Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Stefnir hf. og Óskar Jónsson og Co sameinast Flutningamiðstöð Norðurlands Stærsta flutn- ingafyrirtæki á Norðurlandi TVÖ rótgróin flutningafyrirtæki, Stefnir hf. á Akureyri og Óskar Jónsson og Co á Dalvík, hafa sam- einast rekstri Flutningamiðstöðvar Norðurlands og er fyrirtækið þar með hið langstærstá sinnar teg- undar á Norðurlandi, en það býður viðskiptavinum sínum fjölbreytta flutningaþjónustu, á sjó, landi og lofti. Fyrirtækin tvö sem nú samein- ast Flutningamiðstöð Norðuriands hafa bæði starfað lengi. Óskar Jónsson hóf akstur milli Dalvíkur og Reykjavíkur árið 1950 og Stefnir hefur haldið uppi föstum ferðum milli Akureyrar og Reykja- víkur í 40 ár. Fyrirtækið hefur nú yfir að ráða 11 flutningabílum og starfsmenn verða um 40 talsins. Morgunblaðið/Rúnar Þór TVÖ gamalgróin landflutningafyrirtæki, Stefnir á Akureyri og Óskar Jónsson á Dalvík, hafa sameinast Flutningamiðstöð Norðurlands. Á myndinni eru Guðmundur Logi Lárusson, Gunnar Sigtryggsson, Ragnar Guðmundsson, Óskar Óskarsson og Þórarinn ívarsson. Landflutningar hafa aukist Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, eins eigenda Flutningamið- stöðvar Norðurlands og stjómar- formaður, sagði að sameining fyrirtækjanna þriggja markaði ákveðin tímamót. Þróunin á flutn- ingamarkaðnum hefði verið sú á síðustu árum að hlutur landflutn- inga hefur stóraukist á kostnað sjóflutninga. Fyrir 3 árum voru t.d. Samskip með 3 skip sem sigldu til allra hafna landsins, en þeim hefur fækkað í eitt og er sveiflum í eftirspurn mætt með auknum landflutningum. Fjölbreytt þjónusta Ólafur sagði að markmiðið væri að veita góða og fjölbreytta þjón- ustu á sviði flutninga, hvort heldur senda Jiyrfti vöru innanlands eða utan. Ahersla væri lögð á að hraða flutningum sem kostur væri, þann- ig tæki t.d. 5-6 daga að koma fiski sem skipað er upp á Akureyri á markað erlendis. Fyrirtækið mun reka vöruaf- greiðslu á Akureyri og sinna þar afgreiðslu skipa Samskipa, áhersla verður lögð á öfluga löndunarþjón- ustu fyrir fiskiskip, þjónustu við skemmtiferðaskip, gámafiutninga, fiskflutninga og almenna vöru- flutninga. Þá sér fyrirtækið um akstursþjónustu innanbæjar á Ak- ureyri, um Eyjafjarðarsvæðið og til höfuðborgarinnar, en boðið verður upp á fastar ferðir þangað tvisvar á dag alla virka daga. Loks mun fyrirtækið sinna flutnings- miðlun, tollskjalagerð, reka toll- vörugeymslu og vörudreifmgamið- stöð. Ekki hægt að kaupa viðskiptavini „Menn ávinna sér viðskiptavini með því að bjóða góða þjónustu, þá er ekki hægt að kaupa,“ sagði Ólafur „Við ætlum að þjóna okkar viðskiptavinum sem best og ætlum okkur stóran hlut á Norðurlandi. Þjónusta félagsins í Reykjavík verður með sama hætti og verið hefur, en tekið er á móti vörum á Vöruflutningamiðstöðinni, Land- flutningum og hjá afgreiðslu _Sam- skipa innanlands. Þórarinn ívars- son er framkvæmdastjóri Flutn- ingamiðstöðvar Norðurlands en aðrir stjórnendur eru Guðmundur Logi Lárusson, Gunnar Sigtryggs- son, Hólmar Svansson og Oskar Óskarsson. í ál^r VV' :::í!1 ÆJh Morgunblaðið/Rúnar Þór í boði bæj- arstjórnar AKUREYRARBÆR efndi til mót- töku fyrir leikmenn i D-riðli sem leikinn er í íþróttahöllinni á Akureyri og aðra gesti í Sjallan- um í gær. Sigfríður Þorsteins- dóttir forseti bæjarstjórnar bauð gestina velkomna og Geir H. Haarde formaður framkvæmda- nefndar HM 95 þakkaði boðið fyrir hönd nefndarinnar. Forseti bæjarstjórnar færði fulltrúum allra liðanna, Alþjóðahandknatt- leikssambandsins og dómurum gjöf frá Akureyrarbæ til minn- ingar um dvölina á Akureyri. Frídagur var í gær í D-riðlin- um og notuðu leikmenn tímann til að skoða sig um, m.a. var Svíunum boðið að skoða verk- smiðju ullarfyrirtækisins Foldu. Kirkjulistavika Lj óðatónleikar Jóns og Gerrits Þrjátíu númera- plötur klipptar af LÖGREGLAN á Akureyri klippti númer af 30 bílum í fyrrinótt og gærdag. Matthías Einarsson varð- stjóri lögreglunnar á Akur- eyri sagði að svo virtist sem óvenjumikið væri um að bif- reiðaeigendur væru með gjöld sín í vanskilum. „Við fáum lista frá sýslumanni á hveijum morgni og þeir eru óvenju langir um þessar mundir, þannig að það m(i búast við að ekkert lát verðli á þessum aðgerðum' strax. Ég hvet bifreiðaeigendur til að greiða þessi gjöld og kom- ast hjá þeim óþægindum sem fylgja þessu leiðindaverki okkar. Okkur þykir það virkilega leiðiniegt að standa í þessu, því við vitum að margir eru auralitlir," sagði Matthías. Morgunblaðið/Rúnar Þór Is í góða veðrinu VINKONURNAR Mira Kolbrún og Aníta Lind voru að spóka sig í miðbæ Akureyrar í blíðskapar- veðri í fyrradag og í tilefni af því að sólin skein keyptu þær sér ís sem án efa hefur smakkast afbragðsvel. UÓÐATÓNLEIKAR verða í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 11. maí, kl. 20.30. Þeir eru liður í Kirkju- listaviku sem nú stendur yfir en á tónleikunum koma fram Jón Þor- steinsson tenór og Gerrit Schuil píanóleikari. Á efnisskrá eru trúarleg Ijóð eftir Beethoven, Hugo Wolf, Franz Schubert og fleiri. Jón er fæddur í Ólafsfirði, hann stundaði söngnám m.a. í Osló, Árósum og við Modena á Ítalíu. Hann réðst til ríkisóperunnar í Amsterdam árið 1980 þar sem hann hefur sungið yfir 50 hlut- verk. Jón hefur getið sér gott orð á meginlandi Evrópu fyrir túlkun sína á sígildri kirkjutónlist og nútímatónlist. Hann flutti aftur til íslands eftir tveggja áratuga dvöl erlendis og hefur kennt söng við tónlistarskólana á Dalvík og Ólafsfirði auk þess að taka þátt í Leðurblökunni hjá Leikfélagi Ak- ureyrar. Gerrit Schuil er hollenskur píanó- leikari, hljómsveitar- og óperustjóri sem búið hefur við Eyjafjörð undan- farin misseri. Hann hefur m.a. stundað nám í Rotterdam, í París og London og leikið með þekktum söngvurum og stjómað virtum hljómsveitum. Hann hefur tekið þátt í tónlistar- og leikhúslífi á ís- landi og í vetur stjómaði hann Sin- fóníuhljómsveit íslands. Söngur og erindi Um fugla himins og liljur vallar- ins er heiti á erindi sem dr. Bjarni Guðleifsson á Möðruvöllum flytur í opnu húsi fyrir aldraða í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju í dag, fimmtudaginn 11. maí, kl. 15.00. Þá syngur Tjarnarkvartettinn fyrir gesti og boðið verður upp á kaffi- veitingar. Þetta er einn liður í Kirkjulistaviku. Myndlistarskólinn á Akureyri Nemar sýna á Dalvík og Ólafsfirði MYNDLISTARSKÓLINN á Akureyri bryddar upp á þeirri nýjung um komandi helgi að vera með farandsýningu í nágrannabæjum Akureyrar, en nemendur skólans koma víða að. Á sýningunum sýna nem- endur fornámsdeildar, fyrsta og annars árs grafískrar hönnunar og málunardeildar verk sín. Næstkomandi laugardag verður haldin sýning í Barna- skólanum í Ólafsfirði og sunnudaginn 14. maí verður sýning í Safnaðarheimilinu á Dalvík. Báðar hefjast þær kl. 14.00 og standa til kl. 18.00. Á staðnum verður kaffisala auk kynningar á starfsemi skólans og gefst sýningar- gestum kostur á að fá teikn- aðar af sér andlitsmyndir. Skólastjóri Giljaskóla Skólanefnd mælir með Helgn Har- aldsdóttur SKÓLANEFND Akureyrar samþykkti á fundi sínum í vikunni að mæla með því að Helga Haraldsdóttir verði ráðin skólastjóri hins nýja Giljaskóla sem tekur til starfa á Akureyri næsta haust. Helga er skólastjóri í Hvammshlíðarskóla á Akur- eyri. Sjö umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Giljaskóla. Álit skólanefndar hefur verið sent til fræðslustjóra sem einnig er umsagnaraðili en menntamálaráðherra ræður í stöðuna. Næsta vetur munu einung- is fyrstu tveir bekkir grunn- skólans vera í Giljaskóla, sem fengið hefur húsnæði til bráðabirgða fyrsta árið í húsakynnum leikskólans Kiðagils sem nú er í smíðum í Giljahverfi. Framkvæmdir við sjálfa skólabygginguna heíjast á næsta ári. Skógræktarfélag Eyfirðinga Erindi um skógarnytjar BRYNJAR Skúlason ráðu- nautur flytur erindi um skóg- arnytjar á aðalfundi Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga sem haldinn verður í Galtalæk, húsi Flugbjörgunarsveitar- innar á Akureyri í kvöld, fimmtudagskvöldið 11. maí kl. 20.00 Á fundinum verður einnig fjallað um skógrækt á Hálsi, en Skógræktarfélag Eyfirð- inga hefur leigt jörðina til afnota fyrir þá félagsmenn sína sem vilja koma sér upp skógarreit. Þegar hafa um 30 félagsmenn óskað eftir aðstöðu á Hálsi, en Iöndum verður úthlutað í júní næst- komandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.