Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 vm**»* * *«..» * >. . Harðir diskar fyrir flestar tölvur 420 Mb og stærri Verð frá ki: 23.900,- ^BOÐEIND- Austurströnd 12. Sími 561-2061. Fax 561-2081 'MkfyP^ ábörnin ■ j m | Frabær sumarföt £ Skór - gallaföt g PiMlDÐ K BORGARKRINGUNNI - Sími 68 95 25. SA^ll«lAT»KaOM^M«AT»aa4MkT»ll«á!ri r ALÞJÓÐADAGUR HJÚKRUNARFRÆÐINGA 12. MAÍ HEILBRIGÐI KVENNA Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Florence Nightingale sem fæddist 12. maí 1820, fyrir réttum 175 árum. Ár hvert er dagurinn helgaður ákveðnu málefni sem að þessu sinni er heilbrigði kvenna. í tilefni dagsins býður Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga almenningi að hlýða á erindi á eftirtöldum stöðum: Föstudagur 12. maí í Ráðhúsi Reykjayíkur 13:30 Ávarp Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfrœðinga 13:40 Stúlkubamið og heilbrigði Guðrún Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Heilsugœslustöð Seltjarnamess 14:00 Hvað veldur lystarstoli hjá ungum stúlkum? Sæunn Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur, geðdeild Borgarspítala 14:20 Listræn uppfærsla: Stúlka í hvítum kjól Höfundur texta: Rósa Ó. Svavarsdóttir, hjúkmnarfræðingur Höfundur tónlistar: Jóhann G. Jóhannsson Leikstjóri: Guðrún Asmundsdóttir Upplestur: Guðrún Ásmundsdóttir og Helga Þ. Stephensen, leikarar Fiðluleikari: Bryndís Pálsdóttir Dansari: Ásta Amardóttir 14:50 Aðgengi kvenna að heilbrigðisþjónustu Marga Thome, dósent í hjúkmnarfræði við Háskóla íslands 15:10 Öldmn kvenna og heilbrigðishættir Matthildur Valfells, hjúkrunardeildarstjóri, Hátúni 15:30 Dagskrá slitið SóXfriður Guðmundsdóttir, formaður fræðslu- og menntamálanefndar Félags íslenskra hjúkmnarfræðinga Hótel Húsavík 20:30 „Konan í kroppnum" Sjálfsmynd og heilbrigði kvenna Herdís Sveinsdóttir, dósent í hjúkrunarfrœði við Háskóla íslands Miðvikudagur 17. maí. Grunnskólinn á Þórshöfn 20:30 Konur og breytingaskeiðið Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, hjúkrunarforstjóri Blóðþrýstingsmæling ■- heilbrigðisráðgjöf_________ Föstudaginn 12. maí mæla hjúkrunarfræðingar blóðþrýsting hjá þeim sem þess óska á eftirtöldum stöðum: Akureyri: Hrísalundur, Nettó, Sunnuhlíð - Krónan (Norðurlandsdeild Félags íslenskra hjúkmnarfræðinga) kl. 16—18 Dalvík: Svarfdælabúð kl. 16:30—17:30 Hafnarfjörður: Miðbær (St. Jósepsspítali) kl. 14-18 Hella: Höfn - Fríhyrningur (Suðurl.deild Félags ísl. hjúkrunarfræðinga) kl. 15-17 Húsavík: Kaupfélag S-Þingeyinga (Sjúkrahús Húsavíkur) kl. 15-18 Hveragerði: Kaupfélag Ámesinga (Suðurl.deild Félags ísl. hjúkrunarfræðinga) kl. 14-18 Reykjavík: Ráðhús Reykjavíkur (Heilsugæslustöð Miðbæjar) kl. 14-16 Selfoss: Vömhús KÁ (Suðurl.deild Félags ísl. hjúkrunarfræðinga) kl. 14-18 í Nettó á Akureyri verður einnig veitt ráðgjöf um tóbaksvamir kl. 14-16. í Svarfdælabúð á Dalvík er kynning á störfum hjúkrunarfræðinga i héraðinu og upplýsingar veittar um fyrirkomulag öldmnarþjónustu. Á Selfossi, Hellu og í Hveragerði standa hjúkrunarfræðingar á Suðurlandi fyrir skyndikönnun á heilbrigði kvenna. Fyrir hjúkrunarfræðinga föstudaginn 12. maí kl. 17:00 Forsýning á kvikmyndinni „Once were warriors" í Regnboganum í tilefni af alþjóðadegi hjúkmnarfræðinga býður Regnboginn hjúkmnarfræðingum á forsýningu myndarinnar „Once were warriors“. Myndin hefur hlotið ein 15 alþjóðleg verðlaun, m.a. aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Montreal sl. haust. Sagan gerist á Nýja-Sjálandi og greinir frá ofbeldi á heimili konu af Maori-ættum og áfengissjúks eiginmanns hennar. Boðsmiða geta hjúkmnarfræðingar nálgast á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, • Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, sími 568 7575. —L MORGUNBLAÐIÐ i AÐSEIMDAR GREIIMAR ODDAFLUG Blanda af skemmtan og fróðleik Í LOK aprílmánaðar sýndi ríkissjónvarpið nýja mynd eftir Pál Steingrímsson, kunn- an kvikmyndagerðar- mann á sviði heimilda- og náttúrulífsmynda. Myndina nefnir Páll „Oddaflug". Með hon- um stóðu að myndinni valinkunnir kvik- myndagerðarmenn, dýrafræðingar og nátt- úruskoðarar, enda ár- angurinn góður. Auk þess að vera fagmann- lega unnin, skartaði myndin mörgu af því fegursta sem landið og íslensk náttúra hefur uppá að bjóða - dýralíf, fjöll, heiðar, vötn og ís - fléttað saman við staðgóðan fróðleik um viðfangsefnið, oft með ljóðrænu ívafi sem hæfði efninu. Þessar hugleiðingar eru skrifaðar til að fagna því að sjónvarpið skuli hafa metnað til að stuðla að gerð slíkra mynda, sem eiga erindi til fólks á öllum aldri, ekki síst yngstu kynslóðarinnar. Það er nefnilega okkur foreldrum töluvert áhyggju- efni hve sjónvarpsefni fyrir börn er misjafnt að gæðum og það er langt frá því að þættir og myndir í sjónvarpi séu alltaf bömum okkar samboðin. „Oddaflug" var hins veg- ar sannkölluð fjölskyldumynd því heima hjá mér sátu böm og full- orðnir og fylgdust af áhuga með öllu því sem myndhöfundur hafði fram að færa. Og allir höfðu bæði gagn og gaman af, því fróðleikur og undrafagurt myndefnið skírskot- aði til hvers og eins, allt eftir sjónar- horni og þroska áhorfandans. í raun má segja að „Oddaflug“ sé óður til náttúru landsins, þar sem viðfangsefnið er tignarlegir gæsa- stofnamir og aðrir fuglar og spen- dýr, og samspil þeirra við landsins gæði, ekki síst við óblítt veðurfar. Um leið og brýnt var fyrir okkur að stuðla að vemdun þessara fjár- sjóða lands okkar, er ekki haldið fram einstrengingslegum friðun- arkröfum, heldur alið á virðingu fyrir náttúmnni og því sem hún gefur og elur. Þetta em líka mikil- vægustu skilaboðin til okkar sem byggjum jörðina í dag. Náttúmverndarstefna sem ekki gerir ráð fyrir hóflegri nýtingu er ekki líkleg til árangurs. Óneitan- lega fínnst manni um- ræðan um náttúru- vemd ekki alltaf virða þessi sjónarmið nægi- lega, þó ekki sé það áberandi hér á landi. Það er auðvitað nauð- synlegt að ala upp komandi kynslóðir á grandvallarhugsjón- inni um vemdun um- hverfisins þar sem hóf- leg nýtingarsjónarmið eiga sinn sess. Hér hlýtur uppfræðslan að gegna stærstu hlut- verki, þar sem boðskapurinn er sett- ur fram á öfgalausan og skýran háttj líkt og tekist hefur að gera í mynd Páls Steingrímssonar. Von- andi gefst nemendum gmnnskól- anna tækifæri til að kynna sér þetta efni, jafnvel sem sérstaklega útbúin námsverkefni. Og vonandi fáum við sjónvarpsáhorfendur að sjá myndir í sama gæðaflokki um aðra þætti íslenskrar náttúm, til dæmis um gróðurfar landsins og baráttuna við jarðvegseyðingu á hálendinu, um íslenska bústofninn og sambýli hans við landið, um fiska og aðra sjáv- arbúa og hvernig okkur ber að umgangast þá auðlind svo hún verði okkur og afkomendum okkar upp- N áttúruverndarstefna sem ekki gerir ráð fyrir hóflegri nýtingu er, að mati Jóhanns Sigur- jónssonar, ekki líkleg til árangurs. spretta lífsviðurværis um ókomna tíð sem hingað til. Þetta hlýtur að vera verðugt viðfangsefni fyrir gott islenskt sjónvarp. Og hver veit nema að myndir á borð við „Odda- flug“ færi okkur björg í bú á erlend- um filmumörkuðum, þótt mér sé ljóst að þar er margt í boði og sam- keppnin hörð. Höfundur er sjávarllffræðingur. Jóhann Siguijónsson Ló6a -og landeigendur ÁBURÐUR OG GRASFRÆ MR búðin • Láugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450 mt: /Ibitibi BAÐÞILJUR Stórglæsilegar amcrískar baóplötur. Mikió úrval á hreint ótrúlega lágu verði. Komið og skoðið í sýningarsal okkar íÁrmúlu 29. Alltaf til á lagcr Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29, sími 38640 JHtoyMiiWbúttfr - kjarni málsins! 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.