Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 19 ERLENT k -j| * ^ ‘f mk - I k ■ Jsgp \ íf|pí| s H viÍT y ■'tg' 'v,' jgssa? f. |f£ 1^1$$$ 1 • iBfe. ■■ r * '"mæ... BILL Clinton leggnr áherslu á orð sín á blaðamannafundinum með Borís Jeltsín í gær. Reuter Leiðtogafundur Bills Clintons og Borís Jeltsíns í Moskvu Rússar fallast á að gefa eftir í deilunni um Iran Moskvu. Reuter. RÚSSNESKAR herþotur gerðu eld- flaugaárás í grennd við þorp í Tsjetsjníju í gær, nokkrum mínút- um eftir að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, lýsti því yfir eftir fund með Bill Clinton Bandaríkjaforseta að rússneski herinn væri ekki að berjast þar. Clinton forðaðist að gagnrýna hernaðaraðgerðir Rússa á blaðamannafundi með Jeltsín eft- ir fjögurra klukkustunda fund þeirra í Kreml. Jeltsín sagði að Rússar myndu hætta við að selja írönum tæki sem Bandaríkjamenn segja að hægt sé að nota til að fram- leiða kjarnavopn. „Engar hernaðaraðgerðir eiga sér nú stað í Tsjetsjníju," sagði Jeltsín eftir leiðtogafundinn. „Her- inn er ekki að beijast þar. Sveitir innanríkisráðuneytisins eru nú ein- faldlega að taka vopn af fámennum hópum uppreisnarmanna.“ Skömmu eftir að Jeltsín lýsti þessu yfír gerðu að minnsta kosti fimm herþyrlur árás nálægt þorpinu Serzhen-Yurt og skutu eldflaugum að þyrpingu bóndabæja, að sögn fréttaritara Reuter. Samstarf í baráttunni gegn hryðjuverkum Jeltsín sagði að leiðtogarnir hefðu ekki leyst öll ágreiningsmál ríkjanna tveggja en fundurinn hefði hins vegar afsannað staðhæfingar um mikla erflðleika í samskiptum þeirra. Báðir leiðtogamir sögðu að sam- komulag hefði náðst um samvinnu í baráttunni gegn hryðjuverkum og árangur hefði náðst í viðræðum um ýmis ágreiningsmál sem varða vopn. Clinton kvaðst telja að fundurinn hefði verið báðum ríkjunum í hag. „Eg tel að bæði ríkin hafi þokað hagsmunamálum sínum áleiðis,“ sagði hann. Líklegt er þó talið að Clinton verði gagnrýndur í Bandaríkjunum fyrir að gagnrýna ekki Jeltsín harkalegar opinberlega vegna hern- aðaraðgerðanna í Tsjetsjníju, eink- um í ljósi árásarinnar í gær. Þegar Clinton var spurður um Tsjetsjníju-málið á blaðamanna- fundinum með Jeltsín sagði hann: „Þetta er áhyggjuefni fyrir heims- byggðina og þetta hefur einnig ver- ið erfitt fyrir þá [Rússa].“ Deilt um stækkun NATO Samningur Rússa við íran, sem hefur ekki enn verið undirritaður, var viðkvæmasta ágreiningsmál leiðtoganna. Jeltsín sagði að hern- aðarlega þættinum í samningnum yrði sleppt. Jeltsín samþykkti að hætta við sölu á tækjum, sem bandarískir embættismenn höfðu sagt að íranir gætu notað til að auðga úran og framleiða kjarnavopn. Clinton sagði að A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, og Viktor Tsjernomyrdín, for- sætisráðherra Rússlands, myndu ræða hinn þáttinn, fyrirhugaða sölu Rússa á kjarnakljúfum til írans. Clinton sagði að Rússar hygðust undirrita samning við Atlantshafs- bandalagið (NATO) um samstarf í þágu friðar, þótt dagsetningin hefði ekki verið ákveðin. Leiðtogana greindi hins vegar á um áform 'NATO um að veita fyrrverandi kommúnistaríkjum í Mið- og Aust- ur-Evrópu aðild að bandalaginu. Riínaí hnapp- helduna Palermo. Reuter. MAFÍUFORINGINN Salvatore „Toto“ Riina gekk á mánudag í hjónaband með konunni sem búið hefur með honum síðasta aldar- fjórðunginn og alið honum ijögur börn, Antoniettu Bagarella. Gift- ingin var borgaraleg og var fram- kvæmd í Ucciardone-fangelsinu á Sikiley þar sem Riina er í haldi. Riina, sem hlotið hefur viður- nefnið „Skepnan“ var handtekinn í janúar 1993 en nú standa yfir rétt- arhöld í máli hans og 41 annars meðlims mafíunnar sem ákærðir eru fyrir morð á dómaranum Giov- anni Falcone, konu hans og lífvörð- um. Riina hefur þegar hlotið níu lífstíðardóma. Kaþólskur prestur, sem síðar var handtekinn fyrir meint mafíu- tengsl, gaf Riina og Bagarella sam- an árið 1966 en yfirvöld tóku hjóna- bandið ekki gilt. Ungverjaland Hættuleg- asta landið London. Reuter. UNGVERJALAND, Pólland og Suður-Afríka eru hættuleg- ustu löndin fyrir ferðamenn, ef marka má könnun bresku neytendasamtakanna. Ráðist er á meira en einn af hveijum tuttugu ferða- mönnum í þessum löndum, samkvæmt könnuninni, sem var gerð meðal 16.000 lesenda tímarits samtakanna, Holiday Which. Næst á listanum yfir hættulegustu löndin voru Gambía og Marokkó. Holland og Belgía eru hins vegar efst á lista tímaritsins yfír öruggustu löndin. „Nýfengið frelsi i fyrrver- andi kommúnistaríkjum kann að valda vandamálum fyrir ferðamenn,“ sagði ritstjóri tímaritsins, Patricia Yates. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands Sögulegt að hitta tvo forseta Frakklands Reuter JACQUES Chirac, Framjois Mitterrand og Vigdís Finnboga- dóttir við minningarathöfnina í París á mánudag. „ÞAÐ var einkar minnistætt að tveir Frakklandsforsetar skyldu vera viðstaddir athöfnina í París þar sem minnst var styijaldarloka í Evrópu," sagði Vigdís Finnboga- dóttir, forseti Islands, sem nýkom- in er frá Frakklandi. Þar hitti hún stuttlega þá Francois Mitterrand, fráfarandi forseta, og Jacques Chirac, nýkjörinn forseta lands- ins. Segir hún Chirac hafa verið afar ánægðan og leikið á als oddi í myndatöku með þjóðhöfðingjun- um. Hafí hann og Mitterrand spaugað við nærstadda á meðan á myndatöku stóð. Hátíðahöldin segir Vigdís hafa verið mjög glæsileg enda hafi Frakkar lagt sig fram um að gera þau sem best úr garði. „Það var áhrifaríkt að sitja á Étoile-torg- inu. Þetta var sögulegt augnablik, að þarna skyldu sitja saman tveir forsetar, báðir gestgjafar. Rætt var um hvað þetta væri einstakt, þetta hefur ekki gerst fyrr.“ Kjörtímabili Mitterrand forseta lýkur síðar í mánuðinum en hann er alvarlega sjúkur. Vigdís segir erlendu gestina hafa dáðst að Mitterrand. „Hann sýndi svo mik- inn styrk og kjark og lætur ekki á sér sjá að hann sé veikur. Hann þurfti að ganga út á torgið og þakka bæði hershöfðinga og hljómsveitarstjóra og gekk styrk- um skrefum. Þá þurfti Mitterrand einnig að ganga yfír hluta torgs- ins sem er allnokkur vegalengd. Hann hefur alveg sérstakan og virðulega stíl, Mitterrand. Alla þá tíð sem hann hefur setið í emb- ætti hefur hann verið mjög for- setalegur.“ Vigdís ræddi stuttlega við Mitt- errand enda góð vinátta frá fornu fari á milli forsetanna. Þá gafst henni tækifæri til að færa Chirac hamingjuóskir. „Hann minntist þess er ég heimsótti hann í ráð- húsið fyrir rúmum áratug og sagðist eiga góðar minningar um heimsóknina." Konur á meðal hermanna Erlendu gestirnir voru við- staddir hersýningu í borginni en engin vopn voru sýnd. Segist Vig- dís það hafa vakið athygli gest- anna er konur birtust í herdeildun- um sem marseruðu fram hjá. „Þær voru afar glæsilegar og við ræddum um það að það væri viss léttir að sjá konur í pilsum innan um alla þessa karlmenn. Það hvarflaði jafnvel að mér, friðar- sinnanum, að fyrst að ríki halda út her, sé ekki óeðlilegt að konur séu þar á meðal.“ Ekið var með fána íslands á sýningunni í París eins og fána annarra þjóðríkja sem sendu þjóð- höfðingja sinn. Hvert ríki átti sína bifreið þar sem fánaberi stóð. Torben Lund, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, bar íslenska fánann glæsilega, að sögn Vigdís- ar, er bílarnir óku í kringum Sig- urbogann. Það varpaði hins vegar skugga á lok athafnarinnar að reiðir borgarbúar púuðu á þjóð- höfðingja í reiði sinni yfír því að fá ekki að taka þátt í athöfninni. Sagði Vigdís að fréttir um þetta hefðu komið sér á óvart, hún hafi ekki orðið vör við annað en gleði qg hlýju er hún ók í bifreið merktri íslandi frá þeim stað er athöfnin var haldin á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.