Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ1995 43 FRÉTTIR ELDRI borgarar taka lagið i Gjábakka. Gjábakkadagar í Kópavogi Á ÞESSU ári, nánar tiltekið fimmtudaginn 11. maí, eru 40 ár liðin frá því að Kópavogur fékk kaupstaðarréttindi. Af þessu til- efni hefur bæjarstjórn Kópavogs skipað afmælisnefnd. Föstudaginn 12. maí verður dagskrá flutt af eldri bæjarbúum í Kópavogi. Afmælisnefndin hefur kosið að kalla þennan dag Gjá- bakkadag en Gjábakki er félags- og tómstundamiðstöð eldri bæj- arbúa. Dagskráin hefst kl. 9.30 með léttum æfingum í Sundlaug Kópavogs. Félag eldri borgara sér um þennan þátt. Um kl. 11 leggja gönguhópar af stað frá Gjábakka. Afmælismatur verður í hádeginu, sjávarréttahlaðborð. Það þarf að panta matinn í síðasta lagi í dag, fimmtudaginn 11. maí. Hátíðardagskrá Kl. 13.30 hefst hátíðardagskrá. Opnuð verður sýning á verkum Sigfúsar Halldórssonar og flutt nokkuð af ljóðum og Iögum lista- mannsins. Frístundahópurinn Hana nú flytur valin atriði úr verkum Jóns úr Vör. Afhent verða verðlaun í skák og flutt hátíðaljóð sem samið hefur verið í tilefni þessara tímamóta. Afmæliskaffi verður í Gjábakka og um kl. 16 verður ekið í rútum inn í Digra- nes. Þar syngur Kór aldraðra í Kópavogi, undir sljórn Sigurðar Bragasonar nokkur lög og leik- fimiiðkendur vetrarins sýna. Kl. 18 verður sýning á leikriti Nafnlausa hópsins sem eldri borg- arar í Kópavogi flytja í Félags- heimili Kópavogs. Leikritið Full- veldisvofan hefur verið samið sér- staklega fyrir þetta tækifæri og byggir á atburðum ársins 1918. Að lokum verður spilað og dansað í Félagsheimili Kópavogs og er sú skemmtun í umsjón Félags eldri borgara í Kópavogi. Aðgangseyrir er enginn að dag- skrá dagsins en á leikritið og fé- lagsvistina og dansinn er aðgangs- eyri mjög stillt í hóf. Evrópu- og íslandsmót í handflökun EVRÓPUMEISTARA- og íslands- meistaramót í handflökun verður haldið 27. maí nk. í stóru tjaldi á miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn. Keppnin er nú haldin í samvinnu við Reykjavíkurborg og nokkur fyr- irtæki. íslandsmót í handfiökun var fyrst haldið í fyrra en nú eru líkur á að nokkrir erlendir keppendur taki þátt og þá munu þeir sem og ís- lensku keppendurnir geta unnið til Evrópumeistaratitils. Markmiðið með þessari keppni er að örva fiskvinnslufólk sem þetta starf vinnur til dáða en með aukinni tæknivæðingu fiskvinnslunnar hefur þessi aldna verkkunnátta víða tapast niður. Þá mun keppnin vafalítið auka gæðavitund þeirra sem þátt taka í keppninni og æfa sig fyrir hana. Einnig er ætlunin að keppnin veki athygli almennings á fiskvinnslu- störfum, segir í fréttatilkynningu. Dæmt verður eftir þremur atrið- um; gæðum, nýtingu og hraða. Flak- aðar verða þijár tegundir, þorskur, karfi og flatfiskur. Verðlaun fyrir þijá efstu íslend- ingana verður skoðunar- og fræðslu- ferð til Humbersvæðisins í Englandi. Ráðstefna um Leonardó-áætl- unina LANDSSKRIFSTOFA um Leonardó stendur fyrir ráðstefnu í dag, fimmtudaginn' 11. maí, á Grand Hótel Reykjavík frá kl. 10-17. Á ráðstefnunni verður kynnt Leon- ardó-áætlun Evrópusambandsins á sviði starfsþjálfunar og endurmennt- unar. Evrópusambandið hefur um ára- bil staðið að mjög umfangsmiklu samstarfi á sviði endurmenntunar og starfsþjálfunar sem hefur það markmið að efla, bæta og samræma ýmsar aðgerðir hinna einstöku aðild- arríkja á þessu sviði. í því skyni veitir sambandið styrki til tilrauna- verkefna á fjölmörgum sviðum og einnig til svokallaðra mannaskipta, sem veita einstaklingum tækifæri á að sækja t.d. starfsþjálfun til ann- arra Evrópuríkja. í Leonardó-áætl- uninni er verið að sameina nokkrar fyrri áætlanir og opnast nú íslend- ingum aðgangur að samstarfsmögu- leikum sem ekki hafa áður staðið til boða. Heildarfjárveiting til áætl- unarinnar á yfirstandandi ári er um 12 milljarðar íslenskra króna. Á ráðstefnunni verða kynnt hvers konar samstarfsverkefni sem ís- lenskir aðilar geta sótt um styrki til, hver eru helstu umsóknarskilyrði og hvaða fyrirgreiðslu landsskrif- stofan mun veita. Skráning á ráð- stefnuna er nú lokið og munu sækja hana 150 manns frá skólum á fram- halds- og háskólastigi, endurmennt- unarstofnunum og fyrirtækjum og samtökum sem eru virk á þessu sviði. --------------- Cosmokvöld á Kaffi Reykjavík BOÐIÐ er upp á Cosmokvöld á Kaffí Reykjavík í kvöld klukkan 20. Model 79 sýnir nýjustu sumarlínu frá helstu tískuborgum heimsins. Kristjana Karlsdóttir í Kompaníinu sýnir hár- greiðslu, ilmurinn DNA frá Bijan verður kynntur og loks spila bræð- urnir Magnús og Finnbogi Kjartans- syni ásamt Vilhjálmi Guðjónssyni. - kjarni málsins! BV land- lyfti- vngnar UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN SMIÐJUVEGUR 70, KÓP. SlMI 564 4 711 • FAX 564 4725 Tilraunaverkefnið ÍBÚÐ Á EFRIHÆÐ KYNNIN G ARFUNDUR í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 11. maí kl. 17.00 Allir velkomnir. Verkefnisstjórn. Ritgerðasam- keppni barna o g unglinga STÆRSTU dagblöð Norðurlanda, Norðurlandaráðs og Norræna ráð- herranefndin standa fyrir keppni um bestu ritgerðina um kynþáttafor- dóma, útlendingahræðslu eða haturs vegna mismunandi trúarbragða. Keppnin er fyrir börn og unglinga allt að 20 ára. Ritgerðin á að byggjast á eigin reynslu vegna kynþáttafordóma, út- lendingahræðslu eða haturs vegna mismunandi trúarbragða. Hægt er að nálgast verkefnið á margra vegu, t.d. sem þolandi, gerandi, áhorfandi eða sem áhugamanneskja um mál- efnið. Nýbúar eru sérstaklega hvatt- ir til að taka þátt í keppninni, segir í fréttatilkynningu. Ritgerðin á að hámarki vera 140 línur (vélritaðar). Ritgerðin á ekki að vera í formi sögu eða frásagnar, heldur skal hún fyrst.og fremst vera byggð upp á umræðum og skoðunum á efninu. Skilafrestur ritgerðanna hefur verið lengdur til 1. ágúst og skal skilað í lokuðu umslagi til Æskulýðs- sambands íslands, Snorrabraut 60, pósthólf 1426, 121 Reykjavík. Á íslandi verður komið á þriggja manna dómnefnd sem fulltrúar frá Morgunblaðinu, landsnefndinni ftlVStftBAfcAMK Korraa rltterilauinktppBt A rc&jr. Bk<í:v G-Xlbaí* >iiy liiON'fc'xi'Mí.-íVt Rltjtrðirrtd V-íf vit K><4>ír.iVaíc:<*, ttl ts!>y VCJJ'H irKPrwiNtt SUiabvt&r 8**»:«!«j- v•.. ,<in va VW niuc'ííim Sr«ir*fc-Sj: 60. !<% w VtríiaiíB 5 n.-aiDunít' ’WOXI ? vc'&íw*.' ■■•XOX- 3. wjráacnár. i/b CPC • 09 Kv»: „Misrétti - mismunandi" og Nor- rænu ráðherranefndinni skipa. Hinn 24. október verða vinnings- ritgerðir í hveiju landi valdar. Þetta mun gerast á sama tíma á öllum Norðurlöndunum. Norræna ráð- herranefndin mun síðan safna saman verðlaunaritgerðunum, þýða þær á öll norðurlandamálin og gefa út. 1. verðlaun eru kr. 150.000, 2. verðlaun kr. 100.000, 3. verðlaun verða veitt fimm ritgerðum kr. 50.000 hverri. Nánari uppl. er hægt að fá á skrif- stofu Æskulýssambands íslands. 40-70% VERÐLÆKKUN Frábært úrval af sumarskóm á alla fjölskylduna. Opið í dag firá kl. 10-20 föstudag frá kl. 10-20 laugardag frá kl. 10-16 Góðir skór ganga langt! LÆKJARGÖTU AÐALFUNDUR ÞRÓUNARFÉLAGS REYKJAVÍKUR verður haldinn að Hótel Borg föstudaginn 26. maí kl. 16:00. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins skulu berast stjórn þess eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Stjóm Þróunarfélags Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.