Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Yfirsýn“ MYNPUST Listasafn Kópavogs GLERLIST LEIFUR BREIÐFJÖRÐ Opið frá 12-18 daglega. Lokað mánu- daga. Til 21. maí. Aðgangur 200 kr. ÞAÐ ER mikill.áfangi í lífí hvers manns að verða fímmtugur og myndlistarmenn eru hér vel meðvit- aðir. Þeir taka stundum upp á því að efna til stórra einkasýninga í tilefni tímamótanna, eða aðrir gera það þeim til heiðurs. Eins og ein- hveijir munu minnast, hafði FÍM það til siðs fýrir óralöngu að bjóða til sýninga á verkum einstakra fé- lagsmanna, en eftir að sú góða venja var aflögð verða listamenn í flestum tilvikum að treysta á eigið framtak. Leifur Breiðfjörð segir réttilega í aðfaraorðum sýningarskrár hinnar miklu sýningar sinnar á Listasafni Kópavogs: „Það getur verið ánægjulegt að staðnæmast á miðri leið og Iíta yfir farinn veg. Fyrir listamann kann það að vera fróð- legt. Þessi sýning er yfírsýn mín yfir það sem ég hef gert síðustu árin. Eg hef valið nokkur verk sem mig langar til að sjá saman. Flest verkanna eru ný og hafa ekki verið sýnd hér á landi áður.“ Leifur stendur svo einn að baki þessu framtaki ásamt konu sinni Sigríði Jóhannsdóttur, sem er einn- ig aðstoðarmaður hans á ýmsum stigum útfærslu viðameiri verka og um aðföng heimilda varðandi af- mörkuð verkefni. Ekki má vanmeta þessa aðstoð, því hún er öllum nauð- synleg, og hér má koma fram, að ýmis erlend stórstirni í myndlistinni hafa allt að 15- 25 aðstoðarmenn. Sjálf er Sigríður með okkar mikil- hæfustu veflistarkonum og vel menntuð sem slík. Afmælissýning sem vinir Kjar- vals héldu honum til heiðurs er hann stóð á sömu tímamótum og var til húsa í öllum Menntaskólan- um gamla, mun viðamest slíkra framkvæmda í ljósi myndafjölda (410 verk). Sjálfur á ég heiðurinn af næst stærsta framtakinu, sem ég stóð aleinn að og haldin var að Kjarvalsstöðum 1980 (366 verk), en án nokkurs vafa er sýning Leifs langsamlegast best undirbúna og Sýning haustið '95: Stórsýning á tækni- og tölvubúnaði verður haldin í haust í Laugardalshöllinni, dagana 29. september til 1. október n.k. Þeir aðilar sem hafa áhuga á þátttöku í sýningu þessari tilkynni það til skrifstofu Verslunarráðs íslands hið fyrsta og eigi síðaren 19. maí n.k. Eftirfarandi fyrirtæki í STS hafa nú þegar staðfest þátttöku: • ACO • Apple-umboðið • EJS • Heimilistæki • Nýherji • Tæknival • Örtölvutækni Allar nánari upplýsingar veitir Herbert Guðmundsson, félagsmálastjóri Verslunarráðsins, í síma 588-6666. Þar fást einnig skráningarblöð. STS-Samtöktölvuseljenda Sími 588-6666 - Bréfsími 568-6564 Skráning er hafin! LISTAMAÐURINN Leifur Breiðfjörð á vinnustofu sinni 1994. skipulagða framkvæmdin, jafn- framt svipmest og heillegust, þótt verkin séu sýnu færri (129). Hann mun hafa kynnt sér rýmið í þaula og bjó til módel af öllu húsinu og trútt um talað þurfti ekki annað en að setja sýninguna upp sam- kvæmt uppkastinu. Hér var Leifur á heimavelli að segja má, því snemma á ferli sínum markaði hann sér þessi öguðu vinnubrögð. Svipað og sýning Kjarvals vakti mjög athygli og mín sýning gekk langt framar öllum vonum, færir framtak Leifs sönnur á að almenn- ingur kann að meta slíkar stórfram- kvæmdir. í öll skiptin sem ég hef komið á sýninguna hefur verið jafn og stöðugur straumur fólks inn í húsið. Svona á það að vera og hér má draga af nokkurn og mikilvæg- an lærdóm. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að virkja almenning, gera hann að þátttakanda í sjónlist- um samtímans, vel meðvitaðan um gildi myndlistar og þá ánægju og lífsfyllingu sem hún fær veitt þeim sem eru með á nótunum. Miðað við allt sem eftir Leif ligg- ur, voru þessi hnitmiðuðu vinnu- brögð algjör forsenda þess að vel tækist í ljósi þess, að stór hluti er í kirkjum, opinberum byggingum og heimahúsum víða í Evrópu. Hér gat hann einungis dregið fram ýmsar vinnuteikningar, en þær eru svo til vitnis um hin nákvæmu og skipulögðu vinnubrögð, en þó naumast annað en reykurinn af réttunum, því að eiginleikar glersins og töfrar þess eru illa fjarri, að ógleymdu umhverfinu og húsagerð- arlistinni. Leifur segir sjálfur um fram- kvæmdina: „Eg sýni í þremur sölum og forsal:, málverk, pastelmyndir, vatnslitamyndir, steinda glugga, glermálverk, glerskúlptúra. Þar að auki frumdrög, vinnuteikningar og ljósmyndir af fullunnum verkum. Fijáls myndsköpun hefur verið mik- ilvægur hluti starfs míns. Ég álít að góð teiknikunnátta og leikni í meðferð lita séu frumskilyrði vel gerðra glerverka. Ég tel að áhugi og skilningur á öðrum listgreinum sé mikilvægur. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt að skoða söfn og sýningar til þess að víkka sjóndeild- arhringinn og örva ímyndunaraflið. Ég verð ekki einungis fyrir áhrifum af góðum steindum gluggum, held- ur allri góðri list.“ Hér er eiginlega allt sagt og í brennigler dregin nokkur mikilvæg kennileiti, sem allir listamenn þurfa að átta sig á, ungir að festa sér vel í minni og draga dám af. Ekki þýðir annað en að taka grunnnámið föstum tökum og sýn- ing Leifs er lifandi vottur þess, að hér er verkmaður á ferð sem gjör- þekkir flest grunnatriði listarinnar, og hvergi sló slöku við það erfiða og mikilvæga nám. Hann segir ennfremur: „Þegar ég geri steinda glugga fyrir ákveð- inn stað tek ég tillit til fjögurra atriða varðandi birtu. í fyrsta lagi hugsa ég um verkið, þegar það nýtur dagsbirtu utan frá. í öðru lagi þegar það er lýst upp innan frá að kvöldi til og dagsbirtu nýtur ekki lengur við. Þá eru mikilvæg- ustu atriðin endurvarp lita í glerinu og teikning blýlína. í þriðja lagi sést verkið utan frá að degi til. Þá sést spegilmynd þess. Ég tek ávallt mikið tillit til spegilmyndar verk- anna. í fjórða lagi sést verkið utan frá að kvöldi til, er ljósið kemur að innan. Þetta eru mjög þýðingarmik- il atriði sem þarf að taka tillit til svo að steint gler njóti sín á öllum tímum sólarhringsins allt árið. Dregið saman í hnotskurn, er öll framkvæmdin ein stór og mikil- fengleg innsetning, sem grípur gestinn sterkum tökum strax og inn er komið. Við blasir efsti hluti vinnuteikninga að hinum risastóra minningarglugga um þjóðskáld Skota Roberts Burns í kirkjunni St. Giles, höfuðkirkju skosku kirkju- deildarinnar. Inni í sal er svo einnig vinnuteikning að glugganum í Þjóð- arbókhlöðunni „Mannsandinn" (1994), sem tvímælalaust er eitt af öndvegisverkum listamannsins og þar geta kunnugir borið saman muninn á vinnuteikningum og full- gerðum glugga. Að öðru leyti er sýningin svo viðamikil, að rými er ekki í blaðinu til að greina hana til fulls, né meta einstök verk til samanburðar, en það er eftirtektarvert hve Leifur vinnur á breiðum grundvelli og að grátónaverkin eru alls ekki síðri hinum litríkari nema að síður sé. Auðvitað kennir maður áhrifa frá innlendum sem erlendum lista- mönnum, og er sláandi að það eru þá helst málarar frekar en glerlista- menn. Aðalatriðið er að Leifur hef- ur fundið sinn eigin hreina tón, sem eins og skín í gegn. Þá eru sum pastelverkanna ekki síður verð at- hygli og glaðklakkaleg kímnin sem kemur fram í þeim tengist mun frekar innri lífæðum myndflatarins, en yfirborðinu og það er nokkuð sem fáir íslenzkir listamenn hafa á valdi sínu. Leifur hefur svo end- urnýjað hafið að teikna naktar fyr- irsætur, eins og sjá má í bókinni um hann og hefði að ósekju mátt láta eitthvað af þeim fljóta með, því sú framtakssemi sýnir hve þjálf- unin og grunnatriðin eru honum mikils virði og verður vafalítið sem eldsneyti til nýrra átaka í glerinu. Bókin um Leif er gefin út af Máli og Menningu og Schanbacher, Art International, og er afar vel að henni staðið. Listamaðurinn hefur sjálfur hannað útlit hennar, en kona hans Sigríður Jóhannsdóttir unnið alla heimildavinnu. Aðalsteinn Ing- ólfsson er höfundur texta, sem er á þrem tungumálum, íslenzku, ensku og þýsku og bregður upp mjög sannferðugri mynd af lista- manninum. Bókin er svo unnin í prentsmiðjunni Odda, á mjög góðan pappír, og er það verk framúrskar- andi af hendi leyst og band mjög vandað. Helst saknar maður nafna- tals, og í texta hefði innan sviga mátt vísa til mynda sem um er fjall- að og eru í bókinni, því siíkt er til mikillar hagræðingar við lesturinn. Hér er á mjög skilmerkilegan hátt brugðið upp mynd af lista- manninum í mynd og máli eða eins og best gerist erlendis og er það i góðu samræmi við alla sýninguna. Ber að þakka öllum er lögðu hönd að. r • * • Bragi Asgeirsson Vegleg gjöf til Samtaka um tónlistarhús ÞÝSKI myndlistarmaðurinn Adolfo Hasenkamp hefur gefið 515.000 íslenskra króna til Sam- taka um tónlistarhús. Hasen- kamj), sem hefur ferðast allmikið um Island, kom til landsins á dögunum með myndir af íslensku landslagi í fórum sínum. Var ætlun hans að halda hér sölusýn- ingu á verkunum og gefa ágóð- ann til styrktar einhverju góðu málefni. í samráði við Vigdísi Finnbogadóttur forseta Islands ákvað Hasenkamp að Samtök um tónlistarhús skyldu njóta góðs af sýningunni en einnig rann hluti ágóðans til Nonnahúss á Akureyri. Hasenkamp gaf samtökunum einnig eina af myndunum á sýn- ingunni, málverk af Þingvöllum. Auk þessarar sýningar hefur Hasenkamp gefið út ritling á þýsku með frásögn af ferðum sínum um ísland, sem Hans Hardt skrifar, og myndum og ljóðum eftir sjálfan sig þar sem náttúra landsins er meginþemað. Mynd af Gullfossi úr ritlingi Hasenkamps. Morgunblaðið/Þorkell Hellmut Schatzschneid- er, sendiherra Þýska- lands, afhenti Inga R. Helgasyni, formanni Samtaka um hljómlistar- hús, gjöfina fyrir hönd Adolfos Hasenkamps. Á myndinni eru einnig sljórnarmeðlimir sam- takanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.