Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 56
OPIN KERFI HF Simi: 567-1000 Tfö1 hewlett. mL'tM PACKARD HP umboðiö t íslandi Frá möguleika til veruleika Afl þegar þörf krefur! RISC System / 6000 CQ> NÝHERJI MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(a)CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Tillögur Seðlabanka um leiðir út úr verðtryggingu Síldin gengur áfram til suðvesturs Lagt af stað í rannsóknarleið- Birgir ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri sagði að upphaf málsins hefði verið það að ríkisstjórnin hefði skrifað Seðlabankanum bréf í kjöl- far yfirlýsingar hennar í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga í vetur. í bréfinu var leitað eftir til- lögum til viðskiptaráðherra til að draga úr verðtryggingu á fjárskuld- bindingar. „Við höfum unnið að þessum til- lögum og sendum ráðherra bréf um þetta í síðustu viku,“ sagði Birgir Isleifur. Breytingar í áföngum Hann segir að tillögurnar miði að breytingum á verðtryggingu í áföngum, allt til ársins 2000, bæði á inn- og útlánum. Meginatriði til- lagnanna eru þau að hætt verði verðtryggingu á skammtímaskuld- bindingum. Eftir 2000 verði einung- is heimilt að verðtryggja skuldabréf sem eru til sjö ára eða lengur en ekki á skemmri lánum og verð- trygging hverfi af innlánum árið 2000. Hins vegar verði áfram heim- ilt að verðtryggja langtímaskuld- bindingar, til sjö ára eða lengur. Verkfalli Sleipnis frestað RÍKISSÁTTASEMJARI lagði fram miðlunartillögu til lausnar kjara- deilu Bifreiðastjórafélagsins Sleipn- is og viðsemjenda á miðnætti síð- ustu nótt. Tillagan verður send beint til félagsmanna Sleipnis og viðsemj- enda þeirra. Innihald hennar er trúnaðarmál þar til atkvæða- greiðslu er lokið. Boðaðri vinnu- stöðvun er frestað meðan á at- kvæðagreiðslu stendur. Atkvæðagreiðslan Ter fram á skrifstofu ríkissáttasemjara, Borg- artúni 22, Reykjavík, frá mánudeg- inum 15. maí til og með föstudegin- um 19. maí kl. 13 til 19. Morgunblaðið/Kristinn Ungveijar lagðir að velli ÍSLENSKA landsliðið bar sigur- orð af Ungverjum, 23:20 í spenn- andi leik í HM í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöldi. Geir Sveinsson, fyrirliði landsliðsins, fagnar hér einu fjögurra marka sinna í leiknum en markahæsti maður islenska liðsins var eins og fyrri daginn Valdimar Gríms- son, sem skoraði 9 mörk. Valdi- mar hefur skorað 25 mörk í sig- urleikjunum þremur og er næst- markahæstur leikmanna á mót- inu. ■ HM í handknattleik/C 1-12 angur í dag HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson leggur í dag af stað í nærri þriggja vikna leiðangur til að rannsaka útbreiðslu og aðstæður vorgotssíldarinnar á hafsvæðinu austan við landið. Síldin veiðist nú æ sunnar og vestar í færeyskri lögsögu. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar, fiski- fræðings og leiðang- ursstjóra á Arna Frið- rikssyni, munu leiðang- ursmenn byrja rann- sóknir sínar út af sunn- anverðum Austfjörðum og halda þaðan austur á bóginn inn á hafsvæðið norðan Færeyja, til að kanna hvað síldar- gangan er komin langt suður og vestur eftir. Þeir muni síðan kanna svæðið þar norður af, lengra til hafsins. Ólíklegt að síldin gangi á Islandsmið Leiðangurinn mun kanna hitastig sjávar, átu og fleira, auk þess sem fylgzt verður með ferðum síldarinn- ar. „Það verður mjög spennandi að sjá hvað síldin tekur sér fyrir hend- ur á næstunni," segir Hjálmar. Hann segir að ekki séu vísbending- ar um að síldin sé komin í íslenzku lögsöguna. Sjór sé kaldur við Norð- urland og „kalda tungan“ í Austur- íslandsstraumnum nái óvenjulangt suður á bóginn. Síldin virðist nú stefna suður með henni. Hjálmar segir því fremur ólíklegt að sfld- in komi á íslandsmið í sumar, „en menn skyldu aldrei segja aldrei,“ segir hann. Hjálmar segir að svo virðist sem síldin sé nú komin heldur sunnar en hún gekk í fyrra. Þá hafí síldin gengið í breiðfylkingu vestur yfir hafið, þar til hún rakst á Austur-íslands- strauminn austast í íslenzku lögsög- unni, gengið með honum til norðurs og síðustu torfurnar horfið inn í lög- sögu Jan Mayen í byijun júlí. Á svæðinu, sem leiðangursmenn á Árna Friðrikssyni munu kanna, verða einnig rannsóknaskip frá Noregi, Færeyjum og Rússlandi. Rannsóknir landanna fjögurra hafa verið samræmdar og eru þær hluti af umfangsmeiri rannsóknum á hegðan síldarinnar, sem leggja á til grundvallar ásamt sögulegum gögnum þegar rætt verður um framtíðarstjórnun á vorgotssíldar- stofninum. ■ Ilverjir eiga síldina?/28-29 SEÐLABANKI íslands hefur sent viðskiptaráðuneytinu bréf um tillög- ur bankans um breytingar á verðtryggingu á fjárskuldbindingar í áföng- um, allt til ársins 2000. Tillögurnar miða m.a. að því að árið 2000 verði óheimilt að verðtryggja skuldabréf til skemmri tíma en sjö ára og verðtrygging á innlán hverfi að öllu leyti sama ár. Finnur Ingólfs- son viðskiptaráðherra staðfesti að bréf um leiðir út úr verðtryggingu hefði borist ráðuneytinu en það ætti eftir að ijalla um það í ríkisstjórn. Leyfis- veitingar 37.697 í fyrra Lögreglustjóraembættið í Reykjavík gaf út 37.697 leyfi ýmiskonar á síðasta ári. Flest eru skemmtana- og áfengisveitingaleyfi, 19.167 talsins. Útgefin veitinga- og gististaðaleyfi voru 78, tæki- færisveitingaleyfi 13, sveins- bréf 603, meistarabréf 98, skot- vopnaleyfi 717, vegabréf 8.184, ný ökuskírteini bifreiða og bif- hjóla 1.941, endumýjuð öku- skírteini og útgefin samrit 6.845, ökuskírteini á létt bifhjól 16, sprengi- og eiturefnaleyfi 24, leyfi til að reka verslun með notaða lausafjármuni 9 og leyfi til nýrra staða sem reka knatt- borð, spilakassa eða leiktæki 2. í árslok 1994 hafði embættið gefíð út 91.443 ökuskírteini frá upphafi. Yátrygging-ar Útlitfyrir erlenda samkeppni TUTTUGU og sex evrópsk vátrygg- ingafélög hafa tilkynnt Vátrygginga- eftirlitinu að þau hefji e.t.v. starfsemi hérlendis. Að sumu er um það að ræða að félög vilji vera skrásett á öllu Evr- ópska efnahagssvæðinu en hafi ekki áform um að taka hér til starfa. Einhveijir aðilar hafa hins vegar hug á því að koma hingað og það er einkum á sviði líf- og lífeyristrygg- inga svo og tiygginga fyrir stór at- vinnufyrirtæki, að sögn Ólafs B. Thors, framkvæmdastjóra hjá Sjóvá- Almennum tryggingum hf. Ólafur segir að íslensku félögin standi vel að vígi í skaðatryggingum til að mæta þessari samkeppni. Varðandi líf- og lífeyristrygging- arnar sé það eitt einkenna íslensks vátryggingamarkaðar hversu hlutur tryggingafélaga sé lítill. ■ Búum/B4 ♦ ♦ ♦---- Kringlan og Borgar- kringlan í samstarf? VIÐRÆÐUR em langt komnar milli eigenda Kringlunnar og Borgar- kringlunnar um að koma á sameigin- legri yfírstjórn og hefja náið sam- starf. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er vonast eftir að drög að samkomulagi liggi fyrir á næstunni sem hægt verði að leggja fyrir fund eigenda Kringlunnar. Náist samningar um þessi mál er m.a. gert ráð fyrir að opnað verði á milli bílageymslna sem eru á tveimur hæðum. Hingað til hefur há járngirð- ing á efri hæð bílageymslu hindrað viðskiptavini í því að fara á milli húsanna. Girðingin verður íjarlægð og brotið gat á vegginn á neðri hæð til að samtengja bílageymslur. ■ Kringlan/Bl V erðtryg’gingn breytt í áföngum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.