Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 45 i I I I I I I i i i i i i i ( ( ( i BRÉF TIL BLAÐSINS Verðbréfasjóðir Skandia eru góður kostur fyrir þá sem vilja spara markvisst og fjárfesta til lengri eða skemmri tírna. Þegar þú fjárfestir í verðbréfasjóðum Skandia geturþú verið viss um að alltaf er leitast við að ná hœstu ávöxtun sem mögulegt er, án þess að mikil ' áhœtta sé tekin með peningana þína. Á árinu 1994 nam muná\vxtun sjóða Skandia alltað 11.1%. Skandia býður upp á 5 sjóði sem hver um sig er sniðinn að mismunandi þörfum fjárfesta: Kjarabréf Tekjubréf, Markbréf Skyndibréf og Fjölþjóðabréf. Ráðgjafar Skandia eru ávallt reiðu- búnir til að leiðbeina þér við val á rétta verðbréfasjóðnum fyrir þig. Tryggðu þér góðar fréttir í blaðinu á morgutt og fjárfestu í verðbréfa- sjóðum Skandia. Skandia Löggitt verðbrófafyrirtæki • Laugavegi 170 Simi • 561 97 00 IIIIUIIIIII Fjárfestingarfélagið Skandia hf. er alfarið í eigu Skandia HJÓLATJAKKAR HVERGI BETRA VERÐ! CML hjólatjakkarnir eru úrvalsvara á fínu verði. Þeir eru á einföldum eða tvöföldum mjúkum hjólum, sem ekki skaða gólf. Verð frá kr. 35.990 Hringás hf. Smiðjuvegi 4a, s. 567 7878. Karlmenn Sýningar Frá 25. apríl til 1. maí var mikið um antíkmarkaði í Toskana og hin árlega blómasýning í Flórens, en þar voru seldar plöntur á verði frá 360 kr. uppí 360.000 kr.ll! Einnig var 59. alþjóðlega handverkssýn- ingin, og er hún sölusýning og var þar hægt að gera mjög góð kaup á húsgögnum frá fjarlægum lönd- um. Danir voru eina Norðurlanda- þjóðin sem tók þátt í sýningunni og sýndu þeir einungis sængur. Norðurlandaþjóðunum virðist ekki detta í hug að senda eitthvað af víkingahornum. ítalir, eins og margar aðrar þjóð- ir, hafa mjög gaman af að gera skoðanakannanir. Fyrir nokkrum árum var byijað að kjósa Herra Ítalíu. Fyrir stuttu voru konur, sem eru í sviðsljósinu, beðnar um að velja fallegasta mann Ítalíu. Á list- anum eru m.a. skíðakappinn Al- berto Tomba og landsliðsmaðurinn Paolo Maldini. En hver er sá hluti líkamans sem heillar mest þessar konur: 28% segja augun, 14% hend- urnar, 12% axlirnar, 11% bijóst- kassinn, og 9% sitjandinn og fót- leggirnir. Sumar leggja samt meira upp úr gáfum en ytra útliti. Önnur skoðanakönnun var gerð á meðal háskólastúdenta um vinsælasta og elskaðasta mann Ítalíu. í 1. sæti var Antonio Di Pietro saksóknari og á eftir honum komu páfinn, Scalfaro og Berlusconi. Sá óvinsæl- asti var Guilio Andreotti, fv. forsæt- isráðherra, sem er ásakaður um að vera í Mafíunni, en á undan honum eru Craxi, Hitler og Riina (mafíu- foringi). Árið 1990 var Andreotti 4. vinsælasti og í 3. sæti árið 1993. Maríustyttan í Civitavecchia Italir eru farnir að segja að þær Maríu-meyjar styttur, sem gráta ekki, séu kraftaverkastyttur. Lög- regluyfirvöld hafa farið þess á leit við karlmenn fjölskyldunnar, sem á styttuna sem grét mannablóðstár- Vor í Toskana Frá Bergljótu Leifsdóttur: ÞRÁTT fyrir að sumar sé komið á íslandi er vor á Ítalíu þangað til á Jónsmessu. Eftir mildan vetur hefur sólin ekki verið iðin við að skína það sem af er vorinu hér í Toskana- héraði. Frelsisdagur Ítalíu var 25. apríl og er hann hátíðisdagur. Einnig er 1. maí hátíðisdagur hérna og not- færðu sér því margir þessa daga til að taka út hluta af sumarfríinu. Áður fyrr tóku ítalir allan ágúst- mánuð sem sumarfrí en nú eru þeir, sem geta tekið frí sitt út í öðrum mánuðum, taldir vera heppn- ir þar sem mikil örtröð er á sumar- leyfisstöðum Ítalíu í ágúst og allt verðlag uppsprengt. um, að þeir gangist undir DNA- próf, en lögfræðingur fjölskyldunn- ar segir þá neita að gangast undir það, nema að kirkjan fari þess á leit við þá. 3 vinir á eyjunni Sardi- níu gerðu ljótan grikk. Þeir máluðu tár á Maríu meyjar-styttu og sagð- ist fólk, sem kom í námunda við styttuna, hafa orðið fyrir krafta- verki. Það virðist vera að trúin á kraftaverk geti gert kraftaverk. Líran og ferðamannastraumurinn Eins og alþjóð veit héfur ítalska líran aldrei verið talin sterkur gjaldmiðill. Hún hefur stanslaust MARÍULÍKNESKIÐ í Ci- vitavecchia: blóðug tár runnu úr augum. hrunið fyrir þýska markinu frá því í janúarlok en virðist núna vera að ná sér eitthvað á strik. Þetta hefur gert það að verkum að útflutningur hefur skilað meiri tekjum en sam- hliða er verðbólgan að nálgast 6%. Ferðamannastraumurinn hefur stóraukist enda kostar núna minna fyrir Þjóðveija að dveljast á hóteli á Rimini heldur en heima hjá sér. Greinarhöfundur býr í Greve, sem er í 33 km. frá miðborg Florens og er á Chianti-vínræktarsvæðinu. Hér liggur við að sjáist fleiri bílar með þýsku númeri heldur en ítölsku. Greve er oft uppnefnd, „Greve, út- borg Baden Baden“. Sem betur fer eru Þjóðveijarnir byijaðir að opna peningaveskin sín en þorpsbúar á Italíu kvarta undan að búðareigend- ur notfæri sér ferðamannastraum- inn til að hækka verðlag og að íbú- arnir þurfi að fara til Flórens eða nágrannaþorpa til að kaupa í mat- inn. Hjá mínum kaupmanni á horn- inu er A-4 veggspjald með mynd af Lindu Pétursdóttur fv. fegurðar- drottningu og stærðarinnar salt- fiskflaki sem var hér á sýningu þegar hún var fegurðardrottning. Þetta er falleg auglýsing fyrir ís- land og yljar hún mér alltaf' um hjartarætur og á fimmtudögum segi ég við kaupmanninn: „Á morgun ætla ég að fá besta saltfiskinn í heimi“. Svarar hann mér þá um hæl: „Hér seljum við einungis ís- lenskan saltfisk“. Kannski að Þjóð- veijarnir auki neyslu sína á salt- fiski eftir að hafa verið í Greve. Með vorkveðjum. BERGUÓT LEIFSDÓTTIR, Greve, skammt frá Flórens.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.