Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 37 kærleika sinntuð þið Pálmi henni nú síðustu mánuðina, sem voru hvað erfiðastir. í rúm 30 ár vann Hulda við skrif- stofustörf, og nutum við hjónin þess, þegar við um áramótin 1988/1989 tókum við rekstri Vélalands hf. Þ. Jónsson ásamt tengdaföður mínum. I sex ár ert þú búin að hjálpa mér við bókhald fyrirtækisins, og skal það þakkað sérstaklega. Börnum mínum varst þú albesta frænka, sem hugsast gat, og eiga þau erfitt með að sjá á bak þér nú. Áður en ég lýk þessum fáu orðum mínum, vil ég láta í ljós þakklæti mitt og okkar allra til Sigurðar Björnssonar læknis og starfsfólksins á deild 3B á Landakotsspítala fyrir umönnunina síðustu mánuðina. Elsku Pálmi minn, þinn missir er mikill, en minningin um yndislega eiginkonu lifir. Innilegustu samúðar- kveðjur frá okkur Sigga og börnun- um. Erna Björnsdóttir. Drottin er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu, fyrir sakir nafns síns. (Sálm. 23) Þessi yndislegi Davíðssálmur kom sterkt upp í huga minn, er ég var við sjúkrabeð minnar elskulegu móð- ursystur, Huldu Helgadóttur, þar sem hún háði sitt stranga og erfíða dauðastríð. Sálmurinn bregður upp mynd af hirðinum góða, sem leiðir hjörð sína um grösugar lendur og verndar hana gegn öllum ytri hættum. Hirðirinn þekkir hjörð sína og hjörðin þekkir sinn hirði. Hún treystir því að hirðir- inn annist hana svo sem henni er fyrir bestu. Hirðinum er annt um hörðina og ber umhyggju fyrir henni. Ef einhver verður viðskila við hana þá leitar góði hirðirinn að hinum týnda og finnur hann og færir hann aftur til hjarðarinnar. I Nýja testa- mentinu notar Jesús Kristur þessa sterku h'kingu um hlutverk sitt gagn- vart okkur mönnum. Hann bendir á sjálfan sig og segir: „Ég er góði hirð- irinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölumarfyrir sauðina." (Jóh. 10:11). Boðskapurinn um hirðinn góða var hluti af þeim arfi sem Hulda frænka mín fékk í veganesti frá bernsku- heimili sínu. Hún var alin upp á heim- ili þar sem guðsótti og góðir siðir voru í hávegum hafðir. Áhersla var lögð á hin andlegu verðmæti, sam- viskusemi, heiðarleika og góðvild í mannlegum samskiptum. Fjölskyldan var stór. Systkinin voru sex að tölu. Hulda og tvíbura- systir hennar Fjóla, voru yngstar í hópnum. Hulda er önnur í röðinni, sem yfírgefur þennan heim úr hópi systkinanna. Fjölskyldan var mjög samhent og tókst á við mikla erfið- leika, sem upp komu er fjölskyldufað- irinn lést langt um aldur fram. Þessi lífsreynsla mótaði að sjálfsögðu Huldu og átti stóran þátt í því að byggja upp það andlega þrek og þor, sem hún sýndi í ríkum mæli síð- ar á ævinni. Að gefast upp við mót- læti og margra ára veikindi var ekki til í hennar vitund. Efst í huga henn- ar var bjartsýni, lífsgleði og einstak- 11 r baráttuvilji. Á langri samleið okkar Huldu hef- ur margt á dagana drifíð og margs er að minnast. Hún hefur ásamt tví- burasystur sinni verið stór hluti af lífí mínu frá því ég man fyrst eftir mér. Heimili okkar voru nátengd og mikill samgangur þar á milli. Móðir mín bar mikla urnhyggju fyrir sér yngri systkinum og tengdist þeim á sérstakan hátt. Ur sjóði minninganna koma bernsku- og unglingsár mín fyrst upp í hugann. Hulda var þá starfandi á lögfræðiskrifstofu hjá bróður sínum Inga, þar sem hún sinnti ótal verk- efnum, allt frá því að vera síma- stúlka, einkaritari og oft á tíðum stjómaði hún skrifstofunni er Ingi var önnum kafinn á öðrum vett- vangi. Þær eru mér ógleymanlegar stundirnar þegar ég heimsótti hana á skrifstofuna. Hún fagnaði mér með miklurn innileik, hversdagurinn breyttist í fallegt ævintýri, þar sem unglingsstúlkunni var m.a. boðið á veitingastað til að þiggja kaffi og meðlæti. Hún hafði þann eiginleika að gefa öðrum af sjálfri sér og feng- um við systkinabörnin að njóta ástar hennar og umhyggju. Hún var ákaf- lega frændrækin og næm á þarfír okkar og langanir. Hulda var feikna fagurkeri og naut alls þess sem fagurt vart. Það reyndi á smekkvísi hennar þegar hún aðstoðaði mig unga og óreynda við val á brúðarklæðum, er ég var í þann mund að fara að gifta mig. Hún sýndi mikla natni og var fundvís á allt fagurt. Ég dvaldi erlendis um árabil og saknaði fjölskyldutengslanna sem og samskipta við mína nánustu. Það var því eins og ferskur andblær þegar þau heimsóttu mig frændsystkini nún þijú, Hulda, Fjóla og Ingi. Þá var grátið og hlegið í senn og fagnað- arfundir voru miklir. Þessi heimsókn þeirra systkina var mér mjög dýr- mæt. Myndir frá síðustu árum leita á huga minn. Ég er komin á heimili Huldu og Pálma í Akraseli 6, tónlist- in fyllir þar hvert rúm, þar sem Pálmi situr við orgelið og leikur af fingrum fram. Það kunni Hulda vel að meta. Samverustundirnar með Huldu og Fjólu í Akraselinu einkenndust af glaðværð og kátínu. Oftar en ekki var setið fram á rauða nótt og var þá ekki spurt um tíma eða stund. Efst í huga mínum er þakklæti til Huldu fyrir allt það góða og allar þær stundir, sem við áttum saman í blíðu og stríðu í gegnum lífíð. Þeg- ar móðir mín dó, reyndust Hulda og Pálmi föður mínum góður stuðning- ur. Það var ekki ósjaldan sem Hulda frænka hringdi og bauð honum í heimsókn og fékk ég þá oft að fylgja með. Veit ég að faðir minn kunni vel að meta þann vinarhug, sem lá að baki og næmi fyrir þörfum hans, er hann sjálfur stóð í miðjum sorgar- ferli eftir andlát móður minnar. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir. Það var hart barist og ekki gefíst upp fyrr en í fulla hnefana. Pálmi lagði sitt af mörkum til að Huldu gæti Iiðið sem best og studdi hana i hvívetna. Það var afskaplega virð- ingarvert að verða vitni að slíkri umhyggju. Veit ég að fjölskylda Huldu er honum ævinlega þakklát fyrir hversu hann reyndist eiginkonu sinni vel í öllum hennar veikindum. Eins var með Fjólu. Hún var vak- andi og sofandi yfír velferð sinnar elskulegu tvíburasystur enda voru þær tengdar óijúfanlegum böndum. Er því missir þeirra sár og sorgin mikil. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal. óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur. hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23.) Hulda átti góða hirðinn að, jafnvel þótt hún færi um dimman dal, hirð- inn sem lét sér annt um hana og umvafði hana með kærleika sínum. Hann vissi um alla þjáningu hennar og með Hann sér við hlið gekk hún í gegnum lífið og dauðann. Þannig er svo gott að fá að kveðja Huldu mína. Vitandi að hún hvílir í faðmi góða hirðisins. Efst í huga mínum er þakklæti til hennar fyrir allt það góða sem hún var mér og mínum. Elsku Pálmi, Fjóla, Björn og aðrir ástvinir. Orð eru fátækleg á sorg- arstundu. En góði hirðirinn gefur stóra von, sem enginn annar getur gefið. Hann er aldrei eins nálægur og einmitt þegar sorgin knýr dyra að hjörtum okkar. Guði séu þakkir fyrir það. Með þeim orðum kveð ég Huldu móðursystur mína. Megi hún hvíla í friði. Bið ég góðan Guð að gefa hinum dánu ró og þeim líkn sem lifa. Guðlaug Ragnarsdóttir. Af eilifðar Ijósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. MINNINGAR 0g upphiminn fegri’ en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Langvinnu stríði er lokið. Hetjan er fallin. Eftir standa ættingjar og vinir, hnípnir og hljóðir. Það hefur verið mikil lífsreynsla að fylgjast með áralangri baráttu Huldu Helgadóttur við illvígan sjúk- dóm sem engu eirir. Margir forðast með ýmsu móti að lifa lífínu í með- byr og andstreymi þótt heilbrigðir séu. Mikill viljastyrkur þessarar myndarlegu konu, kjarkur hennar og þrek höfðu smitandi áhrif. Minn- ingarnar hrannast upp á kveðju- stund. I huga okkar sjáum við stóra blómakörfu við útidyr heimilis okkar hjóna fyrir rúmum 20 árum. Á korti, sem fylgdi, stóðu nöfnin Hulda, Pálmi, Fjóla og Björn. Það tók okkur nokkurn tíma að átta okkur á að þetta voru tilvonandi nágrannar okk- ar í Akraselinu. Það voru góðir straumar sem fylgdu þessari blóma- körfu. Henni fylgdu fyrirheit um þau vinabönd sem bundið hafa heimili okkar frá þeirri stundu. Tvíburasystumar, Hulda og Fjóla, þessar hávöxnu og glæsilegu konur settu fljótt sterkan svip á mannlífið í Akraselinu. Glaðværð þeirra og hressileiki smitaði langt út yfír öll lóðamörk. Efst í huga okkar er þakklæti. Þakklæti fyrir ánægjulegar stundir í gleði og á erfiðum tímum. Við þökk- um Huldu fyrir samfylgdina, þær stundir með okkur þegar hún hlust- aði og gaf góð ráð. Hún kunni flest- um mönnum betur samræðulistina, listina að kunna að tala og hlýða á, hvort sem um var að ræða gaman- mál eða alvarleg efni. Það er og þakkarvert að hafa feng- ið að sjá og heyra hið óeigingjarna og nána samband Huldu og Fjólu. Ævinlega skiptust þær á að styðja, þiggja og veita, allt eftir þörfum og getu hveiju sinni. Orð fá vart lýst þeirri samúð sem við höfum með fjölskyldu Huldu. Söknuður og harmur Pálma er mik- ill. Umhyggja hans og þolinmæði á löngpim og erfíðum stundum er ein- stök. Megi gæfa og guðs blessun fylgja Pálma, Fjólu og Birni. Við sendum ennfremur öðrum ættingjum og ást- vinum Huldu Helgadóttur innilegar samúðarkveðjur. Edda og Þorsteinn. Elsku Hulda vinkona mín er dáin. Erfíðu veikindastríði sem stóð í 23 ár er lokið. Sá vágestur sem krabba- meinið er, lét hana svo sannarlega vita af sér, en hún barðist hetjulega. Oft héldum við að hún hefði sigrað í baráttunni, en því miður var aldrei um bata að ræða nema tímabundið. Þann tíma nýtti Hulda eftir bestu getu. Eftir því sem árin liðu, varð styttra á milli stríða, en uppgjöf var ekki til hjá Huldu. Hún gaf aldrei upp vonina um að sigra í þessari hörðu baráttu, bartsýnin réð ríkjum á þeim bæ. Gleðin og hamingjan var því mikil í hvert sinn er Hulda kom heim af sjúkrahúsi eða þá að hún var að enda í geislameðferð. Þá var svo sannarlega ástæða til að fagna og srax farið að tala um að gera eitthvað skemmtilegt. Við vorum búnar að ákveða hvað við ætluðum að gera, þegar hún kæmi heim, en það bíður þar til við hittumst á ný. Það er stórt skarð höggvið í Lóu- klúbbinn því Hulda var sú sem alltaf var til í allt og kátust allra þegar eitthvað stóð til. Það var sama hvort við ætluðum í sumarbústaðaferð, utanlandsferð eða bara á veitinga- hús. Alltaf fannst Huldu jafngaman, það var mikil hlegið og margt talað. Kannski gerði Hulda sér betur grein fyrir en við hinar hvað tíminn er dýrmætur. Sorgin er mikil hjá okkur öllum sem þekktum Huldu, en þó er hún mest hjá Pálma. Það er huggun harmi gegn, hvað Pálmi á fagrar minningar um þá ást, vináttu og virð- ingu sem þau sýndu hvort öðru. Ég þekki engan mann sem reynst hefur konu sinni jafnvel og Pálmi reyndist Huldu í veikindurn hennar. Það var allt svo sjálfsagt bara ef það gat glatt Huldu og létt henni lífíð. .Oft sagði Hulda við mig: „Ég veit ekki hvernig ég færi að ef ég hefði ekki hann Pálma minn, alltaf svona skap- góðan og kátan.“ Undir þessi orð geta allir tekið sem til þekktu. Ég get ekki látið hjá líða að minn- ast á Fjólu tvíburasystur Huldu, hún var alltaf til staðar fyrir systur sína hvort heldur að Hulda var heima eða á spítala. Fjóla var boðin og búin að létta undir og gera hvað sem var til að gleðja Huldu. Nú er sorg, en þeg- ar frá líður víkur sorgin fyrir gleð- inni yfír öllu því sem þær áttu sam- eiginlegt og gáfu hvor annarri i gegnum lífíð. Samband Huldu og Inga bróður hennar var einnig mjög náið. Ingi var alltaf til staðar þegar Hulda þurfti á honum að halda. Þegar ég átti í erfiðleikum kom best í ljós hvað góðir vinir eru mik- ils virði. Þá sannaðist hvað Hulda og Pálmi áttu mikið að gefa og vildu allt fyrir mig gera. Það get ég seint fullþakkað. Eftir að hafa kvatt Huldu aðfaranótt 1. maí, fann ég hvað ég var miklu fátækari. Sorgin helltist yfír mig og ég spurði sjálfa mig: Getur það verið að ég eigi aldrei eftir að hitta Huldu aftur? Já, það er staðreynd. Ég tók fram myndirnar frá samverustundum okkar síðastlið- in tuttugu ár og þegar andlit Huldu birtist mér geislandi af gleði á hverri mynd gat ég brosað í gegnum tárin. Á þeirri stundu þakkaði ég fyrir að Hulda hefur verið leyst undan þján- ingunum sem voru svo þungbærar. Elsku Pálmi, sorg þín er mikil, sorgarský hvílir yfír Ákraseli 6 en með hækkandi sól birtir til. Ég og börnin sendum öllum að- standendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Hanna Gísladóttir. Ég kynntist Huldu þegar ég var aðeins fímm ára gömul. Þá hafði hún kynnst föður mínum stuttu áður. Það var feimin stúlka sem var leidd inn í stofu á Hverfisgötu lOOb. Þar fyrir var fólkið hennar sem ég hitti þá í fyrsta skipti og hef tengst síðan góðum böndum. Eftir þetta urðu ferðimar niður á Hverfísgötu margar og oft gistum við systurnar, ég og Ingibjörg Laufey, hjá þeim pabba og Huldu og var þá gaman ekki síst þar sem gestkvæmt var mjög hjá þeim og þá gat verið gaman að sitja hjá fullorðna fólkinu í eldhúsinu þar sem alltaf var heitt á könnunni. Við fórum öll saman í ferðir hér innanlands sem utan og áttum saman ógleymanlegar stundir því það var ákaflega gott að Legsteinar Krossar Skildir Maliroteypan kaplahraunib IJPT T Á Kf 220 HAFNARFJÖRÐUR IlullllA ill. SlMI 565 1022 FAX 565 1587 Sími 555-4477 ✓ Utfararþjónusta O 5 áQ fPc rson u l cjj þjóti usta Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Snmir 567-0110 og 9«9- 3«63« ferðast með Huldu, jafn skapgóð, skipulögð og nærgætin sem hún var. Tvær ferðir koma þó oftast í huga minn þegar ég minnist þessara ferða en það var ferðin upp í Jökulheima og ferðin til New York sem við fórum saman fyrir rúmum 20 árum. Um svipað leyti fluttu pabbi og Hulda í Akraselið en árið 1983 buðu þau mér og Guðlaugi, manninum mínum, að flytja til sín og þar bjuggum við í þijú ár á meðan við eignuðumst okkar fyrsta húsnæði. Þar áttum við margar góðar stundir. í dag þegar ég kveð hana Huldu streyma minn- ingarnar um góða konu í gegnum hugann, minningar sem munu ylja manni um hjartarætur um ókomin ár. Hulda bjó yfir ótrúlegum andleg- um styrk sem sýndi sig best þegar hún barðist í sínum veikindum en þegar hlé varð á hjálpaði hún öðrum og þar á meðal mér. Það er mér ákaflega minnisstætt þegar sonur minn fæddist og var mikið veikur. Okkur hjónunum leið mjög illa og þá var það hún Hulda sem mætti á hveijum degi til mín og kenridi mér að tala við Guð. Hún sagði eitthvað á þá leið að þegar ég væri ein skyldi ég bara loka augunum og spenna greiparnar og tala upphátt við Guð og segja honum allar mínar áhyggjur og líðan. Hún sagði að ég skyldi prófa þetta því það hefði hún svo oft gert. Ég gerði eins og hún sagði og það bar góðan árangur þá og nú. Svona var Hulda, hún gaf sér alltaf góðan tíma til að ræða málin og í ótal skipti hringdi ég í hana til að vita hvernig ég ætti nú að gera hitt og þetta því myndarlegri húsmóður er vart hægt að hugsa sér. Hennar verður sárt saknað nú þegar hún er farin frá okkur líkt og við söknum Ingibjargar systur sem við misstum fyrir sjö árum. Ég, Gulli og bömin okkar Pálmi og Ingibjörg þökkum allar stundirnar sem við átt- um með ömmu Huldu, eins og böm- in mín kölluðu hana ávallt. Hún mun alltaf eiga fastan stað í hjörtum þeirra enda gaf hún þeim iðulega góðan tíma hvað svo sem það var sem þau vildu ræða við ömmu sína. Við þökkum fyrir árin sem við áttum með Huldu. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Ósk Pálmadóttir. • Fleiri minningargreinar um Huldu Helgadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu dagn. yandaðír legsteinar Varanleg minning BAUTASTEINN Brautarholti 3. 105 Reykjavík Sími: 91-621393 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.