Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgaryfirvöld vilja skýrari reglur um yfirbyggingar á svölum Kópavogur 40 ára Svölum lokað í leyfisleysi VIÐRÆÐUR standa yfir milli byggingarfulltrúa Reykjavíkur- borgar, slökkviliðsstjórans í Reykjavík og Brunamálastofnunar ríkisins um reglur er varða yfir- byggingar á svölum íbúða í fjöl- býli. Að sögn Magnúsar Sædals Svavarssonar byggingarfulltrúa eru reglur víða brotnar og svalir lokaðar af í heimildarleysi með glerskálum. I bréfi byggingarfulltrúa til Brunamálastofnunar er athygli vakin á tillögum byggingarnefndar um hvaða reglur skuli gilda um yfirbyggðar svalir. Fram kemur að vonast sé til að hægt verði að koma til móts við fjölmargar óskir húseigenda sem óska eftir að Ioka svölum íbúða sinna og að jafnframt verði höfð stjórn á því að fyllsta öryggis sé gætt. „Það er töluvert mikið um að svölum sé lokað í óleyfi,“ sagði Magnús. „Þetta hefur talsvert ver- ið gert í íbúðum fyrir aldraða og er einna mest áberandi þar en svo er alltaf einn og einn annar skáli í óleyfi víðs vegar um borgina.“ Sagði hann að viðbrögð Bruna- málastofnunar væru að reynt yrði að koma eins langt og hægt væri til móts við óskir manna. Mjög skiptar skoðanir væru um það hvort heimila ætti að loka svölun- um af og þá fyrst og fremst örygg- isins vegna. „Við erum að reyna að fínna einhveija farsæla lausn á Morgunblaðið/Þorkell VIÐ Vesturgötu 7 er að finna dæmi um löglegar og ólöglegkr svalir sem hefur verið lokað af. Samþykki er fyrir svölunum sem eru lokaðar að hluta en minni svölunum hefur verið lokað í heim- ildarleysi en reglur gera ráð fyrir að hægt sé að bjarga sér út á svalir ef kviknar i. þessu, sem hægt er að lifa við og „Ef ekki verður breyting á og ef í hart og rífa þetta niður. Við get- koma jafnframt til móts við þessa menn eru ekki tilbúnir til að breyta um ekki liðið algera lögleysu allt íbúðareigendur,“ sagði Magnús. þessum reglum þá munum við fara í kringum okkur.“ viðArg-1 Búnaðarbanki og ís- entínu landsbanki hækka vexti Afmælis- hátíð og heims- meistara- keppni KÓPVOGSKAUPSTAÐUR á 40 ára afmæli 11. maí og stendur afmæiishátíðin til 14. maí, Boðið er upp á fjölmarga menningarvið- burði og uppákomur á vegum bæj- arins. Álfar, tröll og hestar C-riðill heimsmeistarakeppn- innar í handbolta fer fram í Kópa- vogi. Þar sein erlendir áhorfendur og fréttamenn koma á þessa leiki var ákveðið að bjóða upp á skemmtun sem höfðaði bæði til erlendra gesta og íslendinga. Því kom fram sú hugmynd hjá at- vinnumálanefnd og Iðnþróunarfé- lagi Kópavogs að halda hátíð þar sem fram kæmu álfar, tröll og hestar. Hátíðin verður haldin 13. maí kl. 17.30, strax að loknum leik Danmerkur og Frakklands sem fer fram í Smáranum, hinu nýja íþróttahúsi Breiðabliks. Hátíðin fer að mestu fram á íþróttavellinum í Kópavogsdal við hliðina á Smáran- um. Þeir sem taka þátt í hátíðinni verða m.a. Skólahljómsveit Kópa- vogs og um 100 börn úr öllum íþróttafélögum Kópavogs sem verða klædd sem álfurinn Mókollur sem er tákn HM’95. Sýndur verður „Tröllkonuleikur“ sem er stuttur leikþáttur þar sem tröll verða í aðalhlutverkum. Konur keppa við fréttamenn ÍSLENZKA skáksveitin á Ólympíuskákmóti barna og ungl- inga yngri en 16 ára, sem haldið er í Las Palmas á Kanaríeyjum, gerði i gær jafntefli við svejt Arg- entínu í þriðju umferð. í gær- kvöldi voru ekki öll kurl komin til grafar, en líklegt að íslendingar og Georgíumenn yrðu efstir og jafnir með 8,5 vinninga og myndu þá tefla saman í fjórðu umferðinni. í gær unnu Bergsteinn Einars- son og Björn Þorfínnsson sínar skákir, en Jón Viktor Gunnarsson og Bragi Þorfínnsson töpuðu. í annarri umferðinni tefldi ís- lenzka sveitin við A-sveit Rússa og sigraði. Þá unnu Bragi og Björn sínar skákir á öðru og fjórða borði, Bergsteinn á þriðja borði gerði jafntefli, en Jón Viktor tapaði á fyrsta borði. MEÐ blaðinu í dag fylgir 8 síðna auglýsingablað frá Húsasmiðjunni, „Vordagar Húsasmiðjunnar". HELSTU óverðtryggðu útláns- vextir Búnaðarbanka íslands hækka í dag um að jafnaði 0,5% og vextir á verðtryggðum skulda- bréfum um 0,35%, úr 5,85% í 6,20%. Vextir á óverðtryggðum innlánum Búnaðarbanka hækka á bilinu 0,1-0,5% og á bilinu 0,1-0,25% á verðtryggðum innlán- um. Þá hækka innlánsvextir hjá íslandsbanka. Örnólfur Jónsson forstöðumaður hagfræðideildar Búnaðarbankans segir að vaxtamunur haldist í jafn- vægi þrátt fyrir þessar breytingar en bankinn sé fyrst og fremst að svara þeim veruleika sem hann býr við. „Bæði íslandsbanki og Spari- sjóðirnir hafa eftir 1. maí verið með töluvert hærri innlánsvexti og af samkeppnisástæðum getur bankinn ekki haft þá lægri,“ sagði Örnólfur. Hann kvaðst síður eiga von á því að vextir hækki aftur í bráð, en þó sé erfítt að segja fyrir um þróun á markaðnum. Valur Valsson bankastjóri ís- landsbanka sagði að aðeins ein breyting hefði orðið á-vöxtum ís- landsbanka, þ.e. innlánsvextir á Sparileið 48 hækka úr 5,45% í 5,6%, og þeir þar með jafnaðir þeim vöxtum sem bjóðast í Bak- hjarli Sparisjóðanna. Dansarar úr Þjóðdansafélaginu sýna þjóðdansa. Félagar úr hesta- mannafélaginu Gusti í Kópavogi koma ríðandi inn á svæðið, klædd- ir álfa- og tröllabúningum, og verða með sýningu á sínum bestu gæðingum. Jafnframt er fyrirhug- að að „Gullaldarlið“ kvenna í Breiðabliki keppi við erlenda fréttamenn. Hátíðinni mun síðan ljúka með því að dansað verður í kringum brennu og álfa og huldufólk kvatt. Andlát EGGERT G. ÞORSTEINSSON EGGERT G. Þor- steinsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðu- flokksins og ráðherra, lést á þriðjudag, á 70. aldursári. Eggert fæddist í Keflavík 6. júlí 1925. Hann lauk sveinsprófi í múrsmíði frá Iðnskól- anum í Reykjavík árið 1947 og lagði stund á málanám á kvöldnám- skeiðum. Eggert var þingmaður Alþýðu- flokksins 1953-1978, sjávar- og félagsmála- ráðherra 1965-1971 og heilbrigð- is- og tryggingaráðherra 1970- 1971. Hann var forseti efri deildar Alþingis 1959 og síðan varaforseti deildarinnar. Hann var formaður og skrifstofustjóri Húsnæðismála- stofnunar ríkisins frá 1961 til 1964. Þá var hann framkvæmda- stjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra frá 1972-1979, en það sama ár tók hann við starfi forstjóra Trygg- ingastofnunar ríkis- ins, sem hann gegndi fram á haust 1993. Eggert G. Þor- steinsson gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Alþýðuflokkinn og átti m.a. sæti í miðstjórn hans um 40 ára skeið. Þá starfaði hann einnig á vegum verkalýðshreyfingar- innar, þar sem hann var ritari og síðar for- maður Múrarafélags Reykjavíkur um skeið, sat í nefnd- um á vegum Alþýðusambands ís- lands og var varaforseti sambands- ins 1958-1960. Eggert lætur eftir sig konu, Helgu Soffíu Einarsdóttur, og fjög- ur uppkomin börn, sem hann átti með fyrri konu sinni, Jónu Jóns- dóttur. Hún lést árið 1981. Selfossi. Morgnblaðið. MARGRÉT Frímannsdóttir gefur kost á sér til formannskjörs í Al- þýðubandalaginu. Þetta kemur fram í viðtali Sunnlenska frétta- blaðsins við hana. Hún segist hafa tekið ákvörðunina í samráði við félaga sína í kjördæminu og fjöl- skylduna eftir að hún hafði fengið áskoranir hvaðanæva af landinu. Margrét segir það hafa ráðið miklu að áskoranirnar hafi komið frá ólíkum aðilum, fólki úr öllum kjör- dæmum, fólki sem vill styrkja stöðu kvenna í stjómmálum og ungs fólks sem vill nýjar áherslur í stjórnmálum. „Ég met þennan stuðning afar mikils. Þetta var erfið ákvörðun en nú þegar hún hefur verið tekin er ekkert því til fyrirstöðu að hella sér út í málefnalega og heiðarlega kosningabaráttu," segir Margrét Frímannsdóttir í samtali við Sunn- Margrét Steingrímur J. I4 rimannsdottir Sigfússon lenska fréttablaðið. Auk Margrétar Frímannsdóttur hefur Steingrímur J. Sigfússon varaformaður Alþýðubandalagsins gefið kost á sér til formannskjörs Allir flokksbundnir félagsmenn í flokknum geta kosið í formanns- kosningunum en úrslit verða til- kynnt á landsfundi flokksins í haust. Alþýðubandalagið Margrét Frímannsdótt- ir gefur kost á sér til formannskjörsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.