Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLEEMT F ramkvæmdastj órn ESB Vill draga úr beitingn neitunarvalds Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hvatti í gær til að dregið yrði úr beitingu neitunar- valds aðildarríkjanna varðandi mál- efni sambandsins. Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagðist vera andvígur því að aðild- arríkin gætu valið og hafnað svið þeim sviðum, sem þau hefðu áhuga á að taka þátt. Lét hann þessi ummæli falla á blaðamannafundi í kjölfar þess að framkvæmdastjóm- in hafði fjallað um afstöðu sína fyrir ríkjaráðstefnu ESB á næsta ári. Santer sagði nauðsynlegt að beyta ákvarðanatökuferli sam- bandsins þannig að það yrði skil- virkara og nær almenningi. Taldi hann réttu leiðina að þessu mark- miði vera að láta meirihluta at- kvæða ráða í fleiri málaflokkum í stað þess að ákvarðanir yrði að taka samhljóða. Bretar hafa lýst því yfir að þeir hyggist beita sér gegn öllum til- raunum til slíks en flest önnur aðild- arríkja virðast vera sammála sjón- armiðum framkvæmdastjórnarinn- ar. Telja þau nauðsynlegt að ein- falda ferlið ef fjölga eigi aðildarríkj- unum enn frekar, nú þegar sé orðið erfitt að taka ákvarðanir með fimmtán ríkjum. Ekki fleiri undanþágur Santer sagði að undanþágur líkt og Bretar fengu frá hinum félags- lega kafla Maastricht-samkomu- lagsins ættu að heyra fortíðinni til. Hins vegar væri að hans mati ekk- ert því til fyrirstöðu að ríkin aðlög- uðu sig mishratt að reglum sam- bandsins. í greinargerð framkvæmda- stjórnarinnar fyrir ríkjaráðstefnuna segir að hún telji Maastricht-sam- komulagið hafa gengið vel upp nema hvað að í utanríkis- og dómsmálum sé verulega vankanta að fínná. Reuter SANTER á blaðamannafundi sínum í Brussel í gær. ESB rekur spænskan bát heim • EVRÓPUSAMBANDIÐ sýndi í fyrradag að það vildi halda frið- inn við Kanada og standa við hinn nýja samning um veiðar úti fyrir kanadískri lögsögu, er framkvæmdastjórnin svipti spænskan bát veiðileyfi og skip- aði honum að snúa heim. Bátur- inn, Mayi IV, notaði ólögleg net við grálúðuveiðar. • NORSK stjórnvöld eru miður sín yfir að fá ekki að vera með á leiðtogafundi Evrópu- og Asiu- rikja í Bangkok á næsta ári. Þátttaka i fundinum mun að mestu takmarkast við leiðtoga ríkja ESB og ASEAN (Efnahags- samtaka Suðaustur-Asíurikja). Asíumenn hafa vísað Norðmönn- um á að ræða við Evrópusam- bandið og biðja um að Gro Harl- em Brundtland fái að sitja fund- inn. ESB er hins vegar lítt áfjáð í að gera Noregi greiða, eftir að landsmenn höfnuðu ESB-aðild á síðasta ári. Noregur telur sig eiga mikilla hagsmuna að gæta í Suðaustur-Asíu, þar sem efna- hagsuppgangur er mestur í heimi. • FINNSKA ríkisstjórnin hefur tilkynnt að hún sé reiðubúin til viðræðna við Schengen-Iöndin um þátttöku í Schengen-sam- starfinu um afnám landamæra- eftirlits. Finnar geta hugsað sér að verða áheyrnaraðili að sam- starfinu fyrst um sinn. • GÖRAN Persson, fjármála- ráðherra Svíþjóðar, segist von- góður um að land sitt gæti „í grófum dráttum“ uppfyllt skil- yrði fyrir þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi ESB-ríkja (EMU) fyrir árið 1997. Svíar upp- fylla nú aðeins eitt af fimm lykil- skilyrðum um stöðu efnahags- og ríkisfjármála. Persson hyggst setja á fót vinnuhóp til að greina áhrif EMU-aðiIdar á sænskt efna- hagslíf. Hann sagði í þingræðu á mánudag að sænska þingið ætti að geta gert upp hug sinn til EMU haustið 1997. • ESB fagnaði því í gær að Tyrkir hefðu dregið her sinn til baka frá Irak, en hvatti tyrknesk stjórnvöld jafnframt til að gefa mannréttindum meiri gaum. Slikt myndi skapa forsendur fyr- ir betri samskiptum ESB og Tyrklands, ekki sízt framkvæmd tollabandalagsins, sem samið var um í vor. Breskur ráðherra á fundí með Sinn Fein 23 ára bann við slíkum viðræðum afnumið r Belfast. Reuter. BRETAR afnámu í gær 23 ára bann við viðræðum breskra ráðherra við Sinn Fein, stjómmálaarm írska lýð- veldishersins (IRA), og hófu könn- unarviðræður í Belfast um hvernig koma ætti á varanlegum friði á Norður-írlandi. „í dag féll enn ein hindrunin fyr- París. Reuter. EDOUARD Balladur, forsætisráð- herra Frakklands, afhenti í gær Francois Mitterrand Frakklandsfor- seta afsagnarbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt. Afsögn Balladurs er í raun formsatriði, þar sem Jacques Chirac, nýkjörinn forseti, mun skipa nýja ríkisstjórn í kjölfar þess að hann tekur formlega við embætti í byijun næstu viku. Chirac sat á fundum með ráðgjöf- um sínum og væntanlegum ráð- herraefnum í allan gærdag í ráð- húsi Parísar. Þingmaðurinn Elisa- beth Hubert, sem líkleg þykir til að hljóta embætti heilbrigðisráðherra, ir friði og ég vona svo sannarlega að hún verði sú síðasta," sagði odd- viti sendinefndar Sinn Fein í viðræð- unum, Martin McGuinness. Michael Ancram, sem fer með málefni Norð- ur-írlands, var fulltrúi bresku stjórnarinnar. McGuinness hvatti Breta til að sagðist vona að fieiri konur hlytu ráðherraembætti en í síðustu ríkis- stjórn. Af 29 ráðherrum i stjórn Balladurs voru þtjár konur. Hubert sagði konur ekki haldar jafnmikilli valdaþrá og karlar, fyrir þeim vakti frekar að þjóna landi sínu. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í Le Monde í gær telja 92% kjósenda að helsta forgangsverkefni hins nýja forseta eigi að vera barátt- an gegn atvinnuleysi. Einungis 30% töldu mikilvægt að taka frekari skref varðandi þróun Evrópusambandsins og 16% að mikilvægt væri að setja stjórnmálamönnum siðareglur. viðurkenna Sinn Fein formlega og hefja samningaviðræður við flokk- inn um framtíð Norður-írlands. „Við komum hér í dag til að leita eftir Ioforðum bresku stjórnarinnar um að hún ætli að virða flokkinn til jafns við aðra og binda enda á þá mismunun sem flokkur okkar og þjóð hafa sætt frá stofnun þessa ríkis,“ sagði McGuinness. Deilt um skilyrði Breta Breska stjómin hefur ekki enn viðurkennt Sinn Fein sem fullgildan samningsaðila þótt stjórnvöld á ír- landi og í Bandaríkjunum hafí hvatt hana til þess. Breska stjórnin hefur sagt að hún geti ekki samið við Sinn Fein á sama hátt og flokka, sem eiga sæti á breska þinginu, meðan flokkurinn hafi „einkaher“ vopnaðra stuðningsmanna IRA. Breska stjórnin setur það skilyrði fyrir fullgildri aðild Sinn Fein að fyrirhuguðum friðarviðræðum að IRA afvopnist. McGuinness sagði að ekki væri rétt að setja skilyrði fyrir viðræðunum. í sendinefnd Sinn Fein voru með- al annars Gerry Kelly, sem var sak- felldur fyrir sprengjutilræði í dóms- húsi í London árið 1973. Breskir embættismenn höfðu áð- ur rætt við McGuinness og ráðgjafa hans en þetta er í fyrsta sinn sem breskur ráðherra ræðir við fulltrúa Sinn Fein frá leynilegum viðræðum í London árið 1972. Ríkisstjórn Frakklands segir af sér Konur vilja fleiri ráðherraembætti AÐ MINNSTA kosti níutíu hafa látið lífið af völdum blóðkreppusótt- arfaraldurs og hitasóttar, sem talið er að rekja megi til Ebola-veirunn- ar, í borginni Kikwit í Zaire. Ríkissjónvarpið í Zaire greindi í gær frá því að Kikwit, þar sem um hálf milljón manna býr, hefði verið sett í sóttkví og borgin algjörlega lokuð af. Meðal hinna látnu eru þijár ítalskar nunnur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur staðfest að líklega sé um Ebola-veiruna að ræða en sýking af völdum hennar er ólæknanleg. Eru sérfræðingar á vegum WHO, Pasteur-stofnunar- innar í París og Veirurannsókna- stofnunar Suður-Afríku á leið til Kikwit. Veiran dregur nafn sitt af fljóti í Zaire, þar sem hún greindist fyrst, og er með þeim skæðustu sem vitað er af. Níu af hvetjum tíu er sýkjast láta lífið. Heimildir herma að spítalinn í Kikwit standi auður og að fólk þori ekki að nálgast hann af ótta við sýkingu. Nokkrir starfsmenn sjúkrahússins hafa þegar látið lífið. Edouard Mununu, biskup Kikwit, sagði hættu á að allir íbúar borgar- innar sýktust ef ekki yrði gripið til aðgerða. Itaiskir trúboðar í Kenýa greindu í gær frá því að faraldur, sem virt- ist svipa mjög til Ebola-veirunnar, hefði á síðasta ári þurrkað út íbúa tveggja þorpa í suðurhluta Súdan, alls um tvö hundruð manns. Engin opinber tilkynning var gefin út á sínum tíma um málið. Hundruð manna létust í Ebola- faraldri í Zaire árið 1976 og í Súd- an árið 1979. Reuter Nichols kærður fyrir tilræðið í Oklahoma ANNAR maður var kærður í gær fyrir aðild að sprengjutilræðinu í stjórnsýsluhúsinu í Oklahoma- borg í Bandaríkjunum sem varð 166 manns að bana. Er þar um að ræða Terry Nichols, vin og samverkamann Timothys McVeigh, sem var handtekinn daginn sem tilræðið var framið og ákærður tveimur dögum síðar. Nichols, sem stendur á fertugu, er hér leiddur út úr dómshúsi. Ebola- faraldur í Zaire
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.