Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 24
-/ 24 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 Nýr sam- spilshópur TÖNOST Bústadakirkja BOTTESINI-SEPTETT Flytjendur Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla, Armann Helgason, klarinett, Herdís Jónsdóttir, vióla, Sigurður Halldórsson, selló, Erail Friðfinnsson, hom, Þói-ir Jóhannsson, kontrabassi. Sunnudagur 7. maí. ENGIN skýring er gefín í efnis- skrá á nafngift þessa nýstofnaða septetts og í leit minni að stoðum undir nafngiftina fínn ég Bottesini nokkurn, kontrabassaleikara sem fæddur er á jólanótt fyrir rúmum 170 árum, var jafnframt hljóm- sveitarsjóri og stjórnaði frumflutn- ingi Aidu í Kaíró á sínum tíma. Ekki veit ég hvort þetta rennir einhveijum stoðum undir nafngift- ina, kem heldur ekki auga á sam- hengið, en þar sem hér er um nýjan samspilshóp að ræða, með sína fyrstu tónleika, hefði verið æskilegt og þjóðlegt að geta ástæðunnar fyrir nafngjöfinni. Strákapör Ugluspegils er glæsi- legt hljómsveitarljóð,. skrifað fyrir mjög stóra hljómsveit, fullt af húmor og briljans. Útsetning og stytting þessa tónaljóðs, fyrir kvintett gerð af Franz Hasenöhrl, er snjöll svo langt sem hún nær, og er vafalaust mjög góð æfíng fyrir hljóðfærahópinn. Þó verður að teljast djarft af hóp, sem er að byija að vinna saman að velja Ugluspegilsmúsíkina sem sitt fyrsta verkefni. Þótt homaleikar- inn slyppi frá hinni frægu byijun þarf meira til, húmor og áræðni þarf til að bera verkið uppi og lengri samvinnu þarf eðlilega til að skila öllu því. Auðheyrt var þó að hér var ágætis tónlistarfólk á ferð og líklegt til að skila stórgóð- um hlutum þegar fram í sækir. Pkus Sonat, Quam Valet, samdi Þorkell Sigurbjömsson fyrir Ib Lansky-Otto. Hér er hornið eðli- lega einleikshljóðfærið, önnur hljóðfæri umvefja hornið einskon- ar slæðuhjúpi, fallegt verk, ekki flókið í byggingu og var vel flutt. Emil er auðheyrilega traustur og duglegur hornaleikari, en tóninn ætti hann að geta bætt. Lengsta og viðamesta verk tón- leikanna var síðast á efnisskránni, Septettinn eftir L. v. Beethoven. Hugsanlega hefur mest vinnan verið lögð í Septettinn, a.m.k. skil- aði hann sér mjög vel. Hér fengu allir sín einleikshlutverk og sönn- uðu enn að frá þeim má vænta góðra hluta í framtíðinni. Eins og fyrr segir er hópurinn skipaður ágætum hljóðfæraleikurum. Ef einhver er öðrum frekar leiðandi í hópnum er það fiðluleikarinn. Sigurlaug er teknisk, fallega músí- kölsk og öruggur spilari. Það sem undirritaður saknaði kannski helst frá hennar hendi er skarpari mót- un og að þora að stökkva. En hópnum er sannarlega óskað góðs gengis og fleiri áheyrenda, þegar hann lætur í sér heyra næst. Ragnar Björnsson MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LÚÐRASVEIT Laugarnesskóla. Lúðrasveit Laugarnesskóla Eldri og yngri sveitir leika TÓNLEIKAR verða í Laugarnes- skóla í kvöld 11. maí kl. 20. Báðar sveitirnar, yngri og eldri, koma fram, í þeim eru einnig nemendur úr Breiðagerð- isskóla og Hvassaleitisskóla. Stjórnandi er Stefán Stephen- sen. TRÍÓ Egils B. Hreinssonar mun leika djass á Jazzbarnum, Lækjargötu í kvöld frá kl. 22. Tríóið skipa þeir Egill B. Hreinsson píanó, Tómas R. Einarsson kontrabassi og Einar Yal- ur Scheving trommur. Leiknar verða nýjar djassútsetningar af ýmsum þekktum íslenskum lögum eftir Pál ísólfsson, Emil Thoroddsen, Svein- bjöm Sveinbjörnsson o.fl., svo og þekktar perlur djassbókmenntanna. Egill hefur leikið með fjölda inn- lendra og erlendra djasstónlistar- manna. Má þar nefna saxófónleik- arann Charles McPherson og þátt- töku í RÚREK-djasshátíðinni m.a. með fínnsku tónlistarmönnunum Jukka Perko og Pekka Sarmanto. Hann stóð einnig að Heita pottinum þar sem leikinn var djass reglulega í Reykjavík um árabil. Tómas sem einnig hefur verið aðstandandi Heita pottsins er þekkt- ur djasstónlistarmaður og hefur leik- EINAR, Tómas og Egill. ið með mörgum íslenskum og erlend- um tónlistarmönnum, auk þess sem hann hefur gefíð út nokkra hljóm- diska með eigin tónlist. Einar dvaldi sl. vetur við nám um tíma í höfuðborg djassins, New York og hefur þrátt fyrir ungan aldur leik- ið með mörgum þekktum djasstón- listarmönnum bæði hérlendis og er- lendis. Djassútgáfa á íslenskum verkum „Þessir kollóttu steinar Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir ANNA Magnúsdóttir, fyrsti nemandi skólans sem útskrifast með 8. stig, og skólastjórinn Agnes Löve. Tímamót hjá Tónlistarskóla Rangæinga MYNPLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar HÖGGMYNDIR SIGURJÓN ÓLAFSSON Opið um helgar kl. 14-17 til 11. júni. Aðgangur ókeypis GERÐ mannamynda hefur á síð- ustu áratugum tæpast notið þeirrar virðingar innan myndlistarinnar sem vert væri og þannig m.a. liðið að nokkru fyrir tíðaranda óhlut- bundinnar listar og ýmissa þátta hugmyndalistar, þar sem ímynd mannsins er íjarri. Einnig má hér eflaust einnig kenna miklu flóði af miðlungsgóðum og lélegum manna- myndum, sem má fínna víðsvegar um þjóðfélagið og vegna magnsins skyggja á það sem ber af á þessu sviði. I höndum vandaðs listamanns getur mannsmyndin hins vegar orð- ið að meistaraverki, sem verður ætíð ferskt og nýtt vegna þess per- sónuleika og lífs, sem listamaðurinn náði að gæða verkið. Sagan geymir fjölmarga slíka meistara og margra alda gömul verk sumra þeirra eru enn meðal helstu dýrgripa listasögunnar. Á íslandi hafa aðeins fáir meðal okkar fremstu listamanna helgað sig þess- um flokki verka að því marki, að hægt sé að fjalla um það sérstak- lega, en Siguijón Ólafsson er að öðrum ólöstuðum þar fremstur meðal jafningja. Mikilvægi mannamynda Sigur- jóns sést ef til vill best af því, að hér er á ferðinni önnur stórsýning Listasafns Siguijóns Ólafssonar á nokkrum árum á þessum flokki mynda hans, sem ætíð er hægt að nálgast með nýjum hætti, einkum hvað varðar athugun á vinnubrögð- um listamannsins. Þau tæplega SIGURJÓN Ólafsson: Sonur listamannsins. Granít, 1955. fjörutíu verk sem hafa verið valin til sýningar hér spanna mikinn hluta af um sextíu ára starfsævi Sigurjóns; elsta verkið er frá 1930, þegar hann var ungur maður í námi í Danmörku, en hið yngsta vann Sigurjón 1981, ári áður en hann lést. Hér getur að líta ýmsar myndir sem ekki voru á sýningunni á Lista- hátíð 1990, en flest eru þetta kunn verk frá ýmsum tímum á ferli lista- mannsins. Þeir sem þekkja þann feril að nokkru munu því koma hér til endurfunda við ýmis lykilverk og vonandi sjá þau í nýju ljósi, en aðrir fá tækifæri til að kynnast fjöl- breyttum efnistökum, mismunandi áferð og myndgerð, allt eftir því hvað listamaðurinn hefur talið best henta viðkomandi persónuleika. í tengslum við sýninguna er einn- ig vakin athygli á afar vönduðu myndbandi, sen gert hefur verið um andlitsmyndir Siguijóns og ber sama heiti og sýningin: „Þessir kollóttu steinar. Þessi fræðslumynd hefur vakið dijúga eftirtekt og hlotið við- urkenningu á alþjóðavettvangi, enda einkar vel að henni staðið. Efnistök eru fróðleg fremur en fræðileg og frámsetning dregur fram óvæntar hliðar myndanna, m.a. með notkun lýsingar og speglunar, sem sýna glögglega hversu mikla fjölbreytni má fínna í hveiju því höfði, sem Siguijón vann af þeirri alúð, sem einkenndi öll hans verk. Á sýningunni má m.a. finna verk úr bronsi, gifsi, brenndum leir og graníti, en einnig er fjöldi verka kynntur með ljósmyndum. Þeir sem séð hafa verkin með eigin augum (og skoðað myndbandið, þar sem áhrif ljóssins eru athuguð sérstak- lega) gera sér fyllilega grein fyrir þeim takmörkunum, sem fylgja ljós- myndum af mannamyndum; aðeins ein hlið kemur fram, lýsingin bindur svipinn með ákveðnum hætti, sem gæti breyst gjörsamlega væri and- litið séð frá örlítið breyttu sjónar- horni. í ljósi þessa er athyglisvert að skoða sérstaklega tvö verk, þar sem einnig eru settar upp ljósmyndir af einstaklingnum frá ýmsum sjónar- hornum, til að fram komi sú heild, sem listamaðurinn hefur leitað eft- ir. Þetta eru myndir þeirra Einars Ólafssonar (nr. 31) og Torfa Hjart- arsonar (nr. 38), en sú síðarnefnda hefur að líkindum verið með síðustu verkum sem listamaðurinn lauk við. Það er vel þess virði að leggja leið sína út í Laugarnes einhveija helgina á þessu vori til að njóta sýningarinnar jafnt sem umhverfís- ins: Þeir sem ekki hafa séð áður- nefnt myndband ættu einnig að grípa tækifærið og skoða það hér, þar sém auðvelt er að fyígja því eftir með því að líta síðan eigin augum hin einstöku verk sem þar eru kynnt. Eiríkur Þorláksson Hvolsvelli. Morgnnblaðið. FYRSTI maí var merkur dagur í sögu Tónlistarskóla Rangæinga, en þá útskrifaðist í fyrsta sinn nemandi með áttunda stig frá skólanum. Það var Anna Magnús- dóttir sem lengi hefur starfað sem kennari við skólann. Anna er fædd í Hvammi V-Eyjafjöllum en er nú búsett á Hellu. Hún stundaði fyrst tónlistarnám hjá Hönnu Karlsdótt- ir í Holti en síðar nam hún meðal annars við Tónlistarskóla Reykja- víkur þar sem Páll ísólfsson var aðalkennari hennar. Agnes Löve, skólastjóri Tónlistarskóla Rangæ- inga, hefur verið kennari Önnu undanfarin ár. Anna hefur verið kirkjuorganisti í Ásólfsskála og Oddakirkju en er nú organisti í Skarðskirkju. I skólaslitaræðu Agnesar kom fram að skólinn gæti verið stoltur af þessum árangri því það væri ekki á hveijum degi sem litlir tónlistarskólar úti á landi útskrif- uðu nemendur með áttunda stig sem er í raun háskólanám. Einnig lagði Agnes mikla áherslu á að Anna væri fyrirmynd og sannaði að fullorðnir gætu ekki síður náð árangri en þeir yngri í tónlistar- námi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.