þeirra sem á hana leggja stund. Dr. Airola hefur jafn- framt skrifað fj'ölda bóka um lífrænar lækningaaðferðir. Hann er forseti al- .þjóðasamtaka um líf- ræna læknisfræði og meðlimur í heimssam- tökum um rannsóknir á menningarsjúkdóm- um, næringu og um- hverfi.“ Virt bókaforlag uppi á íslandi hefur sem sagt látið blekkj- ast af loddara. Ég ferðast mikið og vegna áhuga á nátt- úralækningum hef ég jafnan sótt ráðstefnur og fyrirlestra um slík mál, meðal annars hjá John Bitsch sem er frægur danskur náttúru- læknir en hann vitnar mikið í Ai- rola. Sama má segja um kollega hans í Ástralíu og í ritum víða að úr heiminum er vitnað í skrif hans. Dr. Airola er ótrúlega vel þekktur loddari þó Ólafur Sæmundsson á íslandi hafi ekki heyrt hans getið. Úr því má hins vegar bæta og er Ólafl velkomið að fá að láni hjá mér bækur og rit svo hann geti Tæplega er verið að leggja til, segir Ragnar Þióðólfsson, að við hverfum aftur til hins einhæfa fæðis og land- lægra hörgulsjúkdóma. sannfærst um að Dr. Airola heitinn var vissulega til. Postulinn Tómas sannfærðist ekki um að Kristur væri upprisinn fyrr en hann fékk að taka á síðusári hans og hefur orðstír hans síðan einkennst af háði og dárskap enda ber hann enn í dag viðurnefnið trúarlausi. Ef guð ætlaði manninum að fljúga hefði hann gefið honum vængi Eftir almennan inngang á þess- um nótum snýr Ólafur sér að krossferð gegn blómafijókornum sem fæðubótarefni og telur sig vera að hrekja fullyrðingar sem hann hefur lesið í bæklingum og víðar og byijar á þessari gullvægu röksemd. Er hollt og gott fyrir býfluguna jafn hollt og gott fyrir mannskepnuna? Hér er á ferð gamla þversögnin; hefði guð ætlast til þess að mennimir flygju hefði hann gefið þeim vængi. Eigum við ekki að neyta káls af því það er hollt og gott fyrir snigla? Eigum við að láta mjólk vera vegna þess að hún er framleidd fyrir kálfa? Ef svona er haldið áfram er hætt við að fátt verði eftir á matseðlum heimilanna. Ætli staðreyndin sé ekki einfald- lega sú að menn hafa valið sér fæðu eftir staðháttum og reynt eftir bestu getu að bjarga sér. Við hér á norðurslóðum höfum alla tíð mátt búa við mun rýrari kost en fólk í suðlægari löndum en auknar samgöngur og betri tækni hefur gefíð okkur tækifæri til að nýta okkur það besta úr þeirra fæði. Tæpast er Ólafur að leggja til að við hverfum aftur til hins ein- hæfa fæðis og landlægra hörgul- sjúkdóma sem hér vora viðvarandi fyrr. á öldum. Kannski væri Ólafi hollt að minnast þess að það var íslenska skarfakálið og fjallagrösin að ógleymdu lýsinu sem þá björg- uðu mörgum frá bana. Ekki era svo mjög margir áratugir síðan Ólafur og kollegar hans þóttust hafa fundið með rannsóknum sín- um að lýsið væri hinn versti skað- ræðisdrykkur. Annað er uppi á teningnum nú. Höfundur er áhugamaður um n&ttárulækningar. Síðasti móhíkaninn -1 Ragnar Þjóðólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.