Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR FIMMTUDAGUR 11. MAÍ1995 39 GUÐMUNDUR HARALDSSON + Guðmundur Haraldsson fæddist í Merki- steini á Eyrarbakka 4. maí 1918. Hann lést í Reykjavík 1. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Haraldur Guð- mundsson frá Stóru-Háeyri á Eyrarbakka, af- komandi Þorleifs ríka á Háeyri, og kona hans, Þuríður Magnúsdóttir frá Árgilsstöðum í Rangárþingi. Foreldrar Guð- mundar eignuðust níu börn, en sex þeirra komust til fullorðins- EINN af vorum minnstu bræðrun- um — í andanum, Guðmundur Har- aldsson frá Stóru-Háeyri á Eyrar- bakka, hefur þreyttur lokið göngu sinni um rökkurheima Reykjavíkur. Hann var alla ævi sína örsnauður alþýðumaður, eignaðist ekki svo mikið sem kaffikönnu um dagana og vann framundir fimmtugt sem byggingaverkamaður, togarasjó- maður í Hvítahafinu, teppabankari og eyrarkarl. En síðustu 25 ár ævinnar setti hann saman afar sérstæða og und- irfurðulega prósatexta og atóm- kveðskap, sem vöktu athygli ýmissa samtíðarmanna hans vegna stór- hreinlegs naívisma, sem lýsti upp skrif hans. Sjálfur sagðist Guðmundur vera „sagnahöfundurinn, — eða svona skáld til að yrkja afmælisvísurnar". Notkun hans á ákveðnum greini í GUÐ- MUNDUR LÁRUS- SON + Guðmundur Lárusson fæddist 15. nóvember 1926 á Eyri í Flókadal. Hann lést 28. apríl sl. á Sjúkrahúsi Akraness. Guðmundur var jarðsunginn frá Bæ í Bæjarsveit 6. maí sl. ára. Látin eru: Sig- ríður, Magnús og Leifur og nú Guð- mundur, en eftirlif- andi eru systur hans, Ragna Sylvía og Unnur. Guð- mundur var sjó- maður og verka- maður til rúmlega fimmtugs, en gerð- ist þá rithöfundur og gaf sl. 25 ár út margvísleg rit með þáttum, frásögnum og kvæðum. Útför Guðmund- ar fór fram í kyrrþey miðviku- daginn 10. maí frá Fossvogs- kapellu. íslenzku gæti orðið rannsóknarefni málvísindamanna framtíðarinnar. Rannsóknir Guðmundar Haralds- sonar á mannlífinu fóru fram í strætisvögnum, rútu- og boddýbíl- um víðsvegar um landið, á matsölu- og kaffihúsum, jafnvel í veitinga- tjöldum og á sveitabæjum og í þorp- um, þó aðallega á Eyrarbakka og einu sinni a.m.k. fór hann með Gullfossi til Kaupmannahafnar og Hamborgar og hann greindi frá skynjan sinni og upplifan á mannlíf- inu í smábókum, sem engum datt í hug að gefa út — nema honum sjálfum, með örfáum undantekning- um þó. Alla ævi var þessi látni reikunar- maður mjög kirkjurækinn og söng- glaður, hann hafði lítinn áhuga á mannvirðingum viðmælenda sinna og enn minni áhuga á ávirðingum manna. Snöggur og snarborulegur fetaði hann lífsgönguna, einn og sjálfum sér nægur, en ýmsir urðu til að rétta honum lítilræði um dag- ana, því hann var háttvís maður og tók ofan hatt sinn, þegar hann mætti eldri konum á göngunni. Hin síðari ár varði Guðmundur sagnahöfundur öllu sjálfsaflafé sínu jafnóðum til almannaþarfa. Það er þó ekki við hinn látna að sakast, hvernig landsfeðurnir hafa ráðskast með opinbera fjármuni. Líf Guðmundar Haraldssonar sagnahöfundar leið um dal og hól án þess að hann nokkru sinni léti illt af sér leiða. Þegar hann kvaddi viðmælendur á mannamótum eða gatnamótum, mælti hann jafnan: „A-allt í haginn.“ Blessuð sé minningin um Guð- mund Haraldsson og líf hans. Bragi Kristjónsson. GUÐBJORG SOL VEIG MARÍASDÓTTIR + Guðbjörg Sólveig Marías ílAttir fiÞrltlSct á IsnfirriS 9R dóttir fæddist á Isafirði 28. júlí 1946. Hún lést í sjúkrahúsi á Spáni 1. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 10. maí. ÞEGAR ég frétti að Gugga hefði látist eftir stutt veikindi setti mig hljóða. Guggu kynntist ég, þegar við Dísa dóttir hennar urðum vin- konur fyrir mörgum árum. Af mörgu er að taka þegar minn- ingarnar leita á hugann en það sem stendur upp úr er hversu vel Gugga hefur reynst mér síðastliðin þrjú ár eftir að hún missti einkadóttur sína og ég mína bestu vinkonu, sem lést af slysförum. Þrátt fyrir sína miklu sorg og sinn mikla missi, þá sýndi hún mér slíka ástúð og um- hyggju að slíkt mun aldrei gleym- ast. Það var svo gott að koma til hennar því hún veitti mér svo mikla huggun og svo mikinn stuðning og vona ég að ég hafi einnig getað veitt henni stuðning á þessum erf- iðu tímum. En nú er Gugga komin til Dísu sinnar og við biðjum Guð að taka þær í faðm sinn. Við mæðgurnar kveðjum Guggu með sorg og sökn- uði í hjörtum okkar og þökkum henni fyrir vinarþel og hlýhug og okkar garð. Við vottum Massa, Fanneyju og öðrum ættingjum Guggu samúð okkar og biðjum Guð að vera með þeim og veita þeim styrk. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Davíð Stefánsson) Svanhildur Díana. AÐ MORGNI 28. apríl vakti mamma okkur systkinin og sagði okkur að Guðmundur afi væri dá- inn. Hann var búinn að vera mikið veikur. Afi fæddist á Eyri í Flókadal og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Afi og amma bjuggu í mörg ár á Eyri eða þar til árið 1975 að þau fluttu út á Akranes. Undanfarin ár var afi oft uppi í sveit. Hann heyj- aði þar á sumrin og var þar eins oft og hann gat. Þó að afi og amma væru búin að eiga heima á Akra- nesi í mörg ár kallaði afi það alltaf að fara heim þegar hann fór upp að Eyri. Við áttum margar yndis- legar stundir í sveitinni hjá afa og hann kenndi okkur svo margt. Elsku afi, þakka þér fyrir allar sam- verustundirnar. Blessuð sé minning þín. Elsku, Sigríður amma, guð styrki þig og varðveiti í sorg þinni. Hólmsteinn Þór og Sigríður Ólöf. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er mðttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 mið- að við meðalllnubil og hæfilega línu- lengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. t Minningarathöfn um GUÐMUND JÓHANNESSON frá Skárastöðum, síðast til heimilis á Nestúni 4, Hvammstanga, verður haldin í Hvammstangakirkju laugardaginn 13. maíkl. 14.00. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 17. maí kl. 13.30. Unnur Sveinsdóttir, Ása Sigrfður Stefánsdóttir, Herborg Ólafsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Pétur Seatrand. t Við þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall ást- kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR KRISTINS ÞÓRÐARSONAR, Hátúni 19. Sesselja Víglundsdóttir, Þórhildur Vigdís Sigurðardóttir, Helga Sigurðardóttir, Hörður Pétursson, Árni Elfsson, Álfhildur Hallgrimsdóttir, Sigurður Jónsson, Kristfn Sigurðardóttir, Hjalti Jónsson, Jóhanna Andrea Guðmundsdóttir, Hlynur Jónsson, Nfna Björk Þorvaldsdóttir, Selja Dfs Jónsdóttir og langafabörn. t Systir okkar, ÞURÍÐUR GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR, sem lést 3. maí sl., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag, fimmtudaginn 11. maí, kl. 13.30. Systur hinnar látnu. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, KRISTINS KRISTINSSONAR, Gfslholti, Holtum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra- húss Suðurlands á Selfossi fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Bryndís Dyrving. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður minnar og ömmu okkar, RANNVEIGAR SIGURÐARDÓTTUR. Reynir Haukur Hauksson, Guðný Rannveig Reynisdóttir, Haukur Reynisson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÞÓRU KRISTJÁNSDÓTTUR, Rifkelsstöðum, Eyjafjarðarsveit. Marselína Jónasdóttir, Steingrfmur Ragnarsson, Kristján Jónasson, Gunnar Jónasson, Valgerður Schiöth, Hlynur Jónasson, Vilborg Gautadóttir, Héðinn Jónasson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Sigurður Jónasson, Ellen Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður, dóttursonar og unnusta, HANS ERNIS VIÐARSSONAR, Eyjahrauni 3, Þorlákshöfn. Sérstakar þakkir til allra Þorláks- hafnarbúa fyrir samúðina og hlýhuginn í okkar garð. Guðrún f. Johansen, Ingi Þ. Þórarinsson, Viðar E. Axelsson, Sigríður L. Gestsdóttir, Hrafnhildur Tómasdóttir, Þóra G. Briem og systkini. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR J. SKAGFJÖRÐ, lést 26. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks á F-2, Hrafnistu, fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Hrönn Thorarensen, Aðalsteinn Thorarensen, Guðlaug Skagfjörð, María Skagfjörð, Hannes Hall. Lokað Lokað í dag, fimmtudaginn 11. maí, frá ki. 12-16, vegna jarðafarar HULDU HLEGADÓTTUR. Vélaland hf. Þ. Jónsson & Co.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.