Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DNA-rannsóknir í barnsfaðernis- málum hér á landi 99,99 prósent áreiðanleiki Malamám í landi Skógræktar við Hafnarfjörð Náttúruvernd- arráð kærir til sýslumanns DNA-RANNSÓKNIR voru teknar upp í stað hefbundinna blóðrann- sókna í barnsfaðernismálum hér á landi um áramót. Gunnlaugur Geirs- son, prófessor í réttarlæknisfræði, segir áreiðanleika rannsóknanna um 99,99%. Hefðbundin blóðrannsókn hefði yfirleitt gefið á bilinu 70 til 90% áreiðanleika. Um 80 barnsfað- ernismál eru rannsökuð hér á landi á hveiju ári. Gunnlaugur segir að fyrstu sýnin hafi verið send til DNA-íturrann- sóknar árið 1986 og árin 1993 og 1994 hafi hlutfallið verið orðið 10 til 20% af heildarsýnafjölda. Frá áramótum hefur DNA- rannsóknum verið beitt við greiningu allra sýna hér á landi. Rannsóknimar em gerð- ar á vegum Rannsóknastofu Háskól- ans í fmmulíffræði. Eins og áður segir er hefðbundin blóðrannsókn talin gefa 70 til 90% áreiðanleika. Hins vegar tekur Gunnlaugur fram að rannsókn hafi aldrei verið hætt fyrr en aðrir en eiginlegur faðir hafi verið útilokað- ir. Ekki megi heldur gleyma því að móðirinni beri bamsins vegna að tilgreina alla aðila málsins. Algeng- TALSVERT er um að unglingar undir tvítugu reyni að komast inn á vínveitingastaði með því að villa á sér heimildir og framvísa fölsuðum skilríkjum. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, virðist talsvert af fölsuð- um ökuskírteinum í umferð og greinilegt að einhver eða einhveijir hafí gert út á að útvega unglingum slík fölsuð skilríki. Starfsmenn lögreglustjóraemb- ættisins í Reykjavík hafa eftirlit með vínveitingastöðum og að inn á þá sé ekki hleypt gestum undir aldri. Að sögn Ómars Smára hafa þeir stundum átt erfítt með að fá stað- fest að ungmenni séu þau sem þau segjast vera þegar vafí þykir leika á aldri þeirra og þau geta ekki sýnt skilríki. í slíkum tilfellum eru lög- reglumenn kallaðir til aðstoðar. ast er að einn faðir sé tilgreindur í barnsfaðernismálum. Ekki er heldur óalgengt að þeir séu tveir. Nauðgunarsýni greind ytra Þó farið sé að beita DNA-rann- sóknum í barnsfaðemismálum era sýni vegna nauðgunarmála enn send utan til rannsóknar eftir forrannsókn hér á landi. „Fyrir því era einkum tvær ástæður. Annars vegar era málin ekki nægilega mörg til að nauðsynlegur tækjabúnaður til rann- sóknanna fáist. Hins vegar er nauð- synlegt að rannsóknin sé gerð af reyndum aðila til að ekki sé hægt að hrekja niðurstöðuna fyrir dómstól- um,“ segir Gunnlaugur. Hann segir að íslensku sýnin séu send til rann- sóknar á rannsóknastofu fyrir breskt réttarkerfi og lögreglu. Gunnlaugur segir að nota megi annars konar sýni en blóðsýni, eins og yfírleitt sé beitt í bamsfaðemis- málum, eða sæði, t.d. vegna nauðg- unarmála, við DNA-rannsókn. Hann nefnir í því sambandi að mögulegt sé að styðjast við veíjasýni vegna skyldleikarannsókna eða hár vegna t.d. afbrota. Ómar Smári segir að nú sé meiri ástæða en oft áður til að styðja við bakið á eftirlitsmönnum því mikið virðist vera af fölsuðum ökuskírtein- um í umferð og hafí dyraverðir vín- veitingastaða verið iðnir við að leggja hald á slík skírteini og af- henda eftirlitsmönnum. Nú á næst- unni verði athygli dyravarða enn frekar vakin á því hvemig í pottinn sé búið og eftirlit styrkt. Bæði fimmtán ára Ómar nefndi dæmi frá síðustu helgi þar sem eftirlitsmenn komu að tveimur ungmennum á vínveit- ingastað sem virtust vera undir aldri. Þau sögðust vera orðin tvítug en höfðu ekki skilríki og því kölluðu eftirlitsmenn til lögreglumenn. Við nánari athugun kom í ljós að þau höfðu sagt rangt til nafns og vora bæði 15 ára gömul. NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hefur sent sýslumanninum í Hafnarfirði bréf þar sem þess er óskað að hann grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir malarnám það sem Borgarverk stendur fyrir í landi Skógræktar rík- isins í Kapelluhrauni. Borgarverk keypti rétt til mal- amáms á landinu með samningi við Skógræktina sem gerður var árið 1992, fyrir gildistöku laga um mat á umhverfisáhrifum, fyrir tæpar 15 milljónir króna og hefur síðan num- ið þaðan um 500 þúsund rúmmetra af hrauni. Samningurinn veitti fyr- irtækinu rétt til að nema 1 milljón rúmmetra. 10 hektarar í samtali vip Morgunblaðið sagði Magnús Jón Ámason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, að það land sem mal- arnámið næði yfír nálgaðist að vera 10 hektarar. Magnús Jón Árnason sagði að umrætt land, sem er í um 100 metra fjarlægð frá Krýsuvíkurvegi, væri um það bil 1 kílómetra utan við skipulagða byggð í Hafnarfírði. Málið hefði komið til umræðu innan bæjarstjórnar og væri þar ríkjandi óánægja með framgang málsins. Magnús kvaðst telja að þótt málið hefði komið upp fyrir daga umhverfísmats hefði bæjar- stjórn Hafnarfjarðaar átt umsagn- arrétt um samninginn en henni hefði aldrei verið sent málið til umsagnar. Sorglegur minnisvarði Magnús sagði að sér þætti það sorglegur minnisvarði sem Skóg- rækt ríkisins væri að reisa sér í hrauninu við Hafnarfjörð með því að standa fyrir þessu yfirborðsmal- arnámi í óspilltu landi. Hann sagði þessa aðferð andstæða nútímasjón- armiðum um náttúravemd og and- stæða þeirri stefnu sem Hafnar- fjarðarbær hefði mótað og legðist gegn yfírborðsmalarnámi af þessu tagi. „Ég hélt að það væri stefna skógræktarinnar að rækta landið milli fjalls og fjöru og ég sé lítinn tilgang i að eyða þarna mosa sem tekur áratugi að gróa til þess að rækta í staðinn skóg einhvers staðar austur á landi," sagði Magnús Jón Árnason. Hann sagði að bæjaryfirvöld myndu nú bíða þess hvaða fram- gang kæra Náttúruverndarráðs til sýslumanns fengi en málið væri það nýlega komið til meðferðar. Heilsuvernd- arverðlaun til íslendings HERDÍS Storgaard, þjúkrunar- fræðingur og barnaslysafulltrúi Slysavarnafélags íslands, tók við Norrænu heilsuverndarverðiaun- unum við hátíðlega athöfn í heilsu- gæsluskólanum í Gautaborg i gær. Verðlaunin hlýtur hún vegna starfa sinna þjá Slysavarnarfélag- inu, fyrir að stuðla að öryggi barna og fyrir ötula vinnu við að fyrirbyggja slys á börnum. Með Herdísi á myndinni er Davíð Á. Gunnarsson forstjóri ríkisspítal- anna. Þrjú stór tryggingarfélög í Svíþjóð, Noregi og Danmörku standa að verðlaununum og eru þau 50.000 sænskar krónur og viðurkenningarskjal. -----» ♦ ♦ Brugggerð á Selfossi Selfossi. Morgunblaðið. BRUGGARI var handtekinn á Sel- fossi á þriðjudagskvöld í bíiskúr í íbúðarhverfí þar sem hann var að undirbúa bruggun á landa. Lögregl- an færði manninn í fangageymslu en lét hann síðan lausan er hann hafði gengist við því að eiga tækin og að hafa staðið að því að bragga og selja landa. Braggtækin í bíl- skúrnum vora gerð upptæk ásamt 1.000 lítra tanki til ílagnar og 43 lítram af landa sem voru í bílskúrn- um. Auk þess voru 40 lítrar gerðir upptækir í öðru húsi. Maðurinn hafði bílskúrinn á leigu og að sögn lögregl- unnar virðist það vera verklag bragg- ara að bragga í leiguhúsnæði. Hert eftirlit á vínveitingastöðum Mikið um fölsuð öku- skírteini í umferð SAMSTARFSSAMNINGUR milli Almanna- varnanefndar Reykjavíkur annars vegar og Björgunarsveitarinnar Ingólfs, Flugbjörgunar- sveitarinnar í Reykjavík, Hjálparsveitar skáta í Reykjavík og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins hins vegar var undirritaður í gær. Með samningi þessum verður komið á form- legu samstarfí milli þessara aðila sem felst í, að björgunarsveitimar og RRKl bjóða fram ákveðinn fjölda sjálfboðaliða, 120 manns í allt, til starfa, verði sú vá á svaeði Almannavarna Reykjavíkur að hinn daglegi rekstur björgunar- liðs á svæðinu annar því ekki. Þessi samningur er byggður á samkomulagi sem Almannavamaráð ríkisins gerði í lok árs- ins 1994, við Landsbjörg, Slysavamafélag ís- lands og Rauða kross íslands. í fréttatilkynningu frá Almannavörnum Reykjavíkur segir um málið: „Hinn 4. janúar 1993 var undirritaður leigu- samningur á milli Almannavarnanefndar Reykjavíkur og Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík um afnot nefndarinnar á húsnæði FBSR til fundarhalda og _sem stjómstöðvarað- setur í meiri háttar vá. I þessari leigu felast afnot af neðri hæð aðalbyggingar ásamt þeim búnaði sem þar er, að fjarskiptabúnaði með- töldum. Með þessum samningi breyttist að- staða nefndarinnar stórlega jafnframt því að einstakir nefndarmenn komust nær því verk- efni sem björgunarsveitir inna af hendi. Samið um varalið til bj örgunar starfa INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, og Böðvar Bragason, lögregluformaður Almannavarnanefndar Reykjavíkur, undirrituðu í gær samstarfssamninginn. Þá þegar var farið að huga að gerð sam- starfssamnings á milli nefndarinnar og björg- unarsveita á svæði nefndarinnar, það kom brátt í Ijós að þá þegar var verið að endurskoða samning á milli Almannavamaráðs ríkisins og heildarsamtaka björgunarsveita en hann var undirritaður 30. des. 1994. Eftir undirritun hans var ákveðið að ganga endanlega frá samn- ingi við björgunarsveitir á svæði Almanna- vamanefndar Reykjavíkur. Með þessum samningi vinnst margt fyrir alla aðila, þarna er í fyrsta skipti sett á blað hvers Almannavamanefnd Reykjavíkur óskar eftir frá björgunarsveitunum og þá hvað frá hverri sér- staklega og þeim öllum sameiginlega. Björgun- arsveitirnar leggja til í þessum samningi sjálf- boðaliðasveitir, margar sérhæfðar í björgunar- málum, ásamt þeim búnaði er sveitimar eiga. Á komandi mánuðum er það ætlun almanna- varnanefndarinnar að hafa æfingar á ýmsum þáttum almannavarnaskipulagsins, má þar nefna þjálfun og æfíngu í stjómstöð og síðar æfingar með björgunarsveitum á vettvangi. Þá er í áætlun nefndarinnar að auka öryggi í fjarskiptum á höfuðborgarsvæðinu með upp- setningu á endurvarpa sem mun gagnast al- mannavörnum, slökkviliði, lögreglu og björgun- arsveitum við störf. Hugsanlegt er að á næstu áram verði hluti þess búnaðar sem nefndin á í geymslu í Mos- fellssveit færður inn til borgarinnar annað- hvort til varðveislu hjá björgunarsveitum eða að byggð verði geymsla fyrir hann í borginni. Um nokkurt skeið hefur verið starfrækt hjá lögreglunni í Reykjavík aðgerðastöð sem opnuð er þegar björgunarsveitir eru kallaðar út vegna óveðurs. Þarna koma til starfa menn frá lög- reglu, slökkviliði, borgarverkfræðingi og björg- unarsveitum. Þessi aðgerðastöð hefur sannað tilvist sína og menn era sammála um áfram- haldandi rekstur hennar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.