Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gott nef er skilyrði EINN þáttur í gæðaeftirliti í vín- framleiðsludeild Mjólkursamlags Borgfirðinga er að 4-5 starfs- menn lykta af víninu. Með því móti er reynt að fylgjast með því að hver lögun sé eins og gæði vínsins séu fyrsta flokks. Einn þessara starfsmanna er Jón Guð- mundsson mjólkurfræðingur. Jón sagði að menn þyrftu að hafa gott nef til að geta tekið þetta verk að sér. Annars væri með þetta eins og margt annað, að þetta kæmi með þjálfuninni. Jón tók skýrt fram að prófunin fæli ekki í sér að starfsmenn brögðuðu á víninu, aðeins ætti aðþefaaf því. Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalista Fylgistap list- ans ekki borgar- stjóra að kenna KRISTÍN Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalista segir að gagnrýni sín á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra hafi ekki verið aðalatriðið í greiningu sinni á ástæðum fylgistaps Kvennalistans í síðustu kosningum. Söngfvakeppni evr- ópskra sjónvarps- stöðva á írlandi Fjórða keppnin á Irlandi á átta árum Dyflinni. Morgunblaðið. Á ÁTTA árum hefur Euro- vision-keppnin, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, verið haldin fjórum sinnum á írlandi. Undirbúningur að keppn- inni í ár hefur staðið lengi og að þessu sinni verður lagt mikið upp úr tækni- brellum í útsending- unni sem er að venju um þriggja tíma löng. Sviðið í The Point leikhúsinu sem keppnin verður haldin í er samtals 1.350 fermetrar. Að- alsviðið verður skreytt fljúg- andi furðuhlutum sem verða stöðugt á ferðinni og sviðið því margbreytilegt. Um 400 manns á vegum írska sjón- varpsins vinna við útsending- una. Heiður að keppa fyrir ísland Mikið er rætt um tónlistar- stjóra íslenska Iiðsins hér í Dublin, en hann er íri og heitir Frank Mcnamara. Stór fyrirsögn birtist í einu blað- anna þar sem stóð „Frank sticks with Iceland" og finnst heimamönnum mikið til þess koma að íri stjómi hljóm- sveitinni hjá íslendingum. Frank Mcnamara er þekkt- ur og vinsæll á meðal landa sinna hér og hefur meðal annars stjómað hljómsveit í vinsælum sjónvarpsþætti á írlandi í 15 ár. Þetta er í annað skiptið sem hann vinn- ur með íslendingum í Euro- vision-keppninni, en hann var einnig með í fyrra. Frank lék á als oddi á blaðamannafundinum á mánudag og sagði að landið höfðaði til sín á sérstakan hátt. Björgvin var einnig spurður spjörunum úr og sagði að sér þætti það heiður að hafa verið valinn til að keppa fyrir íslands hönd og fá þannig um leið tækifæri til að kynna íslan'd á alþjóða- vettvangi. „Mér finnst verið að gera tvær fjaðrir að fimm hænum. I greininni í Veru velti ég upp ótal spumingum og þáttum sem gætu hafa haft áhrif á fylgistap Kvennalistans. Ég kom ekki öllu að þar, eins og til dæmis hvemig kosningabaráttan var skipulögð. Þá er ég ekki best hæf til að fjalla um hvernig fram- boðslistar vom skipaðir eða um starf þingkvenna á síðasta kjör- tímabili. Það er því út í bláinn að halda því fram að ég sé að kenna Ingibjörgu Sólrúnu um hvernig fór. En í þessu samhengi er ekki óeðlilegt að velta fyrir sér þátttöku okkar í Reykjavíkurlistanum og ekki síður því hvemig Ingibjörg Sólrún beitti sér í kosningabarátt- unni. Þar horfír hún framhjá því að hún gaf stórpólitíska yfirlýsingu á fundi Alþýðuflokksins, þremur dögum fyrir kosningar um Evrópu- sambandið. Og maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort það hafði einhver áhrif,“ sagði Kristín. Þama vísar Kristín til orða borg- arstjóra um að hugsanleg aðild að Evrópusambandinu hlyti að vera á dagskrá hér á landi. Óeðlileg fundaþátttaka Kristín skrifaði grein í Veru þar sem hún flallaði um vanda Kvenna- listans og gagnrýndi þar meðal annars Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að hafa mætt sem borgarstjóri á stjórnmálafundi hjá öðrum stjóm- málaflokkum fyrir kosningamar. Ingibjörg Sólrún hefur bmgðist hart við og sagt á móti að það hefði alltaf legið ljóst fyrir að hún myndi sem borgarstjóri ekki skorast undan að mæta á fundi til að ræða mál- efni borgarinnar og ýmsar aðrar ástæður væru mun þyngri á metun- um þegar greina ætti fylgistap Kvennalistans. í greininni í Vem nefnir Kristín ekki að borgarstjóri hafí gefíð póli- tískar yfírlýsingar fyrir kosningar heldur að hún hafí undirstrikað ákveðið hlutleysi með því að mæta á fundi hjá þeim aðilum R-listans sem báðu hana um það og Þjóðvaka sem verið hefði aðalkeppinautur Kvennalistans í kosningunum. Kristín sagðist með þessu hafa verið að velta upp spumingum um hvort þetta tengdist breyttri ímynd Kvennalistans og sér hefði ekki þótt þátttaka borgarstjórans í áður- nefndum fundum eðlileg. „Ingibjörg Sólrún hefur sem borgarstjóri rétt til að mæta á hvaða fundi sem er en það er mjög sérkennilegt þegar hún gefur þar stórpólitískar yfírlýs- ingar, eins og hún gerði þama. Þá er hún ekki í hlutverki borgarstjór- ans,“ sagði Kristín. Andlát GUÐMUNDUR HARALDSSON GUÐMUNDUR Har- aldsson skáld frá Há- eyri er látinn á 78. ald- ursári. Guðmundur er fæddur á Merkisteini á Eyrarbakka 4. maí árið 1918. Hann flutti með fjölskyldu sinni, foreldrum og fímm systkinum, til Reykja- víkur árið 1933 og starfaði um hríð hjá A. Bridde bakara- meistara. Síðar vann hann almenna verka- mannavinnu. Hin síðari ár helgaði Guðmundur sig rit- störfum. Af ritverkum hans má nefna Sögur og ljóð frá 1971, Nú- tíma mannlíf og kvæði frá 1974 og Ferða- pistla frá 1975. Björgvin Halldórsson Vinnuskóli Reykjavíkur Nýjar starfsreglur hafa tekið gildi um vinnuskólann Arnfinnur Jónsson GERT er' ráð fyrir um 2.600 ungling- ar starfí hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar eða 85% þeirra sem fæddust 1980 og 1981 og búa í borginni. Umsóknarfrestur rennur út 12. maí. Hlutfall þeirra sem sækja Vinnuskólann hefur auk- ist hröðum skrefum á undanförnum árum, sem bendir til þess að fáir unglingar á þessum aldri geti sótt í önnur sumar- störf. Amfínnur Jónsson skólastjóri segir að fyrir 6-8 árum hafí hlutfall þeirra sem sóttu í skól- ann á þessum aldri verið um 50%. Tíu ára gamlar reglur um vinnuskólann vom endurskoðaðar í vetur. í kjölfarið verða gerðar ýmsar breytingar, m.a. er stefnt að auknu aðhaldi, unglingar fá greidd laun inn á bankareikning, sem talið er hafa uppeldislegt áhrif, fræðsla verður aukin og unglingar geta valið um tímabil sem þeir óska eftir vinnu. Hver eru helstu verkefni unglinganna? „Það má segja að þau skiptist í tvennt eftir aldri. 14 ára ungl- ingar vinna við snyrtingu lóða skóla og íþróttahúsa. Aftur á móti skiptist meginviðfangsefni eldri unglinga á milli svæðanna Heiðmerkur og Nesjavalla, þar sem almennt er unnið að gróður- vemdarverkefnum, og síðan hér í borginni þar sem þeir hjálpa ellilífeyrisþegum við umhirðu garða.“ Gagnrýni hefur komið fram á Vinnuskólann af hálfu garðeig- enda, sem telja ungiinga oft ekki hafa næga þekkingu né aðhald. Einnig hafa foreldrar bent á að hér sé oftast um fyrstu launuðu vinnu unglinga að ræða. Aðhald sé ekki nægilegt og þau læri að slæpast í vinnu. Hveiju viltu svara þessari gagn- rýni? „Það er hárrétt, að við höfum heyrt þessar raddir. Við höfum reynt að bregðast þannig við, að fylgjast eins vel með og við getum, en viðurkennum að þeg- ar vinnuflokkar em jafn margir og raun ber vitni gegnir leiðbein- andinn lykilhlutverki. Við höfum reynt að styðja við bakið á þeim, m.a. með námskeiði og munum auka þann þátt í vor. Við brýn- um fyrir leiðbeinendum að reynsla unglinga sé einmitt sú að þau venjist eðlilegum vinnu- brögðum og aðhaldi á vinnustað. Við vitum að í mörgum tilfellum hefur starfíð tekist vel en einnig em dæmi um hið gagnstæða." Hvað eru flokksstjórar gaml- ir? „Lágmarksaldur er 22 ár. Hér áður fyrr meðan allir gátu feng- ið vinnu vom kennarar oft leið- beinendur. Nú hefur það lagst af, þannig að megin uppistaðan er námsfólk á háskólastigi." Unglingar hafa haft á orði að þeim finnist störf sín til- gangslaus. Er eitthvað gert sér- staklega til að hvetja þau og benda þeim á nauðsyn starfsins? ► Arnfinnur Jónsson fæddist 16. mars 1942 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1962 og fór i kennara- nám. Árið 1965 hóf hann kennslu við Austurbæjar- skóla og hefur síðan starfað sem kennari, yfirkennari og skólastjóri við ýmsa skóla í Reykjavík. Hann var ráðinn í hlutastarf skólastjóra Vinnuskóla Reykjavíkur árið 1986 og árið 1993 var hann ráðinn í fullt starf. „Leiðbeinendur hafa verið hvattir til að gera unglingunum grein fyrir því hversu mikilvægt er að þrífa og hreinsa upp til að borgin líti vel út. Við höfum að vísu ekki tök á því að fylgj- ast með hvemig það skilar sér í hveijum einasta flokki. í sum- ar ætlum við að breyta til. Skól- inn starfar í níu vikur, en hver unglingur fær vinnu í sex vikur. Vinnan verður skipulögð þannig að unnið verður þrjár vikur á einum stað og þijár vikur á öðr- um. Við teljum að með því að skipta um stað aukist fjölbreytnin og þar með áhuginn. Við ætl- um einnig að reyna að hafa verkefnin §öl- breyttari en okkur hefur tekist undanfarið eins og t.d. að koma inn verkefnum sem snerta létt viðhald." Um hvað snýst fræðslan? „Yfirskrift fræðslunnar er Reykjavík - borgin mín og verð- ur hluta úr einum vinnudegi í viku varið til hennar. Lögð verð- ur áhersla á að gera unglingana betur meðvitaða um borgina, stofnanir hennar og útivistar- svæði.“ Dæmi eru um að vel hafi tek- ist til þegar unglingar hafa ver- ið með í ráðum um að skipu- leggja gæsluvelli eða leiksvæði barna. Eru möguleikar á fleiri slíkum verkefnum? „Við höfum verið með slík verkefni tvö undanfarin sumur. Vegna skipulagsbreytinga bæði hjá okkur og hjá embætti gatna- málastjóra verða þessi verkefni ekki í sömu mynd í sumar. Það er hins vegar ekki útilokað að þau verði tekin upp aftur.“ Reynt að hafa verkefnin fjöl- breyttari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.