Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 29
28 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDL Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MJOLKURBUIÐI BORGARNESI GUÐMUNDUR Bjarnason, landbúnaðarráðherra, undirritaði í síðustu viku samning um úreldingu Mjólkursamlags Borgfirðinga. Hagræðing í mjólkuriðnaði, meðal annars með úreldingu vinnslustöðva, er vissulega nauðsynleg og til þess fallin að lækka verð mjólkurafurða. Sýnt hefur verið fram á það með óyggjandi rökum, að lítið vit er í öðru en að fækka mjólkurbúum verulega. Ákvörðun ráðherrans hefði því verið fyllilega eðlileg og sjálfsögð, ef ekki hefðu óvænt komið fram nýjar hugmyndir, sem a.m.k. var ástæða til að kanna. í fyrsta lagi hafði Sól hf. sýnt áhuga á að stofna nýtt hluta- félag með Kaupfélagi Borgfirðinga og bændum, sem leggja inn mjólk í Borgarnesi, um framleiðslu á ávaxtasafa og mjólkuraf- urðum. Forráðamenn Sólar telja, að slíkt hefði getað skapað ný störf í Borgarnesi, í stað þess að þeim fækki með úrelding- unni og þá væntanlega gjörbreytt rekstrargrundvelli mjólkur- framleiðslunnar þar. í Morgunblaðinu í gær kom fram, að meðal Borgnesinga er vilji fyrir því að athuga þennan möguleika. Samstarf Sólar hf. við Borgfirðinga væri athyglisverður kostur, ef það mætti verða til þess að ná fram markmiðum um hagræðingu í mjólkuriðn- aði, jafnframt því sem öflugt einkafyrirtæki gæti komið á sam- starfi við bændur um nýbreytni á mjólkurvörumarkaðnum og þannig veitt Mjólkursamsölunni í Reykjavík holla samkeppni. I öðru lagi liggur fyrir, að Páll Kr. Pálsson, forstjóri Sólar hf., gerði landbúnaðarráðherra grein fyrir þessum hugmyndum og bað um að undirskrift ráðherrans yrði frestað þar til mögu- leikinn á samstarfi við heimamenn í Borgarfirði hefði verið skoðaður til hlítar. Sól hf. taldi sig þurfa um tvær vikur til þess. I þriðja lagi hefur komið fram, að Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, vakti máls á viðræðum Sólar hf. við Borgfirðinga á ríkis- stjórnarfundi á föstudag í seinustu viku og spurðist fyrir um það, hvort landbúnaðarráðherra væri kunnugt um þann áhuga og hvort ekki væri ástæða til að láta reyna á hann. Guðmund- ur Bjarnason sá ekki ástæðu til að taka tillit til þessa og undir- ritaði samninginn síðar um daginn. Þrátt fyrir þessa ábendingu forsætisráðherra, og að ekki hafi verið færð rök fyrir því að legið hafi sérstaklega á að skrifa undir ákvörðun um úreldingu MSB, tók landbúnaðarráð- herra þessa ákvörðun og kom þar með í veg fyrir að hugmynd- ir Sólar hf. fengju rækilega skoðun. Menn hljóta að spyija hverra hagsmuna ráðherrann var að gæta. Voru það hagsmunir Borgfirðinga, sem hefðu getað not- ið góðs af atvinnuskapandi starfsemi á vegum Sólar hf. ef frek- ari athugun á rekstrarmöguleikum hefði leitt til jákvæðrar nið- urstöðu? Voru það hagsmunir neytenda, sem hefðu hagnazt á vaxandi samkeppni á mjólkurmarkaðnum? Eða voru það kannski fyrst og fremst hagsmunir Osta- og smjörsölunnar og Mjólkur- samsölunnar í Reykjavík, sem ráðherrann var að gæta? Fyrir- tækin njóta þægilegrar einokunaraðstöðu á mjólkurvörumark- aðnum og MS framleiðir - í skjóli'verndaðrar starfsemi - ávaxtasafa og aðrar drykkjarvörur í samkeppni við Sól nf. og önnur einkafyrirtæki. Málið er viðkvæmt meðal annars af þeim sökum að menn muna eftir því, þegar opinberir aðilar beittu sér á árum áður gegn einkaaðilum, sem reyndu að keppa við samsölukerfið í mjólkuriðnaði, meðal annars í osta- og ísgerð. Framsóknarflokkurinn hefur að undanförnu reynt að skapa sér þá ímynd, að hann sé frjálslyndur flokkur, sem beri hag einkaframtaksins fyrir bijósti. Ber það vott um slíkt, þegar landbúnaðarráðherra gerir augljóslega ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir, að einkafyrirtæki fái tækifæri til að kynna og kanna nýjar hugmyndir um rekstur mjólkurbúsins í Borgar- nesi? . ÞORSKIHENT FISKISTOFA hefur áform um að kæra sex báta sem staðn- ir voru að því að henda þorski á grunnslóð út af Reykja- nesi um síðustu helgi. Veiðieftirlitsmenn festu gjörninginn á myndband. Þar með er staðfestur þrálátur orðrómur, sem um langt árabil hefur verið á kreiki, þess efnis, að þorski sé í umtalsverðu magni hent í sjóinn við Islandsstrendur. Minna má á niðurstöður í skoðanakönnun meðal sjómanna, sem Krist- inn Pétursson fyrrverandi alþingismaður stóð fyrir og frá var sagt í Morgunblaðinu í maímánuði árið 1990, sem leiddu líkur að því, að um 15% af afla flotans væri hent í sjóinn. Sjálfgefið er nú, þegar grunsemdir hafa verið staðfestar, að bregðast skjótt og vel við. Það er óveijandi að henda veiddum fiski í sjóinn. En fram hjá hinu verður heldur ekki horft, að vandinn er nánast innbyggður í veiðikerfið. Það gengur ekki upp að sjómenn eigi bæði yfir höfði sér refsingu fyrir að henda þorski, sem í veiðarfæri kemur, þegar þorskkvóti er fullnýttur - og einnig fyrir að koma með hann að landi. Þessi mál verð- ur þegar að færa til betri vegar. SÍLDARDEILA ÍSLAIMDS OG IMOREGS . ,.>-r \ Bjarnarey^ / S Ætisgðngur,/ /%ffy/-*'‘'!”).VET' sumar fpV RIK'N Uppeldis: Utbreiðsla og göngur vorgotssíldarinnar, áður en stofninn hrundi ^ 'T tí l/m! %ði OUR) C í '-'rUrr- a S-'Á > ®UlS -«4' I Vétrar- o Æ5 , “ stöðvaV 'Æ? Stórsíld, Jan Maycn' iimíji'ilí i(NOREGUtó ., . ; ÍSLANI) } Ætisganga i í \ \ FÆREYJAR ?gur ir, j. ^ /' / V...... Bjarnareyf. / á |/V JK ÁwJlí^RÚSS- „><' /Jw land V • Tv V’ Uppeldis- / " ' /V . / V af stöðvar "1 „u “ Utbreiðsla og gonc vorgotssíldárinnar, 1994 sildar yngn en eins ars Hverj ir eiga síldina? Norðmenn og Islendingar deila um eignarhald -j á vorgotssíldinni. Olafur Þ. Stephensen rek- ur röksemdir þær sem deiluaðilar grípa til. Veiðar úr vorgotssíldarstofninum 1950-70 1.723.500 tonrt 1,6 milljón tonn 1950 1955 1960 1965 1970 DEILUR íslendinga og Norð- manna um rétt til nýtingar á síldarstofninum, sem ís- lenzki flotinn veiðir nú úr í Síldarsmugunni og í færeyskri lögsögu, kristallast í nafngiftunum, sem hvor þjóð um sig hefur valið stofninum. Norðmenn kalla hann „norska vorgots- síld“. Á íslandi heitir stofninn hins vegar „norsk-íslenzki sfldarstofninn". Þessar deilur um þjóðemi síldarinnar komu skýrt fram á viðræðufundi ís- lands, Noregs, Rússlands og Færeyja í Reykjavík í síðustu viku. Norðmenn litu svo á að Islendingar ættu ekki að fá nema fáeina tugi þúsunda_ tonna úr „norska“ síldarstofninum, en ísiending- ar kröfðust yfír 100.000 tonna — til bráðabirgða og vildu meira síðar — vegna þess að stofninn væri „norsk- ísienzkur" og háværar raddir hafa ver- ið hér á landi um að íslendingum beri að krefjast sömu aflahlutdeildar úr stofninum og Norðmenn fá. Hafði vetursetu við ísland Síldarstofninn — sem hér verður kallaður vorgotssfldin til að gera ekki upp á milli — gekk fyrr á öldinni í risa- stórum göngum um hafsvæðið milli íslands og Noregs, eins og sést á öðru kortinu. Á sjötta og sjöunda áratugnum er talið að hrygningarstofninn hafí verið á bilinu fímm til tíu milljónir tonna. Eins og nafngiftin gefur til kynna, hrygnir sfldin á vorin, við vesturströnd Noregs. Á tímum sfldarævintýrisins á sjötta og sjöunda áratugnum gekk full- orðna síldin, sem er verðmætasti fískur- inn, suðvestur á bóginn til íslands eftir hrygningu og var um sumarið í ætis- leit við Austur- og Norðurland, allt vestur í Húnaflóa og norður undir Jan Mayen. Sfldin át rauðátu á þessu svæði fram í september, en þá safnaðist hún á vetursetustöðvamar, sem voru á Rauðatorginu svokallaða fyrir Aust- íjörðum. Lítill hluti stofnsins hafði einn- ig tímabundna vetursetu við Norður- Noreg 1964-1966. í janúar gekk síldin svo aftur til Noregs til að hrygna. Á þessum tíma hrygndi hluti stofnsins einnig við Fær- eyjar. Á því byggja Færeyingar að hiuta tii kröfur sínar um síldarkvóta, nú þegar stofninn er í vexti. Eftir hrygningu rekur sfldarseiði og -lirfur norður með Noregs- strönd og inn í Barentshaf, allt austur fyrir strendur Rússlands og norður undir Svalbarða. Þar eru því upp- eldisstöðvar smásíldarinnar, fram til þess að hún er tveggja til þriggja ára, en þá fer hún að ganga vestur á bóginn og hrygnir fjögurra til fimm ára. í norskri lögsögu í 25 ár Eftir hrun síldarstofnsins á árunum 1967-1968 hætti síldin að ganga frá Noregsströnd eftir hrygningu. Hún hrygnir við vesturströndina eins og áður, en hefur að mestu haldið sig í norskri lögsögu í ætisleit. Vetrarstöðv- amar eru í tveimur fjörðum við Lofoten og uppeldisstöðvamar, eins og áður, við Noreg og Rússland. Sfldarstofninn hefur verið í hröðum vexti uTídanfarin ár og er hrygningar- stofninn nú líkast til á bilinu tvær til þijár milljónir tonna. Síðastliðin fimm til sex ár hefur sfldin gengið æ iengra vestur á bóginn, sennilega vegna þess áð hana vantar æti við Noreg, að sögn Jakobs Jakobssonar, forstjóra Haf- rannsóknastofnunar og helzta sérfræð- ings hér á landi um hætti sfldarinnar. Það var fyrst í fyrrasumar, eftir 25 ára vem í norskri lögsögu að lang- mestu leyti, að sfldin gekk út í Síldar- smuguna og suðvestur á bóginn, kom aðeins í bæði færeyska og íslenzka lög- sögu en fór síðan norður með kalda sjónum í Austur-íslandsstraumnum og' norður til Jan Mayen. Tekur síldin upp fyrri hætti? Jakob segir að þetta hegðunar- mynstur gæti bent til þess að síldin væri að taka upp fyrri gönguvenjur sínar, en ennþá hafí hún ekki sýnt til- burði til að breyta um vetur- setustöðvar. Jakob segir að ein tilgáta fræðimanna sé sú að þegar stóru árgangamir frá 1991 og 1992 bætist í hrygning- arstofn síldarinnar, verði það þröngt um hana á veturstöðvunum að hún myndi þurfa að flytja sig annað, a.m.k. hluti stofnsins, og kýnni að halda sig lengur á íslandsmiðum ef henni lægi minna á að komast til vetursetustöðva við Noreg. Um þetta er þó allt óljóst. íslendingar geta gert tilkall til síldar- innar meðal annars á þeirri forsendu að á meðani stofninn var upp á sitt bezta, hafi fullorðna síldin haldið sig á svæði, sem nú sé innan íslenzkrar efna- hagslögsögu, sex_ til sjö mánuði á ári. Þess vegna eigi ísland sögulegt tilkall til veiða úr síldarstofninum. Það myndi vissulega styrkja kröfur íslendinga mjög, ef sfldin tæki upp vetursetu hér við land að nýju. Hver olli hruninu og hver byggði upp? Norðmenn horfa hins vegar til tveggja seinustu áratuga, sem síldin hefur haldið sig að mestu við Noreg. Norðmenn halda því fram að þeir hafí byggt upp stofninn og það séu fyrst og fremst norskir sjómenn sem eigi að njóta þess. Rússar hafa reyndar fengið kvóta af fuilorðinni síld í norskri lög- sögu á undanfömum ámm gegn því að láta uppeldisstöðvar smásíldarinnar í eigin landhelgi í friði. Svein Ivarsen, deildarstjóri hjá norsku hafrannsóknastofnuninni í Bergen, bendir á það í samtali við Morgunblaðið að Norðmenn hafi vísvit- andi haldið að sér höndum og veitt hóflega úr síldarstofninum í eigin lög- sögu. Það sé ástæðan fyrir því að stofn- inn sé nú orðinn svo öflugur að hann gangi út á alþjóð- legt hafsvæði. Hefði verið veitt meira, væri stofninn áfram í norskri lögsögu. Hins vegar geta Islend- ingar bent á það á móti að vísinda- menn em almennt sammála um að mikilvæg ástæða fyrir hmni sfldar- stofnsins á sjöunda áratugnum hafí verið ofveiði Norðmanna á smásíldinni við Norður-Noreg. Upp úr 1965 var smásíldarveiðin svo gegndarlaus að talið er að engir nýir árgangar hafí bætzt í hrygningarstofninn frá því að 1961-árgangurinn kom í gagnið 1964- 1965. Norðmenn tregðuðust hins vegar við að viðurkenna þessa staðreynd og héldu veiðunum áfram í nokkur ár. Hefðu norsk stjórnvöld ekki loks sett bann við veiðum á síld til bræðslu í ársbyijun 1971 telja fiskifræðingar að síldarstofninn hefði getað þurrkazt út. Aftur á móti má ekki gleyma því að íslendingar áttu sinn þátt í hmninu með veiðum á stórsíldinni við ísland, eins og Svein Ivarsen bendir á, og jafn- framt var sjávarhiti og ástand átu síld- inni óhagstætt á þessum tíma. Vísað til sögulegra veiða Burtséð frá þeim rökum, sem snúa að sögu sfldarstofnsins sjálfs og líf- fræðilegri hegðun hans, vísa löndin, sem koma við sögu, til hlutdeildar sinnar í síldveiðunum þegar stofninn stóð með mestum blóma. Eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti, var veiði íslendinga úr stofninum lengi vel sára- lítil miðað við afla Norðmanna. Rússar byijuðu að veiða síld af krafti upp úr 1950. Það var ekki fyrr en árið 1962, sem afli Islendinga tók kipp fyrir al- vöra og fram að hmninu 1968 öfluðu íslenzk skip til jafns við eða meira en þau norsku og rússnesku. Hæst fór hlutdeild Islendinga í aflanum í rúm 40% árin 1965 og 1966. Færeyingar veiddu allt tímabilið, sem hér er sýnt, eða 1950-1970, mun minna en hinar þjóðimar þijár, en veiði þeirra var þó nokkuð stöðug. Veiðar skipa frá öðmm ríkjum voru ekki umtalsverðar. Eftir hmnið 1968 veiddu lengi vel engir nema Norðmetin síld úr stofninum. Það var ekki fyrr en 1985 sem veiðar Rússa hófust að nýju. Þegar rætt er um sögulegan rétt hefur svo auðvitað hver og einn sína reikniformúlu. Þannig telja Islendingar eðlilegt að horfa ekki aðeins á afla ís- lenzkra skipa, heldur á þá veiði sem átti sér stað á hafsvæði, sem nú fellur undir íslenzka lögsögu. Síldveiðamar áttu sér stað á tímum þegar lögsagan var fjórar til tólf mílur, og fóm því að mestu leyti fram á alþjóðlegu svæði. Vera síldarinnar á hafsvæðum skoðuð • Samninganefndir landanna fjögurra, sem hagsmuna eiga að gæta varðandi veiðar á vorgotssíldinni, komu sér sam- an um það í Ósló á dögunum að láta fara fram athuganir á því, sem Norð- menn kalla „sonetilhorighet" vorgots- síldarinnar. Islenzk þýðing er vandfundin, en átt er við það á hvaða hafsvæðum hver og einn aldurshópur síldarinnar dvelur, hversu lengi og hvemig mismun- andi árgangar stofnsins hegða sér með ólíkum hætti. Vonazt er til að þessi vinna geti orðið vísindalegur gmndvöli- ur að framtíðarákvörðunum um stjóm- un og nýtingu sfldarstofnsins. Hin sögulegu rök varðandi eignarhald á síldinni, sem rakin voru hér að framan og em auðvitað opin fyrir mismunandi túlkun, munu þó einnig vega þungt, og búast má við að næsta samninga- lota — hvenær sem hún getur hafízt — verði flókin og erfið. Hætti að ganga frá IMoregsströnd ísland eigi sögulegt til- kall FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 29, Lenging á lánstíma húsbréfalána í 40 ár Avöxtunarkrafa gæti hækk- aö um 0,2-0,4 prósentustig C&} Vanskil við Húsnæðisstofnun ríkisins U Ógreiddar gjaldfallnar greiðslur sem eru eldri en 3 mánaða Eftir aldri lántakenda Byggingarsjóður ríkisins 10 20 30 40 % 50 Byggingarsjóður Húsbréfadeild verkamanna 0 10 20 30 40 % 50 0 10 20 30 40 % 50 30 ára og yngri 31-40 ára 41-50 ára 51-60 ára 61-70 ára 71 árs og eldri p Hlutf. af lántakendum Hlutf.lánt. í vanskiium l~~l Hlutf. af lántakendum ■| Hlutf.lánt. t vanskilum j Hlutf. af lántakendum I Hlutf.lánt. í vanskilum Eftir búsetu lántakenda Byggingarsjóður ríkisins 0 10 20 30 40 % 50 Byggingarsjóður verkamanna 0 10 20 30 40% 50 Húsbréfadeild 0 10 20 30 40 % 50 Reykjavík Reykjanes Vesturland Vesttirðir % Norðurl. vestra Norðurl. eystra (ip Austurland Suðuriand . Hlutfall al lántakendum ■ Hlutfall Iðnt. f vanskllum ! , Hlutfall af lántakendum • Hlutfall lánt. í vanskllum Miklar efasemdir eru um hversu skynsamlegar þær hugmyndir eru að lengja húsbréfalán til að koma húseigendum í greiðsluerfíðleikum til aðstoðar. Eðlilegri og beinskeyttari leið sé að aðstoð í húsnæðismálum fari fram í gegnum skattakerfið, að því er fram kemur í umfjöllun Hjálmars Jónssonar. ZW" félagsmálaráðuneytinu er nú jg unnið að undirbúningi þess að skipa nefnd til að endurskoða húsnæðislánakerfið í sam- ræmi við yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar þar að lútandi, þar sem meðal annars er að finna ákvæði um að lánstími húsnæðislána verði breytilegur 15 til 40 ár og að greið- endum eldri fasteignaveðlána verði gefinn kostur á lengingu lána sinna. Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ljóst væri að tillögur í þessum efnum yrðu ekki tilbúnar fyrir vorþing nú, en hann legði áherslu á að tillögurnar yrðu tilbún- ar í haust, þannig að hægt yrði að leggja þær fram þegar þing kæmi saman. Lánstími í húsbréfakerfinu er nú 25 ár og hefur svo verið frá því kerfið hóf göngu sína fyrir um fimm árum. Samkvæmt lögum um hús- bréfakerfið er heimilt að hafa láns- tímann styttri en 25 ár og því þarf einungis reglugerðarbreytingu til að lána til styttri tíma, en lagabreyt- ingu þarf til að lengja lánstímann frá því sem nú er. Viðmælendur Morgunblaðsins vora almennt á því að ekkert væri því til fyrirstöðu í sjálfu sér að auka sveigjanleika hvað varðar lánstíma nýrra lána, þannig að lántakendur hafi nokkurt valfrelsi um það á hve löngum tíma þeir greiði niður hús- næðislán sín. Það rúmist fyllilega innan kerfisins eins og það sé úr garði gert, að því tilskildu að samræmi sé á milli tímalengdar útgefinna húsbréfaflokka og útgefinna fast- eignaskuldabréfa, þannig að ekki skapist bil á milli lánsfjáröflunar kerfisins og lánveitinga úr því. Fólk þurfi þá að vega og meta saman kosti minni greiðslubyrði og lengri lánstíma og ef til vill hærri ávöxtun- arkröfu. Óæskilegar hliðarverkanir Hins vegar gætir mikilla efa- semda varðandi það atriði að opna möguleika á því að lengja lánstíma þegar útgefinna húsbréfalána. Tii þess liggja margar ástæður en þær helstar að almennt er talið mjög vafasamt að slík breyting nái mark- miði sínu, auk þess sem aðgerðin hafi ýmsar óæskilegar og jafnvel ófyrirséðar hliðarverkanir meðal annars á fjármagnsmarkaði. Þetta er hins vegar mikið háð því hvemig að framkvæmdinni er staðið og hversu víðtæk hún verður. Fyrir það fyrsta er bent á að ef heimilað verður almennt að lengja þegar útgefin skuldabréf sé það ekki markviss aðgerð ef tilgangur- inn með breytingunni sé að aðstoða þá sem séu í erfiðleikum með að standa undir greiðslum af húsnæðis- lánum. Það sé mjög vafasamt að því markmiði sé best náð með þess- um hætti, þar sem einungis lítill hluti skuldara sé í vanskilum, auk þess sem alls óvíst sé hvort breyting- in nái tilætluðum árangri að minnka greiðslubyrðina. Greiðslubyrði af húsbréfaláni til 40 ára sé 17% lægri en af húsbréfaláni til 25 ára en ekki 25% lægri eins og haldið hafi verið fram í kosningabaráttunni að öllu öðm óbreyttu. I öðru lagi era líkur til þess að Ijárfestar geri kröfu til hærri ávöxt- unar á húsbréfum til lengri tíma en skemmri tíma og er áætlað að mun- urinn geti verið á bilinu 0,2-0,4 prósentustig á bréfum með fyrr- greinda tímalengd. Hærri ávöxtun- arkrafa þýðir aukin afföll við sömu nafnvexti og því er hætt við að seljendur húsnæðis sem fá greitt í húsbréfum til 40 ára vilji fá það bætt að minnsta kosti að hluta tii í hærra verði. Ef ávöxtunarkrafan hækkaði um 0,2% myndi það þýða 6% meiri afföll vegna þess hve lánstíminn er lang- ur. Ávinningurinn af lengri lánstíma gæti þannig minnkað enn frekar, þannig að lántakandi gæti staðið frammi fyrir til þess að gera litlum ávinningi, þó hann þyrfti að borga af láninu í 15 ár í viðbót. Vert er að hafa í huga að húsbréfalánin eru jafngreiðslulán, þannig að sama upphæð hlutfallslega er greidd í byrjun lánstímans og í lok hans. Ef þeirri aðferð verður beitt að hafa lánstíma húsbréfanna óbreytt- an 25 ár og lengja einungis lánstíma fasteignaskuldabréfanna sem gefin hafa verið út skapast ójafnvægi milli inn- og útstreymis fjár í kerf- inu, sem Húsnæðisstofnun yrði að fjármagna með lántöku. Bent er á að það eitt út af fyrir sig sé til þess fallið að auka þrýsting á hækkun vaxta. Að auki benda gagnrýnendur þessa á það að í þessu væri fólgið ákveðið óréttlæti gagnvart þeim sem eru nýir lántakendur. Þeir myndu þurfa að taka á sig aukin afföll við sölu sinna bréfa, en það sama myndi ekki gilda um þá sem skulduðu eldri lán og fengju skuldbreytingar. Til að koma í veg fyrir það væri hægt að fara þá leið að veita eldri skuldur- um nýtt lán til 40 ára sem gengi til greiðslu á hinu láninu til skemmri tíma. Yngvi Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri peningamálasviðs hjá Seðlabanka íslands, segist hins veg- ar mjög efins um, hvor leiðin sem farin væri, að fólk yrði mjög spennt fyrir að að lengja lánin, því fólk stæði frammi fyrir því að skulda 15 ámm lengur. Margir myndu því frekar velja þann kost að þreyja þorrann og góuna. Árleg greiðslubyrði af einnar milljónar króna húsbréfaláni til 25 ára er 71 þúsund krónur, en greiðslubyrði af sama láni til 40 ára er 60 þúsund krónur á ári. Á 25 ára lánstíma yrðu greiddar til baka 1.775 þúsund krónur en á 40 ára láns- tíma 2.400 þúsund krónur. Yngvi Örn benti á að í könnun Félagsvísinda- stofnunar á skuldastöðu heimilanna sem unnin var fyrir félagsmálaráðu- neytið í vetur kæmi fram að það væru ekki þeir sem væru að kaupa sér húsnæði í fyrsta sinn eða gam- alt fólk sem væri í greiðsluvanda. Þar kæmi fram að það væri einkum fólk á aldrinum 30-45 ára sem ætti mörg börn og þyrfti þar af leið- andi að eiga stórar eignir sem væri í erfiðleikum. Það væri alls ekki allt- af um fólk með lágar tekjur að ræða heldur fólk með þokkalegar tekjur sem gæti verið fast í einhveij- um af þeim skattagildrum sem búið væri að hlaða upp. Barnlaus hjón gætu látið sér duga íbúð sem kost- aði 6-7 milljónir, en fólk með þijú börn þyrfti íbúð sem kostaði að lág- marki 10-12 milljónir og það mun- aði mikið um greiðslubyrðina af hverri milljón sem bæta þyrfti við sig. Fjölskyldubótavídd „Ég er ekkert viss um að svona lánalenging sé lausnin á þessu máli. Ég held að lausnin sé kannski frek- ar að endurvekja þessar barnabætur eða koma með einhveija fjölskyldu- bótavídd inn í þetta vaxtabótakerfi, þannig að þeir sem em með stórar fjölskyldur og þurfa dýrar eignir fái meiri stuðning,“ sagði Yngvi Örn. Hann sagði að á undanförnum árum hefði sífellt verið að skerða bætur til þessa fólks á þeirri for- sendu að það væri með svo góðar tekjur, en það væri ekki horft á það að það væri með þyngstu fram- færslubyrðina, bæði vegna barna og húsnæðis. Rannveig Sigurðardóttir, hag- fræðirigur hjá Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja, segir að verði farið út í að lengja lánin sé ver® að fara út í aðgerð sem enginn viti hvernig muni koma út þegar upp sé staðið. Það sé ekki verið að leysa vanda þeirra sem eigi í greiðsluerf- iðleikum og til séu miklu markviss- ari aðgerðir til að koma þeim til aðstoðar, en lánalenging sem enginn viti til hvers muni leiða. Enginn viti hvað muni gerast með afföll á húsbréfum verði lánin lengd. Það sé hins vegar hægt að aðstoða þá hópa sem þurfi á aðstoð að halda í gegnum skattakerfið með markvissum hætti með breytingu á barnabótum og útvíkkun á vaxtabótakerfinu. Guðmundur Gylfi Guðmundsson, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi íslands, sagði að ASI hefði verið þeirrar skoðunar að lenging hús- næðislána í 40 ár yrði til mikillar aðstoðar þeim sem væru í greiðslu- erfiðleikum. Hún ætti einungis að ná til þeirra sem ættu í greiðsluerf- iðleikum og haldast í hendur við skuldbreytingu á öðram lánum hjá lífeyrissjóðum og bönkum. Skuld- breyting fyrir mann sem væri með fímm milljóna króna húsnæðislán og skuldaði ekki annað þýddi 3-4% lækkun á greiðslubyrði miðað við að hann væri með 150 þúsund króna tekjur á mánuði á sama tíma og greiðslubyrði hefði aukist um 2% vegna kjaraskerðingar og skatta- hækkana á sama tíma. Það ætti að gera það að verkum að hann stæði ekki verr en þegar hann tók lánið. Aðstoð í gegnum skattkerfið Verður ekki lagt fyrir vorþing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.