Morgunblaðið - 11.05.1995, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 11.05.1995, Qupperneq 56
OPIN KERFI HF Simi: 567-1000 Tfö1 hewlett. mL'tM PACKARD HP umboðiö t íslandi Frá möguleika til veruleika Afl þegar þörf krefur! RISC System / 6000 CQ> NÝHERJI MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(a)CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Tillögur Seðlabanka um leiðir út úr verðtryggingu Síldin gengur áfram til suðvesturs Lagt af stað í rannsóknarleið- Birgir ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri sagði að upphaf málsins hefði verið það að ríkisstjórnin hefði skrifað Seðlabankanum bréf í kjöl- far yfirlýsingar hennar í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga í vetur. í bréfinu var leitað eftir til- lögum til viðskiptaráðherra til að draga úr verðtryggingu á fjárskuld- bindingar. „Við höfum unnið að þessum til- lögum og sendum ráðherra bréf um þetta í síðustu viku,“ sagði Birgir Isleifur. Breytingar í áföngum Hann segir að tillögurnar miði að breytingum á verðtryggingu í áföngum, allt til ársins 2000, bæði á inn- og útlánum. Meginatriði til- lagnanna eru þau að hætt verði verðtryggingu á skammtímaskuld- bindingum. Eftir 2000 verði einung- is heimilt að verðtryggja skuldabréf sem eru til sjö ára eða lengur en ekki á skemmri lánum og verð- trygging hverfi af innlánum árið 2000. Hins vegar verði áfram heim- ilt að verðtryggja langtímaskuld- bindingar, til sjö ára eða lengur. Verkfalli Sleipnis frestað RÍKISSÁTTASEMJARI lagði fram miðlunartillögu til lausnar kjara- deilu Bifreiðastjórafélagsins Sleipn- is og viðsemjenda á miðnætti síð- ustu nótt. Tillagan verður send beint til félagsmanna Sleipnis og viðsemj- enda þeirra. Innihald hennar er trúnaðarmál þar til atkvæða- greiðslu er lokið. Boðaðri vinnu- stöðvun er frestað meðan á at- kvæðagreiðslu stendur. Atkvæðagreiðslan Ter fram á skrifstofu ríkissáttasemjara, Borg- artúni 22, Reykjavík, frá mánudeg- inum 15. maí til og með föstudegin- um 19. maí kl. 13 til 19. Morgunblaðið/Kristinn Ungveijar lagðir að velli ÍSLENSKA landsliðið bar sigur- orð af Ungverjum, 23:20 í spenn- andi leik í HM í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöldi. Geir Sveinsson, fyrirliði landsliðsins, fagnar hér einu fjögurra marka sinna í leiknum en markahæsti maður islenska liðsins var eins og fyrri daginn Valdimar Gríms- son, sem skoraði 9 mörk. Valdi- mar hefur skorað 25 mörk í sig- urleikjunum þremur og er næst- markahæstur leikmanna á mót- inu. ■ HM í handknattleik/C 1-12 angur í dag HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson leggur í dag af stað í nærri þriggja vikna leiðangur til að rannsaka útbreiðslu og aðstæður vorgotssíldarinnar á hafsvæðinu austan við landið. Síldin veiðist nú æ sunnar og vestar í færeyskri lögsögu. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar, fiski- fræðings og leiðang- ursstjóra á Arna Frið- rikssyni, munu leiðang- ursmenn byrja rann- sóknir sínar út af sunn- anverðum Austfjörðum og halda þaðan austur á bóginn inn á hafsvæðið norðan Færeyja, til að kanna hvað síldar- gangan er komin langt suður og vestur eftir. Þeir muni síðan kanna svæðið þar norður af, lengra til hafsins. Ólíklegt að síldin gangi á Islandsmið Leiðangurinn mun kanna hitastig sjávar, átu og fleira, auk þess sem fylgzt verður með ferðum síldarinn- ar. „Það verður mjög spennandi að sjá hvað síldin tekur sér fyrir hend- ur á næstunni," segir Hjálmar. Hann segir að ekki séu vísbending- ar um að síldin sé komin í íslenzku lögsöguna. Sjór sé kaldur við Norð- urland og „kalda tungan“ í Austur- íslandsstraumnum nái óvenjulangt suður á bóginn. Síldin virðist nú stefna suður með henni. Hjálmar segir því fremur ólíklegt að sfld- in komi á íslandsmið í sumar, „en menn skyldu aldrei segja aldrei,“ segir hann. Hjálmar segir að svo virðist sem síldin sé nú komin heldur sunnar en hún gekk í fyrra. Þá hafí síldin gengið í breiðfylkingu vestur yfir hafið, þar til hún rakst á Austur-íslands- strauminn austast í íslenzku lögsög- unni, gengið með honum til norðurs og síðustu torfurnar horfið inn í lög- sögu Jan Mayen í byijun júlí. Á svæðinu, sem leiðangursmenn á Árna Friðrikssyni munu kanna, verða einnig rannsóknaskip frá Noregi, Færeyjum og Rússlandi. Rannsóknir landanna fjögurra hafa verið samræmdar og eru þær hluti af umfangsmeiri rannsóknum á hegðan síldarinnar, sem leggja á til grundvallar ásamt sögulegum gögnum þegar rætt verður um framtíðarstjórnun á vorgotssíldar- stofninum. ■ Ilverjir eiga síldina?/28-29 SEÐLABANKI íslands hefur sent viðskiptaráðuneytinu bréf um tillög- ur bankans um breytingar á verðtryggingu á fjárskuldbindingar í áföng- um, allt til ársins 2000. Tillögurnar miða m.a. að því að árið 2000 verði óheimilt að verðtryggja skuldabréf til skemmri tíma en sjö ára og verðtrygging á innlán hverfi að öllu leyti sama ár. Finnur Ingólfs- son viðskiptaráðherra staðfesti að bréf um leiðir út úr verðtryggingu hefði borist ráðuneytinu en það ætti eftir að ijalla um það í ríkisstjórn. Leyfis- veitingar 37.697 í fyrra Lögreglustjóraembættið í Reykjavík gaf út 37.697 leyfi ýmiskonar á síðasta ári. Flest eru skemmtana- og áfengisveitingaleyfi, 19.167 talsins. Útgefin veitinga- og gististaðaleyfi voru 78, tæki- færisveitingaleyfi 13, sveins- bréf 603, meistarabréf 98, skot- vopnaleyfi 717, vegabréf 8.184, ný ökuskírteini bifreiða og bif- hjóla 1.941, endumýjuð öku- skírteini og útgefin samrit 6.845, ökuskírteini á létt bifhjól 16, sprengi- og eiturefnaleyfi 24, leyfi til að reka verslun með notaða lausafjármuni 9 og leyfi til nýrra staða sem reka knatt- borð, spilakassa eða leiktæki 2. í árslok 1994 hafði embættið gefíð út 91.443 ökuskírteini frá upphafi. Yátrygging-ar Útlitfyrir erlenda samkeppni TUTTUGU og sex evrópsk vátrygg- ingafélög hafa tilkynnt Vátrygginga- eftirlitinu að þau hefji e.t.v. starfsemi hérlendis. Að sumu er um það að ræða að félög vilji vera skrásett á öllu Evr- ópska efnahagssvæðinu en hafi ekki áform um að taka hér til starfa. Einhveijir aðilar hafa hins vegar hug á því að koma hingað og það er einkum á sviði líf- og lífeyristrygg- inga svo og tiygginga fyrir stór at- vinnufyrirtæki, að sögn Ólafs B. Thors, framkvæmdastjóra hjá Sjóvá- Almennum tryggingum hf. Ólafur segir að íslensku félögin standi vel að vígi í skaðatryggingum til að mæta þessari samkeppni. Varðandi líf- og lífeyristrygging- arnar sé það eitt einkenna íslensks vátryggingamarkaðar hversu hlutur tryggingafélaga sé lítill. ■ Búum/B4 ♦ ♦ ♦---- Kringlan og Borgar- kringlan í samstarf? VIÐRÆÐUR em langt komnar milli eigenda Kringlunnar og Borgar- kringlunnar um að koma á sameigin- legri yfírstjórn og hefja náið sam- starf. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er vonast eftir að drög að samkomulagi liggi fyrir á næstunni sem hægt verði að leggja fyrir fund eigenda Kringlunnar. Náist samningar um þessi mál er m.a. gert ráð fyrir að opnað verði á milli bílageymslna sem eru á tveimur hæðum. Hingað til hefur há járngirð- ing á efri hæð bílageymslu hindrað viðskiptavini í því að fara á milli húsanna. Girðingin verður íjarlægð og brotið gat á vegginn á neðri hæð til að samtengja bílageymslur. ■ Kringlan/Bl V erðtryg’gingn breytt í áföngum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.