Morgunblaðið - 05.05.1995, Síða 41
J
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ1995 41
.
I
i
I
i
I
J
1
J
]
I
i
f
I
;
i
i
i
i
R
LEIFUR EINAR
LEÓPOLDSSON
+ Leifur Einar Le-
ópoldsson var
fæddur í Stykkis-
hólmi 20. júlí 1965.
Hann lést af slysför-
um 25. apríl síðast-
iiðinn. Foreldrar
hans eru Olga Sig-
urðardóttir frá
Hrisdal á Snæfeils-
nesi og Leópold Jó-
hannesson, uppalinn
á Laugarbóli við Isa-
fjarðardjúp. Al-
systkin hans eru Jó-
hanna, Sigurður
Hjarðar og Margrét.
Hálfsystkini hans samfeðra eru
Anna, lést 1989, Magnús og
Hallur. Móðir þeirra er María
Magnúsdóttir, fyrri kona Leóp-
olds.
Leifur ólst upp hjá foreldrum
sínum í Hreðavatnsskála. Hann
stundaði nám í Garðyrkjuskóla
ríkisins í Hveragerði og vann
við ýmis störf eftir það.
Útför Leifs fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.00.
ELSKU Leifur.
Þegar þú hefur kvatt renna minn-
ingarnar gegnum huga minn. Þær
renna hjá eins og bæjarlækurinn í
Grafarkoti sem aldrei stöðvast, en
árstíðir og veðurfar breyta miklu
um ásýnd og áhrif. Mér fínnst nú
að það séu dásamlegir vordagar þar
sem fuglamir á bakkanum gera sig
til hver fyrir annan svo lífskeðjan
slitni ekki. Þeir undirbúa hreiðrin
fyrir eggin sín og ekkert annað
kemst að.
Ég man svo vel þegar þú fædd-
ist. Mamma var hjá Ellu ljósu í
nokkra daga áður en þinn tími kom
og hún tók á móti þér hjá nunnunum
á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi.
Þangað fómm við Siggi með pabba
á Rússanum til að sjá þig. Það var
mikið ferðalag í þá daga. Við vomm
á svipuðum aldri og eldri börnin
mín eru núna og líf okkar hafði
verið í föstum skorðum. Við hlökk-
uðum mikið til að fá þig inn í ver-
öld okkar. Þú varst allt öðmvísi en
ég hélt, krumpaður í framan og
hafðir klórað þig allan og eymn
vom svo útstæð. Mig langar að
nota orð bamanna minna um litlu
systur sína til að lýsa tilfínningum
mínum á þessari stund, þú varst
„algjört æði“. Ég var svo stolt og
ábyrgðarfull stóra systir.
Þegar heim kom vildum við Siggi
að þú fengir að njóta alls hins besta
sem lífíð hafði upp á að bjóða, ekk-
ert sem í okkar valdi stóð var of
gott. Nokkmm dögum eftir að þú
komst heim gáfum við þér kók í
teskeið. Það kom okkur algjörlega
í opna skjöldu, að þú grettir þig,
það gat ekki verið að þér þætti
drykkurinn vondur, við gáfum þér
nokkrar skeiðar í viðbót áður en við
trúðum því að þessar voðalegu
grettur væm vegna þess að þér
þætti kókið vont. Þannig gengu
fyrstu vikumar, mánuðirnir og árin.
Allt var svo merkilegt sem þú gerð-
ir eða gerðir ekki. Við tókum upp
grát þinn til frekari rannsókna.
Magga slapp við allar þessar tilraun-
ir af okkar hálfu, en mér skilst á
henni að þú hafír bætt henni skað-
ann.
Mamma hefur rifjað upp fyrir
okkur orð Sigga morguninn eftir
að við höfðum deilt fyrstu nóttinni
öll saman heima í Skálanum:
„Hvemig getur veröldin breyst
svona mikið á einni nóttu?“ Nú hef-
ur veröldin aftur breyst á andar-
taki. Elsku Leifur minn, eins og
alltaf þá fylgja þér mínar bestu ósk-
ir og ég veit að þú fórst í friði og
ert eins og svo oft áður að kanna
nýjar og spennandi slóðir.
Hanna systir.
Stundum hittir maður fólk á lífs-
leiðinni sem maður er viss um að á
því miður lítið sem ekkert erindi inn
í þennan kalda, harða
og oft á tíðum ömur-
lega heim sem hér
blasir strax í æsku við
mörgum ef ekki flest-
um nýjum jarðarbúum
sem í þennan garð
ganga - annaðhvort
nauðugir eða viljugir
sem reyndar um er
deilt hvort er. En Leif-
ur Leópoldsson var
óumdeilanlega einn
slíkra manna.
Ég varð einn þeirra
fjölmörgu sem urðu
þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að kynnast Leifi og öðru-
vísi kostum hans en samferðafólk
okkar ber að jafnaði í fari sínu. Því
Leifur var allra, eða a.m.k. lang-
flestra. Og Leifur var fljótur að fyr-
irgefa nánast allt sem á hlut hans
hafði verið gert. Enda var oft mikið
að fyrirgefa af hans hálfu því mið-
ur. Stundum fannst okkur vinum
hans hann reyndar allt of fíjótur að
fyrirgefa þegar illa hafði verið á
hlut hans gert. En þannig var nú
annars þessi borgfírski piltur hvað
sem tautaði. Og alls ekki má ég
gleyma því í upptalningu sérkenna
Leifs að hann var síðast en ekki
síst ein skyggnasta mannveran sem
ég hefi hitt þessi 25 ár sem ég hef
verið viðriðinn skyggnigáfuhluta
þjóðarinnar.
Fundum okkar Leifs bar fyrst
saman upp úr því góða starfí sem
nokkrir frumheijar stóðu að í sam-
tökunum og andlegu miðstöðinni
Þrídrangi fyrir um áratug. Það var
eitt af þessum andlegu og góðu
mannræktarfélögum Islands sem
reglulega verða fjárhagslega gjald-
þrota hér á landi, á sama tima og
flest hin hógværu og lítillátu hnefa-
réttar- og karlrembuíþróttafélög
raka að sér tugum milljóna á hveiju
ári til að „kaupa" og „selja“ leik-
menn sína eins og hveija aðra öm-
urlega markaðsvöru - og græða vel
á öllu saman. Enda urðu það enda-
lok Þrídrangs sem flestra annarra
lífsstefnufélaga heimsins, því miður,
að komast í rekstrarþrot og hús-
næðisleysi og aðra slíka óáran sem
þetta efnishyggjusamfélag aldrei
skilur og aldrei metur að verðleikum
við slík manngildisfyrirbæri. En
hann Leifur Leópoldsson var heldur
ekkert að víla það fyrir sér frekar
en annað sem á dundi. Hann hélt
áfram ótrauður í að kanna huldar
lendur skyggnigáfu sinnar sem ann-
arra sem svipað var ástatt fyrir.
Það er hryggilegt til þess að
hugsa að oftar en ekki verða jafn
„stórskrýtnir" einstaklingar og Leif-
ur var, með alla næmnina sína, og
með alla barnslegu og fölskvalausu
einlægnina sína að eineltisfóm-
arlömbum strax í barnaskóla, sem
síðan heldur kerfísbundið áfram í
gagnfræðaskóla og öðrum fram-
haldsskólum þessa þjóðfélags, sem
og víðast hvar annars staðar þar
sem andlegri kúgun verður við kom-
ið í þessum „siðaða“ samfélagi okk-
ar og ekkert er gert í. Því Leifur
fór ekki varhluta af eineltinu frekar
en aðrir í lífínu sem höfðu örlítið
örðuvísi göngulag hér í þessum
harða heimi ímynda, stöðutákna,
auðs og útlits. í raun má segja að
lífsganga þessa stráks ofan af
Hreðavatni hafi verið linnulítil vinna
við beinar og óbeinar afleiðingar
þess hlutverkaleiks sem samfélagið
úthlutaði þessum öðmvisi pilti.
En einmitt þess vegna ekki síst
er sárgrætilegt til þess að hugsa
að núna þegar Leifur vinur mihn
var rétt að ná sér í örlitla fótfestu
í þessu lífí og í þann veginn að
byija að blómstra sæmilega að þá
skuli hann vera kallaður burt úr
þessum stirðnaða efnishyggju efn-
isheimi sem hann hafði annars svo
miklu að miðla til. Það er bara
meira en nóg ástæða til að grenja
heilmikið yfír því einu saman.
En þannig þróuðust málin að við
Leifur tókum upp mun nánara sam-
starf fyrir um hálfu ári en áður
MINNINGAR
hafði verið. Kom það til af tveimur
ástæðum. Annars vegar vegna þess
að ég var orðinn skólastjóri Sálar-
rannsóknarskólans og vantaði sífellt
fleiri og betri kennara í álfa- og
huldufólks- og hulduverufræðum -
sem auðvitað og í öðmm greinum
skólans. Og hins vegar vegna þess
að ég taldi mig ekki geta slegið því
lengur á frest að hefja kerfísbundna
skráningu á öllu því sem Leifur
skynjaði í öðmm víddum og á öðmm
tíðnisviðum hér umhverfís okkur
vegna hins ógnargóða og sterka
sambands sem hann hafði við þessa
furðuheima af náttúmnnar hendi.
Varð það því að sameiginlegu
markmiði okkar að reyna að kanna
og ná sambandi við flestar eða allar
þær huliðsverar sem hann gat með
einu eða öðm móti skynjað á sinn
sérstaka hátt gegnum hina ótrúlega
sterku skyggnigáfu sína og koma
því niður í skipulegan texta, sem
síðar meir var hugsaður til að koma
ef til vill út í bókarformi. Það var
þá sem mér varð það fyrst almenni-
lega ljóst eftir að við höfðum hist á
um fímm eða sex slíkum samtals-
og „sambands“-fundum að þessi
flóra huliðsvera í kringum okkur
hér í þessum smáborgaralega efnis-
heimi var miklum mun stærri en
mig hafði órað fyrir. Því af flestu
því yndislega fólki sem ég hefi
kynnst og fengið að sveima um í
huganum með í allar þessar huliðs-
Iendur á fund álfa, huldufólks og
annarra kynjavera þá stendur sam-
bandsnæmni Leifs uppúr hvað þetta
varðar.
Og við sem vomm rétt byijaðir
í þessari landakortavinnu þegar svo
Leifur hverfur óvart og ótímabært
burt úr þessum heimi. Við vomm
ekki nema rétt tæplega hálfnaðir í •
þessu andlega huliðslandnámi í þess
bestu orðs merkingu þegar kallið
kom og eftir sit ég og allir nemend-
ur Sálarrannsóknarskólans með sárt
ennið og hálftómar hendur en þess
fleiri spumingar um þessi mál sem
Leifur ætlaði að reyna að hjálpa
okkur að kanna og svara. Það er á
stundum sem þessum sem mér
finnst ég eiga fjársjóði þegar ég
hugsa til allra þeirra klukkustunda
sem við sátum saman í stofunni
minni og segulböndin gengu og
Leifur miðlaði til mín og bandsins
hveijum gullmolanum á fætur öðr-
um um hina ótrúlegu furðuheima
og vemr sem skráning stóð og
stendur yfír á hjá okkur í dag með
hans hjálp og annarra góðra manna
og kvenna einnig.
Og enn meira hlökkuðum við til
að njóta kennslu Leifs við skólann
sem átti að heíjast núna í vor og
enn meira á komandi haustönn. Þar
átti Leifur að verða einn af nítján
kennumm skólans, og sá sem einna
mest gat miðlað okkur af huliðs-
heimafræðunum. Til þess höfðum
við hlakkað svo mikið. En ekki þýð-
ir að súta það í dag þótt ég og vin-
ir hans séum staðráðnir í að koma
bókinni út í fyllingu tímans. í hana
mun auðvitað vanta bróðurpart efn-
isins þótt enginn muni taka eftir
því vegna hins viðamikla efnis sem
þar mun eigi að síður nást að setja
fram af því sem nú þegar liggur.
fyrir.
A þessari kveðjustundu er mér
tvennt einna efst í huga: Þakklæti
fyrir að rekast á svona fólk í tilver-
unni eins og Leifur óumdeilanlega
var. Og hins vegar það hve oft á
huga minn hefur leitað undanfarna
daga hversu mjög ég vildi hafa eins
hreinan skjöld í lífinu og Leifur
hafði þegar héðan var haldið. Ekki
svo að skilja að ég telji mig neinn
misindismann. En það hafa ömgg-
lega ekki verið erfíð samtöl við skap-
arann þegar rennt var yfir lífsregist-
erið hans Leifs við gullna hliðið á
þriðjudagskvöldið 25. apríl síðastlið-
ið. Með slíka samvisku myndi ég
og flestir aðrir smáborgarar heims-
ins sofa mun betur en þeir gera
margir hveijir í dag. Um það þori
ég fullkomlega að fullyrða. Svo mik-
ið er víst hvað sem hver segir um
þessi mál annars. Og það segir líka
sína sögu.
Hafðu þökk fyrir, Leifur minn.
Og gangi þér allt í haginn á nýjum
lífsbrautum heimsins.
Magnús H. Skarphéðinsson.
Við viljum nú í fáum orðum minn-
ast æskuvinar okkar, Leifs, sem var
kallaður frá okkur svo snögglega.
Undanfarna daga hefur bemska
okkar verið að riíjast upp og minn-
ingar um góðan vin og leikfélaga
streyma fram.
í svo mörgum minninga okkar,
leik, gleði og sorg, á hátíðisdögum
jafnt sem hversdags, vom Leifur
og Magga með okkur. Leifur var
elstur og sjálfkjörinn foringi í hópn-
um, jafnframt framkvæmdastjóri og
hugsuður í öllum okkar leikjum.
Einna minnisstæðast er þegar við
stelpumar fengum að dúsa bundnar
og keflaðar inni í hænsnahúsi, þeg-
ar Leifur og Steini höfðu tekið okk-
ur til fanga og höfðu sína hentisemi
með að gefa okkur frelsið aftur.
í eðli sínu var Leifur mikill bis-
nessmaður, sem kom glögglega í
ljós þegar hann á unga aldri seldi
Steina frænda sínum á Brekku,
kæmstuna fyrir Andrésblað, enda
fannst honum ékki viðeigandi að
þeir væm skotnir í sömu stúlkunni.
Við minnumst líka allra göngu-
ferðanna og útivemnnar, enda heill-
aðist Leifur snemma af náttúmnni
og því sem hún hefur að bjóða, og
miðlaði óspart til okkar af þekkingu
sinni.
Vjð getum ekki heldur látið hjá
líða að tala um hvað Leifur var til-
fínningaríkur og stutt var í blíðuna,
sem er best lýst með lítilli sögu:
Ragnhildur, sem var yngst okkar,
skemmdi fyrir honum Legóbygg-
ingu og þegar Leifur skammaði
hana fyrir verknaðinn beit hún hann
illa í kinnina, þegar Dóra kom á
staðinn, gerði hún að sárum Leifs
og ætlaði síðan að atyrða dóttur
sína, snökti Leifur milli ekkasog-
anna: „Nei, ekki skamma hana, hún
hefur svo lítinn heila."
Eftir að við komumst á fullorðins-
ár minnkuðu samskipti okkar við
Leif, þó við fylgdumst alltaf með
hvort öðru og alltaf var jafn gaman
að hittast því það var aldrei nein
lognmolla í kringum Leif.
Það er svo sárt að einn úr litla
hópnum okkar sé horfinn. Elsku
Olga, Leópold (afi), systkini, aðrir
ættingjar og vinir, guð gefi ykkur
styrk í sorg ykkar, missirinn er
mikill fyrir alla sem fengu að kynn-
ast Leifi.
Elsku Leifur okkar, þegar við
vomm lítil og amma í gamla húsinu
á Hvassafelli dó, hughreystir þú
okkur með þeim orðum, að það
væri bara eins og hún hefði farið í
ferðalag. Núna þegar þú heldur af
stað í þitt ferðalag, viljum við þakka
fyrir að hafa fengið að kynnast
þér, og finnum svo sterkt hvað við
emm rík að eiga þessar minningar
um þig.
Nú tjaldar foldin fríða,
sinn fagra blómasal.
Nú skal ég léttur líða,
um lífsins táradal.
Mér finnst oss auðnan fái,
þar fagra rós á braut.
Þótt allir aðrir sjái,
þar aðeins böl og þraut.
(Þorsteinn Erlingsson.)
Ragnhildur Osp, Ingibjörg,
Sigurlaug og Þorsteinn.
Héðan úr þessu jarðneska lífi er
horfinn mjög sérstakur maður. Við
kveðjum vin okkar Leif E. Leópolds-
son sem hefur reist bjartan minnis-
varða í hjörtum okkar.
Það sem ber hæst í minningunni
er það hversu mikil tilfinningavera
hann var, hans stöðuga leit að and-
legum verðmætum og rík ævintýra-
þrá.
Hann hafði óvenjumikið innsæi í
mannlegar tilfínningar og bar mikla
virðingu fyrir tilfinningum annarra.
Þetta birtist í því að hann var alltaf
til staðar fyrir vini sína. Hann tók
þátt í gleði þeirra og sorgum og
hafði alltaf tíma þegar á reyndi.
Hann var í eðli sínu hugsjóna-
maður og ástríðufullur í öllu því sem
hann tók sér fyrir hendur, stóru sem
smáu. Hann var náttúmbarn og í
mjög sterku og persónulegu sam-
bandi við náttúmna. Hann skynjaði
5 henni ævintýraheim sem hann
heillaðist af og átti auðvelt með að
smita aðra af ást sinni á náttúrunni.
Virðing og næmni hans fyrir öllu
lífi var einstök, jafnt fyrir dýrarík-
inu, jurtaríkinu og mannlífinu.
Hann átti það t.d. til þegar hann
kom í heimsókn að gera athuga-'
semdir ef honum fannst að blómin
á heimilinu væm ekki í nógu góðu
formi og gaf þá gjarnan góð ráð.
Það var nánast eins og hann liti á
plönturnar sem skjólstæðinga sína
og fannst það sjálfsagt hlutverk
sitt að vera málsvari þeirra. Hann
hafði líka sérstakan áhuga á steina-
ríkinu og rak um tíma verslun með
kristöllum og steinum. Þar var oft
notalegt að líta inn og spjalla. Oft
var margt um manninn og glatt á
hjalla.
Leifur hafði mjög heildræna lífs—
sýn og var aðdáunarvert hve trúr
hann var sinni lífsskoðun í því
hvemig hann lifði og starfaði.
Hann lauk námi í garðyrkjuskól-
anum og lagði sig almennt eftir
þekkingu á náttúrunni og hvemig
best væri hlúð að jafnvægi hennar.
Það kom m.a. fram í því að hann
var mjög vel að sér í lífríki fiska-
búra og var það bæði hans áhuga-
mál og vinna að setja saman fiska-
búr og annast þau af alúð og natni.
Hann heillaðist mjög af hinum
dularfulla og heillandi heimi undir-
djúpanna og köfunaráhugi hans
endurspeglaði það. Hann hafði þörf
fyrir að láta reyna á eigin hæfileika
til að sigrast á erfíðum aðstæðum w
og tefldi þá stundum á tæpasta
vað. Sú þörf sameinaðist áhuganum
á því að styrkja góðan málstað,
þegar hann gekk einn þvert yfir
hálendi Islands, frá Austfjörðum og
að Snæfellsjökli, fyrir nokkmm
ámm, til styrktar Krísuvíkursam-
tökunum. Ferðin tók tæpan mánuð
og tókst giftusamlega, enda var
hann mjög vel undirbúinn. Þessi
ferð var gífurlega erfíð og mikill
persónulegur sigur fyrir hann.
Leifur var hrífandi blanda af tíl- "
finningaríkum viðkvæmum álfí og
kraftmiklum jötni. Hann var líka
sérstök blanda af bami og öldungi.
Annars vegar fullur af trausti,
áhyggjulausri gleði, forvitni og
ærslafullum leik, en hins vegar bjó
hann yfir þroska manns sem þekkti
svo vel takmarkanir og sársauka
mannlegrar tilvera.
Elsku Leifur, við þökkum þér
allar fallegu minningamar, ógleym-
anlegu stundimar og lærdóminn
sem þú gafst okkur. Guð geymi þig
og styrki þá sem eftir lifa og syrgja.
Þínar vinkonur,
Þórlaug og Anna María.
Elsku Leifur. Við viljum þakka
þér fyrir gott og ánægjulegt sam-
starf á síðastliðnum sex mánuðum.
Þú varst einlægur, ljúfur og hjálp-
samur.
Ahugi þinn á hollustu og heil-
næmu fæði mun verða okkur inn-
blástur, að gera vel og enn betur
um ókomna framtíð.
„Ég tel ekki allt fengið með því
að hafa komist til botns í sálarlífí
einhvers manns. Öllu ánægjulegra
er að uþpgötva ný og ný dýpi í
þeim sem við elskum og finna það
að innstu eðlisþættir mannsins em
órannsakanlegir.“
(F.M.Dostojevski.)
Foreldmm og öðmm ástvinum
Leifs sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fríða Sophía, Guðrún,
Hulda og Júlía.
Crfisdrykkjur
’fd^Tt'Vciliogohú/ið
IralGAn-inn
Sími 555-4477
^fandaðir legsteinar
Varanleg minning
BAUTASTEINN
I Brautarholti 3,105. R
J Sími 91-621393