Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ1995 33*. AÐSENDAR GREINAR Framtíðar- stefna í lyfjamálum ÞROUN lyfjasölu og neyslu tekur mið af lyfjagerð og fram- leiðslu en ekki síður þróun efnahags- skipulags og neyt- endamála ásamt upplýsingatækni. Miklar framfarir hafa orðið í greininni og mörg ný lyf kom- ið á markaðinn á allra síðustu tímum. Sem dæmi má nefna nýtt mígrenelyf. Ef allir sem þjást af mígrene fengju þetta lyf yrði kostnaður nálægt einum milljarði á ári. Önn- ur lyf má nefna, t.d. magasárslyf, sem eru þegar ofnotuð, asthmalyf og nú síðast væg geðdeyfðarlyf en 70% aukning hefur orðið á sölu síðast nefndu lyfjanna á sl. tveimur árum. Þar eð ríkið greiðir um 80% lyfjakostnaðar er ekki að undra að menn freisti þess að spá nokkuð um þróun mála í framtíðinni. Horft til framtíðar: Hollendingar, sem búa við svip- að fyrirkomulag í lyíjamálum og við, hafa gert tilraun til framtíðar- spár í þessum málum. Þessi spá er byggð á þróun mála á: 0 vísinda- og tæknisviði 0 efnahags- og félagsmálum 0 neytendamálum 0 upplýsingatækni Margt getur auk þess haft áhrif á þessa spá s.s. átök er verða á milli markaðshyggju og sam- félagshyggju í þjóðfé- laginu. Svipaðar spár eru gerðar í viðskipta- heiminum til þess að auðvelda stjórnendum gerð framtíðaráætlana um sölu og neyslu. Stuðst er við mismun- andi stefnur þ.e. skerð- ingar-, aðhalds-, tækni- og markaðsstefnu. Þar sem ríkið greiðir um 80% lyfjakostnaðar, segir Olafur Olafsson, er eðlilegt að spá í þróun þessara mála í næstu framtíð. I. Skerðingarstefna Einkenni: • Komist hjá áhættu. • Vantrú á allri tækniþróun. • Hræðsla við aukaverkanir og fylgikvilla lyfja. • Lyfjanesyla í lágmarki. Ólafur Ólafsson. Myndl Magn Notað Landlæknisembættið 01/95; Heimild: BMJ.vol. 309 29/10/1994; 1990 = 100 Mynd II Verðmæti notkunar O) . 5 CD r-° m =■&£ 3 £ 3 O ^ Bdl 5 2 - ‘T_ O) D Q) > CO -- ss 28” li I - m * *p Landlæknisembættið 01/95; Heimild: BMJ.vol. 309 29/10/1994; 1990 = 100 II. Aðhaldsstefna (hófsemi í lyfjanotkun) Einkenni: • Reynt er að hamla gegn hömlu- lausri neyslustefnu, m.a. með tilliti til slæmra mengunar- áhrifa á umhverfi. • Reynt að halda uppi samfélags- legri þjónustu þar sem sam- keppni á sviði auðs og valds er haldið í skefjum. • Tækniþróunin er sniðin að sam- félagslegri þörf. • Reglur hins opinbera eru betur sniðnar að þörfum neytenda en framleiðenda. III. Tæknistefna (tækni eftir þörfum) Einkenni: • Markaðshyggjan ræður ríkjum. • Markaðsfærsla og framleiðni eru lykilorð og ýta undir alla þróun. • Neyslustefna er forsenda allra framfara. • Samábyrgð og samfélagshjálp eru ekki lengur ein af aðalfor- sendum fyrir æskilegri þróun þjóðfélagsins. • Samkeppnin ræður ríkjum og efnaminni sitja eftir. IV. Markaðsstefna (fijálsræði ótakmarkað) Einkenni: • Markaðshyggjan ræður ríkjum. • Samkeppni allsráðandi. • Samkennd er ekki forsenda samfélagsþróunar. • Stéttaskipting. Niðurstöður: Að gefnum framangreindum forsendum eru gerð framtíðarlíkön er spanna yfir árin 1990-2005. Reiknaður er út neysluferill lyfja (volume of use) og kostnaðarferill lyfja (monetary value) Lyfjamagn notað Samkvæmt aðhaldsstefnu verður neysluferill lyfja um 90 en 239 samkvæmt markaðshyggjustefnu (mynd I). Verðmætisnotkun: Samkvæmt aðhaldsstefnu verður gildið 110 en 410 samkvæmt tæknistefnu (mynd' II). Vissulega er um spá að ræða ~ svo og raunveruleikinn er einhvers- staðar mitt á miili. Vonandi vekur þessi spá lykilað- ila, sem áhrif geta haft á þessa þróun, til umhugsunar. Dæmin eru þó nokkuð raunveru- leg mynd. Islendingar eru líklega staddir á aðhaldssviði en finna nú nokkra samlíkingu með þróun í Bandaríkjunum ef horft er á mark- aðshyggjusviðið. Heimildir sem aðallega er stuðst við: Leuthem H, Haaijer - Ruskaup. Bakke A. og Dukes (ráðgjafar Alþjóðaheilsustofnunar í lyfjamálum.). BMJ 1994; 309; 1137-1140. Breska læknablaðið 1994, 309/1137-1140. Höfundur er landlæknir. Skráning hlutabréfa Vinnslu- stöðvar á Verðbréfaþingi í Morgunblaðinu 10. maí er fjallað um álitsgerð bankaeftir- lits á skráningu hluta- bréfa Vinnslustöðvar- innar á Verðbréfa- þingi íslands. Haft er eftir skrifstofustjóra í viðskiptaráðuneytinu að stjórn Verðbréfa- þings sé ekki fyllilega sammála áliti banka- eftirlits. Það er rétt og gerði stjórn þings- ins viðskiptaráðuneyt- inu og bankaeftirliti grein fyrir sínu við- horfi til álitsgerðar bankaeftirlits með bréfi 2. maí sl. Stjórn Verðbréfaþings sendi bankaeftirlitinu ennfremur greinargerð um málið 17. janúar sl. Þar sem Morgunblaðið hefur ekki þessar skýrslur undir hönd- um, heldur aðeins álitsgerð banka- eftirlits, þykir rétt að greina frá nokkrum atriðum úr þeim hér. Stjórn Verðbréfaþings telur að hún geti sett sérstök skilyrði fyrir skráningu hlutabréfa og vísar í því sambandi til 7. greinar reglna þar um, þar sem segir: „Stjórn Verð- bréfaþings samþykkir, vísar frá eða hafnar umsókn með skriflegu svari innan 2 mánaða frá því að fullbúin umsókn var lögð fram og rökstyður ástæður eða skilyrði afgreiðslunn- ar. Samþykki hún að taka bréfin á skrá tilgreinir hún jafnframt hve- nær skráning hefst.“ í greinargerð bankaeftirlits er tekið undir það að svigrúm til að meta hvert tilvik fyrir sig felist í orða- lagi reglnanna, en jafnframt að gera verði þá kröfu að við- bótarskilyrði sem sett eru séu skýr og ótví- ræð þannig að um- sækjendum megi vera þau ljós. í niðurstöðu bankaeftirlits segir svo: „Skilyrði stjómar Verðbréfaþings um eiginfjárhlutfall Vinnslustöðvarinnar hf. skorti fullnægjandi rökstuðning og var því ekki sett fram með skýrum og ótvíræðum hætti gagnvart umsækjanda og er að því leyti óréttmætt að mati bankaeftirlitsins." Á fundi stjórnar Verðbréfaþings 19. desember sl. var ákveðið að samþykkja skráningu hlutabréfa Vinnslustöðvarinnar, er yfirstand- andi útboði væri lokið. Þetta var tilkynnt með bréfi 20. desember. Mikilvægt er að veita því athygli að skilyrðið sem þarna var sett var að útboðinu lyki fyrst. Það var semsé ekki sett skilyrði um ákveð- ið eiginfjárhlutfall. Hinsvegar var hið lága eiginfjárhlutfall félagsins fýrir útboð hluti af skýringunni á umræddu skilyrði. Það er ekki hægt að fallast á að skilyrðið hafí verið óskýrt eða tvírætt eins og bankaeftirlit gefur í skyn. Viðtak- endum var það alveg ljóst að þeg- ar útboðinu lyki myndi vera hægt að skrá hlutabréf félagsins, enda var það gert fyrir árslok 1944 að fenginni staðfestingu verðbréfa- fyrirtækisins um að útboðinu væri lokið. Hinsvegar má fallast á það með bankaeftirlitinu að rökstuðn- ingur hefði mátt vera betri. Eins og fram kemur í Morgun- blaðinu var mál þetta fyrst tekið til umfjöllunar í stjórn Verðbréfa- þings á fundi 28. nóvember sl. Gerðar vora vissar athugasemdir við skráningarlýsingu, sem komið var á framfæri við umsækjanda, en á því stigi var ekki vikið að athugasemdum um eiginfjárhlut- fall. í álitsgerð bankaeftirlitsins segir að stjórnin hafi haft tilefni til þess mun fyrr í málsmeðferð- inni að greina frá afstöðu sinni til ■markaðshæfis félagsins. Þetta er álitamál og rétt að skýra það með því að fara nokkrum orðum um atburðarásina. Eins og fram er komið var umsóknin rædd á tveimur stjórnarfundum Verðbréfaþings með þriggja vikna millibili, þ.e. mánudagana 28. nóvember og 19. desember 1994. Á fyrri fundinum lágu fyrir drög að skráningarlýs- ingu og efni úr fjölmiðlum, þ.á m. blaði frá nýafstaðinni helgi, þar sem greint var frá fyrirhuguðu útboði hlutafjár félagsins. Upplýs- ingar um það hvernig staðið var að útboðinu stönguðust á. Því var það talið nauðsynlegt að fara fram á betri lýsingu á þessu. í öðru lagi var áhættukafli skráningar- lýsingar ómarkviss, þ.e.a.s. hann ijallaði lítið um áhættuna sem felst í því að kaupa hlutabréf í félag- inu, en meira almennt um áhættu Stjórn Verðbréfaþings sendi bankaeftirlitinu greinargerð um skráningu Vinnslu- stöðvarinnar. Eiríkur Guðnason fjallar hér um efnisatriði málsins, af rekstri sjávarútvegsfyrirtækis á Islandi. Því var einnig talið nauð- synlegt að úr þessu atriði yrði bætt. Þar með var það ljóst að ekki yrði unnt að afgreiða málið á þessum fundi og raunar alls óvíst hvort eða hvenær það yrði gert, þar sem ekki var vitað hvort umsækjandinn vildi verða við ósk- um stjórnar. Þess eru dæmi að umsækjandi falli frá eða fresti umsókn eftir að hafa fengið at- hugasemdir stjórnar Verðbréfa- þings. Því var það varla viðeigandi af stjórninni að tjá sig á þessu stigi um það gagnvart umsækj- anda hvernig hugsanleg málsmeð- ferð yrði. Þess má geta að upphaflega var um það sótt að hlutabréfin yrðu skráð í desember. Eftir afgreiðslu stjórnarinnar fór það svo að bréfin voru skráð í þeim mánuði. Því kom það stjórn Verðbréfaþings á óvart að fulltrúar verðbréfafyrirtækisins og hlutafélagsins skyldu verða fyrir vonbrigðum með afgreiðslu málsins og álíta hana neikvæða fyrir félagið. Eiríkur Guðnason. Það sem mestu skiptir við af- greiðslu þessa máls er að stjórn þingsins taldi óæskilegt að taka bréfin á skrá á meðan útboð stæði yfir. Án þess viðbótarhlutafjár sem boðið var, taldi stjórnin félagið vart markaðshæft, annarsvegar vegna þess að dreifing hlutafjár var ónóg og uppfyllti ekki reglur þingsins, og hinsvegar vegna þess að eiginfjárhlutfall félagsins var<" afar lágt og afkoma af venju- bundnum rekstri undangenginna ára bágborin. Bankaeftirlit segir ekki ástæðu til að fjölyrða um fyrra atriðið þar sem undanþága hafi verið veitt af stjórn Verð- bréfaþings í því sambandi. Ástæðulaust er að gera lítið úr þessu atriði, því ljóst má vera að útboð viðbótarhlutafjár var til þess fallið að auðvelda félaginu að upp- fylla skilyrði reglna um dreifingu hlutafjár. Án útboðsins voru lík- urnar á nægilegri dreifíngu harla litlar. Síðara atriðið er það sem um er deilt, enda eru ekki í reglum þingsins um skráningu nein. «. ákvæði um eiginfjárhlutfall né rekstrarafkomu. í þessu tilviki þótti stjórn þingsins engu að síður full ástæða til að taka tillit til þessara atriða, ekki síst í ljósi þess hvernig hlutabréfaviðskiptum er háttað hér á landi undir lok árs og því hvernig staðið hafði verið að kynningu útboðsins. Fulltrúi hlutafélagsins hafði nefnilega í fjölmiðlum lagt mikla áherslu á að hlutabréf félagsins yrðu skráð á Verðbréfaþingi, áður en fengin var niðurstaða varðandi umsókn þar um. Stjórn Verðbréfaþings var hinsvegar umhugað að hugsanleg- ir kaupendur nýrra hlutabréfa í félaginu byggðu ákvörðun sína á mati á áhættunni fremur en á því hvort bréfin væru skráð á Verð- bréfaþingi eða ekki. Höfundur er seðlabankastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.