Morgunblaðið - 11.05.1995, Page 34

Morgunblaðið - 11.05.1995, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Síðasti móhíkaninn - II Reynsluvísindi o g önnur vísindi ÓLAFUR Sæmundsson næring- arfræðingur viðurkennir í grein sinni um blómafrjókorn í VR-blað- inu að fyrri vísindarannsóknir hafi sýnt mikið næringargildi frjókoma en segir síðari tíma vísindarann- sóknir aftur dregið úr þeim niður- stöðum. Ef nútíma vísindi em svo bág í aðferðum sínum og niðurstöð- um að þau breytist nánast eftir hver vann og hvenær rannsóknirnar em gerðar þá lái hver sem vill al- múganum að hann kjósi að halla sér að reynsluvísindum studd ótal dæmum í aldanna rás. Ólafur segir jafnframt flesta vís- indamenn sammála um að ekki hafi verið nógu vel að þessum fyrri rannsóknum staðið. Er þetta nú ekki fullmikið tekið upp í sig eða hefur Ólafur þetta staðfest frá flest- um vísindamönnum á þessu sviði? Era aðferðir vísindamanna ekki ein- faldlega oft á tíðum háðar persónu- gerð þeirra sjálfra? Vitað er að margir vísindamenn hafa í dag af- lagt ljótar dýratilraunir og kjósa aðrar aðferðir og ætli hljóti ekki að finnast fleiri aðferðir sem velja má um hvort notaðar eru eða ekki. Ekki sama hvaðan gott kemur Ólafur segir líkt og við fijókoma- fólkið höfum alltaf haldið fram að ekki sé sama hvar blómin séu rækt- uð upp á næringargildið og jafn- framt að erfítt sé að melta frjókom- in. Sir Roydon Brown, mikill hug- sjónamaður og blómaræktandi í Arizonahásléttunni, fann aðferð til að sprengja hina sterku skum frjó- komanna og gera þau þannig auð- meltanleg. Hann hafði einkaleyfi á aðferð sinni og hefur það hald- ist í fjölskyldu hans. Við höfum líka alltaf haldið fram að frjó- komin þurfi að geyma í kulda því við leggjum áherslu á að þau em lífrænt efni sem háð er lífrænu niðurbroti. Ein af fullyrðingun- um sem Ólafur telur sig geta hrakið er að blómafijókorn hægi á öldun og að þau séu stór hluti af fæðu íbúa Kákasusfjallagarðsins. Ég hef heimildir um annað og kýs að trúa mínum mönn- um frekar en Ólafs enda hvomgur okkar dvalið í Kákasus og deilt kjör: um með því fólki sem þar býr. í grein Ingibjargar Sig- fúsdóttur, Býflugnast- ungur bæta mein, í Morgunblaðinu 2. apríl síðastliðinn segir: „Mér var sagt að könnun í Bandaríkjun- um hefði leitt í ljós að býflugnabændur yrðu langlífir og væru að jafnaði hraustari en annað fólk. Því mátti trúa eftir að hafa hitt Charles Marz, hann er níræður en hefur framgöngu og útlit sem væri hann þijátíu ámm yngri.“ Ólafur segir drama- tíska sögu af 46 ára ofnæmissjúkl- ing sem dó af neyslu blómafijó- koma. Ég ætla ekki að draga í efa að það hafí gerst en þekki hins vegar dæmi um fólk hér á íslandi Það er undarlegt, segir Ragnar Þjóðólfsson Ibúar Grafarvogs Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðar til fundar með íbúum Grafarvogs í kvöld fimmtudag 11. maí kl. 20.30 í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Kynntar verða framkvæmdir á vegum borgarinnar í hverfinu. Umræður og fyrirspurnum svarað. íbuar eru hvattir til að mæta á fundinn. Rag’nar Þjóðólfsson, að þurfa að halda uppi vömum fyrir hollustu og náttúrleg efni. sem þjáðist af fijókomaofnæmi, hóf neysíu fijókoma og læknaðist. Þetta fólk byijaði allt á mjög smáum skömmtum og vann sig síð- an upp í ‘A - 1 tsk. Vissulega er full ástæða til að fara varlega með ofnæmisviðbrögð en það er áþreif- þú gerast stuðningsforeldri götubarns á Indlandi? Fyrir aðeins 1450 krónur á mánuði getur þú gefið nauðstöddu götubarni fæði, klæði, menntun, læknishjálp og heimili. Venkateswaramma Tadiparti 8 ára munaðarlaus indversk stúlka, eitt aí styrktarbörnum ABC hjálparstarís. H JÁLPARSTARF anleg staðreynd að frjókornin hafa læknað ofnæmi. Töflur ónýt vara Vísindalegar rannsóknir á vegum The National Association of At- hlmetic Trainers sem framkvæpidar vora á áhrifum blómafrjókorna á þol íþróttamanna get ég ekki tekið mark á því eins og fram kemur hjá Ólafi voru fijókornin gefin í töflu- formi en ég hef alltaf haldið fram og er sannfærður um að næringar- gildi þeirra og lækningamáttur er eyðilagður við verksmiðjuvinnslu og allar töflur eru unnin vara. Það er undarlegt í dag að þurfa að halda uppi vörnum fyrir hollustu og náttúruleg efni enda sennilega nokkrir áratugir síðan að trú manna á iðnaðarframleiðslu og ofurmátt vísindanna tók að dala. Flestir hafa til allrar lukku áttað sig á að við erum á góðri leið með að eyðileggja jörðina og okkur sjálf með mengun, aukaefnum í matvælum og ofnotk- un á verksmiðjuframleiddum lyfj- um. Vísindamenn um allan heim hafa margoft lýst því yfir að verndun regnskóganna sé forgangsverkefni því þeir telja að þar sé að finna margar lítt þekktar lækningajurtir sem ef til vill geymi svör við lækn- ingu margra sjúkdóma sem hijá okkur í dag. Mistök næringarfræðinga Næringarefnafræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna vora ábyrgir fyrir herferð sem farin var um þriðja heiminn með þurrmjólkurduft handa ungbörnum fremur en móð- urmjólkina. Þessi herferð kostaði mörg hundruð börn lífið. Enn þann dag í dag eru hjálparstarfsmenn að beijast gegn afleiðingum þessa og hvetja nú mæðurnar til að drekka sjálfar duftið en gefa böm- unum bijóst því í mjólkurduftið vantaði sýklavömina sem mæðum- ar búa til í líkama sínum. Ólafur G. Sæmundsson og þeir sem hann vitnar í virðast því vera líkt og síð- asti móhíkaninn einir á ferð í skóg- inum umkringdir óvinum. Sjálfur hef ég neytt blómafijó- korna frá High Desert í 16 ár og veit hvaða áhrif þau hafa haft á mig. Um okkur hjónin hefur einnig safnast hópur fólks sem notar þessi og önnur náttúruefni til lækninga og við verðum daglega vitni að litl- um kraftaverkum. Ólafurtelur góða heilsu ekki fást með töfralyfjum eða fæðu því engin slík séu til, ég tel hins vegar að í náttúrunni sé að fínna svarið við öllum kvillum er hijá mannkynið en allt verði að nota í eins hreinu formi og hægt er. Þetta eru mínir töfrar og á mið- öldum var fólk brennt fyrir þekk- ingu sína á náttúrunni og gjöfum hennar. Við erum komin lengra enda æ algengara að nútíma vísindi staðfesti sannleiksgildi margra gamalla alþýðuvísinda. Höfundur er áhugamaður um náttúrulækningar. Hannes Friðriksson rekur verslunarstaðinn Vegamót ó Bildudal og hefur nýtt sér sendingaþjónustuna Selt og Sent hjó Gripið og Greitt. Hann hefur þetta að segja: "Nú versla ég allt á einum stað í gegnum Selt og Sent. því þar er þægileg og hröð þjónusta og mikið vöruúrval. Þar get ég tekið það magn sem ég þarf hverju sinni é hagkvæmu verði og get þannig selt ódýrt til minna viðskiptavina. Flutningskostnaður hefur stórlækkað og er orðinn hverfandi. Auk þess er mikill vinnusparnaður að versla aðeins við einn innkaupaaðila. Eg tel smærri verslanir úti ó landi vera ó uppleið. Með því að versla við Selt og Sent er hægt að hafa mun meira vöruúrval ón þess að vera með nokkurn lager og geta samt boðið vörur ó sanngjörnu verði". Selt WNNNM-.SNNSN BIRGÐAVERSLUN sent SfMI: 68 89 70 FAX: 68 95 57 SÍMI:68 95 35 FAX: 68 95 57 Cripið Creitt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.