Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 11-
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Rax
FÓLKSFLUTNINGABÍLAFLOTINN mun lítið verða á ferðinni
meðan á verkfalli Sleipnis stendur.
Yerkfall Bifr eiðastj órafélagsins Sleipnis hófst á miðnætti
Rútuferðir raskast
VERKFALL yfir 150 félaga í Bif-
reiðastjórafélaginu Sleipni hófst á
miðnætti. Samningafundur hófst kl.
17 í gær og stóð enn þegar Morgun-
blaðið fór í prentun. Oskar Stefáns-
son, formaður Sleipnis, sagði fyrir
fundinn að staðan væri mjög við-
kvæm, en hann sagðist ganga bjart-
sýnn til fundar. Horfur eru á að rútu-
ferðir raskist mikið ef verkfallið leys-
ist ekki á samningafundinum.
Félagssvæði Sleipnis er Reykjanes,
Ámessýsla, Borgarfjörður, hluti Snæ-
fellsnessýslu og Eyjaíjörður. Verkfall
mun hafa áhrif á ferðir sérleyfisbíla
á þessu svæði. Strætisvagnaferðir í
Kópavogi, Hafnarfírði, Garðabæ,
Álftanesi og Mosfellsbæ falla niður.
Verkfall hefur hins vegar ekki áhrif
á strætisvagnaferðir í Reykjavík.
Áætlanarútur með flugfarþega
milli Reykjavíkur og Keflavíkur falla
niður í verkfalli. Sérleyfisbifreiðar
Keflavíkur aka í verkfallinu eftir
áætlun, en rútur fyrirtækisins aka
m.a. milli Reykjavíkur og Keflavíkur-
flugvallar. Farþegar, sem þurfa að
ná flugi með morgunvélum Flug-
leiða, geta þó ekki nýtt sér þessar
ferðir því að akstur bílanna hefst
ekki fyrr en klukkan 8.
Eigendur rútanna mega aka
Sérleyfísferðir á suðvesturlandi
leggjast ekki algerlega af þrátt fyrir
verkfall. Eigendur rútubifreiðanna
mega aka sjálfir og margir gera það
raunar dags daglega. Gunnar Sveins-
son, framkvæmdastjóri Umferðar-
miðstöðvarinnar, sagðist ekki geta
svarað því hvaða ferðir myndu falla
niður. Álmennt mætti þó gera ráð
fyrir að meiri röskun yrði hjá stærri
fyrirtækjum. Hjá minni fyrirtækjum
yrði röskvunin minni og sumstaðar
engin. Gunnar sagði að það myndi
skýrast í dag hvernig ferðum yrði
hagað í verkfallinu.
Viðræður á viðkvæmu stigi
Ef verkfall verður langt má búast
við að þjónusta við ferðamenn minnki.
Hópferðabílar sem eru í ferðum út á
landi með ferðamenn mega ljúka ferð
eftir að verkfall hefst. Einn bíll frá
Guðmundi Jónassyni hf. er t.d. núna
úti á landi í akstri með hóp af erlend-
um ferðamönnum. Ráðgert er að ann-
ar hópur erlendra ferðamanna leggi
af stað um næstu helgi.
Oskar Stefánsson, formaður
Sleipnis, sagði áður en samninga-
fundur hófst í gær að viðræður væru
á mjög viðkvæmu stigi. Hann sagð-
ist því ekki vilja ræða um efnisatriði
deilunnar í einstökum atriðum eða
hvað mikið bæri í milli. Meginkrafa
Sleipnis væri að félagsmenn fengju
sömu laun og bílstjórar hjá Sérleyfis-
bifreiðum Keflavíkur.
Sérleyflsbifreiðar Keflavíkur er fyr-
irtæki í eigu nýja sameinaða sveitar-
félagsins á Suðumesjum. Starfsmenn
þess eru í Starfsmannafélagi Kefla-
vikur. Árið 1990 fór fram starfsmat
innan fyrirtækisins sem leiddi til þess
að bílstjórar hækkuðu í launum. Þetta
starfsmat var endurmetið í fyrra, sem
aftur leiddu til launaflokkahækkana.
Bílstjórar félagsins eru núna sá hópur
innan bifreiðastjórastéttarinnar á ís-
landi sem er hæstlaunaður.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er grunnkaup bílstjóra hjá
Sérleyflsbifreiðum Keflavíkur yflr
10% hærra en bílstjóra í Sleipni.
Meðalmánaðarkaup bílstjóra í Kefla-,
vík er um 70.000 krónur, en grunn-
kaup Sleipnismanna er um 60.000
krónur að meðaltali. Flestir bílstjórar
vinna mikla yfirvinnu, en hún er
breytileg frá einum tíma ársins til
annars.
Jón Ingvarsson, stjórnarformaður SH, segist enn bíða
eftir svari frá Fiskiðjusamlagi Húsavíknr
Trúi ekki að ekkert
eigi að ræða við SH
JÓN Ingvarsson,
stjómarformaður Sölu-
miðstöðvar Hraðfrysti-
húsanna, segist ekki
trúa því að stjórnendur
Fiskiðjusamlags
Húsavíkur muni ekk-
ert ræða meira við SH
áður en gengið verði
frá hlutafjárkaupum í
FH. Hann segir að í
bréfi SH til bæjar-
stjórnarmanna á
Húsavík hafi verið
settar fram hugmynd-
ir að viðræðugrund-
velli, en SH hafi verið
reiðubúið til að breyta kauptilboði
sínu, jafnvel til hækkunar.
Jón sagði að stjórnendur FH
hefðu ekkert haft samband við
SH frá því að SH kynnti hug-
myndir sínar um kaup á hlutafé
á fundi með bæjar-
stjóra Húsavíkur 27.
apríl sl. Hann sagði
að á fundinum hefði
bæjarstjóri sagt að
viðræðum við IS yrði
haldið áfram, en hann
sagðist ekki hafa
búist við að það þýddi
að ekkert yrði rætt
meira við SH.
„Ég trúi því tæplega
að það verði gengið frá
sölu hlutaijár í Fisk-
iðjusamlagi Húsavíkur
án þess að rætt verði
meira við SH. Það til-
boð sem SH kynnti fól fyrst og
fremst í sér viðræðugrundvöll. Við
vorum að sjálfsögðu reiðubúnir til
að ræða breytingar á því, þar með
talið að hækka okkur eitthvað,“
sagði Jón.
Óhagstæðara
tilboð
Jón sagðist ekki hafa fengið
staðfestar upplýsingar um hvað
fælist í samningi eigenda FH og
ÍS, en ef verið væri að ganga frá
kaupum fyrirtækja tengdum ÍS
á hlutafé fyrir 75 milljónir á
genginu 1 væri augljóslega verið
að selja hlutaféð fyrir lægra verð
en SH hefði boðið. SH hefði boð-
ist til að kaupa hlutafé fyrir
a.m.k. 100 milljónir á genginu
1,25. Jón sagðist ekki hafa neina
skýringu á því hvers vegna
stjórnendur FH kysu að halda
svona á málum.
Bæjarráð Húsavíkur kemur
saman til fundar í dag þar sem
minnihluta bæjarstjórnar verður
gerð grein fyrir niðurstöðum við-
ræðna við ÍS.
Jón Ingvarsson.
mmuTiuFmm
GLÆSIBÆ . SÍMI 812922
Tveir á
slysadeild
ÖKUMENN tveggja bíla voru
fluttir á slysadeild skömmu eftir
hádegi í gær eftir árekstur.
Bílarnir tveir lentu saman á
Stórhöfða rétt fyrir klukkan
hálftvö. Ökumenn beggja bíla voru
fluttir á slysadeild með sjúkrabíl-
um.
Báðir bílarnir eru mikið
skemmdir.
- kjarni málsins!
Blomberq
FRYSTISKAPA
GÆÐI.
URVAL
GOTT
VERÐl
/ KFS 245
Kælir/frystir
Mál: H144 cm
B54 cm D60 cm
Hérsésthluti
afúrvalinu
sem við bjóðum
af Blomberq
kæli- og
frystiskápum.
Blomberg er
vestur-e vrópsk
gæðaframleiðsla.
Skáparnir eru búnir
sparnaðarpressum og
CFCfríir.
Góðir greiðsluskilmálar
Frí heimsending.
- Þjánusta í þína þágu -
Einar
Farestveit &Co. hff.
Borgartúni 28 *r 562 2901 og 562 2900